Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 21

Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 21
Morgunblaðið |21 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Við Bjargey vorum á leiðheim frá Tenerife þar semhún hefur haldið nám-skeiðið Ný og betri í mörg ár, en ég hef verið með henni í nám- skeiðinu síðustu ár. Á meðan við vor- um úti sáum við endalausar fréttir af því að Ísland væri að hrynja og fórum að hugsa í flugvélinni hvort það væri ekki eitthvað sem við gætum lagt af mörkum. Þannig hönnuðum við nám- skeiðið í 30.000 feta hæð og héldum það í fyrsta sinn á Hótel Sögu í nóv- ember síðastliðnum. Þar fylltum við heilan sal af konum og myndaðist al- veg æðisleg stemning. Ég hugsaði einmitt með mér hvernig maður væri svona heppinn að fá til sín svona gott fólk. En það virðist vera að þegar námskeið eru sett upp, þannig að fólk er spurt hvað það geti gert sjálft til að auka hamingju sína og látið sér líða vel, fær maður einhvern veginn besta fólkið sem vill vera jákvætt og leggja eitthvað af mörkum,“ segir Sirrý. Jákvæð hormón með hreyfingu Sirrý segir vísindalega sannað og hún hafi sannreynt það mörgum sinnum sjálf að með hreyfingu eins og hraðri göngu búi líkaminn til sera- tónínin eða hamingjuhormón lík- amans. Hið sama sé að segja með já- kvæðri tjáningu, útrás, snertingu og hreyfingu. Námskeiðið byggist á því að búa til þetta hormón með dansi, söng og hreyfingu. Einnig gera kon- urnar hópverkefni byggð á hrósi og jákvæðni og Sirrý heldur fyrirlestur sinn um það hvernig skapa megi jarð- veg velgengni sem hún segir snúast um hugarfar og rútínu. Farvegur nýrra hugmynda „Meðal þess sem ég bendi á í fyr- irlestrinum er að maður kemst ekki yfir allt í einu og mikilvægt sé að reyna að ýta neikvæðni frá sér. Þetta getur maður gert til dæmis með því að fara í göngutúr og ákveða mark- visst að þakka fyrir allt það góða sem er í lífi manns og vera á hreyfingu um leið þannig að þessi jákvæðu hormón verða til. Þannig kemst bara eitt að í einu og þú verður jákvæð og ýtir í burtu öllu þessu neikvæða og skapar jarðveg þannig að nýjar og góðar hugmyndir fæðast,“ segir Sirrý. Hún segir fólk þurfa á slíku að halda núna. Sér finnist allt of mikið um að menn leggi árar í bát en um leið og hún skilji að fólk óttist um at- vinnu sína og ástandið sé erfitt sé ein- mitt nú svo mikilvægt að reyna að finna sér leiðir til að gera ástandið bærilegra og leita allra leiða til að halda í kraftinn og vonina. Góð ráð fyrir lífið „Við ákváðum að hafa námskeiðið fyrir hádegi þannig að konurnar byrji á morgunkaffi og komi sér í góðan gír fyrir daginn sem þær geta síðan not- að restina af með fjölskyldunni, til dæmis. Við stillum verði í hóf en ég veit samt að fólk þarf að hugsa um peninginn sinn og þess vegna höfum við í huga að fólk verði að græða eitt- hvað á þessu og fá einhver praktísk ráð sem það getur notað í sínu dag- lega lífi,“ segir Sirrý. Næsta nám- skeið verður haldið 24. janúar á Hótel Sögu og í kjölfarið er stefnt að því að halda námskeið á Akureyri, Reykja- nesi og í Vestmannaeyjum auk fleiri staða. Jákvæð hormón með tjáningu og hreyfingu Fullar af sól og orku hönnuðu þær Sigríður Arnardóttir, betur þekkt sem Sirrý, og Bjargey Aðalsteinsdóttir námskeiðið Hafðu það gott. Námskeiðið er ætlað konum sem vilja upp á eigin spýtur auka hamingju sína. Orkumiklar Bjargey og Sirrý vildu láta gott af sér leiða í kreppunni. Fjölbreytt nám í boði í Kvöldskóla FS Sérstaklega viljum við benda á nám í Meistaraskóla Innritun fer fram dagana 5. og 6. janúar frá kl. 17:00-19:00 við aðalinngang skólans og á heimasíðu hans www.fss.is/kvoldskoli. Innritun á heimasíðu lýkur á miðnætti 6. janúar. Skoða má námsframboð og stundaskrá þar. Fjöldi bóklegra og verklegra áfanga er í boði en sérstaklega er bent á nám í Meistaraskólanum. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans í síma 421-3100 Sauðfjárræktarkerfið Fjarvis.is Í samstarfi við Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Suðurlands Kennarar: Jón Baldur Lorange forstöðumaður tölvudeildar BÍ, Jón Viðar Jónmundsson sauðfjárræktarráðunautur og Þórey Bjarnadóttir ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands Tími: 9. janúar kl. 13 - 20 í Kirkjubæjarklaustri Verð: kr. 14.000 Hverju á að sá? – Hvað á að bera á? Kennari: Ríkharð Brynjólfsson prófessor við LbhÍ Tími: 13. janúar kl. 13 - 17 á Sauðárkróki Verð: kr. 8.500 Járninganámskeið II (Bóklegt) Í samstarfi við Járningamannafélag Íslands og Hrossaræktarsamband Dalamanna Kennari: Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari Tími: 17. janúar kl. 10 - 17 í Búðardal Verð: kr. 13.000 Veisluborðið staðlar og reglur! Kennari: Kristín Magnúsdóttir blómaskreytir Tími: 19.-20. janúar kl. 09 -16 á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 19.000 (efni innifalið) Hagkvæm fóðrun nautgripa til kjötframleiðslu Kennari: Þóroddur Sveinsson lektor við LbhÍ Tími: 20. janúar kl.10:30 - 15 að Reykjum í Ölfusi Verð: kr. 13.500 Skreyttu þína eigin veislu Í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur Kennari: Hjördís Reykdal Jónsdóttir stundakennari við LbhÍ Tími. 10. febrúar kl. 19:30 - 22:30 í Reykjavík Verð: kr. 4.900 Bætt mjólkurgæði - aukin afkoma! Kennari: Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri búrekstrarsviðs LbhÍ Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið: I: 12. febrúar kl. 10 -16:30 á Hvanneyri II: 26. febrúar kl. 10 - 16:30 á Möðruvöllum í Eyjafirði. Verð: kr. 14.000 Hæfileikar hrossa Í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands og Félag tamningamanna Kennarar eru kynbótadómararnir: Jón Vilmundarson og Eyþór Einarsson Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið I: 14. febrúar kl. 10 – 17 í Ölfushöllinni á Suðurlandi II: 15. febrúar kl 10 – 17 í Ölfushöllinni á Suðurlandi Verð: kr. 20.000 (kr. 12.000 fyrir félagsmenn) Bygging hrossa Kennarar eru kynbótadómararnir: Jón Vilmundarson og Eyþór Einarsson Tími: 21. febrúar kl. 9 –16 í Ölfushöllinni á Suðurlandi Verð: kr. 14.000 (kr. 8.000 fyrir félagsmenn) Lífrænum aukaafurðum breytt í verðmæti! Kennari: Stefán Gíslason framkvæmdastjóri UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi Tími: 3. mars kl. 10:30-15 á Hvanneyri Verð: kr. 8.500 Fóðrun og uppeldi kvígna Kennari: Grétar Hrafn Harðarson lektor við LbhÍ og Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við LbhÍ Tími: 10. mars kl. 10 - 16 á Sauðárkróki Verð: kr. 15.500 Grunnnámskeið í blómaskreytingum Kennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri blómaskreytingabrautar LbhÍ Tími: 19. - 20. mars kl. 9 -16 á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 25.900 Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Námskeið fyrir þig! Heilbrigðir og hraustir hundar! Kennari: Helga Finnsdóttir dýralæknir Tími: 19. febrúar kl. 15 -18 á Hvanneyri Verð: kr. 6.000 Trjáfellingar og grisjun með keðjusög Kennarar: Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur LbhÍ, Böðvar Guðmundsson skógtæknir Suðurlandsskógum og Þorkell Gunnarsson skrúðgarðyrkjumeistari Lystigörðum Tími: 23. febrúar kl. 9 - 16 og 24. - 25. febrúar kl. 9 - 17:30 (3x) á Reykjum, Ölfusi Verð: kr. 40.000 Forntraktorar – meira en járn og stál! Haldið í samstarfi við Landbúnaðarsafn Íslands og Verktakafyrirtækið Jörva ehf. Kennarar: Bjarni Guðmundsson prófessor við LbhÍ, Jóhannes Ellertsson kennari við LbhÍ, Haukur Júlíusson frkvstj., Erlendur Sigurðsson vélameistari Landbúnaðarsafns Íslands og Sigurður Skarphéðinsson vélvirki Tími: 28. mars, kl. 10 -17 á Hvanneyri Verð: kr. 9.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.