Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 28

Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 28
28|Morgunblaðið Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Hvað myndirðu gera ef þúkæmir að vettvangi bíl-slyss eða ef ættingifengi aðsvif í matarboði? Kanntu að bregðast rétt við? Ertu reiðbúinn að bjarga mannslífum? Lykillinn að því að bregðast rétt við er að kunna skyndihjálp og hana má læra hjá Rauða krossinum. „Í raun má skipta skyndihjálp í tvo flokka; annars vegar er það skyndihjálpin sem við þurfum iðu- lega á að halda í daglegu lífi, til dæmis hvernig á að búa rétt um sár eða hvernig meðhöndla á smávægi- leg brunasár eða blóðnasir. Síðan er það skyndihjálpin sem getur bjarg- að mannslífum, til dæmis að þekkja einkenni alvarlegra sjúkdóma, vita hvernig á að stöðva miklar blæð- ingar, og endurlífga fólk sem hefur misst meðvitund og er hætt að anda,“ segir Gunnhildur Sveins- dóttir, verkefnisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. „Skyndihjálp gengur fyrst og fremst út á að reyna eftir fremsta megni að minnka alvarleika áverka og viðhalda lífi fólks þangað til sér- hæfð aðstoð berst. Það er meðal annars þess vegna sem eitt aðal- atriði skyndihjálpar er að tryggja öryggi á slysstað svo hinn slasaði og þeir sem koma honum til bjargar verði ekki fyrir frekara tjóni,“ bætir Gunnhildur við. Stutt og löng námskeið Kennsla skyndihjálpar hefur ver- ið eitt af aðalverkefnum Rauða krossins á Íslandi allt frá stofnun og eru nú í boði bæði lengri og skemmri námskeið í skyndihjálp auk sérhæfðra námskeiða, til dæmis fyrir foreldra og starfsfólk grunn- skóla. Deildir Rauða krossins um allt land skipuleggja námskeið með reglulegu millibili og bjóða fyr- irtækjum skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn. „Langalgengast er að fólk taki stysta námskeiðið sem er aðeins 4 klukkustundir. Þar er farið yfir allra mikilvægustu atriðin sem kunna þarf á úrslitastundu,“ segir Gunn- hildur en einnig eru í boði 4, 8 og 12 tíma skyndihjálparnámskeið. „Á lengri námskeiðunum gefst okkur tækifæri til að fara dýpra í hlutina og byggja upp meiri færni,“ út- skýrir Gunnhildur en lengri nám- skeiðin eru meðal annars skilyrði fyrir þá sem vilja fá meirapróf og einnig hluti af náminu hjá ýmsum starfsstéttum. Sérnámskeið um börn Námskeiðið Börn og umhverfi er ætlað ungmennum sem umgangast yngri börn sem þau ef til vill líta eft- ir. „Þar skoðum við einkum for- varnir, hvernig útbúa má umhverfi barna þannig að koma megi í veg fyrir slysin. Einnig bjóðum við nám- skeiðið Slys og veikindi barna sem er vinsælt hjá foreldrum. Á því námskeiði er fjallað um helstu áverka og veikindi barna og hvernig á að bregðast við þeim,“ segir Gunn- hildur. Almenningi stendur einnig til boða námskeið í sálrænum stuðn- ingi. „Þar fjöllum við um hvernig fólk bregst við erfiðum aðstæðum og hvernig styðja má fólk í áföllum. Ekki er um áfallahjálp að ræða, heldur einföld atriði sem skipt geta sköpum, svo sem hvernig huga skal að börnum sem verða vitni að slys- um, og veita fólki umhyggju og skjól og ef til vill tækifæri til að tala um það sem gerst hefur,“ útskýrir Gunnhildur að lokum Morgunblaðið/Ómar Gunnhildur Sveinsdóttir: „Skyndihjálp gengur fyrst og fremst út á að reyna eftir fremsta megni að minnka al- varleika áverka og viðhalda lífi fólks þangað til sérhæfð aðstoð berst.“ Námskeið fyrir verðandi hetjur Kennsla í skyndihjálp er eitt af grundvallar- verkefnum Rauða krossins. Þar eru í boði fjölbreytt námskeið sem henta öllum. Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins stendur fyrir kennslu- fræðinámskeiðinu Stiklum. Það er ætlað leiðbein- endum og kennurum í fullorðinsfræðslu, þeim sem vinna við símenntunarstofnanir og háskólakennurum auk þeirra sem sinna almennri mannauðsstjórnun inn- an fyrirtækja og stofnana. Tengsl náms og starfs Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um sí- breytilegt hlutverk og kröfur til kennara og fræðslu- hönnun og undirbúning námskeiða, svo og kennslu- aðferðir sem henta í fullorðinsfræðslu. Megináhersla er lögð á að ræða nýjar leiðir í námi og kennslu í sam- ræmi við viðhorf, hugmyndir og gæðakröfur til fræðsluaðila í fullorðinsfræðslu, að beina sjónum að mismunandi forsendum, að kynna og prófa ýmsar ár- angursríkar aðferðir í námi og kennslu, skoða tengsl náms og starfs og að móta gæðahugsun í fræðslu- starfi. Eftir þörfum og aðstæðum Námskeiðið skiptist í raun í fjóra mismunandi þætti sem hver um sig eru sjö kennslustundir. Hægt er að halda hvern námskeiðsþátt fyrir sig en einnig að setja þá saman á mismunandi hátt eftir þörfum og að- stæðum hverju sinni. Í öllum námskeiðsþáttunum er í vinnubrögðum lögð áhersla á þátttöku, verkefnavinnu og hagnýta tengingu. maria@mbl.is Hagnýt tenging og fræðsla 10-12 ára Teikning / Málun mán. 15:00-17:15 Davíð Örn Halldórsson 10-12 ára Myndasö./Hreyfim. mið. 15:00-17:15 Þórey Mjallhvít / Baldur Björnsson 10-12 ára Fjölþætt námskeið fim. 15:00-17:15 Katrín Briem 10-12 ára Fljúgandi rúm og stóll með eyru fös. 15:00-17:15 Kristín Reynisdóttir 10-12 ára Leirrennsla/Mótun lau. 10:00-12:15 Guðbjörg Káradóttir / Anna Hallin 3 - 5 ára Námskeið fyrir ungt fólk KERAMIKDEILD Námskeið í leirrennslu og -mótun 6 - 12 ára Málun • Vatnslitun • Litafræði I N N R I T U N H A F I N sími 551 1990 - kl.13-17 www.myndlistaskolinn.is TEIKNIDEILD undirstöðugreinar sjónmennta BARNA- OG UNGLINGADEILD MÁLARADEILD 3-5 ára lau. 10:15-12:00 Hildigunnur Birgisd./ Jóhanna H.Þorkelsdóttir 3-5 ára mið. 15:15-17:00 Kristín Reynisdóttir 3-5 ára þrið. 15:15-17:00 Kristín Reynisdóttir 6 - 9 ára Fjölþætt námsk. mán-þri-mið-fim-fös 15:15-17:00 Ína Salóme Hallgrímsd. Gerður Leifsd. Brynhildur Þorgeirsd. Anna Hallin, Björk Guðnad. www.myndlistaskolinn.is NÁMSKEIÐ BYRJA 26. janúar kennt í JL-húsinu, Hringbraut 121 og á Korpúlfsstöðum Vor 2009 ÝMIS NÁMSKEIÐ form/rými - bókaverk - portfolio - ljósmyndun - indesign 6 - 12 ára Korpúlfsstaðir útibú 8 -11 ára Leirrennsla / mótun fim. 15:45-18:00 Guðbjörg Káradóttir / Anna Hallin 6 - 9 ára Fjölþætt námskeið mán-þri-fös 15:15-17:00 Guðrún Vera Hjartard./ Brynhildur Þorgeirsdóttir / Anna Rún Tryggvadóttir 13-16 ára Leirmótun fös. 16:30-19:30 Guðný Magnúsdóttir 13-16 ára Myndasögur f. ungt fólk lau. 10:00-13:00 Bjarni Hinriksson / Búi Kristjánsson 13-16 ára Listaverkabókin lau. 10:00-13:00 Margrét Lóa Jónsdóttir 13-16 ára Myndrænar Rokkstjörnur fös. 16:30-19:30 Sara Riel / Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Leirkerarennsla mán.17:30-20:15 Guðbjörg Káradóttir Leirmótun/rennsla þri. 17:30-20:15 Guðný Magnúsdóttir Grundvallaratriði í keramiki mið. 18:00-22:00 Guðbjörg Káradóttir Guðný Magnúsdóttir Teikning 1 mán.17:30-21:30 Sólveig Aðalsteinsdóttir Teikning 1 morgunt. mið. 09:00-11:45 Eygló Harðardóttir Teikning 1 mið. 17:30-21:30 Kristín Reynisdóttir Teikning 2 þri. 17:30-21:30 Sólveig Aðalsteinsdóttir Teikning 2 morgunt. mið. 09:00-11:45 Katrín Briem Teikn.3 Hreyfing-Rými-Túlkun mið. 17:30-20:40 Sólveig Aðalsteinsdóttir/ Margrét Blöndal / Eygló Harðardóttir Litaskynjun fim. 17:30-21:30 Eygló Harðardóttir Módelteikning mán. 17:45-21:30 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Módelteikning framhald mið. 17:45-20:30 Katrín Briem Form-Rými-Hönnun mið. 17:30-20:40 Sólveig Aðalsteinsdóttir / Brynhildur Pálsdóttir / Guja Dögg Hauksd. Myndlýsingar - Bókagerð þrið.18:00-20.45 Anja Kislich Þorvaldur Þorsteinsson / Brian Pilkington Skapandi starfsvettv (portfolio)þri/fim 17:30-20:40 Ósk Vilhjálmsdóttir Svart / hvít ljósmyndun mán.18:00-20:45 Erla Stefánsdóttir Stafræn ljósmyndun mán.18:00-21:10 Brooks Walker InDesign-Photoshop 4.- 7.feb. mi-fi-fö-lau Magnús Valur Pálsson Endurmenntunarnámskeið fyrir kennara silkiþrykk/leir - nánar augl.síðar Vatnslitun fyrir byrjendur þri. 17:30-20:15 Ásdís Arnardóttir Vatnslitun framhald. þri. 17:30-20:15 Hlíf Ásgrímsdóttir Vatnslitun Teikning morgunt. mið.09:00-11:45 Hlíf Ásgrímsdóttir Frjáls málun fös. 13:00-15:45 Inga Þóra Jóhannsdóttir Málun 1 (veturlangt) þri. 17:30-20:15 Þorri Hringsson Málun 1 (veturlangt) morgunt. fös. 09:00-11:45 Þorri Hringsson Inga Þóra Jóhannsdóttir Málun 2 (veturlangt) fim. 17:30-20:15 Sigtryggur B. Baldvinsson Málun 2 (veturlangt) morgunt. fös. 09:00-11:45 Inga Þóra Jóhannsdóttir Þorri Hringsson Framh. í málun, morgunt. mið. 09:00-11:45 JBK Ransú Málverk í anda raunsæis lau. 10:00-12:45 Karl Jóhann Jónsson Birgir S.Birgisson Málað í gegnum listasöguna mið. 17:30-20:15 JBK Ransú Litaskynjun fim. 17:30-21:30 Eygló Harðardóttir NÝTT : NÝTT : 6 - 9 ára Fjölþætt námsk. lau. 10:15-12:00 Björk Guðnad.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.