Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 32
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Það er yfirleitt mjög stórtskref að fara aftur í námog margir sem til okkarleita mikla það fyrir sér,“
segir Arnheiður Gígja Guðmunds-
dóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá
Mími-símenntun. „Bæði hafa sumir
erfiða reynslu úr skólum, hafa jafn-
vel átt við námsörðugleika að stríða,
og svo er liðinn langur tími frá því
viðkomandi var í námi og fólk upp-
lifir sig þannig að það viti ekki hvað
það er að fara að gera eða hvernig á
að læra, vantar hreinlega sjálfs-
traustið.“
Reynslan er styrkur
Arnheiður Gígja segir vissulega
áskorun að setjast aftur á skólabekk
eftir langa veru á vinnumarkaði og
ákveðnar hindranir sem þarf að yf-
irstíga, en þeir sem það geri megi
ekki heldur líta framhjá þeim styrk-
leikum sem þeir taka með sér í nám-
ið. „Margir í þessum hópi þurfa
kannski að „læra að læra“ upp á
nýtt en að sama skapi búa þeir að
reynsluforða sem nýtist þeim í nám-
inu. Lífsreynsla og starfsreynsla
kennir manni mjög margt,“ segir
hún.
Stuðningur í boði
Helstu heilræðin sem Arnheiður
Gígja gefur fólki í þessum sporum
er að hafa trú á sjálfu sér og byrja
hægt. „Námsráðgjafar geta leið-
beint fólki heilmikið um vinnubrögð
í námi og hjálpað fólki að finna það
nám og námsstíl sem því hentar
best. Miklu skiptir líka að velja nám
sem tengist áhugasviðum og styrk-
leikum hvers og eins.“
Mímir-símenntun býður upp á úr-
val námskeiða sem hjálpað geta
fólki með litla formlega menntun að
brúa bilið yfir í framhaldsskóla og
jafnvel háskóla. Einnig er í boði nám
fyrir fólk með lesblindu og segir
Arnheiður Gígja fólk með námsörð-
ugleika eiga betra aðgengi að námi
nú en nokkru sinni: „Miklar fram-
farir hafa orðið síðasta áratug,
hvernig stutt er við nemendur og
tekið á námsörðugleikum fram-
haldsskólum og háskólum.“
Umskipti háskólalífsins
Von er á óvenjumörgum nýjum
nemendum í Háskóla Íslands á nýju
ári og segir Jónína Kárdal náms- og
starfsráðgjafi að hún og samstarfs-
fólk hennar við háskólann hafi orðið
vart við mikla eftirspurn eftir við-
tölum. „Þeir sem til okkar hafa leit-
að undanfarið skiptast einkum í tvo
flokka; fólk sem er að skoða náms-
möguleikana ef til þess kemur að
það missi vinnuna, og svo hina sem
hafa fengið uppsagnarbréfin og eru
að huga að næsta kafla,“ segir Jón-
ína.
Að sögn Jónínu líta flestir á það
sem stóra ákvörðun að setjast aftur
á skólabekk, ekki bara vegna þess
mikla úrvals í námsmöguleikum sem
fólk stendur andspænis, heldur og
vegna þess að með því að hefja nám
að nýju verða umskipti sem krefjast
ákveðinnar aðlögunar. „En þetta er
eins og að fara í ferðalag, maður er
með eitthvað í farteskinu, síðan þarf
að kynna sér hvað bíður manns á
áfangastaðnum og hvaða tæki
standa manni til boða til að komast
greiðar á leiðarenda,“ segir hún.
„Mjög öflug stoðþjónusta er innan
Háskóla Íslands sem hjálpar nem-
endum að láta markmið þeirra ræt-
ast, til dæmis með persónulegri ráð-
gjöf og námskeiðum þar sem
kenndar eru árangursríkar náms-
aðferðir.“
Aftur í skólann
á besta aldri
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir Best er að velja nám
sem tengist áhuga viðkomandi og styrkleika.
Morgunblaðið/Golli
Jónína Kárdal Innan HÍ er stoðþjónusta sem hjálpar
nemendum að láta markmið sín rætast.
Margir veigra sér við að setjast aftur á skólabekk eftir að hafa
verið á vinnumarkaði í lengri tíma. Umskiptin eru töluverð en
þó ekki jafnerfið og flestir halda og til mikils er að vinna
32|Morgunblaðið
Segja má að nú sé hægt að fá námið í „skóla lífsins“
metið til eininga, því þróað hefur verið svokallað
raunfærnimat þar sem þekking á ólíkum viðfangs-
efnum er metin til styttingar á námi. „Raunfærni-
mat hefur einkum verið notað í iðngreinum og fer
þannig fram að nemandinn sýnir færni sína og svar-
ar spurningum kennara og matsaðila, og fær
áfanga metna í samræmi ef hann stenst þau viðmið
sem sett eru,“ segir Arnheiður Gígja hjá Mími - sí-
menntun en auk iðngreina hefur meðal annars ver-
ið boðið upp á raunfærnimat fyrir starfsmenn
banka og aðstoðarfólk á leikskólum. „Sumum tekst
með þessu að stytta námið töluvert. Til dæmis var
nýverið kona í raunfærnimati hjá okkur með mikla
reynslu en ekki með mikla trú á sjálfri sér. Hún
kom vel út úr matinu og hafa viðhorf hennar og
sjálfstraust breyst, og nú stefnir hún á meira fram-
haldsnám.“
Reynslan metin
Skóli lífsins Með raunfærnimati er þekking á ólíkum við-
fangsefnum metin til styttingar á námi.
Námskeið fyrir verðandi foreldra
og foreldra barna á fyrsta ári
Námskeiðin eru gjaldfrjáls fyrir verðandi og nýorðna
foreldra í Kópavogi, Reykjanesbæ og Reykjavík.
Námskeiðinu er ætlað að hjálpa væntanlegum foreldrum og
foreldrum ungra barna að viðhalda og efla parasambandið samhliða
foreldrahlutverkinu.
Námskeiðið er hannað af hjónunum og sálfræðingunum John og
Julie Gottman. Gottman hjónin eru í forystusveit á heimsvísu í
vísindarannsóknum á hjónabandinu, parsamböndum og
fjölskyldunni.
Upplýsingar um skráningu
og tímasetningu má sjá á:
www.barnidkomidheim.net
www.kopavogur.is
www.reykjanesbaer.is
www.reykjavik.is
Barnið komið heim