Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 70

Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 70
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 ÍSLENSKT hiphop hefur löngum dúsað í skugganum og ekki náð nema eyrum innmúraðra og inn- vígðra í rappsenunni. Stöku lista- menn hafa komist inn í megin- strauminn síðan neistinn kviknaði upp úr 1995 en það heyrir til und- antekninga, jafnvel þó að stemn- ingin grasseri neðanjarðar. Intro- beats, sem rappáhugamenn þekkja úr Forgotten Lores, kallaði til nokkra kunningja úr reykvíska rappheiminum og lögðu þeir til texta, hver í sínu lagi. Úr varð þessi fjórtán laga plata og ef eitthvað er að marka pakkann er tímabært að íslenska rappið hasli sér varanlegan og sýnilegan völl í íslensku tónlistar- lífi – það er greinilega nóg að gerast. Það er gaman að heyra téðan hóp rappara, sem telur meðal annars Bent Rottweilerhund, Dóra DNA, Didda Fel og 7Berg ásamt fleirum, rappa alfarið á íslensku. Íslenskur rímnaarfur nær vitanlega aftur í aldir og því út af fyrir sig rökrétt framhald að kveða nútímarímurnar á móðurmálinu. Það er vel, alltént ferst flytjendum hér flutningurinn bráðvel úr hendi. Vitaskuld eru text- arnir ríkulega enskuskotnir hér og hvar, og það sem meira er, stemn- ingin virðist á stundum fengin að láni úr Compton-hverfi Los Angel- es. Eins og segir í laginu „Lúkurnar upp“: „En ef þú kemur með allt fokkin’ krúið [skothvellur og dauða- hrygla] – bitch, þett’er búið!“ And- inn er þó skemmtilegur á því plöt- unni í það heila og fjandskapur gagnvart náunganum mætir afgangi þó að meintum aukvisum sé sagt til syndanna af og til. Lögin á plötunni eiga fleira sam- eiginlegt en að hafa skemmtilegan kveðskap til að bera, nefnilega að vera bundin saman af bráðgóðri músík. Tónarnir eru jafnan í bak- grunni til að láta röddunum fremsta hluta sviðsins eftir, en engum leynist hversu flott undirspilið er. Hér er einfaldlega bullandi fag- mennska á ferðinni og rappstand- ardinn er greinilega hár á Íslandi um þessar mundir. Margir rímna- smiðir sem teljast til spámanna er- lendis teldust fullsæmdir af því sem hér ber fyrir eyru. Kennir hér margra grasa þó að bakbeinið sé oftar en ekki djassað og vel svalt fönk. Það ætti því að vera öllum að ljóst að hér er af nógu að taka. Dóri DNA á hörkuskemmtilegt framlag til plötunnar, lagið „Á vökunni“, G. Maris og Byrkir B flytja „Ertu með?“ með stæl og Bent og Diddi Fel eiga sömuleiðis frábært lag, „Böst“. Loks verður að nefna lagið „Borg óttans“ með Forgotten Lo- res. Virkilega flott lag. Er þá aðeins fátt eitt talið enda staðallinn hár sem fyrr segir og lögin eru fjórtán. Það er vonandi að þessi stórgóða plata geri sitt til að draga íslenskt hipphopp út úr húsasundunum og út á stétt því það er greinilegt að þar kraumar grúvið sem sjaldan fyrr. Tívolí Chillout hlýtur að teljast prýðilega til þess fallin að breiða út boðskapinn því hér er sjaldan sleg- inn feiltaktur. Framtak Introbeats með þessari útgáfu er því tímabært og þarft og ljóst að í kjölfarið þurfa fleiri innan senunnar að taka af skarið og koma sínu efni í umferð. Eigum við að segja að hér hafi eldur verið kveiktur? Ég er á því. Reykjavík rímar vel TÓNLIST Introbeats – Tívolí Chillout bbbmn Jón Agnar Ólason Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 650kr. allar myn dir allar sýni ngar alla daga ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR -ALLA DAGA Australia kl. 3 - 6:30 - 10 B.i. 12 ára The day the earth... kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Zack and Miri ... kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Quantum of Solace kl. 3 - 5:30 - 8 B.i. 12 ára Saw 5 kl. 10:20 B.i. 16 ára Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 650k r. HEIMSFRUMSÝNG Á MAGNAÐRI STÓRMYND Í ANDA INDEPENDENCE DAY BYGGÐ Á EINUM BESTA VÍSINDATRYLLI ALLRA TÍMA! KLUKKAN TIFAR OG ÞEGAR HÚN STÖÐVAST ER TÍMA OKKAR Á JÖRÐINNI LOKIÐ! EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR 650k r. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI KLUKKAN TIFAR OG ÞEGAR HÚN STÖÐVAST ER TÍMA OKKAR Á JÖRÐINNI LOKIÐ! EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR - S.V., MBL Stærsta BOND-mynd allra tíma! GLEÐILEG JÓL SÝNINGARTÍMAR OG TILBOÐ GILDA FYRIR - S.V., MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI ,,ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND” -VJV -TOPP5.IS/FBL HÖRKUSPENNANDI MYND ÚR SMIÐJU LUC BESSON SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI “Dónaleg og sóðaleg gamanmynd. Alveg frábær.” - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM 650k r. LEIKURINN HELDUR ÁFRAM... ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! 650k r. The Day the Earth ... kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Four Christmases kl. 4 - 6 B.i. 12 ára Reykjavík Rotterdam kl. 3:20 B.i. 14 ára Australia kl. 5:30 - 9 B.i. 12 ára Skoppa og Skrítla í bíó kl. 2:30 - 4 LEYFÐ Inkheart kl. 3:20 - 5:40 - 8 -10:20 B.i.10 ára Taken kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Inkheart kl. 2 - 6 - 8 B.i.10 ára Skoppa og Skrítla í bíó kl. 2 - 3:30 - 4:45 B.i. 7 ára Australia kl. 6 - 9 B.i.12 ára The Day the Earth stood still kl. 10 B.i.12 ára Four Christmases kl. 4 B.i.12 ATH. SÝNINGAR KL. 2 GILDA AÐEINS LAU 27. OG SUN 28. DESEMBER 650k r. ÆVINTÝRAMYND AF BESTU GERÐ Bráðskemmtileg mynd þar sem heimur galdra og ævintýra lifnar við SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borg Stórkostlegt epískt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! - Þ.Þ., DV - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL -S.V., MBL -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - Ó.H.T., Rás 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.