Morgunblaðið - 12.01.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 12.01.2009, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 NEYTENDASTOFA hefur tekið til meðferðar kvörtun íbúa á Akranesi sem keypti níu mánaða kort hjá Strætó bs. síðastliðið haust en gat ekki notað eftir áramót, þegar til- kynnt var um nýja gjaldskrá og verulega hækkun frá síðasta ári. Var Skagamanninum boðið að skila kortinu og nota inneignina sem greiðslu upp í nýtt kort. Er hækkunin meira en tvöföld, eða úr 30 þúsund í 61 þúsund krónur. Þó er um niðurgreiðslu að ræða fyrir íbúa Akraness. Aðrir íbúar á sama gjaldsvæði þurfa að greiða 91.500 kr. fyrir níu mánaða kort. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neyt- endastofu, staðfesti að erindið hefði borist og væri nú til meðferðar. Meðal þess sem íbúinn vildi fá úr skorið er hvort það standist lög að breyta verðinu eftir á, og þurfa að skila inn eldra korti sem upp- ígreiðslu í nýtt kort. „Við munum skoða lögmæti þessara skilmála og afla gagna frá báðum aðilum,“ sagði Tryggvi. Strætó bs. hóf um áramót- in akstur milli Reykjavíkur, Akra- ness, Hvalfjarðarsveitar og Borg- arness, og einnig austur fyrir fjall til Hveragerðis og Selfoss. Af því tilefni tók ný gjaldskrá gildi, sem er mismunandi eftir gjaldsvæðum. Sömdu við verktaka Reynir Jónsson, forstjóri Strætó, hefur ekki svarað skilaboðum Morgunblaðsins en á neytendasíðu Dr. Gunna, þar sem sambærilegt mál var til umfjöllunar, kom fram í svari hans að sveitarfélögin hefðu samið við verktaka um að sinna þessum akstri. Samhliða hefði verið gerður nýr samningur við Strætó bs. Meginbreytingin samfara nýjum samningi hefði verið að fargjöld hækkuðu eftir lengd ferðarinnar. Segir Reynir að vegna þess hve seint hafi komist á samningur hafi ekki gefist tími til að taka allar nauðsynlegar ákvarðanir eða koma þeim á framfæri við notendur þjón- ustunnar varðandi fargjöld og fleira. Af þeim sökum var frítt með strætó upp á Akranes þar til í gær og tilboð í boði á strætókortum. bjb@mbl.is Neytendastofa með ný strætókort í skoðun Strætókort upp á Akranes tvöfölduðust í verði um áramótin Morgunblaðið/Kristinn Strætó Fargjöldin upp á Akranesi hafa hækkað verulega en eru þó áfram niðurgreidd. BREYTINGAR urðu um áramótin á eignarhaldi Menntaskólans Hraðbrautar er Nýsir og aðrir eig- endur seldu eignarhlut sinn í skól- anum til hjónanna Borghildar Pét- ursdóttur og Ólafs Hauks Johnson, skólastjóra skólans. Fyrir áttu þau helmingshlut í skólanum, en eru nú einu eigendur hans. Ólafur Haukur segir þau hafa mikla trú á því starfi sem þar fer fram. „Við erum ekki í nokkrum vafa um ágæti skólans og fjárfest- ingarinnar í heild sinni,“ segir hann í samtali við mbl.is. Viðræður um kaupin á skólanum voru nokkra mánuði í undirbúningi. „Við vorum búin að vera að þrýsta á um þetta eftir að ljóst varð að Nýsir var kominn í svona erfið mál.“ Vilyrði hafi síðan fengist fyr- ir kaupunum rétt fyrir jól, en þó með fyrirvara um samþykki lán- ardrottna sem nú hafi veitt vilyrði sitt. Engar breytingar eru áætlaðar á rekstri skólans í nánustu fram- tíð. Um 150-160 manns stunda nú nám við Menntaskólann Hraðbraut sem boðið hefur nemendum að ljúka stúdentsprófi á tveimur ár- um. Eignast Hraðbraut að fullu -50% af öllum umgjörðum mánudag - föstudag BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 26. janúar ... tíu mánudagar frá 20-23 Framhald ... 28. janúar ... átta miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Bridsskólinn býður jafnaðarlega upp á námskeið fyrir byrjendur og fjölbreytt framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja auka kunnáttuna. Framhaldið er nú með nýju sniði, þar sem höfuðáherslan er á spilamennsku. • Námskeið skólans eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. • Hægt er að mæta stakur, í pari eða í hóp. • Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna. • Sjá ennfremur á Netinu undir bridge.is/fræðsla. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ M bl .is M or gu nb la ði ð Samkvæmt könnun MMR um traust fólks á aldrinum 18–67 ára til fjölmiðla, dagana 19.–23. des. Íslendingar treysta Mbl.is og Morgunblaðinu 64,3% mikið traust lítið traust 11,4% 64,0% 8,9% Þrettándi á þrettánda ÍSLENSK-ameríska viðskiptaráðið (IACC) hefur boðið til þrett- ándafagnaðar á morgun 13. janúar í New York. Af boði til samkom- unnar, sem sent var út á Þorláks- messu, mátti skilja að verið væri að fagna þrettándanum, síðasta degi jóla á Íslandi, þennan dag. Sem kunnugt er voru jólin yfirleitt kvödd hér á landi 6. janúar. Í boð- inu kemur fram að á undanförnum árum hafi verið haldið upp á þrett- ándann með brennum og álfadansi á Íslandi. Hlynur Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri IACC sagði að við- skiptaráðið hefði ákveðið í fyrra að færa árlegan jólafund þess fram yf- ir áramót og tengja hann þrett- ándanum. Það var gert vegna mik- illa anna hjá fyrirtækjum þar vestra fyrir jólin. Hlynur sagði að þessi breyting hefði gefist mjög vel. Hann sagði að í síðari tölvupóstum sem sendir voru út væri gerð nán- ari grein fyrir því að þrettándinn á Íslandi væri 6. janúar. Við- skiptaráðið væri því ekki búið að færa hinn eina sanna þrettánda. „Við verðum með Trölla sem stal jólunum. Stefán Karl leikari verður ræðumaður fundarins,“ sagði Hlyn- ur. Sem kunnugt er hefur Stefán Karl slegið í gegn í hlutverki Trölla á leiksviði í Bandaríkjunum í vetur. Í IACC eru bæði íslensk fyrirtæki sem eru með starfsemi í Bandaríkj- unum og bandarísk fyrirtæki sem eiga viðskipti við Ísland og ein- staklingar. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.