Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 36
36|Morgunblaðið
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Upplýsingar um brottfallhafa verið unnar úrgögnum Hagstofunnarog í þeim gögnum má
finna ýmsar upplýsingar um brott-
fall og skólasókn. „Brottfall virðist
sveiflast til eftir árferði, þannig
minnkaði til dæmis skólasókn
ungra manna á Austurlandi þegar
framkvæmdirnar þar hófust. Slíkt
virðist því hafa eitthvað að segja,
en þó er hópurinn ekki það stór að
hægt sé að segja að beint orsaka-
samhengi sé þarna á milli. Skóla-
kerfið hefur nú opnað á að til-
tölulega auðvelt er að ljúka
starfsnámi þar sem fólk getur um
leið lokið stúdentsprófi og kerfið
hér er því gott að þessu leyti.
Ýmsar ástæður eru fyrir brottfalli
svo sem lestrarörðugleikar og per-
sónuleg vandamál,“ segir Ásta M.
Urbancic hjá Hagstofu Íslands.
Mismunandi aðferðir
Hún segir brottfallstölur unnar
á mismunandi hátt og séu ekki all-
ir sammála um hver besti mæli-
kvarðinn sé. Sumir detti til dæmis
út úr námi á meðan þeir fara í
skiptinám eða vinna um tíma en
hefja síðar nám aftur og ljúka því.
Þannig gefa niðurstöður sem fást
með því að taka heilan hóp fram-
haldsskólanema tiltekið ár og
kanna hve margir séu enn í fram-
haldskóla árið eftir, eða hafa lokið
námi, ekki alltaf rétta mynd af
brottfalli. Önnur könnunaraðferð
er að fylgja eftir einum árgangi og
kanna hvernig því fólki hefur reitt
af í menntakerfinu. Þannig hefur
verið gerð rannsókn á árgöngum
fæddum árið 1969 og 1975 þar
sem haft var samband við fólk og
ástæður fyrir brottfalli kannaðar.
Þá hefur Hagstofan skoðað afdrif
árgangs 1982 í skólakerfinu upp
að 24 ára aldri og eru það nýjustu
niðurstöður sem liggja fyrir í
slíku.
Sveigjanleiki skólakerfisins
Kristjana Stella Blöndal og Jón
Torfi Jónasson, prófessorar í upp-
eldis- og menntunarfræði við fé-
lagsvísindadeild Háskóla Íslands,
hafa skoðað þá áhrifaþætti sem
tengjast brotthvarfi og hverjir það
eru sem hætta og hafa gefið út
bók um rannsóknir sínar. „Við
skoðuðum heilan árgang, fólk fætt
árið 1975, sem er mjög góð leið til
að meta brotthvarf því þá er
hópnum fylgt eftir úr barnæsku.
Það var sláandi að þegar hópurinn
náði 24 ára aldri voru 45 prósent
sem höfðu engu framhaldsskóla-
prófi lokið. Þó bentum við í þessu
samhengi á einn af kostum ís-
lensks skólakerfis sem er sveigj-
anleikinn þannig að fólk telji sig
geta snúið aftur í nám. Þannig
voru af þessum 45 prósent hópi 8
prósent karla og 5 prósent kvenna
í námi á þessum tíma. Okkur þótti
líka sérstakt að í samanburði við
1969-árganginn, sem Jón Torfi
hefur rannsakað, hafði brott-
hvarfið ekkert minnkað en báðir
árgangar bjuggu við mjög góða
stöðu í atvinnulífinu sem hefur
verið sýnt fram á að tengist brott-
falli þar sem margir fá vinnu,“
segir Kristjana Stella.
Ekki vandamál hjá öllum
Hún segir brotthvarfsferlið
byrja snemma hjá mjög mörgum
og jafnvel í grunnskóla hjá þeim
sem gekk aldrei vel í bóknámi og
urðu afhuga skólanum. Þannig
hrekist sumir burt úr skóla þar
sem þeir standist ekki þær kröfur
sem gerðar séu til þeirra en þeir
sem hætta vegna þess að þeir fá
góða vinnu telja brottfallið ekki
vandamál. Rannsóknir sýna al-
mennt að ástæður fyrir brottfalli
tengjast fjölskyldu, skóla og jafn-
vel menningu, til dæmis í dreifbýli
borið saman við þéttbýli. Hlut-
fallslega séu fleiri strákar sem
ljúki ekki námi en um leið sé vert
að benda á að nokkuð stór hópur
iðnaðarmanna ljúki sveinsprófi
seint og eigi því eftir að ljúka
slíku prófi við 24 ára aldurinn.
„Í sambandi við brottfall er líka
talað um að námsvalið sé ansi
þröngt hjá okkur og jafnvel þrýst-
ingur frá foreldrum um að fara í
bóknám. Það er ekkert víst að
þeir hafi fylgst með auknu fram-
boði í námi og því tel ég að náms-
og starfsfræðsla sé nauðsynleg
fyrir foreldra jafnt og börn, en lít-
ið er hér um slíka fræðslu miðað
við önnur lönd. Maður hefur heyrt
frá námsráðgjöfum að margir for-
eldrar hafi áhuga á að styðja við
börn sín en til þess að þeir geti
það þarf að styðja við bakið á
þeim. Eins að vekja athygli á því
hvaða uppeldisaðferðum er beitt.
Það hefur komið í ljós, samkvæmt
rannsókn sem ég er að vinna með
Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, að
börn foreldra sem eru leiðandi og
styðjandi í háttum, en gera um
leið miklar kröfur til barnanna, er
ólíklegra að hætti fyrr í námi,“
segir Kristjana Stella.
Stuðningur við
foreldra mikilvægur
Morgunblaðið/hag
Aukin fræðsla Kristjana Stella Blöndal, prófessor í Háskóla Íslands, segir
náms- og starfsfræðslu nauðsynlega fyrir foreldra jafnt og börn.
Morgunblaðið/Golli
Ásta M. Urbancic hjá Hagstofu Íslands: „Ýmsar ástæður eru fyrir brott-
falli svo sem lestrarörðugleikar og persónuleg vandamál.“
Brottfall úr framhalds-
skólum hefur verið tíð-
rætt síðastliðin ár og
við slíku hefur verið
reynt að bregðast með
nýjum möguleikum í
námi eða starfi. Nú er
spurning hvort breytt-
ir tímar í þjóðfélaginu
kunni að hafa þau
áhrif að fólk ljúki
frekar námi.
Skólafélagsráðgjöf
• Ráðgjöf vegna náms og starfs fyrir alla aldurshópa
sem byggir á heildarsýn á aðstæður einstaklingsins.
Áhugasviðsgreining.
• Faghandleiðsla fyrir kennara og námsráðgjafa.
Styrkur úr sjúkrasjóði.
• Ráðgjöf við foreldra.
Guðrún Helga Sederholm, MSW félagsráðgjafi með
sérfræðiréttindi sem skólafélagsráðgjafi.
Námsráðgjafi og kennari.
Lágmúla 9, 4.h.tv. Símar 864 5628 og 554 4873.
Verkefnastjórnun, Stofnun og rekstur smá-
fyrirtækja, Greining ársreikninga, Ísland og
Evrópa-EFTA,EES og ESB, Boardmaker Plus-
framhaldsnámskeið, CAT-kassinn, Barnabækur
og bókaormaeldi, Viðtalstækni, Hópsálfræði-
ferli í vinnu með hópa og margt, margt fl.
Sérstök athygli er vakin á námskeiðum sem kennd verða
í fjarkennslu, m.a til Akraness, Egilsstaða, Ísafjarðar,
Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Selfoss.
Mannauðsstjórnun: - 3 e (6 ECTS)
Á MEISTARASTIGI:
Leiðsögn í klínísku námi: - 3 e (6 ECTS)
Krabbamein: orsakir-greining-meðferð: - 3 e (6 ECTS)
Fylgist með upplýsingum um námskeið og náms-
framboð á heimasíðunni www.unak.is/simenntun
FJÖLBREYTT
NÁMSKEIÐ
Á VORÖNN 09