Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 22
22|Morgunblaðið Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Námskeiðið er hannað afsálfræðingunum oghjónunum John og JulieGottman sem eru í for- ystusveit á heimsvísu í rannsóknum á hjónabandinu, parasamböndum og fjölskyldunni. Það er byggt á traust- um vísindalegum grunni þar sem tveim þriðju námskeiðsins er beint að parsambandinu og einum þriðja að þroska barnsins. Námskeiðið skiptist í nokkra hluta; að verða for- eldrar, látum töfrana haldast, að hafa stjórn á streitu og ágreiningi, börn og foreldar, viðkvæmt sam- band, tilfinningaleg samskipti og börn og loks að skapa sameiginlega arfleifð fjölskyldunnar,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráð- gjafi sem heldur námskeiðið ásamt kollega sínum, Bjarna Þórarinssyni. Efling á foreldrahæfni Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands eru sambandsslit á Ís- landi flest á fyrstu árunum eftir barnsburð og ná hámarki um eins árs aldur barnsins. Í aðgerð- aráætlun ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna kemur fram að foreldrahæfni- fræðsla ætti að vera almenn og til- tæk foreldrum, ekki síst þeim sem eru að eignast sitt fyrsta barn. Fyrir það fólk ætti að halda slíkt námskeið án endurgjalds og miða það að þörf- um feðra. „Það má segja að nám- skeiðið sé merkilegt fyrir þær sakir að vera unnið út frá þörfum beggja í sambandinu. Einnig er lögð áhersla á parasambandið að miklu leyti því það er vitað að foreldrar baða börnin sín upp úr því hvernig þeim líður saman,“ segir Ólafur Grétar. Í ár eru 100 ár síðan byrjað var að halda for- eldrafærninámskeið á Vest- urlöndum en þau hófust fyrst hjá Rauða krossinum í Bandaríkjunum. Eins og tíðarandinn var þá voru námskeiðin aðeins ætluð mæðrum en í dag kveður við annan tón enda auknar kröfur gerðar til feðra. Upphafið mikilvægast Rannsóknir hafa sýnt að bæði feð- ur og mæður sem hafa tekið þátt í námskeiðinu hafa öðlast meira innsæi í umönnun barna sinna og að feður finna sig betur í föðurhlutverk- inu í frumbernsku. Slíkt þýðir meiri ánægju í parasambandinu sem leiðir af sér færri tilfelli fæðingarþung- lyndis hjá móður og föður, auk þess sem það hefur sýnt sig að við þriggja mánaða aldur brosa börn foreldra sem tóku þátt meira en önnur og sýndu við 12 mánaða aldur minni streitu, til dæmis við að ná ekki í leikfang sem er innan seilingar. Höfundar námskeiðsins telja að mestu sé hægt að koma til leiðar í fjölskyldum í upphafi foreldra- hlutverksins og að grunnurinn að því hvernig okkur líði og stöndum okkur í foreldrahlutverkinu sé lagður á fyrstu árum barnsins. Kærleikskort „Í hverjum tíma eru gerðar þrjár eða fjórar æfingar þar sem parið snýr sér hvort að öðru og spyr spurninga sem það hefur ekki spurt hvort annað áður. Þetta hjálpar þeim til að búa til ástar- eða kærleikskort hvort af öðru en rann- sóknir hafa sýnt að það sem býr til nánd er að vita sem mest um maka þinn. „Foreldrarnir eru á öllum aldri og ekkert sem ég hef gert áður hefur verið jafnánægjulegt því pörin mæta svo ákveðin og ekki er óalgengt að þau séu að fikta í hárinu hvort á öðru meðan þau gera æfingarnar og leið- ast síðan heim. Eftir hvern tíma leggjum við mat á árangurinn og hefur komið í ljós að pörunum finnst það sem þau læra nýtast vel,“ segir Ólafur Grétar. Notaleg kvöldmatarstund Það er forvarnar- og framfara- sjóður Reykjavíkurborgar sem styrkir námskeiðin. Þess má geta að VR hefur tekið þátt í undirbúnings- kostnaði verkefnsins og styrkir það enn. Námskeiðið er einnig haldið á vegum Kópavogsbæjar og mun á nýju ári einnig verða haldið í fleiri sveitarfélögum svo sem Reykja- nesbæ. Þá hafa fyrirtækin Maður lif- andi, Krúska, Á næstu grösum og Móðir náttúra lagt sitt af mörkum og séð um kvöldmat sem foreldr- arnar gæða sér á að námskeiði loknu. Fyrirtæki Ólafs og Bjarna, ÓB Ráðgjöf sér um framkvæmd námskeiðsins og má nálgast allar frekari upplýsingar á samnefndri heimasíðu þess. Samband foreldra mikilvægast Sonja Þórey Þórsdóttir og Jóhann Guðbjargarson eiga von á sínu fyrsta barni í maí. Þeim hefur líkað vel á námskeiðinu og segja það hafa vakið sig til umhugsunar um margt og skerpt á þeim hlutum sem þau hafi vitað fyrir. Jóhann segir til dæmis rætt um hvað pabbarnir séu mikilvægir í uppeldinu og komið inn á hvað væri mikilvægasta sam- bandið á heimilinu, á milli móður og barns, föður og barns eða foreldra. Þar hefði mátt halda að samband móður og barns væri mikilvægast en það sé í raun foreldrasambandið þar sem foreldrarnir eru fyrir framan barnið allan tímann. Börnin næm fyrir rifrildi Elísabet Björgvinsdóttir og Davíð Hansson eignuðust sitt fyrsta barn, soninn Bjarka Frey, fyrir sjö mán- uðum. Þau segja að áhugavert hafi verið að fræðast um að besta gjöfin sem þau geti gefið barninu sé að þau séu ánægð saman. Komi það fyrir að þau rífist fyrir framan barnið sé einnig mjög mikilvægt að sættast fyrir framan það þar sem börnin séu næm fyrir slíku og geti annars setið eftir með vondar tilfinningar. Þau telja að námskeiðið geti gagnast öll- um, þó sérstaklega foreldrum með sitt fyrsta barn þar sem fyrstu tvö árin geti oft verið mjög erfið þó þau séu um leið mjög skemmtileg. Morgunblaðið/Kristinn Leiðbeinendur Ólafur Grétar ásamt samleiðbeinanda sínum, Bjarna Þórarinssyni. Verðandi foreldrar Sonja Þórey Þórsdóttir og Jóhann Guðbjargarson eiga von á sínu fyrsta barni í maí og þeim hefur líkað vel á námskeiðinu. Hamingja foreldr- anna mikilvægust Barnið komið heim er námskeið ætlað til að búa verðandi og nýbak- aða foreldra undir það mikilvæga verkefni að ala upp barn. Á nám- skeiðinu er lögð áhersla á leiðir til að efla og viðhalda parasamband- inu samhliða foreldrahlutverkinu. Áhugaverð fræðsla Elísabet Björgvinsdóttir og Davíð Hansson með son- inn Bjarka Frey en þeim fannst námskeiðið gagnlegt. Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og nýtur nú mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.