Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 44
44|Morgunblaðið
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Nemendur geta valið umfjórar námsbrautir tilBS-prófs, búvísinda-,hestafræði-, náttúru- og
umhverfisfræði-, skógfræði/
landgræðslu og umhverfisskipulags-
braut. Einnig er í boði meistaranám
(M.Sc.) og doktorsnám auk starfs-
menntanáms, fjarnáms og endur-
menntunar. Mikið rannsóknarstarf
fer fram í skólanum sem skapar sér-
stöðu hans, en um 60 prósent af
starfsemi háskólans eru tengd rann-
sóknum á einhvern hátt. Slíkt er
mikill styrkur þegar kemur að rann-
sóknartengdu námi, það er námi til
meistara- og doktorsgráða.
Nokkuð sem treysta má á
„LbhÍ er leiðandi afl í rann-
sóknum, kennslu og nýsköpun á sviði
náttúruvísinda, auðlinda- og um-
hverfisfræða og landnýtingar. Rann-
sóknir eru drifkraftur starfsins, en
skólinn hefur verið að færa sig inn á
ný svið.
Á síðustu árum hefur verið farið
inn á ný rannsóknarsvið eins og til
dæmis lífræna orkugjafa, kolefn-
ishringrás og loftslagsbreytingar,
skógfræði, votlendi, sameinda-
erfðafræði og líftækni. Vinsælasta
námsbraut skólans hefur undanfarin
ár verið umhverfisskipulag sem
leggur meðal annars grunninn að
skipulagsfræði og landslags-
arkitektúr. Oft var þörf en nú er
nauðsyn að efla vísindastarf, nýsköp-
un og menntun sem byggist á ís-
lenskum auðlindum,“ segir Áskell
Þórisson, útgáfu- og kynningarstjóri
skólans.
Þverfaglegt nám
Inga Vala Gísladóttir er annars
árs nemi við umhverfisdeild skólans
þar sem hún lærir almenna umhverf-
is- og náttúrufræði. „Í náminu er
áherslan á náttúru Íslands og það er
frekar þverfaglegt miðað við aðra líf-
fræði. Uppistaða námsins er grasa-,
dýravist- og jarðfræði auk vatns-
hags, en öll fögin tengjast saman. Að
námi loknu stefni ég á framhaldsnám
en hef ekki fastmótað í hverju, þó að
það verði líklegast í einhverju
tengdu gróðri. Hvað varðar starfsval
sæi ég síðan fyrir mér starf við rann-
sóknir hjá stofnunum sem tengjast
landbúnaði, Náttúrufræðistofnun
eða náttúrufræðistofum sem finna
má um allt land. Námið er líka góður
grunnur undir náttúrufræðikennslu,
bæði á grunnskóla- og framhalds-
skólastigi,“ segir Inga Vala. Hún
segist hafa verið mjög ánægð með
námið, mikið sé gert af því að tengja
það náttúrunni og þar hjálpi stað-
setning skólans til. Mikið sé til dæm-
is haldið af skemmtilegum sum-
aráföngum í jarðfræði,
plöntugreiningu og dýrafræði þar
sem lífríkið er skoðað í þaula. Eins
finnist sér mikil tengsl við kenn-
arana sem stunda rannsóknarvinnu
og eru með puttann algjörlega á
púlsinum vera mikinn kost. Stór
hluti þess sem skólinn fáist við séu
rannsóknir eða um 60 prósent starfs-
ins.
Skipulagsfræði eða arkitektúr
Jón Árni Bjarnason stundar BS-
nám í umhverfisskipulagi við skól-
ann og er á öðru ári námsins en það
er hugsað sem almennur grunnur
undir landslagsarkitektúr. „Þetta er
fjölbreytt nám þar sem nemendur
læra bæði að hanna garða og útivist-
arsvæði og nota sérhæfð tölvuforrit
til að teikna slíkt upp. Námið er
hugsað þannig að fólk geti síðan ann-
að hvort farið í framhaldsnám í
skipulagsfræði eða arkitektúr. Ég
hugsa að ég fari í framhaldsnám
tengt landslagsarkitektúr þar sem
mig langar til að hanna golfvelli og
önnur útivistarsvæði í framtíðinni.
Námið byggist mikið á skilaverk-
efnum þar sem lögð er áhersla á að
kynna verkefnin fyrir samnemend-
unum, slík reynsla er mjög góð enda
nauðsynlegt að geta selt hugmyndir
sínar,“ segir Jón Árni sem er ánægð-
ur með námið.
Sannkallaður náttúruvísindaskóli
Landbúnaðarháskóli
Íslands varð til við
sameiningu Garðyrkju-
skóla ríkisins, Land-
búnaðarháskólans á
Hvanneyri og Rann-
sóknastofnunar land-
búnaðarins. Aðsókn að
skólanum hefur aukist í
gegnum árin og stunda
þar nú um 400 nem-
endur nám.
Morgunblaðið/Golli
Góður grunnur Jón Árni Bjarnason stundar nám í umhverfisskipulagi en
hyggur á framhaldsnám í landslagsarkitektúr.
Morgunblaðið/Golli
Góð tengsl Inga Vala segir að sér finnist mikil tengsl við kennara sem eru
með puttann á púlsinum vera mikinn kost.
Þegar farið er í nám erlendis fylgir
gjarnan strollan af vinum og ætt-
ingjum á eftir sem vilja koma í
heimsókn. Þau vilja sjá bæinn og
skólann en þú vilt kannski bara
vera í friði og finnst stressandi að
þurfa að halda uppi skemmti-
dagskrá
Hvað sem hentar best
Í slíkum tilfellum skiptir öllu máli
að vera skipulagður, í fyrsta lagi
skaltu takmarka dvölina við fjóra
daga. Fjórir dagar á þínum vegum
en annars verða þau að bjarga sér í
frumskóginum. Fái gestirnir að
gista hjá þér fylgir með í smáa letr-
inu að þeir þurfa að gefa þér í það
minnsta einu sinni að borða séu
þeir vinir en að sjálfsögðu allan
tímann sé um að ræða eldri ætt-
ingja. Helst þurfa þeir líka að
kaupa handa þér föt, bækur og ým-
islegt nytsamlegt til heimilisins. Fá-
ir þú systkini eða vini í heimsókn
verður þú síðan að halda stórt partí
eða matarboð til að sýna það og
sanna að þú eigir í raun vini og haf-
ir það bara alveg ágætt. Séu systk-
inin yngri er náttúrlega best að
hittast bara í kaffi svo þú þurfir
ekki að fylgjast með þeim allan tím-
ann. Annars mun fjölskyldan síðar
meir ásaka þig um hvað það sem
úrskeiðis kann að fara, en vinirnir
gætu á hinn bóginn kvartað yfir
leiðinlegu samkvæmi.
Góður svefnstaður
Áður en gestina ber að garði og
ætli þeir að gista er nauðsynlegt að
ákveða hvar þeir eiga að sofa og
eins að ryksuga aðeins og lofta út.
Láttu þá líka vita ef samleigjandi
þinn gengur reglulega um íbúðina
nakinn. Síðan er auðvitað fyrst og
fremst að hafa gaman af því að fá
gesti og eyða með þeim skemmti-
legum tíma, enda muntu sakna
þeirra um leið og þeir eru farnir.
Engar áhyggjur Ég á fullt af vinum og hef það gott!
Námsmenn og gestir