Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 65
Lög
um breyting á lögum nr. 43, 3. nóv. 1915, um at-
vinnu við vjelgæslu á gufuskipum.
Vjer Christian hinn Tíundi, o. s. frv.
Gjörum kunnugt: Alþingi hefir fallist á lög
hessi og Vjer staðfest þau með samþykki Voru:
1. gr.
16. gr. laga nr. 43, 3. nóv. 1915, orðist svo:
Meðan vöntun er á mönnum, er tekið hafa vjel-
stjórapróf samkvæmt lögum þessum, er atvinnu-
málaráðuneytinu heimilt að veita mönnum, sem
fengið hafa vjelstjóraskírteini í öðrum löndum sam-
kvæmt þar gildandi lögum, skírteini þau, sem ræðir
um í 5., 7., 9. og 11. gr., en þess sje þó gætt, að til
hess að öðlast hið útlenda skírteini hafi orðið að full-
nægja eins miklum kröfum eins og til að öðlast hið
íslenska, sem um er sótt.
Sama rjett eiga þeir íslenskir ríkisborgarai' og
aðrir, sem sömu rjettinda njóta, sem lokið hafa vjel-
stjóraprófi erlendis.
Heimilt er ráðuneytinu og, meðan svo stendur á
sem í byrjun 1. málsgr. segir, að veita efnilegum
kyndui'um undirvjelstjóraskírteini á fiskigufuskip-