Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 16

Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 16
„En þú lítur ekki út eins og líf- vörður,“ segir hún. „Hverju áttirðu von á?“ svarar hann að bragði. „Tja, ég veit ekki, kannski meiri töffara,“ segir hún. „Þetta er dulargervið mitt,“ svar- ar hann að bragði yfirvegaður. Sennilega er raunveruleikinnekki neitt í líkingu við sam-skipti Kevins Costner ogWhitney Houston í kvik- myndinni Bodyguard. Hnyttin til- svör og rómantískir undirtónar heyra væntanlega til undantekninga og þeir sem til þekkja myndu segja að starfið fælist meira í því að skipu- leggja og fyrirbyggja en snúa niður óða tilræðismenn og að glansmyndin frá Hollywood ætti fátt skylt við raunveruleikann. Hraðskreiðir bílar og fleira Eftir sem áður heillar lífvarð- arstarfið marga og þess þekkjast jafnvel dæmi að Frónbúar hafi hald- ið út í heim og fengið minni eða stærri gráður frá lífvarðaskólum. Námið höfðar óneitanlegra til karl- lægra hvata enda til dæmis hægt að fá þjálfun í flóttaakstri, skotfimi og sjálfsvörn. Kröfurnar ættu heldur ekki að gera út af við neinn: yfirleitt er aðeins gerð krafa um að vera í sæmilegu formi og andlega stabíll, og svo að geta borgað skólagjöldin vandræðalaust. Netið er uppfullt af vefsíðum frá alls kyns lífvarða- skólum sem bæði lofa spennandi starfsframa og ágætum tekjum. En að sama skapi má finna á netinu varnaðarorð; að margir skólarnir séu ekki jafngóðir og þeir gefa í skyn og geti ekki staðið við gefin loforð. Hér að neðan eru nokkrir skólar sem þykja spennandi valkostir: Max Security Solutions Ltd.. Þessar ísraelsku þjálfunarbúðir hreykja sér af því að vera fremstar á sviði lífvarðaþjálfunar, enda byggist námið á meitluðum og margnotuðum Ertu efni í lífvörð? Eintómt stress Menn þurfa eflaust að vera með sterkar taugar ef þeir vilja starfa sem lífverðir. Hér má sjá lífverði skýla George W. Bush eftir að skóm var hent í átt að hon- um á dögunum. aðferðum ísraelskra öryggissveita. Námskeiðið þeirra tekur tvær vikur og er þar farið yfir ýmsar hliðar skotvopnanotkunar og bardagaað- ferða, forvarnir og skipulagningu. Námið kostar heilar 4.390 evrur en innifalið er fæði og húsnæði. www.max-security.com Professional Bodyguard Association Tvenns konar námskeið eru í boði hér. Annars vegar 7 daga námskeið sem fjallar meðal annars um eftirlit og gæslu, lagalega umhverfið og upplýsingaöflun. Það nám kostar 900 pund.Hins vegar er 20 daga líf- varðanámskeið þar sem meðal ann- ars er farið í flóttaakstur, allskyns tæki og tól kynnt fyrir nemendum og samskipti við viðskiptavininn, svo 16|Morgunblaðið Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Nám borgar sig ekki barafyrir okkur sem göng-um upprétt. Spennandinámsmöguleikar eru líka í boði fyrir besta vininn til að verða að sannkölluðum fyrirmynd- arhundi. Ásta Dóra Ingadóttir er hunda- atferlisráðgjafi og starfrækir hundaskólann Gallerí Voff. „Á nám- skeiðunum er umfram allt verið að kenna samskipti þannig að hund- urinn læri að taka mark á eigand- anum og eru hlýðniæfingarnar tæki til þess,“ segir Ásta Dóra. „Sumir halda að það sé nóg að hundurinn kunni að setjast heima í stofu og hann þurfi þess vegna ekki að fara á námskeið en það skiptir máli að hundurinn hlýði skilyrðislaust við allar aðstæður og ekki bara þegar honum hentar. Ef hundurinn hlýðir svo bara þegar hann á von á verð- launum er hann í raun búinn að temja eigandann, hundar eru nefni- lega mjög góðir í að temja fólk,“ bætir Ásta Dóra við glettin. Gaman í skólanum Grunnnámskeiðin hjá Ástu Dóru eru samtals tíu kennslustundir sem dreifast á jafnmargar vikur og seg- ir hún bæði hundana og eigendurna hafa fjarska gaman af. „Það er yf- irleitt mikið stuð á námskeiðunum og jafnvel heilu fjölskyldurnar sem koma með hverjum hundi. Hund- arnir hafa mjög gaman af þessu enda er hundunum kennt á jákvæð- an hátt, með umbun, um leið og eig- endunum er kennt hvernig á að setja hundinum mörk,“ segir Ásta Dóra. „Þegar hundarnir skilja svo til hvers er ætlast af þeim verða þeir svo ánægðir að skín úr andlit- inu á þeim og þegar sama athöfnin endurtekur sig nokkrum sinnum og þeir vita hvað gerist næst þá finnst þeim rosalega gaman að vera til.“ Sama dýrið Að sögn Ástu Dóru eiga allir hundar að geta lært. „Það ganga alls kyns sögur um vissar tegundir sem eiga að vera svo vitlausar að ekki á að vera hægt að kenna þeim neitt. En á námskeiðunum mínum hefur það komið ítrekað í ljós að engin hundategund er vitlausari en Er hundurinn þinn með gráðu? Það er ekki nóg að hundurinn hlýði aðeins heima í stofu þegar honum er lofað nammi Morgunblaðið/Valdís Thor Ásta Dóra Ingadóttir: „Sumir halda að það sé nóg að hundurinn kunni að setjast heima í stofu og hann þurfi þess vegna ekki að fara á námskeið en það skiptir máli að hundurinn hlýði skilyrðislaust við allar aðstæður.“ „Það vantar að hundaeig- endur komi sér upp samræmd- um umferðarreglum,“ segir Ásta Dóra. „Svo margir virð- ast leyfa hundunum sínum að ráða ferðinni og draga sig áfram að öðrum hundum sem eru á göngutúr með eigendum sínum. En hundar eiga að láta aðra hunda í friði nema eig- andinn leyfi þeim það og þá aðeins þegar eigandi hins hundsins hefur líka gefið sam- þykki sitt. Hundar kunna nefnilega ekki að taka skyn- samlegar ákvarðanir og við fólkið verðum stundum að hafa vit fyrir þeim.“ Vantar um- ferðarreglur Dansráð Íslands | Faglærðir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VIÐ BJÓÐUM UPP Í DANS Innritun og upplýsingar á í síma 553 6645 Mambó Tjútt Freestyle Break Salsa Brúðarvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskeið fyrir hópa Hiphop Börn – Unglingar – Fullorðnir dansskoli.is eða Jazz Dansfélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.