Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 41
Morgunblaðið |41
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Íslenskt þjóðfélag hefur breysttöluvert á síðustu mánuðumog almenningur virðist hugsamun meira um fjármál og allt
þeim tengt. Þó virðist aðsókn að alls
kyns fjármálanámskeiðum ekki hafa
aukist heldur virðist fólk nota netið,
fjölmiðla og þjónustufulltrúa bank-
anna í meira mæli.
Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri
fræðslumiðstöðvar sparisjóðanna,
segist ekki finna fyrir auknum áhuga
á fræðslunámskeiðum um fjármál
sem sparisjóðirnir hafa haldið reglu-
lega. „Reyndar höfum við ekki aug-
lýst námskeiðin mikið, einfaldlega
vegna þess að ekki er búið að ákveða
hvenær næsta námskeið verður. Aft-
ur á móti finnum við fyrir auknum
áhuga á ráðgjöf og fólk sækir í ráð-
gjöf hjá þjónustufulltrúum bank-
anna. Við höldum líka kynningar í
ríkari mæli fyrir starfsfólk sparisjóð-
anna um þær úrlausnir sem bjóðast,
eins og greiðslujöfnun, frystingu lána
og slíkt. Fólk virðist leita frekar að
slíkum ráðleggingum hjá sínum þjón-
ustufulltrúum,“ segir Gísli sem finn-
ur fyrir auknum fróðleik almennings
um fjármál. „Fólk er duglegra að
lesa vefsíður, það er betur að sér um
þessa hluti og virðist hafa betri
kostnaðarvitund. Fyrst og fremst er
fólk með áhyggjur af því hvernig það
á að lifa og það sækir sér ráðgjöf í
samræmi við það.“
Aukning í byrjun hausts
Ingólfur H. Ingólfsson hjá Spara.is
segist ekki vera viss hvort aðsóknin
hafi aukist undanfarna mánuði en
hún hafi þó aukist verulega í byrjun
haustsins. „Ég hélt síðast námskeið í
september og þá þurftum við að færa
okkur úr 150 manna sal í 500 manna
sal í Borgarleikhúsinu. Það var því
gríðarleg fjölgun. Venjulega eru
námskeiðin eftir áramót betur sótt
en ég veit ekki hvað gerist núna. Það
er líklegt að við verðum með eitt
stórt námskeið fyrir sumarið en það
er ekki komin dagsetning á það.
Meiningin var að draga úr nám-
skeiðum og leggja frekari áherslu á
fjárhagskerfi heimilisins sem við höf-
um verið að smíða en það er út-
gjaldastýringarkerfi og aðferð til að
greiða niður lánin.“
Góð aðsókn
Henný Hinz, hagfræðingur hjá Al-
þýðusambandi Íslands, hefur haldið
nokkur fjármálanámskeið und-
anfarna mánuði en hún segir að það
sé alveg nýtt. „Þetta er eitthvað sem
við tókum upp á í kjölfarið á hremm-
ingunum í haust. Ég hef því engan
samanburð við hvernig þetta hefur
verið eða hvort aðsóknin er meiri.
Öðru hverju hefur verið kennd fjár-
málalæsi í trúnaðarmannakerfi okk-
ar en ég held að það sé óhætt að
segja að aðsóknin núna hafi verið
mjög góð. Fólk tók þessum nám-
skeiðum fagnandi en það er erfitt að
bera það saman við eitthvað annað,“
segir Henný og bætir við að það sé
mjög misjafnt hve frótt fólk er um
fjármál. „Þetta er efni sem allir
þekkja en fólk hefur kannski mis-
djúpa innsýn í. Námskeiðin sem við
höfum haldið eru því meira til að
hjálpa fólki að rifja upp. Við höfum
lagt áherslu á lestur á greiðsluseðl-
um, útskýringu á verðbólgu og verð-
tryggingu og hvernig það tengist við
lánin. Þetta er eitthvað sem flestir
sem hafa rekið heimili vita en getur
verið gott að rifja upp og fá nánari
útskýringu á tæknilegu hliðinni.
Þetta eru yfirleitt mjög skemmtileg
námskeið og fólk er mjög áhuga-
samt.“
Fjármál Almenningur virðist mun fróðari um fjármál en áður en sækir þó
ekki sérstaklega í fjármálanámskeið.
Aukinn áhugi
á ráðgjöf þjón-
ustufulltrúa
Gísli Jafetsson: „Aftur á móti finn-
um við fyrir auknum áhuga á ráð-
gjöf og fólk sækir í ráðgjöf hjá
þjónustufulltrúm bankanna.“
Henný Hinz: „Fjármál er efni sem
allir þekkja en fólk hefur kannski
misdjúpa innsýn inn í.“
Ingólfur H. Ingólfsson: „Það
varð gríðarleg fjölgun á nám-
skeiði í haust.“
Það virðist ekki vera aukin aðsókn að fjármála-
námskeiðum þótt almenningur sé vissulega betur
að sér um fjármál og málefni þeim tengdum.
Gott nám
fyrir þig!
Allir geta
stundað nám
Umsóknarfrestur í fjarnám við FNV hefur
verið framlengdur og lýkur 6. janúar
Umsóknareyðublað er á heimasíðu skólans
http://www.fnv.is undir heitinu umsókn fyrir fjarnema.
Einnig er hægt að skrá sig með því að senda póst
á netfangið sirry@fnv.is
Kennslan fer fram í kennsluumhverfi á netinu.
Kennsla hefst 12. janúar 2009
Gjaldskrá og aðrar upplýsingar
er að finna á heimasíðu skólans.
við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
- óháð búsetu
NÝ
P
R
E
N
T