Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 39
Morgunblaðið |39
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Sumar námsgreinar krefjastþess, ef vel á að vera, aðmaður læri ýmsar stað-reyndir og reglur utan að.
Mörgum hefur reynst vel að leysa
slíkt nám af hendi með því að skrifa
það sem muna þarf á spjaldskrárblöð
þar sem spurningin er öðrum megin
og svarið hinum megin. Þannig má
hægt og bítandi byggja upp þekkingu
á efninu uns kollurinn er orðinn
sneisafullur af romsum til að þylja
upp orðrétt á prófum.
En sú aðferð sem lýst er hér að of-
an er aðeins sú einfaldasta og með
einföldu kerfi má snarauka ávinn-
ingin af spjaldskrárlærdómi og við-
halda þekkingunni um alla ævi.
Raðað eftir færni
Um er að ræða Leitner-kerfið sem
nefnt er eftir þýska fréttaskýrand-
anum Sebastian Leitner sem þróaði
þessa aðferð á 8. áratugnum.
Kúnstin við Leitner kerfið er að
spjöldunum er raðað í ólíka hópa eftir
því hversu vel er búið að læra það
sem á spjaldinu stendur.
Hvert spjald er skoðað, og ef svarið
er alveg á hreinu færist spjaldið upp
um hóp, en ef illa gengur að svara því
sem spurt er um færist spjaldið niður
um flokk. Því lægri sem hópurinn er,
því oftar eru spjöldin í honum skoðuð
á ný, en spjöldin í efri hópum eru rifj-
uð upp sjaldnar.
Í hópi eitt myndu þess vegna lenda
spjöld sem illa gengur að ná rétt, í
hópi tvö lenda spjöld sem gengur
sæmilega að svara og í hópi þrjú eru
spjöldin sem best tekst að svara.
Skoða mætti spjöldin í hópi eitt dag-
lega, spjöldin í hópi tvö á nokkurra
daga fresti, en spjöldin í þriðja hópn-
um til dæmis á vikufresti.
Upprifjun alla ævi
Spjaldskráin getur raunar skipst í
mun fleiri hópa, allt eftir því hvers
eðlis námsefnið er og hversu lengi á
að halda því við. Í hópi fjögur og fimm
gætu verið spjöld sem þarf ekki að
rifja upp nema á nokkurra mánaða
fresti, og í hópi sex og sjö mætti setja
spjöldin sem aðeins þarf að rifja upp
á nokkurra misserra eða ára fresti til
að viðhalda góðri þekkingu í starfi.
Kostur þessa kerfis er ekki síst sá
að minni tíma er varið í að læra efni
sem þegar er á hreinu, en mestur tími
fer í að ná tökum á því sem enn á eftir
að læra utan að.
Kanntu að nota
glósuspjöldin rétt?
Glósur Með einföldu kerfi má snarauka ávinninginn af spjaldskrárlærdómi.
Mörgum þykir handhægara að vinna á tölvu en basla með spjald-
skrárspjöld. Á netinu má finna ýmis tæki og vefsíður sem gera vinnu
með gljósuspjöldum auðvelda og fljótlega.
Flaschard Exchange (Flashcardexchange.com) og Quizlet (Quiz-
let.com) eru dæmi um vinsælar glósuspjaldasíður sem rukka lítið eða
ekkert fyrir aðgang. Þar er bæði hægt að búa til ný spjöld eða nýta
sér spjöld sem aðrir hafa búið til. Fletta má í gegnum spjöldin á ein-
faldan hátt og til dæmis nota Leitner-kerfið til að ná sem mestri skil-
virkni.
Þannig er til dæmis tilvalið fyrir bekkinn að taka saman höndum
um að búa til glósuspjöld fyrir ólíkar námsgreinar, og síðan geta allir
nýtt spjöldin saman gegnum vefsíðuna.
Rafræn gljósuspjöld
Laugavegi 59, 2. hæð | 101 Reykjavík | Sími 551 8258
storkurinn@storkurinn.is | www.storkurinn.is
Storkurinn - sælkeraverslun hannyrðakonunnar
Námskeið í prjóni, hekli og bútasaumi
Sjóðurinn styrkir starfsmenntun innan sveitarfélaga og
stofnana þeirra á landsbyggðinni
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna
Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðstjórn
skipuleggur
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar
Sveitamennt er starfsmenntunarsjóður strarfsmanna
sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga
Starfsgreinasambands Íslands