Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1930, Síða 76
74
fyrir húseignina nr. 38 við Framnesveg. Veittu
menn athygli einkum einum lið reikningsins, út-
gjöldunum, er námu nokkuð á 3ja þúsund kr. Skýrði
Fossberg frá því, að með þessari upphæð hefðu ver-
ið greiddar gamlar skuldir frá byggingu hússins,
þiljun á efsta lofti o. fl.
Þorsteinn Árnason gerði þá athugasemd við hús-
reikninginn, að innkomin húsaleiga væri reiknuð
480 kr. of lágt. Væri það af þeirri ástæðu, að einum
leigjanda væri gefin eftir þessi upphæð. En þetta
væri styrkur til konu þeirrar, sem hlut ætti að máli,
og ætti að færast með öðrum styrkjum á reikning
styrktarsjóðs. Væri því sá reikningur einnig of lág-
ur. Mæltist hann til, að þessu yrði breytt á næstu
reikningum. Ýmsir fleiri tóku til máls. Voru fundar-
menn óánægðir með það, að eigi lægi fyrir heildar-
reikningur um verð hússins.
Form. lét þess getið, að dregist hefði að greiða
ýmsa reikninga frá byggingunni, húsið hefði ekki
verið fullgert, þegar það var tekið til notkunar, og
viðbætur og nokkrar breytingar hefðu átt sjer stað.
Hefði þetta verið greitt smám saman af reksturs-
tekjunum, og værí þeirri skuldagreiðslu nú lokið, og
yrði húsið fært á reikning styrktarsjóðsins nú á
þessu ári.
IV. Þá las ritarí upp skýrslu um meðlimafjölda
fjelagsins um síðustu áramót og þá, sem gengið
höfðu í fjelagið síðan eða verið strikaðir út vegna
skulda.
Urðu litlar umræður um skýrslumar og reikning-
ana og voru þær síðan samþ. með 11 atkv. gegn 2.
i