Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 10
10|Morgunblaðið
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Það verður umbylting ástarfi KvikmyndaskólaÍslands í ár þar sem skól-inn er að flytja í nýtt og
sérhannað húsnæði í Kópavogi.
Böðvar Bjarki Pétursson, for-
stöðumaður Kvikmyndaskóla Ís-
lands, var að vonum spenntur þeg-
ar Morgunblaðið hafði samband
við hann enda segir hann aðstöð-
una á nýjum stað vera eins og hún
gerist best í kvikmyndaskólum í
heiminum. „Þar erum við með tvo
bíósali, flott stúdíó og algjörlega
frábæra aðstöðu. Þetta verður
mikill munur og ekki seinna
vænna enda er 100 prósenta aukn-
ing á umsóknum hjá okkur. Við
þurftum því að vísa nemendum frá
öllum deildum nema einni en það
er handrit og leikstjórn.“
Kvikmyndaskólinn er 16 ára
gömul stofnun og fyrsta nám-
skeiðið á vegum skólans var haldið
árið 1992. Það var síðan árið 2003
sem skólinn fékk viðurkenningu
frá menntamálaráðuneytinu á
einni námsbraut sem hét þá kvik-
myndabraut og árið 2007 fékk
skólinn viðurkenningu á þremur
nýjum brautum. Böðvar talar því
um að skólinn sé búinn að vera
starfandi í núverandi formi frá
árinu 2007. „Það má segja að á tí-
unda áratugnum hafi þetta verið
mjög stór þriggja mánaða nám-
skeið og margir þekktir menn sem
fóru þar í gegn. En síðan verður
þetta að skóla með viðurkenndu
námi.“
Virkir nemendur
Kvikmyndaskólinn er á fram-
haldsskólastigi en Böðvar segir
skólann óvenjulegan að því leyti
að hann sé í raun í samkeppni við
tveggja ára námsbrautir í erlend-
um kvikmyndaskólum sem gjarnan
eru á mastersstigi. „Það er því
hægt að fá 100 prósent námslán
hjá Lánasjóði íslenskra náms-
manna fyrir náminu. Samsetning á
nemendum hjá okkur er þannig að
það eru 40 prósent sem hafa lokið
stúdentsprófi, 15 prósent sem hafa
lokið háskólaprófi og meðalald-
urinn er 22 ár. Hinn dæmigerði
kvikmyndaskólanemi er því 22 ára,
hefur lokið 70-80 einingum upp í
stúdentspróf, hefur kannski prófað
eitthvað annað en kemur hingað til
að finna sig. Námið hjá okkur er
tvö ár sem er mjög algengur
námstími í kvikmyndanámi,“ segir
Böðvar og bætir við að helsti
styrkur skólans sé að nemendur
skili sér í fagið að skóla loknum.
„Þetta er mikil samkeppnisgrein
og í þessari grein er lítið spurt um
gráður heldur er spurt hvað þú
getur. Þeir sem sanna sig komast
alls staðar að. Okkur hefur gengið
ansi vel að koma nemendunum
okkar út og við eigum nemendur
hjá öllum kvikmyndafyrirtækjum
og öllum sjónvarpsstöðvum auk
þess sem þau eru mjög virk í
stuttmyndasamkeppnum og öðru
slíku. Þetta er fagskóli, við erum
að útbúa fagfólk og þau koma út á
markaðinn og þrýsta á. Háleitt
markmið skólans er að stækka og
efla kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi.
Það gerum við meðal annars með
því að dæla út fólki. Við höfum
stækkað frá 1997, á haustönn voru
97 nemendur í skólanum og núna
eru um 130 nemendur í skól-
anum.“
Tæknideildin vinsælust
Það eru fjögur sérsvið sem hægt
er að taka í Kvikmyndaskólanum;
framleiðsla og leikstjórn, skapandi
tæknivinna, handrit og leikstjórn
og leiklist fyrir kvikmyndir. Böðv-
ar segir að það sé óvenjulegt
hvaða braut sé vinsælust í ár.
„Það er svakaleg holskefla inn í
tæknideildina og leiklistin er rosa-
lega vinsæl. Tæknin virðist vera
vinsæl og það er margt mjög öfl-
ugt fólk sem kemur þar inn. Það
er auðvitað praktískasta deildin,
fólk er að hugsa um atvinnu.
Hingað til hefur það þótt svolítill
lúxus að fara í listaskóla að læra
en allt í einu er það orðið eins
praktískt og hvað annað. En
tæknideildin er tvímælalaust vin-
sælust í ár en þar eru menn að
læra kvikmyndatöku, klippingu,
hljóðvinnslu og fleira slíkt sem er
eitthvað sem vantar alltaf fólk í.“
Um 80-90 stuttmyndir á önn
Böðvar segir að það séu mikil
tækifæri fyrir nemendur Kvik-
myndaskólans. „Það er gefið mál
að þessi myndmiðlaiðnaður er í
mikilli sókn. Til dæmis þessi staf-
ræna væðing á sjónvarpsstöðvum
sem gerir það að verkum að það
eru margfalt fleiri sjónvarps-
stöðvar í boði og svo auðvitað net-
ið með allri sinni dreifingu. Þetta
gerir það að verkum að það hrein-
lega vantar meira efni og það þarf
að búa til meira efni. Síðan hafa
íslenskir kvikmyndagerðarmenn
staðið sig vel og okkur tekst alltaf
að hafa einn til tvo leikstjóra í
fremstu röð sem viðheldur þessum
áhuga. Stóru tíðindin úr íslensku
sjónvarps- og kvikmyndalífi eru
síðan þessar sjónvarpsseríur.
Loksins hefur okkur tekist að búa
til leiknar sjónvarpsseríur eins og
við höfum séð undanfarið. Það
gerir það að verkum að það eru
tækifæri. Svo er Kvikmyndaskóli
Íslands, sem er 80 prósent verk-
legur, eitt stærsta framleiðslufyr-
irtæki landsins en við búum til um
80-90 stuttmyndir á hverri önn og
því margt að gerast hér.“
Eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins
Morgunblaðið/RAX
Kvikmyndaskóli Íslands Böðvar
Bjarki Pétursson ásamt nemendum
Kvikmyndaskólans sem er nýflutt-
ur í glæsilegt húsnæði í Kópavogi.
Kvikmyndaskólinn er
eitt stærsta fram-
leiðslufyrirtæki lands-
ins enda eru þar fram-
leiddar um 80-90
stuttmyndir á önn.
Skólinn er fluttur í nýtt
og glæsilegt húsnæði í
Kópavogi sem umbyltir
starfinu í skólanum.
Erfitt getur verið að halda fullri ein-
beitingu í tímum eða við lærdóm. Hér
koma nokkur góð ráð sem sögð eru
óbilandi þegar kemur að því að halda
einbeitingunni í lagi! Fyrst ber að
nefna litlar og reglulegar máltíðir til
að halda brennslunni gangandi, ekki
borða stóra og mikla máltíð áður en
farið er að læra því eftir slíkt verða
flestir syfjaðir og latir. Við heimalær-
dóm er talið best að læra samkvæmt
líkamsklukku hvers og eins, enda eru
sumir best vakandi snemma á morgn-
ana en aðrir á kvöldin. Einbeittu þér að
erfiðasta námsefninu á þeim tíma sem
hugurinn er hvað skarpastur og hinu
þegar hugurinn er ekki jafn skilvirkur.
Nóg af vatni er líka nauðsynlegt, sér-
staklega þegar manni finnst maður
vera silalegur. Kaffi getur hjálpað
manni að vaka en getur líka stressað
mann og æst upp og því best að neyta
þess í hófi.
Að halda
einbeitingu
Einbeiting Það getur verið erfitt að halda fullri einbeitingu við lær-
dóm en ýmislegt sem hægt er að gera til að halda sér vakandi.
MÍMIR
símenntun
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
.2
52
Getum við
aðstoðað þig?
Náms- og starfsrá›gjöf
fyrir fólk á vinnumarka›i
og atvinnuleitendur
Rá›gjöfin er einstaklingum
a› kostna›arlausu
Uppl‡singar og innritun í síma 580-1800 www.mimir.is
VORÖNN
2009
• Sko›a möguleika á námi?
• Fá uppl‡singar um nám e›a námskei›?
• Kanna áhugasvi› flitt og færni?
• Setja flér markmi›?
• Gera áætlun um náms– e›a starfsflróun?
• Fá lei›sögn vi› ger› ferilskrár?
• Auka möguleika flína í starfi e›a á vinnumarka›i?
Hefur flú áhuga á a›...
Mímir– símenntun b‡›ur upp á fljónustu
náms– og starfsrá›gjafa
í Skeifunni 8, 108 Reykjavík og á vinnustö›um.
Rá›gjöfin er í samstarfi vi› Fræ›slumi›stö› atvinnulífsins
og er einstaklingum a› kostna›arlausu.
Haf›u samband vi› náms- og starfsrá›gjafa okkar
í síma 580 1800 e›a sendu póst á radgjof@mimir.is