Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 51

Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 51
Minningar 51 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 ✝ HólmfríðurHelgadóttir fædd- ist á sjúkrahúsinu á Akureyri 15. mars 1960. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 18. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Sigríður Ketilsdóttir, f. á Finnastöðum í Eyjafirði 23. sept. 1925, og Helgi Sig- urjónsson, f. í Kollu- gerði í Kræklingahlíð 11. janúar 1919. Systkini Hólmfríðar eru: 1) Smári, f. 1946, kvæntur Önnu Jóhann- esdóttur, f. 1947, þau eiga þrjú börn. 2) Ketill, f. 1947, kvæntur Önnu Gunnbjörnsdóttur, f. 1958, þau eiga þrjú börn og á Ketill fjögur börn frá fyrra hjónabandi, 3) Sig- búð með Erni Þórissyni frá Auð- brekku, f. 19. júlí 1958. Sonur þeirra er Bernharð bóndi í Auð- brekku, f. 8. janúar 1979, kvæntur Þórdísi Þórisdóttur frá Miðkoti í Vestur-Landeyjum, f. 24. nóv- ember 1981. börn þeirra eru Berg- vin Þórir, f. 17. júlí 2001, Anna Ágústa, f. 4. nóvember 2002, Ísak Óli, f. 5. janúar 2005, og Karin Thelma, f. 8. september 2006. Hólmfríður ólst upp í Hólakoti í Eyjafjarðarsveit til fjögurra ára aldurs, síðan í Torfum í Eyjafjarð- arsveit. Að loknu gagnfræðaprófi fluttist hún til Akureyrar og hóf störf við verslunar- og fram- leiðslustörf hjá KEA, síðan stund- aði hún umönnunarstörf bæði á leikskóla og öldrunarheimilum á Akureyri. Bóndi í Auðbrekku 1999-2002. Hún var mjög virk í fé- lagsstörfum, meðal annars í Leik- félagi Hörgdæla, Kvenfélagi Hörg- dæla, verkalýðsfélaginu Einingu og Framsóknarflokknum. Útför Hólmfríðar fer fram frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal laugardaginn 27. desember nk. og hefst athöfnin klukkan 13.30. urjón, f. 1948, kvænt- ur Sólrúnu Önnu Sveinbergsdóttur, f. 1955, Sigurjón á einn son frá fyrra hjóna- bandi og Sólrún þrjú börn. 4) Níels, f. 1951, kvæntur Sveinbjörgu Helgadóttur, f. 1950, þau eiga fimm börn. 5) Jónína Sigurveig, f. 1953, gift Kristjáni Gunnþórssyni, f. 1945, þau eiga þrjú börn. 6) Guðjón Þór, f. 1956, kvæntur Erlu Halls Hallsdóttur, f. 1938, þau eiga eina uppeldisdóttur og Erla á þrjú börn af fyrra hjónabandi. 7) Reg- ína, f. 1958, hún á tvær dætur. 8) Gunnhildur, f. 1966, hún á þrjú börn. Árið 1978 hóf Hólmfríður sam- Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Með þessum orðum skáldsins kveðjum við þig, kæra Hoffa, og erum þess fullviss að í nýjum heimkynnum þínum er sumarnótt. Af mörgu er að taka, minningar hrannast upp, en þær munum við geyma í hjarta okkar. Þökkum þér samfylgdina og biðjum þér bless- unar Guðs. Sendum ástvinum þínum öllum samúðarkveðjur. Guðjón Þór og Erla. Kveðja frá Kórfélögum í kirkjukór Möðruvallaklaust- ursprestakalls Þegar við nú kveðjum kæra vin- konu okkar og kórfélaga Hólmfríði Helgadóttur, viljum við minnast hennar með nokkrum orðum. Hoffa, eins og hún var oftast kölluð, er nú látin 48 ára að aldri eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hún tókst á við veik- indin með miklu æðruleysi og styrk. Hoffa gekk til liðs við Kirkjukór Möðruvallaklaustur- sprestakalls fyrir um tuttugu árum síðan og söng með kórnum eins lengi og hún treysti sé til. Hún var mjög dugleg í öllu félagsstarfi og sinnti því af miklum dugnaði og gleði. Hún lagði mikla alúð við kórstarfið, til dæmis voru kór- möppurnar hennar vel skipulagðar og öllum nótnablöðum raðað upp af nákvæmni. Kom það sér oft vel fyrir okkur hin að leita til hennar og var það lítil fyrirhöfn fyrir hana að finna nótnablöðin langt aftur í tímann. Hoffa var mjög hugmyndarík að finna fjáröflunarleiðir fyrir kórinn. Við minnumst margra ógleyman- legra kórferðalaga með henni, bæði innan lands og utan. Einnig minnumst við allra sam- verustundanna í Möðruvallakirkju og í hinum sóknarkirkjunum í kring. Hoffa var jákvæð mann- eskja og tókst á við örlög sín af mikilli yfirvegun. Þegar veikindin ágerðust var það ekki síst tónlistin og trúin sem gerði henni lífið bærilegra. Við þökkum þér, elskulega vina, fyrir samfylgdina og kveðjum þig með þessu fallega bænarversi Lilju Kristjánsdóttur. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Benna syni hennar og allri fjölskyldunni. Guð ég þakka vil þér, að í þinni hendi ég er. Þökk að ætíð þú leggur mér lið, er í lausnarans nafni ég bið. Gef mér fúsleik svo fagnandi ég, dag hvern feti þinn hjálpræðisveg, uns þú opnar mér himinsins hlið og mitt hjarta á um eilífð þinn frið. Það er sárt að þurfa að kveðja svona lífsglaða konu eins og hana Hólmfríði eða Hoffu, eins og hún var oftast kölluð. Hoffa var mikil barnakona og var alltaf gaman að vera í kringum hana sem barn. Ég man enn hvað mér þótti það gam- an þegar hún sagðist vilja ættleiða mig, þó að það væri nú meira í gríni en alvöru. Minningin er enn svo sterk þeg- ar ég gisti hjá henni í sveitinni að það er eins og það hafi verið fyrir fáeinum árum. Þá var hún ekki í vandræðum með að hugga litla stelpu með heimþrá. Hoffa hafði svo góða nærveru að það var ekki annað hægt en að líða vel í kring- um hana. Hoffa mín, ég vona innilega að þér líði betur núna. Elsku Benni og fjölskylda, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hrönn Valgeirsdóttir. Hólmfríður Helgadóttir                                       Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR LÍNDAL BENEDIKTSSON, Neðri-Hundadal, lést laugardaginn 20. desember á Landspítalanum. Útför fer fram frá Kvennabrekkukirkju Dalasýslu, þriðjudaginn 30. desember kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E fyrir alúðlega umönnun og hlýju. María G. Líndal og fjölskylda, Svana Guðmundsdóttir og fjölskylda. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞORBJARNARDÓTTIR, lést aðfaranótt Þorláksmessu, 23. desember, á hjúkrunarheimilinu Eir. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Þórður Ingvi Guðmundsson, Guðrún Salóme Jónsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, BÖÐVARS M. GUÐMUNDSSONAR bónda, Efri-Brú, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, fyrir góða umönnun og hlýju. Börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, STEFÁN GUÐMUNDSSON, lést þriðjudaginn 9. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir eru færðar til hjúkrunarfólks á 14G á Landspítalanum. Bára Egilsdóttir og börnin. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHILDUR HULDA ÓLAFSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík mánudaginn 22. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 30. desember kl. 14.00. Ásthildur Árnadóttir, Óli Jón Bogason, Guðlaug Eiríksdóttir, Sigríður Árnadóttir, John Myer, Ragnhildur Árnadóttir, Hörður Falsson. ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR VALDIMARSSON, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést laugardaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 29. desember kl. 14.00. Ragnar Þórðarson, Þórey Karlsdóttir, Arna Ragnarsdóttir, Brynhildur Þórðardóttir, Þórður Ólafur Ragnarsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR KR. JÓHANNESSON, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut að kvöldi sunnudagsins 21. desember. Einar Þórðarson, Bergljót Jóhannsdóttir, Matthildur Þórðardóttir, Lárus Einarsson, Jóhannes Þórðarson, Margrét Sigmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.