Morgunblaðið - 12.01.2009, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.01.2009, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009 Umhverfismál | Evrópusambandið IÐNAÐURINN Pétur Reimarsson, for- stöðumaður stefnu- mótunar- og sam- skiptasviðs hjá SA. Þ að er ljóst að Ísland er í þröngri stöðu gagnvart Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og að það verði erfitt að sækja frekari heim- ildir vegna endur- nýjanlegrar orku, sér- staklega í ljósi þess að iðnríkin beita nú miklum þrýstingi á þróunarríkin um að þau taki einnig á sig byrðar til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda,“ segir Pétur Reimarsson, forstöðumaður stefnu- mótunar- og samskiptasviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, og vísar til fyrirhugaðar verslunar með út- streymisheimildir á opnum markaði. „Það virðist einnig töluverður stuðningur við að hluti af þeim út- streymisheimildum, sem iðnríkin fái úthlutaðar, verði seldur á uppboðum eða tekið af þeim gjald. Meðal ann- ars þess vegna er erfitt að sjá fyrir sér aukningu á heimildum til Íslands án endurgjalds.“ Pétur segir loftslagssamninginn ekki taka yfir sjálfdæmi ríkja um nýtingu auðlinda sinna en þar sem ákveðið hafi verið að setja hámark á útstreymið megi segja að „stjórn- völd hafi í raun samþykkt þak á nýt- ingu orkulinda þar sem ekki verði lengra haldið í aukningu útstreymis en felst í þessum heimildum“. Eins og yfirdráttarheimild Pétur vísar því næst til íslenska ákvæðisins svokallaða sem hann segir virka eins og „nokkurs konar yfirdráttarheimild gagnvart Lofts- lagssamningi Sameinuðu þjóðanna“, þannig að ef það dragi úr almenna útstreyminu þá flytjist samsvarandi magn úr íslenska ákvæðinu yfir á al- mennt útstreymi Íslands. „Gagnvart Loftslagssamningnum verður því 10% heimild Íslands ætíð að fullu nýtt,“ segir Pétur, sem álít- ur að samningsstaðan verði erfið. „Ísland hefur enn vakið athygli á sérstöðu sinni og ákvæðinu sem samþykkt var við gerð Kýótó- bókunarinnar en það er alveg ljóst að það verður mjög erfitt að sækja einhverja aukningu á 10% ákvæðinu og einnig íslenska ákvæðinu. Þannig má búast við því að nýtt samkomulag verði til þess að möguleikar til að auka útstreymi hér á landi eftir 2012 verði mjög takmarkaðir.“ Inntur eftir þætti ESB í samningaumleit- unum í loftslagsmálum segir Pétur sambandið annast samninga aðildarríkja gagnvart Loftslagssamningi SÞ. „Sambandið kemur fram fyrir hönd þeirra allra og reyndar einnig fyrir hönd þeirra ríkja sem sótt hafa um aðild að sambandinu. Fulltrúar stjórn- valda aðildarríkjanna taka mismik- inn þátt í samningaferlinu en sér- fræðingar sambandsins og aðildar- ríkjanna vinna náið saman um útfærslu einstakra þátta.“ Áhrif aðildar að ESB Pétur segir íslenska ákvæðið aðal- atriðið í þessari umræðu. „Lykilþátturinn varðar íslenska ákvæðið svokallaða en heimildir eins og íslensk stjórnvöld hafa úthlutað til orkufreks iðnaðar til ársins 2012 ganga vart inn í evrópska verslunar- kerfið með kolefniskvóta (ETS) þar sem ekki er unnt að selja þær. Þar sem íslenska ákvæðið nær einungis til útstreymis koldíoxíðs en álverin losa auk þess svokölluð perflúorkol- efni sem einnig eru gróðurhúsa- lofttegundir og falla því undir al- mennt útstreymi á Íslandi. Ef íslenska ákvæðið gilti óbreytt áfram yrðu fyrirtækin að fá úthlutaðar tvenns konar heimildir þar sem selja mætti hluta þeirra.“ Með þetta í huga segir Pétur ljóst að ef ráðist verði í byggingu iðjuvera hér á landi sem losi gróðurhúsa- lofttegundir eftir að íslenska ákvæð- ið sé fullnýtt „gerist það vart án þess að keyptar verði heimildir af öðrum ríkjum eða þeirra aflað með sveigjanleikaákvæðum en slíkt gerir væntanlega samkeppnistöðu við- komandi iðjuvers mjög erfiða“. „Þannig virðist blasa við að semja þurfi um að ESB aðstoði við að breyta íslenska ákvæðinu með ein- hverjum hætti í varanlegar heimildir og eins hvaða aðgang íslensk fyrir- tæki eigi að potti ESB fyrir ný fyrir- tæki í ETS-kerfinu. En á móti kem- ur að íslenskar orkulindir hjálpa til við ná 20% marki um endurnýjan- lega orku árið 2020 í Evrópu,“ segir Pétur Reimarsson. Í þröngri stöðu  Möguleikar til að auka útstreymi hér á landi eftir 2012 verða mjög takmarkaðir Pétur Reimarsson GAGNRÝNIN Joris den Blanken, forstöðumaður orku- og loftslags- deildar Evrópuskrifstofu samtak- anna Greenpeace í Brussel. J oris den Blanken, for- stöðumaður orku- og lofts- lagsdeildar hjá Evrópuskrif- stofu Greenpeace, telur að þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi um margt verið leiðandi í stuðn- ingi við þróun endurnýjanlegra orkugjafa hafi það ekki beitt sé af nógu miklu afli gegn hagsmunabar- áttu orkurisanna. Á síðustu árum hafi þróunin verið sú að orkurisarnir hafi nýtt sér til- slakanir í loftslagsmálum fyrrver- andi austantjaldsríkja og hafið þar mengandi raforkuvinnslu. Þar megi nefna Pólland, þar sem tilslakanir hafi verið veittar af ótta við að full innleiðing kolefniskvótakerfis myndi leiða til hærra raforkuverðs. Að mati den Blanken ber Evrópu- sambandinu að ryðja úr vegi slíkum tilslökunum og róa öllum árum að því að stuðla að aukinni skilvirkni raforkukerfanna, samtímis upp- byggingu hreinni orkuinnviða. Sambandið geti gert svo miklu meira í að draga úr beinni og óbeinni losun koldíoxíðs frá heimilum, sam- göngum og land- búnaði. Skyn- samlegra sé að nota sólarorku til varma- öflunar með vatns- hitun en að stíga það skref aftur á bak að stuðla að uppbyggingu kjarn- orkuvera, sem hafi nánast engin áhrif í þá veru að draga úr þörfinni fyrir inn- flutt gas til álf- unnar, einkum frá Rússlandi. Kostnaður á þriðja aðila nemur tugum þúsunda milljarða króna „Við þetta bætist að kolaorkuver- in greiða ekki fyrir þann kostnað sem fellur á þriðja aðila vegna hinna neikvæðu umhverfisáhrifa af kola- brennslu. Áætlað hefur verið að á hverju ári nemi sá kostnaður alls um 357 milljörðum evra,“ segir den Blanken, og vísar til þess að um- hverfisskaðinn sé metinn á um 60.700 milljarða íslenskra króna, svo sem vegna mengunar á vatnsbólum og breytinga á loftslagi. Með því að bæta orku- nýtni í iðnaðarferlum og innleiða orkusparandi tækni í byggingar, svo eitthvað sé nefnt, megi draga úr notkun jarðgass í sambandinu um 14% ár- ið 2020 og um 58% árið 2050, miðað við að aukn- ingin héldi áfram að óbreyttu. Inntur eftir því hvort hann taki undir þá gagn- rýni á sambandið að það beiti slagkrafti sínum til þess að komast yfir auðlindir þróun- arríkja segist den Blanken telja það ámælisvert að aðildarríki Evrópu- sambandsins skuli sækja kolaforða til ríkja sem virði ekki mannréttindi og sjálfsagðan rétt starfsmanna í kolanámunum. Mörg ESB-ríki flytji inn kol frá Kólumbíu, þar sem málaliðar hreki bændur af löndum sínum þegar land sé rutt fyrir námum, og Suður- Afríku, þar sem réttindi kolanámu- manna séu mjög ófullnægjandi, líkt og fjölmörg dauðsföll á ári vitni um. Gæti gert miklu meira  Forstöðumaður loftslagsdeildar Greenpeace gagnrýnir ESB  Átelur ásælni í kolaforða ríkja sem virða ekki mannréttindi Joris den Blanken tekst að semja okkur í gegnum það. Tekst okkur að fá skilning á því að álverin hér séu rekin með endurnýjanlegri orku? Verður hægt að fá samþykkt að heimilt sé að leyfa þessum verksmiðjum hér á landi að fá meiri losun? En þá þurfum við líka að vera aðilar að þessu öllu í heild. Skv. EES- samningnum þá erum við aðilar að ETS-kerfinu [...] Ef við værum í ESB þá tækjum við þátt í þeirri umræðu þar. Þá spyr maður líka hvort ekki væri að vænta meiri skilnings hjá nágrannaþjóðum okkar í Evrópu- samstarfinu heldur en hjá þjóðum fjær okkur, sérstaklega þegar við lítum til þess hversu stórt hlutfall endurnýjanlegrar orku við höfum hér heima. Þarna kann að vera um tækifæri að ræða sem hafa raun- verulega aldrei komið upp á yfir- borðið því við höfum ekki verið inni í þessu tiltekna samstarfi.“ Hlustað yrði á rökin – Ef svo fer að Ísland gengur í ESB telur þú að það verði hlustað á þau rök að hér sé framleitt ál með endurnýjanlegri orku og að það muni hafa áhrif á samnings- stöðu Íslands í ETS? „Um það get ég ekkert fullyrt í sjálfu sér en eins og ég upplifi þetta og mín samskipti við Evr- ópusambandið og þessa aðila, að svo miklu leyti sem við náum til þeirra, þá hef ég ekki fundið fyrir neinu öðru en fullum skilningi á sérstöðu Íslands. Það er hlustað á Íslendinga í tengslum við ákveðin mál, til dæmis málefni sjávar. Þannig að á vissum sviðum gætum við látið rödd okkar hljóma. Við erum til að mynda með sérþekk- ingu í málefnum hafsins og á sviði endurnýjanlegrar orku.“ – Telur þú að það myndi draga úr líkum Íslendinga á að fá sér- samninga að stíga skrefið frá EES til Evrópusambandsins? „Ég myndi telja að í þessu væru fólgin veruleg tækifæri í tengslum við rekstur á starfsemi á borð við stóriðju, vegna þess að við búum hér við svo stórt hlutfall endur- nýjanlegrar orku, sem sambandið leggur mikla áherslu á í orku- og umhverfisstefnu sinni.“ Ingimar telur líkur á að aðild að Evrópusambandinu myndi greiða fyrir aðgengi að rannsóknar- styrkjum, sérstaklega á sviðum þar sem Íslendingar hafa sérþekk- ingu fram að færa, s.s. í málefnum hafsins og endurnýjanlegrar orku. „Þegar kemur að þessum beinu sjóðum, fyrir utan kannski ramma- áætlanir, þá yrði það að mínu mati auðveldara. Það liggur alveg ljóst fyrir, ef við værum hluti af þessu.“ Hann telur að umhverfismál- unum yrði vel borgið innan ESB. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að umhverfismálum yrði vel borgið í þessu samstarfi. Ég bendi á að ESB er orðið leiðandi aðili í öllum umhverfismálum í heiminum og hefur ekki látið merkið falla, frekar reist það, ef eitthvað er. Hjá Evrópusambandinu er búið að safna saman gífurlegri þekk- ingu á þessu sviði. Þar er horft til Íslendinga þegar kemur að þeim þáttum sem ég nefndi.“ HLUTVERK ESB Kristín Linda Árna- dóttir, forstjóri Um- hverfisstofnunar. V ægi um- hverfismála innan Evrópu- sambandsins hefur aukist mjög á undanförnum árum og sambandið verið í fararbroddi við setningu nýrrar lög- gjafar á sviði um- hverfismála, að sögn Kristínar Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar. „Innan ESB er gert ráð fyrir að umhverfissjónar- mið skuli höfð til hlið- sjónar við gerð og fram- kvæmd allra stefna sambandsins en eitt af meginmarkmiðum ESB er að vinna að því að upp- fylla markmiðið um sjálf- bæra þróun. Lögð er áhersla á fyrir- byggjandi aðgerðir og á greiðsluregluna, öðru nafni mengunarbóta- regluna, sem felst í því að sá sem mengar á að greiða þann kostnað sem henni er samfara en ekki sam- félagið,“ segir Kristín Linda.  Meira á mbl.is/esb Vægið aukist Kristín Linda Árnadóttir  Umhverfisverndin ávallt til hliðsjónar Áhöld eru um hvort ESB gangi nógu langt í los- unarmálunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.