Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 25

Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 25
Morgunblaðið |25 HÁSKÓLABRÚ Markviss undirbúningur fyrir háskólanám Háskólabrú er samstarfsverkefni Keilis og Háskóla Íslands og býður deildin upp á aðfarar- nám á vegum HÍ fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur almenn inntökuskilyrði innlendra háskóla og telst námið almennt sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis, HÍ og Menntamálaráðuneytisins. Háskólabrú veitir útskrifuðum nemendum rétt á að sækja um nám í nánast öllum deildum HÍ auk náms við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri, Listaháskóla Íslands, Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Nemendur við Keili njóta forgangs að glæsilegum og rúmgóðum nemendaíbúðum á góðu verði. Námið er lánshæft hjá LÍN og má stunda jafnt í staðnámi sem fjarnámi. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2009. Fræðslunámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins eru ætluð þeim sem vinna með börnum með þroskaraskanir og eru jafnframt opin aðstandendum. Námskeiðin eru bæði fræðileg og hagnýt. Meðal þess sem verður í boði á vormisseri: Upplýsingar og skráning á námskeið er á www.greining.is Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins NÁMSKEIÐ Vor 2009 • Aspergersheilkenni og skyldar raskanir • Atferlisþjálfun fyrir börn með einhverfu • Börn með Downsheilkenni • Börn með hreyfihömlun - leiðir að betri hegðun og líðan • Börn með þroskaraskanir - nám, hegðun og félagsleg þátttaka í grunnskóla • Einhverfa og aðrar raskanir á einhverfurófi • Jákvæðar leiðir til bættrar hegðunar • Leikur og félagsfærni • Ráðagóðir foreldrar – námskeið í hegðunarstjórnun • Ráðagóðir kennarar – hagnýtt námskeið fyrir kennara • Skipulögð kennsla, byggð á hugmyndafræði TEACCH • Tákn með tali ofl. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Ánámskeiðinu eru kennd-ar leiðir hugrænnar at-ferlismeðferðar til aðskoða og breyta hugs- unum og viðbrögðum sem viðhalda kvíða og depurð. Auk þess eru kenndar öflugar slökunar- og hug- leiðsluaðferðir. „Við höfum prufu- kennt námskeiðið þar sem fram kom að árangur var mjög góður. Í námskeiðinu leggjum við upp með nýjar áherslur þar sem við hjálp- um fólki að öðlast hugarró og beita leiðum til að það láti hlutina ekki hafa alltof mikil áhrif á sig. Það má segja að geti maður gert hlutina með stóískri ró og ætli sér ekki of mikið þá líði manni tölu- vert betur. Ég myndi segja að kvíði sé nokkuð stórt vandamál í þjóðfélaginu og kannski sér- staklega í dag,“ segir Sóley D. Davíðsdóttir sem kennir nám- skeiðið ásamt Odda Erlingssyni, en bæði eru þau sérfræðingar í klínískri sálfræði. Að njóta líðandi stundar Á námskeiðinu er miðlað af þeim aðferðum sem hafa borið hvað bestan árangur við kvíða, streitu og depurð. Sérstök áhersla er lögð á að kenna tækni sem heit- ir árvekni, eða mindfulness á ensku, sem Sóley segir að njóti nú mikilla vinsælda og sé kölluð þriðja bylgjan í sálfræði. Árvekni er enduruppgötvun tækni sem not- uð hefur verið í nokkur þúsund ár í þeim tilgangi að ná nokkuð fljótt góðri líðan. „Árvekni er í raun að taka eftir því sem kemur í gegnum skynfærin, til dæmis þegar fólk heyrir fallega tónlist og njóta þess sem maður er að upplifa án þess að festast í hugsanagangi sínum. Við plönum svo mikið í huganum eins og hvað við ætlum að gera á morgun, hvernig fjármálin fari og annað slíkt. Auk þess eigum við það til að velta okkur upp úr ein- hverju sem hefur klúðrast í fortíð- inni og muni mögulega klúðrast í framtíðinni. Tæknin snýst því um að komast frá slíkum hugsunum og vangaveltum sem maður flæk- ist oft í. Þessi æfing er í sjálfu sér ekki ætluð til að slaka á heldur til að sjá raunveruleikann eins og hann er en hliðarverkunin er slök- un. Það er að segja að fólk hvílist ef það kemst aðeins frá hugsunum sínum,“ segir Sóley. Tekið eftir hugsunum Sóley segir rauða þráðinn í námskeiðinu vera annars vegar að kenna fólki að skoða hvernig það hugsar þar sem hugsanir geta gert mann ótrúlega kvíðinn eða dapran. Þjálfist fólk í því að taka eftir hugsunum sínum, skoða hvort þær séu endilega réttar og þá breyta þeim ef svo er ekki, hjálpi það mikið til. Á hinn bóginn er miðað að því að fólk hugsi ekki of mikið og festist í gagnslausum vanga- veltum. Einnig er kennd slökun og góðar aðferðir til að skipuleggja sig þar sem fólk verður oft stress- að af því að taka að sér allt of mikið og því nauðsynlegt að læra að setja ákveðin mörk og segja nei. Oddi hefur sérhæft sig í slík- um aðferðum og kennir þann hluta námskeiðsins. Loks er einblínt á leiðir til að leysa ágreining og eiga farsæl samskipti við fólk því ein helsta ástæða fyrir kvíða er þegar eitthvað fer úrskeiðis í sam- skiptum. Í þessu samhengi er fólki kennt að taka gagnrýni án þess að fara í vörn og þannig að það geti tekið til sín það sem við á án þess að líða illa. Að ná sínu fram í sam- skiptum við aðra vilji maður að þeir taki sig á að aðstoða mann er einnig æft. Heilmikið hægt að gera Á námskeiðinu er kennt í hópum þar sem tæknin sem fólk hefur verið frætt um fyrri part kennslu- stundar er æfð. Þá eru samskipti þjálfuð með hlutverkaleikjum. „Kvíði er óþægilegur og truflar mann ef hann verður mikill en hann er ekki hættulegur. Hámark kvíðans er kvíðakast þar sem steypist yfir mann skelfing. Það er hægt að gera heilmikið til að ná tökum á kvíða og stundum þarf fólk að gera smá lífstílsbreytingar, setja sér skýrari mörk og skipu- leggja sig,“ segir Sóley. Kvíði er óþægilegur en ekki hættulegur Morgunblaðið/Ómar Öflugar aðferðir Sóley D. Davíðsdóttir og Oddi Erlingsson hjálpa fólki að takast á við kvíða. Kvíði og streita eru algeng vandamál í nú- tímasamfélagi þar sem að mörgu er að hyggja. Kvíðameðferðarstöðin býður sérstakt nám- skeið til að kenna fólki að takast á við vanlíðan, álag og spennu. AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.