Morgunblaðið - 24.12.2008, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 24.12.2008, Qupperneq 65
„Ég man þegar ég var búinn að ákveða að fara út í tónlist að fólk tal- aði um samkeppnina og það hversu erfitt slíkt líf gæti orðið. Ég kláraði ekki menntaskóla; ég kláraði einleik- araprófið mitt og dreif mig strax út í framhaldsnám. Tíminn var kominn fyrir mig. Sumum fannst þetta brjál- æði. Ég segi ekki að þetta sé besta lífið en þetta er eina lífið sem ég get hugs- að mér að lifa. Ég þekki ekkert annað og kann ekkert annað,“ segir Sig- urbjörn, brosir og hlær sáttur við hlutskiptið sem hann kaus sér. Paci- fica-kvartettinn. Félagar Sigurbjörns í Pacifica eru Brandon Vamos sellóleikari, Simin Ganatra fiðluleikari og Masumi Per Rostad víóluleikari. Sem hópur gegn- ir kvartettinn fjórum prófess- orsstöðum við Háskólann í Illinois í Bandaríkjunum, í háskólabænum Ur- bana-Champaign. Þar búa fjórmenn- ingarnir og kenna og eru auk þess staðartónlistarmenn háskólans. Öll önnur spilamennska Pacifica – bróð- urparturinn – er utan þessa starfa. Sífellt nýr og ferskur „Ég tel mig heppinn. Sá miðill tón- listar sem strengjakvartettinn er er ótrúlega ríkur. Það er eitthvað við miðillinn sem gerir hann sífellt nýjan og ferskan. Við eigum 250 ára tónlist og ógrynni framúrskarandi verka en tónskáldum í dag finnst hann af ein- hverjum ástæðum aðlaðandi og spennandi og hafa mikla ánægju af því að semja fyrir hann. Fyrir okkur er það stórkostlegt að geta unnið með núlifandi tónskáldum sem mörg hver eru að semja afskaplega áhugaverða tónlist og vilja þróa þennan miðil enn frekar. Ég hef spurt tónskáld og þeim finnst erfitt að semja fyrir strengja- kvartett. Strengjaraddirnar fjórar spanna allt raddsviðið og raddirnar blandast mikið. Það er ekki hægt að fela sig á bak við neitt. Þess vegna er það svo oft að strengjakvartett upp- fyllir grundvallar tjáningarþörf tón- skáldsins – hún er til staðar í forminu sjálfu. Ef tónskáld er ekki gott eða hefur ekkert merkingarfullt að segja virkar ekki að semja strengjakvar- tett. Að sama skapi er það oft þannig að þegar tónskáld vilja semja mjög persónuleg verk velja þau strengja- kvartettinn. Það er ekki tilviljun að síðustu verk Beethovens eru strengjakvartettar og ekki tilviljun að síðustu verk Bartóks voru strengja- kvartettar – síðustu verk Mozarts, Schuberts og ég gæti haldið lengi áfram. Það er líka oft þannig að þegar tónskáld vilja finna nýjan flöt á tján- ingu sinni eða gera tilraunir gera þau oft tilraunir með strengjakvartetta því það er mikil ögrun. Svo er það líka hagkvæmt og mun ódýrara að hóa í fjóra vini en að fá heila sinfón- íuhljómsveit. Þess vegna er miðillinn enn svo lifandi.“ Samvinnan er gefandi Sigurbjörn kveðst alltaf hafa elsk- að fiðluna og alltaf hafa elskað tónlist. En þegar hann spilaði fyrst í kamm- ertónlist opnaðist honum nýr heimur. „Það var mikil reynsla. Samvinnan er svo gefandi og maður þarf að vera sannfærður um sína rödd og sína meiningu en samt svo sveigjanlegur. Það er bæði aðlaðandi og erfitt. Það er ekki hægt að gera málamiðlanir því málamiðlanir í tónlist virka ekki. Hins vegar er hægt að finna einhvers konar samnefnara og það getur tekið ótrúlega langan tíma, er erfitt en óskaplega gefandi. En galdurinn við góða tónlist er sá að það er endalaust hægt að finna á henni nýja fleti og samvinnan í því ferli er það sem gerir þetta svo skemmtilegt. Svo þrosk- umst við líka saman í þessari vinnu og það er mikil ánægja fólgin í því.“ Pacifica-kvartettinn æfir fimm tíma á dag saman og fyrir utan það þurfa þau að æfa sig hvert og eitt. Sigurbjörn æðrast ekki og segir: „Þetta er bara vinnan mín“. Vinir fyrst, svo kollegar Sigurbjörn er búinn að þekkja fé- laga sína í Pacifica alveg frá því hann fór fyrst til Bandaríkjanna á sum- arnámskeið í fiðluleik á unglingsár- unum. „Við fiðluleikararnir vorum saman í skóla, sellóleikarinn er sonur kennara minna Almitu og Rolands Vamos. Við urðum strax góðir vinir. Víóluleikaranum kynntist ég líka á sumarnámskeiði og við urðum líka góðir vinir. Við höfum verið mjög heppin því þetta starf krefst mjög ná- innar samvinnu. Allar músíkalskar og praktískar ákvarðanir verða að vera teknar með tilliti til þriggja annarra manneskja. Heppnin var að vera orð- in góðir vinir áður en við urðum koll- egar. Þá var þegar til staðar grund- vallartraust og grundvallarvirðing bæði í tónlistinni og vináttunni. Sam- starfið hefur líka gengið mjög vel. Við þurfum stundum að eyða mjög stressandi tíma saman, til dæmis þegar við erum á tónleikaferðalögum. Þá er svo mikilvægt að allt gangi upp, frá manneskjulegu sjónarmiði.“ Pacifica ætlar að spila mikið og spila lengi; „alveg þar til við komumst á eftirlaun“, segir Sigurbjörn. „Þetta er það sem við viljum gera.“ Fjórar manneskjur, ein túlkun Ég freistast til að spyrja Sig- urbjörn nánar um samvinnuna og hvort fjórar ólíkar manneskjur verði aldrei ósammála um eina túlkun. „Við erum að upplagi hvert með sinn grundvallarútgangspunkt að því hvernig við heyrum og upplifum tón- list. Við erum oft sammála um ákveð- in hugrif sem við viljum ná fram en erum kannski ósammála um leiðirnar til að ná þeim. Við þurfum að prufa hugmyndir allra og prufa þær vel því við þekkjumst svo vel. Ef ég er of- boðslega ósammála t.d. víóluleik- aranum og er með eitthvert hálfkák við hans tillögur þá heyrir hann það strax. En stundum gerist nokkuð merkilegt í þessu furðulega ferli. Maður er kannski mjög ósammála öðrum en við það að æfa fram og til baka alla möguleika skiptir maður um skoðun. Þetta gerist stundum. Ef við komumst ekki að samkomulagi getur verið að við prófum eina hug- mynd á einum tónleikum, hina á þeim næstu. Þá gerist það oft á tónleikum að það fer ekkert á milli mála hvort virkar betur.“ Kenna Benz að vinna saman „Leiðtogalaus samvinna“ er það sem Sigurbjörn Bernharðsson kallar það að spila í kvartett og segir að hugtakið sé að verða mjög vinsælt í viðskiptaheiminum. „Um daginn bað Mercedes Benz-bílaframleiðandinn okkur að halda fyrir sig opna æfingu sem líklegast verður í vor. Þeir vilja sjá og læra af okkur tónlistarmönn- unum hvernig leiðtogalaus samvinna gengur fyrir sig. Ég þekki kvartetta sem hafa verið fengnir til að gera þetta í frægustu viðskiptadeildum há- skólanna í Bandaríkjunum, bæði í Stanford og Harvard. Tónlistarfólkið er beðið að tala um og útskýra hvern- ig svona samstarf virkar því fyrirtæki vilja færa þessa aðferð yfir í sinn dag- lega rekstur. Þetta finnst mér athygl- isvert. Ég var auðvitað steinhissa þegar Mercedes Benz bað okkur um þetta en kannski á stjórnarformað- urinn börn sem spila á hljóðfæri og hefur einhverjar hugmyndir um það út á hvað samvinna af þessum toga felur í sér,“ segir Sigurbjörn og hlær. Sigurbjörn segir að mikið tónleika- hald, 90 tónleikar á ári, eins og er nú hjá Pacifica, taki sinn toll, en sé líka ánægjulegt. „Ferðalögin eru stað- reynd og oft þarf maður að vakna fyr- ir allar aldir til þess að ferðast og á svo að spila á tónleikum um kvöldið. Maður er ekki alltaf jafn vel upp- lagður í það. En maður á engra kosta völ annarra en að vera mjög skipu- lagður. Maður þarf að æfa sig, vera í góðu formi, og að vera meiri reglu- maður en maður myndi hugsanlega annars vera. En í þessu sjóast maður. Maður lærir líka að taka hlutunum eins og þeir eru og æðrast ekki. Við æfum mikið og veitir ekki af því við erum með fjöldann allan af verkum á verkaskránni okkar. Við þurfum að skipuleggja okkur langt fram í tím- ann og ákveða hvenær við ætlum að byrja að æfa nýtt verk. Það var ekk- ert í mínu tónlistarnámi sem bjó mig undir þessa gríðarlegu skipulags- vinnu. Að mörgu leyti er þetta eins og að reka fyrirtæki. En við höfum góða hjálp. Við erum með umboðs- skrifstofu í Ameríku sem sér um allt sem viðkemur bókunum og við- skiptahliðinni. Við erum líka með góða umboðsskrifstofu í Evrópu og förum yfirleitt í tvær tónleikaferðir á ári þangað. Svo erum við með kynn- ingarfulltrúa sem gerir ekkert annað en að útbúa kynningarefni og passa að allt slíkt sé í lagi. Það er listgrein sem ég kann engin skil á. Samt sem áður er margt fólk sem við þurfum að vera í daglegu sambandi við, fyrir ut- an öll tónskáldin sem við vinnum með og tónleikahaldarana. Þetta tvennt, öll samskiptin og þörfin á góðu skipu- lagi langt fram í tímann var það tvennt sem kom mér mest á óvart í starfinu.“ Sigurbjörn kveðst vera hamingju- samur. „Þrátt fyrir alla samkeppnina í faginu er svo mikið til af góðri tónlist og óendanlega gaman og orkugefandi að geta sökkt sér í tónlistina. Til þess að ég geti gert það þarf ég að vinna vel og vera einlægur. Maður má aldr- ei tapa heiðarleikanum gagnvart tón- listinni.“ Menning 65 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Málverkið Heiðin jól málaði Guðmunda Andrésdóttir (1922- 2002) árið 1972. Verkið er dæmigert fyrir list Guðmundu á þeim tíma, þar sem útgangspunkt- urinn er hreyfigildi hringa sem iðulega eru málaðir í sterk- um litum. Verkið, sem er 105 x 120 sm, var fyrst sýnt á Listahá- tíð í Reykjavík árið 1971, er í eigu Lista- safns Reykjavíkur. Það var hluti af dán- argjöf Guðmundu árið 2003 og hangir á vegg Seljaútibús Borgarbókasafns. Þar er opið eftirmið- daga á mánu- og miðvikudögum. Heiðin jól É g kem alltaf heim til Íslands um hátíðirnar ogstundum oftar. Reyni að komast tvisvar tilþrisvar á ári en myndi vilja koma oftar. Það er frábært að koma heim. Tónlistarlífið hér heima er mjög ríkt og frábærir tónlistarmenn. Mér finnst áberandi hvað það eru margir góðir tónlistarnemar að koma fram núna. Hér heima hefur maður aðgang að fjölbreyttari flóru fólks; úti vill það verða þannig að maður hefur mest samskipti við tónlistarfólk og háskólafólk. Þetta finnst mér ómetanlegt. Það er alltaf mjög hressandi að koma heim og hér býr mjög klárt fólk. Mér finnst Íslendingar víðsýnir og það er eftirtektarvert hvað fólk hér fylgist vel með. Hér vita allir hvað er í gangi í leikhúsunum og annars staðar í menningarlífinu. Í Chicago og New York þarf maður að fletta þeim upplýsingum upp. Í jólaboðum úti er ekki verið að tala um nýjustu jóla- bækurnar. Það er auðvelt að gleyma því hvað þetta er sérstakt á Íslandi. Það er auðvitað líka kreppa í Ameríku og maður finnur hvað fólk þar verður hjálparlaust. Í sömu kringumstæðum hér heima spretta upp sprotafyrirtæki, það er talað um Nýja Ís- land og krafturinn er miklu meiri. Hér er auðveld- ara að láta hluti gerast. Hér opnar fólk útibú fyr- irtækja sinna jafnvel í Los Angeles á meðan Bandaríkjamönnum finnst það meiriháttar mál að fara í næsta ríki. Frábært dæmi um þetta er Tónlist- arhátíð unga fólksins sem haldin var í haust. Að því stóð fólk sem einfaldlega fannst slíkt námskeið og hátíð vanta í músíkflóruna hér. Á Íslandi er æðru- leysið mikið, fólk hellir sér út í þau verk sem þarf að vinna og hugsar stórt.“ Á Íslandi er æðruleysið mikið sína rödd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.