Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 17
nefnd séu nokkur dæmi. Þá kostar
lengra námið 2.500 pund.
www.probodyguardassocia-
tion.co.uk
Executive security
international
Hér er bandarískur lífvarðaskóli á
ferð með mikið námsúrval, langa
sögu og ágætt orðspor, þó vefsíðan
hjá þeim sé reyndar fjarska hallær-
isleg. Meðal námskeiða má nefna,
auk hefðbundinna lífvarðanámskeiða,
námskeið sem eiga að búa menn und-
ir öryggisvörslu á stríðssvæðum, og
námskeið í vörnum gegn iðnaðar-
njósnum. Einnig eru í boði skemmri
námskeið sem tækla meðal annars
skotfimi og varnir gegn mannránum.
Og viti menn, þeir bjóða líka upp á
fjarnám! Námskeiðagjöldin eru frá
1.500 dollurum fyrir stystu kúrsana
og upp í 10.900 dali fyrir stærstu
pakkana.
www.esi-lifeforce.com
asgeiri@mbl.is
Morgunblaðið |17
aðrar. Allir hundar eru sama dýrið,
bara í mismunandi pakkningum.
Þeir haga sér allir eins, hafa sama
tjáskiptakerfi og skilja allir hverjir
aðra,“ segir hún.
Mestu skiptir að eigandinn læri
réttu samskiptin við hundinn sinn:
„Það hvort hundurinn tekur mark á
manni eða ekki veltur á því hvernig
maður kynnir sig fyrir hundinum.
Sami hundur getur hlýtt í einu og
öllu manneskju sem hann finnur að
er leiðtogi, en ekki hlustað á næsta
mann sem skortir réttu framkom-
una. Hundar eru næmir fyrir virð-
ingarröðinni og þykir gott að finna
að einhver stjórni þeim og vilja þá
allt fyrir hann gera.“
Fyrir byrjendur og
lengra komna
Grunnámskeið í hundahlýðni
veita afslátt af hundaleyfisgjöldum
hjá flestum bæjarfélögum, en auk
grunnámskeiðsins býður Gallerí
Voff upp á framhaldsnámskeið,
námskeið í sporaleit og einkatíma.
„Framhaldsnámskeiðin fara fram
utan dyra og eru inntökuskilyrðin
að hundurinn geti beðið liggjandi
og gengið laus við hæl þótt aðrir
hundar séu á reiki í kringum hann.
Þar gerum við flóknari hlýðniæf-
ingar og notum hindranir og ýmis
tæki,“ segir Ásta Dóra. „Einka-
tímarnir eru svo fyrir þá sem vilja
vinna úr sérstökum vandamálum.
Sumir koma jafnvel með lista og
síðan er tekið á því sem laga þarf
og gerð vinnuáætlun til að þjálfa
eftir.“
Ástu Dóru þykir gaman að segja
frá því að fólk er í auknum mæli
farið að taka á hegðunarvanda-
málum hjá hundunum sínum frekar
en lóga vandræðahundum. „Fólk er
að endurmennta hundinn og er búið
að átta sig á að með réttri þjálfun
og vinnu má takast á við vanda-
málið.“
www.hundaskoli.is
Ekki eru allir tilbúnir að fara beint í há-
skólanám þegar framhaldsskóla lýkur. Þá er
um að gera að taka sér góðan tíma í að hugsa
málið og nota tímann í eitthvað gagnlegt og
skemmtilegt. Margir taka sér þá gjarnan ár í
að hugsa málið og kanna heiminn.
Margir möguleikar
Sumir velja sér að starfa við það sem þeir
gætu hugsað sér að læra til að kanna hvort
starfið eigi við þá. Að sjálfsögðu er þetta ekki
hægt í öllum greinum en tilvalið þar sem slíkt
hentar. Aðrir eru búnir að safna sér í sjóð og
fara í langt og mikið ferðalag, jafnvel til framandi slóða og fá þannig útrás
fyrir ferðabakteríuna. Einnig er góð hugmynd að nota tímann til að læra
nýtt tungumál eða skerpa á þeim sem maður hefur áður lært. Besta leiðin til
að læra tungumál er gjarnan sögð vera sú að dvelja í landinu sjálfu. Sumir
halda einnig til hjálparstarfa, en ætíð er þörf á slíku fólki. Möguleikarnir eru
í raun óþrjótandi en auðvitað er betra að skipuleggja sig dálítið fyrirfram svo
einhver peningur sé til fyrir því sem maður vill gera. Eins þarf að sækja um
tungumálanám og annað slíkt með einhverjum fyrirvara.
Nytsamlegt ár
smáauglýsingar mbl.is
Námskeið
Hekl: 5 kvöld.
Janúar námskeið hefst mánud. 19. jan.
Seinna námskeið hefst mánud. 23. feb.
Harðangur og klaustur: 5 kvöld.
Janúar námskeið hefst miðvikud. 21. jan.
Seinna námskeið hefst miðvikud. 25. feb.
Kennt er í Grafarvogi.
Upplýsingar í síma: 588 5171 / 862 2039