Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 9
Morgunblaðið |9 Það getur enginn setið endalaust yfir lærdómnum því þannig missir maður smám saman einbeitinguna. Til að brjóta upp daginn og hvíla sig inn á milli er gott að verðlauna sig með ein- hverju smáræði. Rölta út í bakarí og fá sér eitthvað gott með kaffinu eftir fyrstu fimm kaflana eða fara í góðan göngutúr með vini þegar ritgerðin er hálfnuð. Skipuleggðu dag- inn þannig að þú lærir nægilega mikið en gefir þér samt svolítinn tíma inn á milli til að dreifa huganum. Að dreifa huganum Karl Aspelund heldur fyrirlesturinn Um kvenbúninga heimsins á upp- hafsárum nýrrar aldar næstkom- andi miðvikudag í húsakynnum Heimilisiðnaðarfélagsins. Karl kennir fatahönnun í Bandaríkj- unum við University of Rhode Isl- and og stundar doktorsnám við Boston University. Áhugasvið hans er samspil fatahönnunar og sjálfs- myndar þjóða og um þessar mundir er hann að hefja rannsókn á stöðu og merkingu þjóðbúninga kvenna á Íslandi í dag. Er sú rannsókn hluti af undirbúningi Karls fyrir dokt- orsritgerð sína um þjóðbúninga og hefur hann áhuga á að ná tali af fólki sem ber þjóðbúninga. Þekktur víða Karl hefur kennt og unnið sem hönnuður í Bandaríkjunum frá 1996, en kenndi áður fatahönnun og fleira við Iðnskóla Reykjavíkur og hannaði leikmyndir og búninga fyr- ir kvikmyndir og leikhús. Karl er höfundur The Design Process, sem er notuð til kennslu í á fimmta tug háskóla í Bandaríkjunum. Næsta bók hans, Fashioning Society, kem- ur út í vor. Karl flytur erindi fyrir Þjóðbúningaráð Íslands á þingi norrænu þjóðbúningaráðanna sem haldið verður í Orbaden í Svíþjóð 2009. Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 7. janúar kl. 20-22 og verður væntanlega afar fróðleg- ur fyrir alla þá sem áhuga hafa á fatahönnun, þjóðlegum hlutum og fötum. Morgunblaðið/Kristinn Fallegir Karl Aspelund er fata- hönnuður og hefur áhuga á þjóð- búningum landa. Fræðsla um þjóðbúninga Eðlileg markmið Ein aðalástæða þess að fólk nær ekki markmiðum sínum er sú að það setur markið of hátt. Best er að setja sér viðráðanleg mark- mið, jafnvel þó að þau virðist vera of einföld, þannig kemst það smám saman upp í vana að ná markmiðum sínum og með tímanum er hægt að setja mark- ið hærra. Eins er mikilvægt að gera sér grein fyrir muninum á langtíma og skammtíma mark- miðum. Misstu aldrei sjónar á langtímamarkmiðunum en ein- beittu þér að litlum markmiðum í hinu daglega lífi þangað til þú kemst í mark. Margir fara í nám til útlanda, bæði til lengri og skemmri tíma. Þegar komið er á nýjan stað er góð hug- mynd að fara á stúfana og finna út hvar má finna það sem helst mun vanta. Til að mynda hvar hægt sé að prenta út, hvar bókasafnið sé og hvenær það er opið. Að hafa þetta á hreinu áður en verkefnaskil og próf fara á fullt skrið sparar mikinn tíma og stress. Allt á hreinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.