Morgunblaðið - 12.01.2009, Síða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
HNÖKRAR hafa verið á nýja almenningsvagnakerfinu og
tengingu gamla kerfisins við höfuðborgina. Þannig hefur
það valdið farþegum í Borgarnes og Akranes vandræðum
að vagninn hefur ekki náð að halda áætlun. Einnig hafa
farþegar sérleyfishafans á Snæfellsnesi og Dölum orðið að
bíða í Borgarnesi og í einstaka tilviki átt á hættu að verða
strandaglópar þar. Vilji er hjá Vegagerðinni og sérleyf-
ishafanum til að leysa þessi mál.
Strætó og sveitarfélögin settu upp mikla áætlun fyrir
ferðir til Akraness og Borgarness og var ætlunin að nota
tvo bíla. Áætlunin reyndist of stíf og ekki hefur tekist að
vinna upp seinkanir sem verða vegna veðurs eða umferð-
ar. Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, segir
að til athugunar sé að bæta þriðja bílnum við til að koma í
veg fyrir þessi vandræði.
Vandræði hafa komið upp vegna tengingar gamla sér-
leyfiskerfisins inn í höfuðborgina. Í útboði Vegagerð-
arinnar á sérleyfunum var reynt að draga úr akstri
margra sérleyfisbíla úr Borgarnesi til Reykjavíkur, eins
og lengi hefur tíðkast. Þetta var gert með hliðsjón af
strætisvagnaferðunum sem nú er boðið upp á þarna í
milli. Þannig var gert ráð fyrir að farþegar sérleyfisins af
Vestur- og Norðurlandi myndu sameinast í eina rútu í
Borgarnesi eða nýta sér strætisvagnana.
Þetta hefur ekki virkað í öllum tilvikum. Farþegar af
Snæfellsnesi geta þurft að bíða í hálfan annan tíma eftir
strætó og rútu í Borgarnesi. Þá hafa farþegar úr Búð-
ardal átt á hættu að verða strandaglópar í Borgarnesi á
sunnudagskvöldum, á leiðinni suður. Vegagerðin hefur
verið í samskiptum við sérleyfishafann og unnið er að
lausn. Til greina kemur að breyta uppsetningu áætlunar
eða keyra alla leið í bæinn vissa daga. Þá hefur orðið vart
við óánægju með það á Snæfellsnesi að ekki sé hægt að
fara suður að morgni og heim aftur að kvöldi, eins og var
áður.
Þá tekur strætó vitanlega ekki pakka og sérleyfishaf-
arnir hafa dregið mjög úr þjónustunni á því sviði. Hefur
sumum brugðið við það sem vanir eru að nota þjónustu
sérleyfisbifreiðanna í þeim tilgangi. Er fólki nú vísað á
Póstinn eða hraðsendingarfyrirtækin með pakkana.
Vegna einkaleyfis sveitarfélagsins er sérleyfishafanum
óheimilt að taka gjald fyrir að flytja farþega milli Reykja-
víkur og Borgarness og milli Reykjavíkur og Selfoss, þótt
bílar hans aki þessar leiðir. Óskar Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Bíla og fólks sem hefur sérleyfi á fjarleið-
unum frá höfuðborginni, er ósáttur við að geta ekki flutt
ferðafólk á þessum hluta hringvegarins, einkum á sumrin,
því það hafi verið mikilvægur þáttur í að halda sérleyfinu
uppi. Aðspurður segist Óskar ekki með nokkru móti geta
neitað fólki sem komi í bílinn um þessa þjónustu, þrátt
fyrir ákvæði í samningnum við Vegagerðina um að það sé
óheimilt.
Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá
Vegagerðinni, segir að reynt hafi verið að minnka ferðir
lítið nýttra fólksflutningabíla milli Borgarness og Reykja-
víkur. Hún minnir á að opinberir rekstrarstyrkir séu ætl-
aðir til að halda úti þjónustu fyrir fólk. Fjármagnið sé
takmarkað og betra sé að vera með færri ferðir sem séu
þá nýttar en að láta fleiri rútur aka sömu leiðina. Þá sé
upplagt að nýta almenningssamgangnakerfið sem nú nái
til Borgarness.
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að
leiðakerfið austur fyrir fjall og upp í Borgarfjörð miðist
við að þjóna því fólki sem fari til vinnu eða skóla á morgn-
ana og heim aftur á kvöldin. Ekki sé hægt að stilla það af
miðað við aðra þætti, eins og rútur úr öðrum landshlutum.
Hræddir við að verða strandaglópar í Borgarnesi
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
YFIRTAKA sveitarfélaganna á Suð-
vesturlandi á sérleyfum í fólksflutn-
ingum hefur stórbætt almennings-
samgöngur á svæðinu frá Borgarnesi
til Selfoss. Ferðum hefur fjölgað og
gjaldskrá lækkað. Möguleikar fólks
aukast á að velja sér búsetu í fjarlæg-
ari byggðakjörnunum en sækja dag-
lega vinnu eða skóla í Reykjavík – og
öfugt.
Fólksflutningar á landi hafa í ára-
tugi grundvallast á akstri sérleyf-
isbifreiða til og frá Reykjavík og milli
staða á landsbyggðinni. Með aukinni
bílaeign og ýmsum breytingum í
þjóðfélaginu hefur smám saman
dregið úr notkun áætlanabif-
reiðanna. Kerfinu hefur verið haldið
gangandi síðustu árin með rík-
isstyrkjum.
Eftir að Hvalfjarðargöngin komu
brutu Akurnesingar upp þetta fyr-
irkomulag. Þeir nýttu sér ákvæði í
lögum um einkaleyfi sveitarfélaga til
almenningssamgangna og féllst ríkið
á að taka leiðina milli Akraness og
Reykjavíkur út úr sérleyfiskerfinu
fyrir þremur árum. Akraneskaup-
staður tók upp samstarf við Strætó
höfuðborgarsvæðisins. Reynslan
varð góð og með betri þjónustu fjölg-
aði mjög farþegum á leiðinni. Í upp-
hafi voru greidd venjuleg strætó-
fargjöld til Akraness á sama tíma og
það kostaði 1.900 krónur með rút-
unni til Borgarness, svo dæmi sé tek-
ið.
Sveitarfélögin taka við
Önnur sveitarfélög á Suðvest-
urlandi tóku mið af reynslu Akurnes-
inga þegar þau nýttu sömu heimild í
lögum og virkjuðu einkaréttinn. Um
áramót bættust Borgarbyggð og
Hvalfjarðarsveit á Vesturlandi í hóp-
inn hjá Stætó og Hveragerði og Sel-
foss á Suðurlandi. Samband sveitar-
félaga á Suðurnesjum tók við
einkaleyfinu fyrir Suðurnesin en fór
aðra leið en hin sveitarfélögin. SSS
samdi við Kynnisferðir og SBK um
að sinna akstrinum áfram en með
samþættingu kerfisins á Suð-
urnesjum, meðal annars við almenn-
ingssamgöngur í Reykjanesbæ og
ýmsan annan akstur á vegum sveit-
arfélaganna. Skapar það möguleika á
aukinni þjónustu.
Samgönguyfirvöld greiða sveit-
arfélögunum þá styrki sem viðkom-
andi sérleyfi höfðu áður en það dugar
skammt. Aukinni þjónustu og lægra
fargjaldi fylgir kostnaður sem fellur
á sveitarfélögin. Þau telja þetta
nauðsynlegt til að styrkja sitt svæði í
samkeppninni um íbúana.
Tilgangurinn er að sögn Páls S.
Brynjarssonar, bæjarstjóra Borg-
arbyggðar, að gera íbúunum kleift að
nota almenningssamgöngur til að
komast daglega til vinnu og skóla í
Reykjavík, sömuleiðis þeim sem búa
á höfuðborgarsvæðinu að sækja
skóla og vinnu í Borgarfirði. Þá sé
þetta hugsað sem kjarabót fyrir
íbúana.
Of snemmt er að átta sig á því
hvernig íbúar í Borgarnesi, Hvera-
gerði og Selfossi taka þessari þjón-
ustu. Hún er aðeins nokkurra daga
gömul og skólarnir nýlega teknir til
starfa eftir jólafrí.
Jóhann Guðmundsson, skrif-
stofustjóri í samgönguráðuneytinu,
segir að þær breytingar sem orðið
hafi með aðkomu sveitarfélaganna í
kringum höfuðborgina að almenn-
ingsvagnakerfinu séu mikið fram-
faraspor. Nú sé þessi þjónusta loks-
ins komin í almennilegt lag.
Skipt í fargjaldasvæði
Til þess að koma þessu breyt-
ingum í kring hefur Strætó komið
upp nýju fargjaldakerfi þar sem
þjónustusvæðinu er skipt upp í gjald-
skrársvæði, sóna. Stakt fargjald til
Selfoss og Borgarness er 1.120 krón-
ur en lægra til Akraness og Hvera-
gerðis. Þeir sem nota strætó reglu-
lega geta keypt sér farmiðaspjöld og
afsláttarkort og þá lækkar gjaldið
verulega, reiknað á hverja ferð.
Þannig samsvarar þriggja mánaða
kort til Borgarness og Selfoss um
400 krónum á ferð, ef það er notað
tvisvar alla virka daga.
Vagnarnir af Vesturlandi og Suð-
urlandi tengjast inn í leiðakerfi
Strætó í Mosfellsbæ og Mjódd.
Suðurnesjakerfið er sjálfstætt en
þar eru einnig boðin afsláttarkort.
Endastöð þess er á BSÍ.
Sveitarfélögin í Eyjafirði og Þing-
eyjarsýslu höfðu einnig hug á að taka
sérleyfin til sín um áramót en af því
varð ekki að sinni.
Gamla kerfið áfram við lýði
Er því gamla sérleyfiskerfið við
lýði úr Borgarfirði hringinn í kring-
um landið og til Árnessýslu. Þar er
boðið upp á lágmarksferðatíðni eins
og verið hefur og fargjöldin hærri en
í almenningssamgöngum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Sérleyfin voru boðin út að nýju á
síðasta ári. Helstu svæðin eru Suður-
land austan Selfoss sem Bílar og fólk
ehf. annast og Norður- og Vest-
urland, sem sama fyrirtæki hefur.
Bílar og fólk annast því tengingar
meginhluta landsbyggðarinnar við
Reykjavík. Minni sérleyfi eru í kring-
um flugvellina á Ísafirði, Akureyri og
Egilsstöðum og milli héraða.
Tiltölulega fáir farþegar nýta ferð-
ir sérleyfishafanna meginhluta árs-
ins. Ferðafólk notar þjónustuna á
sumrin og hjálpar það til við að halda
þessu kerfi gangandi. Kristinn Jón-
asson segir að þjónustan sé mikilvæg
fyrir vissa hópa, eins og unglinga og
eldri borgara, og ekki megi láta hana
drabbast niður. Til þess að þjónustan
verði valkostur en ekki neyðarbrauð
þurfi hún að vera góð.
Sveitarfélögin taka yfir
þjónustuna í kraganum
Aukin aðkoma sveitarfélaganna að fólksflutningum eykur þjónustuna og lækkar gjaldið Suðurnesin
eru með eigið kerfi Gamla sérleyfiskerfið með lágmarksþjónustu áfram við lýði á landsbyggðinni
Í HNOTSKURN
»Vegagerðin greiðir 265milljónir í rekstrarstyrki
til sérleyfishafa í ár, sam-
kvæmt útboði.
»Sveitarfélögin í kringumhöfuðborgina fá 44 millj-
ónir, sömu fjármuni og áður
fóru í sérleyfi á þeirra leiðum.
»Ríkið styrkir rekstur BSÍum 18 milljónir.
! "# $
%
&'%
( '
)*
' %%
+
!
&'
# $
'
'*#
%#
$$
%
'
!
+# "
"
'
'
!' '
, - .
'
/&-
'%
'.
0* &' .
!''
0 &'
!" '
/
!"#
1
2
%'
--*
!
!"
# '
&
$" '
& '
1
*
3
'
$ 4!'
*4'
$4
&
4 4 !
#
2 % '4567
*4 4&4*4"'8
'
Morgunblaðið/Golli
Í strætó Góður tími gefst til íhugunar í strætó á morgnana.