Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 11. febrúar í viku á
frábæru sértilboði. Bjóðum ótrúleg kjör á hinu vinsæla Los Tilos íbúðahóteli
sem er frábærlega staðsett íbúðagisting í hjarta ensku strandarinnar. Gríptu
tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á ótrúlegum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Kanarí
11. febrúar
frá kr. 79.990
Verð kr. 79.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 í íbúð á Los Tilos í viku. Sértilboð 11. febrúar.
Sértilboð á Los Tilos - síðustu sætin!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
SKOÐAÐ verður hvort ástæða sé til að breyta íslenskri
löggjöf og veita dómurum heimild til að ákveða að for-
eldrar skuli fara sameiginlega með forsjá barns þrátt fyr-
ir að annað foreldrið sé því andvígt. Þetta verður eitt af
verkefnum nýskipaðrar nefndar, sem Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra hefur skipað til að fara yfir reglur
barnalaga um forsjá, búsetu og umgengni. Við endur-
skoðunina hefur nefndin að leiðarljósi að þarfir og hags-
munir barnsins eigi að vera í öndvegi. Í ljósi hefðar verð-
ur við vinnuna gefinn gaumur að reglum annarra
norrænna ríkja, en hér eru lögin líkust þeim dönsku.
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé fyllilega tímabært
að fara í gegnum þetta. Samskipti foreldra um börnin sín
og kynhlutverkin og þá sérstaklega hlutverkin gagnvart
börnum eru svo sannarlega í mikilli þróun. Þetta er nokk-
uð sem löggjafinn þarf að bregðast við,“ segir Hrefna
Friðriksdóttir, lektor í sifja- og erfðarétti við Háskóla Ís-
lands, en hún er formaður nefndarinnar. Nefndin á enn
eftir að koma saman en með henni í nefndinni eru Ingv-
eldur Einarsdóttir héraðsdómari, tilnefnd af Dómara-
félagi Íslands, og Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur,
tilnefnd af Sálfræðingafélagi Íslands.
„Okkur er falið að hafa gott samráð við alla hags-
munaaðila og við munum leggja okkur fram um það. Við
munum væntanlega byrja á því að ræða þróunina sem
hefur verið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum.
Svo munum við leita sjónarmiða annarra sem hafa látið
þessi mál sig varða. Þar á meðal er Félag um foreldra-
jafnrétti, Félag einstæðra foreldra, Félag um stjúptengsl
og jafnvel fleiri.“ Að því búnu mun nefndin vinna skýrslu
„og ef við teljum þörf á að breyta lögunum munum við
vinna tillögur um lagabreytingar“.
Félag um foreldrajafnrétti er óánægt með að nefndin
skuli einvörðungu skipuð konum en fagnar því að barna-
lög verði endurskoðuð. Eitt af því sem félagið segir nauð-
synlegt að skoða er að umgengnismál verði færð inn í al-
menna dómskerfið, að því er fram kemur í frétt félagsins.
„Fyllilega tímabært“
Dómari geti ákveðið sameiginlega forsjá Ný nefnd sem ráðherra skipar
skoðar breytingar á barnalögum Þarfir barnsins settar í öndvegi
Í HNOTSKURN
» Samkvæmt gildandirétti getur annað for-
eldrið ávallt krafist nið-
urfellingar sameiginlegrar
forsjár.
» Ísland er eina norrænalandið þar sem dómarar
mega ekki úrskurða um
sameiginlega forsjá.
» Verði niðurstaða nefnd-arinnar sú að veita eigi
dómurum heimild til þess
skal nefndin taka afstöðu til
þess við hvaða aðstæður það
komi til álita.
KAYAKKLÚBBURINN stóð fyrir tveimur nám-
skeiðum í innilauginni í Laugardalnum um
helgina. Annars vegar byrjendanámskeiði, sem
Magnús Sigurjónsson kajakkennari segir að ætti
að vera skylda áður en fólk hætti sér út á sjó, og
hins vegar veltunámskeiði. Á byrjendanámskeiði
er kennd umgengni við bátinn, áratækni, fé-
lagabjörgun, áraflot og stuðningsáratök. Næsta
námskeið verður helgina 21.-22. febrúar.
Réttu áratökin áríðandi
Morgunblaðið/Kristinn
LOÐNULEIT hefur
tafist um helgina
vegna slæmskuveð-
urs á miðum úti fyrir
Norðurlandi. Haf-
rannsóknaskipið
Árni Friðriksson lá í
vari við mynni Eyja-
fjarðar frá laug-
ardagskvöldi fram á
gærkvöldið, en þurfti
frá að hverfa um það
leyti sem samanburðarmælingu var
að ljúka á loðnugöngunni sem fund-
ist hefur, en mælst hafa um 293 þús-
und tonn af loðnu. Ekki hefur því
enn fundist meira.
Að sögn Þorsteins Sigurðssonar,
sviðsstjóra á nytjastofnasviði hjá
Hafrannsóknastofnun, er stefnt að
því að klára samanburðarmæl-
inguna og halda svo á aðrar slóðir til
frekari leitar. Ætlunin er að Árni
Friðriksson leiti beggja vegna Kol-
beinseyjarhryggjar og haldi svo
vestar í leit að annarri göngu.
onundur@mbl.is
Loðnuleit
tafðist í
illviðrinu
Loðna Miklu
skiptir að hún
finnist.
Árni Friðriksson leit-
ar áfram í vikunni
ENN eru tvö hross alvarlega veik af
salmonellusýkingu sem kom upp við
Esjurætur fyrir jólin. Engin skepna
úr hópnum hefur því drepist síðan 4.
janúar, en að sögn Gunnars Arnar
Guðmundssonar, héraðslæknis í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, er ekki talið
líklegt að hestarnir tveir nái sér á
strik. Öll önnur hross úr stóðinu eru
nú farin að nærast eðlilega, en eftir
allt saman sluppu einungis sex þeirra
alfarið við sýkinguna og einkenni
hennar.
Veiku hestarnir tveir hafa verið
fluttir í hesthús í nágrenni Reykja-
víkur, úr hesthúsahverfinu í Mos-
fellsbæ þar sem þeir voru, vegna
smithættu.
Gunnar segir að í vikunni hafi verið
mokað út úr viðkomandi hesthúsi,
gerð jarðvegsskipti við það og sótt-
hreinsað. Hitt hesthúsið, Teigur, sem
stendur eitt og sér, hefur fengið
hreinsun og jarðvegsskipti en verður
sótthreinsað í dag, að sögn Gunnars.
Tvö hross
ennþá veik
BÆÐI utanríkisráðuneytið og for-
sætisráðuneytið sáu ástæðu til að
senda frá sér sameiginlega yfirlýs-
ingu í gær þar sem segir að ekki sé
ágreiningur um viðbrögð rík-
isstjórnarinnar vegna hernaðar-
aðgerða Ísraela.
„Utanríkisráðherra hefur gefið út
yfirlýsingar fyrir hönd ríkisstjórn-
arinnar þar sem aðgerðir Ísraela eru
fordæmdar.
Þetta er hlutverk utanrík-
isráðherra að íslenskri stjórnskipun,
starfshefð ríkisstjórnar og sam-
kvæmt venjum í alþjóðasamskiptum.
Á sama hátt fluttu fulltrúar Íslands
ræðu í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna í New York og í mannréttinda-
ráði Sameinuðu þjóðanna í Genf á
fimmtudag og á föstudag um málið.
Allar yfirlýsingarnar eru samræmd-
ar og fylgja utanríkisstefnu Ís-
lands,“ segir í yfirlýsingunni.
Sams konar yfirlýsingar
„Enginn ágreiningur er um málið í
ríkisstjórn og hafa öll helstu skref í
nýrri stefnumótun um Mið-
Austurlönd sem hófst 2007 á grund-
velli stjórnarsáttmálans verið kynnt
þar samkvæmt starfsvenjum.
Tekið skal fram sérstaklega vegna
fréttar Sjónvarpsins á föstudags-
kvöld að yfirlýsingar 2001 vegna tví-
buraturnanna og 2006 vegna innrás-
ar í Líbanon eru sams konar
yfirlýsingar ríkisstjórnar og yfirlýs-
ingar utanríkisráðherra nú vegna
Gaza,“ segir í yfirlýsingunni.
Segja ekki ágreining í ríkis-
stjórn um aðgerðir á Gaza
Morgunblaðið/Golli
Fundur Leiðtogar stjórnarflokkanna, forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra, fullyrða, að ekki sé ágreiningur um stefnuna í málefnum Gaza.
Sendu út sameig-
inlega yfirlýsingu