Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 14
14|Morgunblaðið Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Síðustu tvö ár hefur námskeið í silfur-leirsmíði hjá Handverkshúsinu veriðmjög vinsælt og fjöldi fólks hefursótt það, að sögn Vífils Valgeirssonar sem leiðbeinir á námskeiðinu. „Þetta hefur verið mjög vinsælt námskeið en við notum silfurleir til að búa til silfurmuni úr hreinu silfri. Þetta er þó ekki eins og hefðbundin vinnsla á hefðbundnu silfri. Silfurleirinn heitir artclay á ensku og þetta er mjög gömul að- ferð í vinnslu á silfri. Japanar þróuðu aðferð- ina í neytendavænt form fyrir 15-20 árum en þetta er gert þannig að silfur er tætt niður í örsmáar agnir og blandað saman við leir og vatn. Þannig kemur efnið til okkar. Það er mikið auðveldara að vinna með silfurleirinn en hefðbundna silfrið því það þarf ekki að nota eins mikið af tækjum.“ Ekki mikill tækjakostnaður Vífill talar um að eftir námskeiðið ættu all- ir að geta búið til silfurmuni heima hjá sér, vinnslan sé ekki flóknari en það. „Við vinnum silfurleirinn svipað og hefðbundinn leir og mótum hlutinn sem við ætlum að búa til. Þeg- ar það er búið þurrkum við hann í 15-20 mín- útur og þá er þetta orðið eins og þurr leir. Síðan er munurinn brenndur og þá er bæði leirinn og vatnið brennt í burtu og eftir stendur hreint silfur. Það er ekki nauðsynlegt að hafa sérstakan ofn. Það er hægt að nota örbylgjuofn en reyndar þarf þá lítinn postulínsofn inn í örbylgjuofninn en hann er ekki dýr. Svo er hægt að nota gaslampa en hvort heldur sem er þá er ekki mikill tækja- kostnaður,“ segir Vífill og bætir við að á nám- skeiðinu séu fyrst og fremst útbúnir skart- gripir en í sjálfu sér séu engin takmörk fyrir því hvað er búið til úr silfurleir. „Námskeiðið er þrjú kvöld, fjórir tímar hvert kvöld eða alls 12 klukkutímar. Á námskeiðinu er farið í gegnum aðferðir til að vinna silfurleir og hver þátttakandi gerir 6-8 silfurhluti. Það er líka boðið upp á framhaldsnámskeið sem eru önn- ur þrjú kvöld og þá er farið í einstaka aðferð- ir í silfurleirsmíði. Þá er hægt að taka þriðja námskeiðið sem er meiri sérhæfing.“ Einföld vinnsla Silfurleirinn er ekki innifalinn í námskeiðs- gjaldinu en Vífill segir leirinn ekki vera dýrt hráefni. „Hráefni í góðan silfurhring fyrir karlmann kostar um 1000 krónur og þetta er því ekki óyfirstíganlegt. Svo er mjög einfalt að setja sirkonsteina í silfrið og brenna þá með,“ segir Vífill og útskýrir þær þrjár meg- inaðferðir sem eru notaðar við vinnslu á silf- urleir: „Silfurleirinn er í þrenns konar formi og til að mynda í nokkurs konar kremi sem er á þykkt við súrmjólk. Því er til dæmis penslað á laufblað, nokkrar umferðir. Síðan er leirinn þurrkaður burt og svo brenndur. Allt hverfur við brennsluna og eftir stendur silfurgert laufblað. Silfurleirinn kemur líka á sprautum og þá fylgja með þrjár stærðir á nálum. Þá búum við til þrívíddarform úr sér- stökum lífrænum korki. Tökum kúlu sem dæmi en þá hnoðar maður korkinn í kúlu, síð- an er þræði úr sprautunni sprautað utan um korkinn og það er búið til þéttriðið net. Þá er kominn þrívíddarhlutur sem er síðan þurrk- aður og brenndur, hvort sem er með loga, í ofni eða örbylgjuofni. Þá brennur korkurinn innan úr og eftir stendur kúla úr silfri. Þriðja formið er leir sem er svipaður og venjulegur föndurleir og hann er notaður til að búa til hálsmen eða hringa. Þá er leirinn mótaður ut- an um kefli eða hvað sem er hendi næst. Það er þurrkað og síðan brennt.“ Morgunblaðið/Ragnar Axelssson Vífill Valgeirsson leiðbeinandi: „Þetta hefur verið mjög vinsælt námskeið en við notum silf- urleir til að búa til silfurmuni úr hreinu silfri. Á ensku heitir silfurleirinn artclay.“ Silfurlei Silfurleirinn er ekki dýr en það kostar um 1000 krónur að gera karlmannshring. Einfaldir silfurskartgripir Það er mun einfaldara að smíða silfurhluti úr silfurleir en hefðbundnu silfri en nám- skeið í silfurleirsmíði er kennt í Handverkshúsinu. Á námskeiðinu eru búnir til 6-8 silfurhlutir. Það getur verið mun auðveldara og skemmtilegra að læra saman í hóp. Komdu þér upp góðum hópi fólks, en þó ekki of stórum, sem vill frekar sitja saman í notalegu umhverfi og læra. Þó má umhverfið ekki vera svo notalegt að leti færist yfir mannskapinn! Hægt er að skiptast á að hittast í heimahúsi og jafnvel skipta með sér að baka brauð eða köku til að hafa eitthvað gott að maula yfir lærdómnum. Með því að læra fleiri saman er líka hægt að leita ráða, spyrja og bera saman. Síðan sparar slíkt líka tíma sem annars færi í að hittast og gera eitthvað saman til að brjóta upp dag- inn. Lært í einni kös Símenntun fyrir fagfólk í iðnaði V O R Ö N N 2 0 0 9 www.idan.is Bygginga- og mannvirkjahönnunarnámskeið Málmtækninámskeið Stjórnendanámskeið Prenttækninámskeið Matreiðslunámskeið Hársnyrtinámskeið Bílgreinanámskeið Tölvunámskeið Námsráðgjöf Nánari upplýsingar á:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.