Morgunblaðið - 24.12.2008, Qupperneq 49
Minningar 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Himneski faðir, hátíðleik jólin oss færa,
heimurinn fagnar og ómar nú söngurinn víða.
Birtan á himninum berst oss með ljósinu skæra,
blessun og líknin til allra sem þjást og stríða.
Hátíðin öll nú helgast af miskunn þinni,
hirðar á Betlehemsvöllunum náð þína finna.
Himneskur friður nú vaknar í vitund minni,
svo verður um hvern þann er finnur sig meðal þinna.
Með fagnaðarboðskapnum veit ég að Guð gerðist maður,
er gaf öllu mannkyni ljós til að rata í myrkri.
Og trúin mér lýsir og þess vegna geng ég nú glaður,
því gleðileg jólin þau viðhalda trú minni styrkri.
Í fæðingu Jesú við finnum hve Guð er oss góður,
og gæska hans öll færir mannkyni blessun svo hreina.
Í Kristi á maðurinn einstakan einlægan bróður,
er birtist í verkum hans, náungakærleiknum eina.
Þú veist – hann í kærleika ávallt sig allan vill gefa,
í elsku til manna og þjóða sem nafnið hans lofa.
Og ást hans er mest fyrir þá sem að aldrei í efa,
eignuðust hlutdeild í móður og barni í kofa.
Þú veist að í Kristi þér kærleikur allur mun gefast,
er kemur þú til hans með þeim sem að nafnið hans lofa.
Og elska hans býðst þér og aldregi skalt um það efast,
að náð hans í bæn mátt þú eiga er fer þú að sofa.
SIGURÐUR RÚNAR RAGNARSSON,
sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli.
Í Kristi átt þú allt
Frá Sigurði Rúnari Ragnarssyni
Í TILEFNI af skrifum Einars Birnir í Morgunblaðinu sunnudaginn 14. des-
ember um villur í myndatexta í ljósmyndabókinni Þjóðin, landið og lýðveldið
vill Þjóðminjasafn Íslands koma eftirfarandi á framfæri:
Einar Birnir gerir athugasemd við myndatexta í myndaskrá sem á við
mynd sem sýnir ábúendur í Grafarholti í Mosfellssveit. Textinn er á þessa
leið í bókinni: Sveinn Björnsson heilsar heimafólki í Grafarholti í Mosfells-
sveit. Talið frá vinstri: Þórunn Hansdóttir, Bryndís Einarsdóttir Birnir dótt-
ir Þórunnar, Ólafía Valdemarsdóttir sýslumannsfrú, Björn Bjarnarson bóndi
í Grafarholti, Guðrún Magdalena Birnir, Björn Birnir Björnsson hreppstjóri,
sonur Bjarnar og maður Bryndísar, Sveinn Björnsson, Bergur …
Sveinn Björnsson heilsar heimafólki í Grafarholti í Mosfellssveit.
Talið frá vinstri: Þórunn Hansdóttir, Bryndís Einarsdóttir Birnir dóttir
Þórunnar, Ólafía Valdemarsdóttir sýslumannsfrú, Björn Bjarnarson eldri í
Grafarholti, Guðrún Magdalena Birnir, Björn. Birnir Björnsson bóndi og
hreppstjóri, sonur Bjarnar eldri og maður Bryndísar, Sveinn Björnsson,
Bergur …
Þjóðminjasafnið biður Einar og skyldmenni hans velvirðingar á þessum
mistökum.
MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR
þjóðminjavörður.
Um villur í myndatexta
Frá Margréti Hallgrímsdóttur:
Þá útrásarvíkingar veittu
það vín sem Guð oss ei gaf
og bláeygir borgarar neyttu,
bubbinn stóð upp og kvað.
Við erum svo snjallir og sætir
svo útvalið riddara lið,
oss auður og allsnægtir kætir
og ávöxtinn þinn hirðum við.
Ef garnirnar gaula af hungri
í gjöfulli útrásar bót,
þá klifrið í fjallanna klungri
og kjammsið á gamalli rót.
Þó kötturinn kúki á teppi,
og krakkinn í sína brók,
Þá auðmjúkur æstu þig ekki
því orkan er kreppunnar bót.
Á duggunum okkar við dólum.
Við dáleiddum hrekklausa þjóð.
Nú Babýlons baalunum ljótum
við blótum af ranglátum sjóð.
Ef ölið á endanum þrýtur
og arðsemin er ekki ljós,
við söknum þjóðar sem flýtur
sofandi að feigðar ós.
Til heimalands aftur við höldum
hressir og úthvíldir menn,
við Betlehem leysum úr böndum
og bankana kaupum senn.
En brjóti nú samviskan böndin,
ég bið þig að sættast við mig.
Þá Lasarus, hjartað og höndin
er hlutskipti mitt fyrir þig.
ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON
húsasmiður.
Út vil eg
Frá Ársæli Þórðarsyni
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
RÍKISSTJÓRNIN hefur mátt
sitja undir alls konar ámælum
og skömmum undanfarnar vik-
ur. Stundum með réttu en oft á
tíðum með röngu. Það er örugg-
lega erfitt að gera svo að öllum
líki, en einmitt þess vegna er af-
ar nauðsynlegt að vanda vel allt
sem látið er frá sér fara, hvort
heldur það eru tilkynningar eða
röksemdir fyrir einhverjum að-
gerðum.
Því nefni ég þetta, að mér
fannst með ólíkindum að hlusta
á þær röksemdir sem hafðar
voru uppi þegar mælt var fyrir
lögum um hækkun á víni og tób-
aki fimmtudaginn 11. desember
sl. Frumvarpið var lagt fram kl.
18 og það orðið að lögum kl. 22
sama dag. Þvílíkur hraði á mál-
inu og hvers vegna skyldi það
nú vera? Jú, það var talið svo
mikilvægt að klára málið í hvelli
til að landsmenn gætu ekki
hamstrað þessa vöru daginn eft-
ir.
Hugsa sér, á sama tíma sem
allt virðist hér á hverfanda hveli
og fólk sér fram á miklar þreng-
ingar og auknar álögur næstu
misseri, þá er það lífsspursmál
fyrir ríkissjóð að koma í veg fyr-
ir að landsmenn geti keypt sér
einni rauðvínsflöskunni meira á
„lága verðinu“. Það getur vel
verið að þessi hækkun skipti
sköpum fyrir ríkissjóð að mati
stjórnvalda, en rökin fyrir þess-
um mikla hraða við afgreiðslu
þessarra laga eru kaldar kveðj-
ur til okkar og einstakur dóna-
skapur við þjóðina.
GUÐMUNDUR ODDSSON,
fyrrv. bæjarfulltrúi
í Kópavogi.
Er það
þetta
sem við
þurftum?
Frá Guðmundi Oddsssyni
Fyrir tæpum 40 ár-
um fór 12 ára gamall
snáði heiman frá sér snemma vors
um leið og skólinn var búinn til
starfa í sveit sem hann hafði aldrei
komið í áður, engar myndir séð, var
ekki skyldur og hvað þá heldur
þekkti fólkið á bænum eða aðstæður.
Aðdragandi að þessari ráðningu var
tilviljunin ein, því drengurinn var að
hjálpa móður sinni í garðinum heima
og nágrannakonan, hún Jónína var
að kjafta eins og konur gera, yfir
girðinguna þegar síminn hringdi. Að
símtali loknu kom Jónína aftur út og
sagði í óspurðum fréttum að þetta
hafi verið Sigurjón frændi sinn í
Lokinhömrum og hann vantaði ung-
ling til sumarstarfa. Ætlaði hún að
láta spyrjast út að Nonna, eins og
hann var kallaður vantaði fermdan
strák í það minnsta.
Hugsanir og vangaveltur drengs-
ins fóru af stað, því hann var nú þeg-
ar farinn að hugsa til sumarsins.
Fyrir lá að 12 ára krakkar fengu
vinnu í frystihúsi staðarins og það
þekktist ekki að gera ekki neitt ef á
annað borð launuð vinna bauðst.
Eini ókosturinn við þessa vinnu var
inniveran, sem var stórt atriði í huga
drengsins. Um kvöldið eftir vand-
lega íhugun ákveð drengurinn að
spyrja móður sína hvort hann mætti
fara í sveit til Lokinhamra. Nafnið
eitt hafði einhverja dulúð, en hann
vissi fyrirfram að líkurnar væru ekki
miklar á ráðningu vegna of ungs ald-
urs og þótt hann hefði ekki neina
sérstaka minnimáttarkennd, þá
hjálpaði það ekki að vera minnstur í
sínum bekk. Drengurinn var frá
góðu heimili og því engin þörf á að
koma honum fyrir frá sjónarhóli for-
eldra.
Jónína náði að sannfæra Nonna
frænda sinn um að hann yrði ekki
svikinn af þessum strák, en bætti við
í nokkurskonar aðvörunartón „að
margur er knár þótt hann sé smár“.
Á næsta degi var ferðin skipulögð og
fékkst far með flutningabíl. Snemma
að morgni lagði bíllinn af stað frá
Bolungarvík áleiðis í Arnarfjörð.
Stoppað var á Hrafnseyri til að
hleypa drengnum út og Gulla á
Hrafnseyri eins og hún var kölluð,
skutlaði drengnum á vegenda í
Stapadal. Vinnumaður kom þangað
til að bera farangurinn og fylgja
drengnum síðasta spölinn. Á góðum
degi var um klukkustundar gangur
um Bjargarhlíð í Lokinhamradal.
Þegar hér var komið í sögu var
dagurinn á enda, veður fór versnandi
og áður en gangan hófst var skollið á
vorhret. Ferðin sóttist seint, ær með
nýborin lömb í vanda á leiðinni sem
þurfti að hlúa að og fólk var orðið
hrætt um ferðalangana. En að lokum
var hlíðin á enda, dalurinn opnaðist,
snjóföl og gráminn yfir öllu, en snáð-
inn orðinn kaldur, blautur og svang-
ur og velti því hlutunum ekki mikið
fyrir sér fyrr en daginn eftir. Ylurinn
þegar í bæ var komið, þurr föt og
góður maturinn var efst í huga
drengsins og hann sofnaði um leið og
lagst var á koddann í baðstofunni.
Morguninn eftir og fyrsta vikan
var þungbær. Fyrsta minningin frá
kvöldinu áður var hversu kaldrana-
leg ásýndin var. Ekkert rafmagn,
ekki rennandi vatn, enginn vaskur í
eldhúsi, né klósett í húsinu. Langt
liðið á vorið, snjóföl yfir öllu og stað-
urinn algjörlega einangraður, girtur
af með hamraveggjum því ekki hægt
að leggja veg eins og að öllum öðrum
bæjum á landinu. Hvað er jákvætt
við þennan stað? hugsaði drengur-
Sigurjón Guðbjartur
Jónasson
✝ Sigurjón Guð-bjartur Jónasson
fæddist á Lok-
inhömrum í Arn-
arfirði 30. nóvember
1925. Hann lést á
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði að morgni mánu-
dagsins 8. desember
síðastliðins og fór út-
för hans fram frá
Þingeyrarkirkju 13.
desember
inn. Jú, fólkið var gott.
Annað kom ekki upp í
hugann. Það var ekki
valkostur að strjúka,
þetta var mitt val,
hugsaði drengurinn og
sumarið yrði örugg-
lega lengi að líða.
Þessi frásögn gæti
verið upphafið á skáld-
sögu eða kvikmynd,
svo dramatískt var
þetta í mínum huga.
Sem fullorðinn maður
hugsa ég oft til þessa
upphafs og fyrstu
kynna minna af þessum stað og fólki
sem ég met svo mikils. Nonni var vel
gerður maður, heiðarlegur, réttsýnn
og stutt í þakklætið fyrir minnsta
viðvik. Hann var virtur af samferða-
fólki sínu sem mikill fjárræktarmað-
ur í alla staði, afburða fjárglöggur og
hugsaði betur um skepnurnar en
sjálfan sig.
Það er margs að minnast þau fjög-
ur ár sem ég var í sveit. Í stuttu máli
var þessi dvöl leikfimi í hópi margra
krakka frá vori til hausts undir góðri
leiðsögn. Túnin voru ekki véltæk
nema að hálfu leyti og einn 18 hest-
afla Ferguson á bænum án ámokst-
urstækja. Þetta gerði lífið skemmti-
legt fyrir vinnuglaðan ungling, þar
sem hrífa, heykvísl, orf, skilvinda,
strokkur og handvatnsdælan í eld-
húsinu voru áhöldin í líkamsræktar-
salnum. Eða fara með pækilsaltaðan
bútung í strigapoka til að afvatna úti
í á eða skola og klappa nýþvegnum
þvotti. Nota til þess „klapp“ sem fáir
þekkja í dag. Kom fyrstur á vorin og
fór síðastur á haustin. Síðasta árið
sem ég var í sveit náði vegurinn í
Lokinhamra, túnin þá sléttuð og
sumarið eftir var vélakosturinn nú-
tímavæddur og bættur. Forréttindi
mín felast ekki síst í að hafa náð
þessum gamla tíma sem þá var horf-
inn allstaðar annarstaðar á landinu
og ég tala nú ekki um matinn af
gömlu gerðinni hjá Siggu og heima-
baksturinn, því ekkert var rafmagn-
ið og frystirinn.
Sömuleiðis öll árin nú í seinni tíð
sem ég hef mætt í smalamennsku,
náð að þekkja aðra smala sem voru í
sveit hjá Nonna á undan mér og ég
þekkti ekki áður. Þeir bera sama hug
og ég til þessa manns sem við minn-
umst nú og enginn vildi missa af að
þekkja á sínum uppvaxtarárum.
Lóa, Andrés, Dísa og fjölskyldur, við
Birna sendum ykkur samúðarkveðj-
ur við fráfall bróður og síðasta ábú-
anda í Lokinhamradal. Verði Guð
með ykkur.
Sölvi R. Sólbergsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta
þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar