Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 13

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 13
Morgunblaðið |13 Nú á vorönn býður Leiðsöguskól- inn spennandi nám í Svæð- isleiðsögu um Reykjavík og ná- grenni. Um er að ræða einnar annar nám sem hefst um miðjan janúar og lýkur í maí. Fyrsta skipti í Reykjavík Svæðisleiðsögn hefur verið kennd víðsvegar um landið en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt nám verður kennt í Reykjavík. Mikill skortur hefur verið á fagmennt- uðum leiðsögumönnum í dagsferðir um Reykjavík og nágrenni yfir sumartímann, meðal annars vegna aukins fjölda skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn. Hluti námsins fæst metinn til hefðbundins leiðsögunáms svo þeir sem vilja geta komið síðar í Leiðsöguskólann og öðlast fullgild leiðsöguréttindi. Áhersla á sögu og menningu Umsækjendur taka inntökupróf í því erlenda tungumáli sem þeir vilja leiðsegja á en einnig er hægt að velja íslensku sem kjörmál. Megináhersla er lögð á náttúru, menningu og sögu höfuðborg- arsvæðisins og nágrennis. Auk þess er lögð áhersla á leiðsögutækni og hagnýta þjálfun fyrir starfið í vett- vangsferðum. Námið er hugsað fyr- ir þá sem áhuga að starfa sem leið- sögumenn á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, en það nýtist einnig vel þeim sem starfa nú þegar í greininni, meðal annars starfsfólki ferðaskrifstofa, upplýsinga- miðstöðva, hópferðafyrirtækja og gestamóttöku hótela, svo dæmi séu nefnd. Þrjú kvöld í viku Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs og hafa lokið stúd- entsprófi eða öðru sambærilegu námi. Umsóknarfrestur er til 8. janúar og kennsla hefst mánudaginn 19. janúar. Kennt er þrjú kvöld í viku; mánudaga, þriðjudaga og miðviku- daga, auk þess sem farnar eru æf- ingaferðir um helgar. Kennt er í húsnæði Leiðsöguskólans í Mennta- skólanum í Kópavogi og fer kennsl- an fram á íslensku. maria@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Aukin þörf Erlendir ferðamenn heimsækja landið allan ársins hring. Svæðisleiðsögunám um Reykjavík Fyrirtækið Alta býður fjölbreytt námskeið um umhverfis- og skipu- lagsmál, bæði almenn og sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins. Nám- skeiðin eru ætluð þeim sem hafa áhuga á að auka skilning sinn og innsýn í umhverfismálaumræðuna og tengsl við mögulegar aðgerðir. Þau eru tilvalin fyrir starfsmenn fyrirtækja, starfsmannafélög, fé- lagasamtök eða áhugasama aðila. Þrenns konar námskeið Námskeiðin sem í boði eru kallast; „Hvað er umhverfisvænt“ og „Selj- um við umhverfisvænar vörur“ sem eru ætlað starfsfólki fyrirtækja til þess að auka skilning á umhverf- ismálum og hæfni þess til að svara viðskiptavininum þegar hann spyr um slíkar vörur. „Umhverfismál í daglegu lífi, hvernig getum við haft áhrif?“ er klukkustundarlangt yf- irlitsnámskeið tilvalið fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og skilning á umhverfismálum. Loks eru í boði sérsniðin námskeið um málefni tengd umhverfismálum. Námskeið Þeir sem hafa áhuga á að auka skilning og innsýn sína í umhverfismálaumræðu geta sótt námskeið þess efnis. Námskeið um um- hverfismál Það er ekkert grín að fara í fyrsta sinn af stað út í umferðina og gott að þeir sem nýkomnir eru með bílpróf séu eins vel undirbúnir og kostur er. Sjóvá Forvarnahúsið og Umferð- arstofa bjóða í samstarfi við Sjóvá Vörð ungum ökumönnum á aldr- inum 17-20 ára upp á gagnleg og skemmtileg námskeið. Þar er rætt um umferðaröryggi og hvernig efni- legir ökumenn geti bætt sig og orðið frábærir. Námskeiðin hafa verið haldin frá árinu 1995 og fallið vel í kramið hjá unga fólkinu. Öryggi Mikilvægt er að ungir ökumenn læri og þjálfist eins mikið og kostur er. Fyrir unga ökumenn Yfirsýn og aukin afköst með MindManager Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • Sími 565 7272 • www.verkefnalausnir.is Einu sinni fyrir langa löngu lærði ég að lesa, það var talsvert stökk í því að skilja heiminn. Núna er ég búin að læra á MindManager, stökkið var svipað en snýst núna um afköst og vinnubrögð! Ragnheiður Eiríksdóttir nýsköpunar- og þróunarstjóri, BHM. Ég tel að það sem ég lærði á námskeiðinu, komi til með að nýtast mér vel í starfi, þá sérstaklega í stærri og flóknari verkefnum til að halda yfirsýn og kynna á frambærilegan og skýran hátt. Elín Rósa Finnbogadóttir, ritari yfirstjórnar, samgönguráðuneytið. HELSTU NÁMSKEIÐS- ÞÆTTIR HRAÐFERÐ 8 KLST. kl. 8.30–16.30 15. janúar 12. febrúar 18. mars 2. apríl 29. apríl 13. maí Forkröfur: að vera vel tölvufær GRUNNUR 5 KLST. KL. 9.00–14.00 13. janúar 11. febrúar 12. mars 6. maí Elín Þ. Þorsteinsdóttir Sigrún Stefánsdóttir Dögg Gunnarsdóttir LEIÐBEINENDUR NÁMSKEIÐSDAGSKRÁ Hugarflug Grunnæfingar Tölulegar upplýsingar Gerð skipurita Fundarstjórnun Ritgerðarsmíð og skýrslugerð Verkefnastjórnun og skipulagning Samspil Outlook og MindManager Kynningar Stjórnun upplýsinga Af hverju MindManager? Eykur afköst starfsmanna um 7%. Auðveldar verkefnastjórnun og skipulagningu. Minnkar tíma við skýrsluskrif um 50%. Markvissari og styttri fundir. Öflugt tól í hugarflug, þarfagreiningu og stefnumótun. FRAMHALD 5 KLST. KL. 9.00–14.00 20. janúar 18. febrúar 25. mars 20. maí Forkröfur: að hafa lokið grunnnámskeiði í MindManager

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.