Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Qupperneq 102
100
með 69000 smál., Ítalía með 68300 smál., Holland
með 57000 og Frakkland með 53000 smálestir.
í sambandi við þessar miklu framfarir Dieselvjel-
anna hefir að sjálfsögðu orðið allmikil breyting á
notkun hinna tveggja eldsneytistegunda, kola og
olíu.
Árið 1918—19 voru af skipum þeim, sem flokkuð
voru hjá Lloyds, 66% kolabrensluskip, en aðeins
33,8%, sem notuðu olíu til eldsneytis, ef miðað er
við smálestafjölda; þar af voru aðeins 2% Diesel-
vélaskip. En árin 1923—29 hefir hundraðstalan orð-
ið hér um bil gagnstæð, eða 34,5% kolabrensluskip,
en 65,5%, sem nota olíu, þar af 45,5% Dieselvjela-
skip, ef miðað er við smálestafjölda.
Af þessu má glögt sjá, að Dieselvjelin útrýmir
ekki einungis kolabrenslunni, heldur einnig í stórum
stíl olíunotkun eimskipa.
Vjer, íslenskir vjelstjórar, höfum hingað til ekki
gefið þessari tegund vjela mikinn gaum, enda lítil
kynni af henni haft. Hjer hefir ekkert Dieselvjela-
skip verið til, fyr en varðskipið Ægir, og kensla í
þessari grein mjög af skornum skamti, af því að ö)l
áherslan hefir auðvitað verið lögð á eimvjelina, þar
eð vjer höfum til þessa eingöngu haft eimskip, og
vjelstjórar því fengið sína mentun á þeim grund-
velli.
Nú virðist tími til kominn, að vjelstjórar taki
þetta til athugunar. Vjer eigum nú orðið allstóran
skipaflota, og þess verður vart langt að bíða, að út-
gerðarmenn fari að hugsa til hreyfings á þessu
sviði, hjer sem annars staðar.