Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 12

Morgunblaðið - 12.01.2009, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Græn skref frá Evrópu Spilliefni Íslendingar hafa innleitt margvíslegar kröfur um mengunarvarnir í gegnum EES-samninginn. Má þar nefna að árið 1996 voru sett lög um spilliefnagjald. Það átti við flestar vörur sem geta orðið að spilliefnum. Við innflutning og framleiðslu á þessum vörum var lagt á gjald til að standa straum af meðhöndlun, förgun og endurnýtingu spilliefna. Gengu Íslendingar lengra í þessum efnum en sem nam ákvæðum EES-samningsins. Árið 2003 var Úrvinnslusjóður stofnaður og tók hann yfir hlutverk spilliefnanefndar sem hafði umsjón með spilliefnagjaldinu. Meðhöndlun á úrgangi, þ. á m. spilliefnum, er með hliðsjón af ákvæðum ESB-gerða (reglugerðum og tilskipunum). Meðhöndlun á rafhlöðum á Íslandi er undir áhrifum frá EES-samningnum þar sem sérstakar tilskipanir gilda um rafhlöður. Raftæki Annað dæmi er að frá og með 1. janúar 2009 kom til framkvæmda tilskipun frá ESB varðandi raftækjaúrgang hér á landi. Ætlunin er að reyna að færa allan kostnað af vörunni, frá framleiðslu til förgunar, yfir á neytandann, þar með talið fyrir förgun. Er tilskipunin skref í átt að svokallaðri framleiðendaábyrgð. Náttúruvernd Náttúruvernd, s.s. líffræðileg fjölbreytni, skógrækt og landgræðsla falla ekki undir EES-samninginn. Þessir málaflokkar kæmu hins vegar til skoðunar við umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Loftgæðin Við gildistöku EES-samningsins í byrjun árs 1994 var sett umfangsmikil mengunarvarnareglugerð til innleiðingar á ESB-gerðum (reglugerðum og tilskipunum) sem heyrðu undir samninginn. Reglugerðin tók m.a. á loftgæðum. Við endurskoðun mengunarvarnareglugerðarinnar árið 1999 voru settar einstakar reglugerðir til að aðgreina ýmsa málaflokka, þar með talið er varða loftgæði. Núverandi mælingar á loftgæðum í Reykjavík og víðar á landinu, svo sem með tilliti til svifryks, eiga rætur í kröfum úr EES-samningnum. Loftslagsmál Viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (ETS) er þegar orðið hluti af EES-samningnum og mun því senn verða að löggjöf hér á landi. Fyrst um sinn hefur það lítil áhrif þar sem engin hérlend fyrirtæki falla innan gildissviðs þess. Þetta mun þó breytast í ársbyrjun 2012 þegar allt flug innan og til og frá Evrópu kemur til með að falla innan gildissviðs kerfisins. Frá og með janúar 2013 verða áhrifin væntanlega enn meiri en þá er gert ráð fyrir því að kerfið nái til ýmiss nýs iðnaðar svo sem áliðnaðar og járnblendis og einnig til fleiri lofttegunda en nú svo sem perflúrokolefna (sem er meðal annars losað í áliðnaði). Þessu til viðbótar stefnir ESB á að fella siglingar undir kerfið eigi síðar en 2015. Frárennslismál Árið 1994 var innleidd með reglugerð ESB- tilskipun um fráveitur og skolp í þéttbýli. Núverandi fyrirkomulag í þessum málum fer eftir reglugerðinni og er henni til að mynda fylgt á veitusvæðum Orkuveitu Reykjavíkur. Frárennslismál í Reykjavík taka því mið af reglugerðinni. Um 80 prósent af frárennsli þjóðarinnar eru meðhöndluð í samræmi við reglugerðina, hlutfall sem mun senn hækka í 90 prósent. Samgöngumál Nefna má að vetnisvagna- verkefnið ECTOS á Íslandi naut stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins. Íslendingar hafa átt í samvinnu við sambandið í vetnismálum. Endurvinnsla Sveitarfélögin hafa á síðustu misserum metið með hvaða hætti hægt verði að mæta hertum kröfum Evrópusambandsins, í gegnum EES-samninginn, um að dregið verði úr urðun lífræns úrgangs frá almenningi og fyrirtækjum. Til að mæta þessum kröfum þurfa sveitarfélögin að ná fram því markmiði að 1. janúar 2009 hafi urðun lífræns úrgangs minnkað niður í 75% af viðmiðun árið 1995. Rúmum fjórum árum síðar, eða 1. júlí 2013, á hlutfallið að vera komið niður í 50% af viðmiðunarmagninu og svo niður í 35% hinn 1. júlí 2020. Evrópusambandið | Umhverfismál Yrði aðild iðnaðinum til trafala? Mörg af þeim framfaraskrefum sem stigin hafa verið í umhverfismálum hér á landi á síðustu árum hafa verið innleidd fyrir tilstuðlan samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Voru evrópsku reglugerðirnar raunar svo margar að starfsmenn Umhverfisstofnunar áttu fullt í fangi með að afgreiða þær á sínum tíma. Margar þeirra þóttu nýstárlegar þegar þær voru innleiddar en þykja flestar sjálfsagðar nú, eftir því sem áhugi á umhverfismálum umfram náttúruvernd hefur aukist. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort Ísland hefði meira að segja um slíkar reglugerðir með því að standa innan ESB. Yrði hlustað á sjónarmið Íslendinga eða myndi samningsstaða íslensks áliðnaðar veikjast ef Ísland yrði aðili að ESB? Á Ísland yfirhöfuð samleið með sambandinu í mörgum mikilvægum umhverfisverndarflokkum, svo sem á sviði loftslagsmála? Baldur Arnarson tók sérfræðinga tali. REYNSLAN AF EES Ingimar Sig- urðsson, fulltrúi umhverfisráðu- neytisins í sendiráðinu í Brussel. Þ að sem myndi breytast er að við komum nær málum í upphafi og höfum þá meiri áhrif á gang mála og get- um komið okkar sjónarmiðum á framfæri, þannig að það sé tekið tillit til þess þegar í upphafi, en ekki eins og hefur gerst ef til vill í of miklum mæli undanfarið að við fáum það sem kallað er aðlaganir á síðari stigum,“ segir Ingimar Sigurðsson, fulltrúi umhverfis- ráðuneytisins í sendiráðinu í Brussel, um áhrif inngöngu Ís- lands í ESB á um- hverfismálin hér á landi. Ingimar metur það svo að umhverfislöggjöf ESB hafi haft áhrif á Íslandi í gegnum EES-samninginn. „Ég held að það sé hægt að fullyrða það að þessi löggjöf hefur haft gríðarleg áhrif hér á Íslandi.“ – Til góðs eða ills? „Hún hefur að mínu mati haft áhrif til góðs. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að jafnvel þótt við værum ekki aðilar að EES- svæðinu eigum við í miklum viðskiptum við aðildarlöndin og þessi lönd gera til dæmis kröfu til matvælaiðn- aðar, að hann búi við sem fullkomnastar að- stæður varðandi hrein- læti, frárennsli og sorp- hirðu og svo mætti lengi áfram telja. Spurningin er því hvort þetta hefði nokkru breytt og þá bendi ég meðal annars á náttúruverndar- löggjöfina og dýraverndarlöggjöf- ina. Þessi löggjöf er sambærileg við það sem er að finna í Evrópu- löggjöfinni.“ Ingimar segir vægi umhverfis- mála vera að aukast innan ESB. Tengist öðrum málaflokkum „Evrópusambandið er að tengja þessi mál meira saman. Umhverf- is- og orkumálin eru aldrei rædd öðruvísi en í samhengi í dag. Nýi orku- og loftslagspakkinn er dæmi um það. Evrópusambandið er að leggja áherslu á að það verði sjálfu sér nægt um orku.“ Á næsta áratug mun verslunar- kerfi með kolefniskvóta í Evrópu (ETS) hafa áhrif á Íslandi. Ingimar segir kerfið þegar hafa áhrif á Íslandi í gegnum EES. „Það á að taka álverin undir þetta kerfi. Þá þurfum við að líta öðrum augum á þetta. Það myndi þó engu breyta þó við værum að- eins í EES. Við munum til dæmis taka flugið inn 2012. Þetta er dæmi um stórmál sem við höfum þegar gengist undir og mun ekki breytast við inngöngu,“ segir Ingi- mar, og víkur að samningsstöðu ís- lenskra álvera. Spurning um samningsstöðu „Áhyggjur álversmanna í Evr- ópu eru fyrst og fremst bundnar við orkuna, því þar eru álverin knúin áfram með kolum og olíu. Þá er spurningin hvernig okkur Umhverfismálunum vel borgið innan ESB  Vægi málaflokksins innan sambandsins hefur aukist á síðustu árum  Umhverfislöggjöfin hafði áhrif  Aðild hefði áhrif á samningsstöðu Íslands vegna losunar álvera  Horft til Íslands í umhverfismálunum Ingimar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.