Morgunblaðið - 12.01.2009, Page 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
BARACK Obama, verðandi forseti
Bandaríkjanna, kvaðst ætla að beita
öðrum aðferðum í deilunum við Íran
en gert hefur verið í forsetatíð
George W. Bush.
„Ég tel að Íran verði eitt af erf-
iðustu úrlausnarefnum okkar,“ sagði
Obama í ítarlegu viðtali sem banda-
ríska sjónvarpið ABC sýndi í gær.
Hann varaði við því að ef Íranar
eignuðust kjarnavopn gæti það leitt
til „kjarnavopnakapphlaups í Mið-
Austurlöndum“.
Obama sagði í viðtali við George
Stephanopoulos í þættinum „This
Week“ að hann myndi nálgast deil-
urnar við Íran með öðrum hætti en
stjórn Bush. Hann hét því að leggja
„áherslu á virðingu og vilja til við-
ræðna“, en gera einnig klerkastjórn-
inni ljóst hvar Bandaríkjastjórn setti
mörkin.
Embættismenn saksóttir?
Stjórnvöld í Íran hafa neitað að
verða við kröfu öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna um að hætta að auðga
úran, sem hægt væri að nota í
kjarnavopn, og sagt að markmið
þeirra sé aðeins að nýta kjarnorkuna
í friðsamlegum tilgangi, þ.e. til orku-
framleiðslu. Obama kvaðst einnig
hafa áhyggjur af því að stjórnin í Ír-
an beitti sér fyrir hryðjuverkastarf-
semi með því að styðja íslömsku
samtökin Hamas og Hizbollah.
Obama kvaðst ætla að setja upp
sérstakan starfshóp sem ætti að
beita sér fyrir friði í Mið-Austurlönd-
um. Hann útilokaði ekki að embætt-
ismenn Bush-stjórnarinnar yrðu
sóttir til saka fyrir lögbrot og árétt-
aði að Guantanamo-fangelsinu yrði
lokað. Hann gaf þó til kynna að það
myndi ekki gerast fyrstu hundrað
dagana eftir að hann tekur við for-
setaembættinu 20. þessa mánaðar.
bogi@mbl.is
Boðar nýjar aðferðir gegn Íran
Barack Obama kveðst ætla að leggja „áherslu á virðingu og vilja til viðræðna“ til að afstýra því að Íran
eignist kjarnavopn Segist einnig hafa áhyggjur af stuðningi Írana við Hamas-samtökin og Hizbollah
AP
Stefnan rædd Barack Obama ræðir við sjónvarpsmanninn George Steph-
anopoulos sem var einn af aðalráðgjöfum Bills Clintons í forsetatíð hans.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
MANNSKÆÐUR hernaður Ísraela
á Gaza-svæðinu hefur aukið vinsæld-
ir Hamas og annarra samtaka ísl-
amista í arabalöndum og mörgum
íbúanna ofbýður aðgerðaleysi ráða-
manna þeirra, að sögn arabískra
fréttaskýrenda.
Ísraelsher hefur orðið að minnsta
kosti 875 Palestínumönnum að bana,
þar af minnst 275 börnum, frá því að
hernaðurinn hófst 27. desember. Að
minnsta kosti helmingur þeirra, sem
hafa beðið bana, er úr röðum
óbreyttra borgara.
Á sama tíma hafa aðeins þrettán
Ísraelar fallið, þar af tíu hermenn.
Þótt liðsmenn Hamas séu engin
lömb að leika sér við og hafi stund-
um beitt aðferðum, sem auka lík-
urnar á miklu mannfalli meðal Pal-
estínumanna – meðal annars falið
vopn í moskum, skólum og íbúðar-
húsum – eru þeir í hlutverki lít-
ilmagnans og samúð langflestra,
sem fylgjast með blóðsúthelling-
unum, er með Palestínumönnum.
Hafa tapað áróðursstríðinu
„Ísraelar hafa ekki náð fram öll-
um hernaðarlegum og pólitískum
markmiðum sínum og tapað áróð-
ursstríðinu í fjölmiðlum,“ hefur
fréttastofan AFP eftir Dhia Ras-
hwan, egypskum sérfræðingi í starf-
semi íslamskra hreyfinga.
Hann segir að blóðsúthellingarnar
á Gaza hafi haft svipuð áhrif á al-
menningsálitið og stríðið í Líbanon í
júlí 2006 – þegar Ísraelum mistókst
að ganga milli bols og höfuðs á vopn-
uðum sveitum Hizbollah-hreyfing-
arinnar – og innrásin í Írak sem varð
til þess að íslömskum ofstæk-
ismönnum óx ásmegin.
Rashwan segir að íslamskar
hreyfingar séu nú í fararbroddi í
stjórnarandstöðunni í arabalönd-
unum og auki fylgi sitt meðal al-
mennings á kostnað arabískra þjóð-
ernissinna og frjálslyndra
stjórnarandstæðinga. „Gapið milli
arabískra stjórnvalda og almennings
stækkar stöðugt.“
Ali Fakhrou, aðgerðasinni í Bar-
ein, tekur í sama streng. „Með því að
heyja þetta stríð eru Ísraelar ekki
aðeins að reyna að sigra Hamas,
heldur íslömsku andspyrnuna, sem
bandarísk stjórnvöld og bandamenn
þeirra í ríkisstjórnum arabalanda
óttast, því þeir telja að sigur ísl-
ömsku andspyrnunnar myndi leiða
til grundvallarbreytinga í þessum
heimshluta. Hreyfingar íslamista,
sem spruttu upp í tómarúminu eftir
hugmyndafræðilegt skipbrot arab-
ískra þjóðernissinna og vinstri-
manna, eru þær einu sem geta varið
þennan heimshluta gegn brjál-
æðislegri stefnu stjórnvalda í
Bandaríkjunum og Ísrael,“ hefur
AFP eftir Fakhrou.
Vilja berjast í návígi
Þar sem hernaður Ísraela hefur
verið vatn á myllu Hamas er ólíklegt
að samtökin fallist á vopnahlé í bráð
til að binda enda á blóðsúthelling-
arnar. Talið er að Hamas-menn
reyni að ginna hermenn Ísraela til
að berjast í návígi á götum Gaza-
borgar og auka þannig líkurnar á
verulegu mannfalli í herliði Ísraela.
Óljóst er hvort Ísraelum hefur
tekist að veikja Hamas hern-
aðarlega. Dragist hernaðurinn á
langinn og liggi hundruð Hamas-
manna í valnum er líklegt að til-
tölulega auðvelt verði fyrir samtökin
að fá nýja menn í vopnaða hópa sína,
í ljósi aukinna vinsælda Hamas með-
al Palestínumanna.
Vatn á myllu íslamista
Blóðsúthellingarnar á Gaza-svæðinu hafa orðið til þess að vinsældir íslamskra
hreyfinga hafa aukist á kostnað þjóðernissinna og vinstrimanna í löndum araba
Reuters
Ráðast á börn Jórdanskur piltur horfir í gegnum gat á spjaldi á mótmælafundi í Amman í gær. Á spjaldinu stendur: „Þeir ráðast á börn“.
STJÓRNVÖLD í Ísrael gáfu til
kynna í gær í fyrsta skipti að hern-
aðinum á Gaza kynni senn að
ljúka. „Ályktun öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna veitir okkur ekki
mikið svigrúm,“ sagði aðstoð-
arvarnarmálaráðherra Ísraels,
Matan Vilnai. „Svo virðist því sem
við séum nálægt því að ljúka land-
hernaðinum og öllum aðgerð-
unum.“
Ehud Olmert forsætisráðherra
sagði að Ísraelar væru nær því að
ná markmiðum sínum en halda
þyrfti hernaðinum áfram um sinn.
Dagblöð í Ísrael segja að ágrein-
ingur sé milli Ehuds Baraks varn-
armálaráðherra og Tzipi Livni ut-
anríkisráðherra í málinu. Livni vilji
ganga lengra en Barak í hern-
aðinum til að reyna að fella stjórn
Hamas á Gaza.
Livni og Barak sögð deila um hernaðinn
HARRY Breta-
prins baðst í
gær afsökunar á
að hafa notað
orð, sem þykir
niðrandi og
hlaðið kynþátta-
fordómum, um
pakistanskan vin
sinn í breska
hernum fyrir
þremur árum þegar hann gegndi
herþjónustu. Æsifréttablað hafði
birt myndbandsupptöku þar sem
prinsinn notaði orðið „Paki“, sem
þykir niðrandi og hefur verið not-
að um Pakistana og aðra Suður-
Asíubúa. Talsmaður prinsins sagði
hann gera sér grein fyrir því að
orðið væri niðrandi, en hann hefði
ekki haft neitt illt í huga og ekki
ætlað að móðga vin sinn.
Stjórnmálamenn á borð við
David Cameron, leiðtoga íhalds-
manna, höfðu gagnrýnt prinsinn
fyrir ummælin. Leiðtogi samtaka
ungra múslíma í Bretlandi for-
dæmdi ummælin, sagði þau óverj-
andi, og lýsti prinsinum sem
„þorpara“.
Prinsinn sætti einnig harðri
gagnrýni fyrir fjórum árum fyrir
að klæðast nasistabúningi í afmæl-
isveislu vinar síns. bogi@mbl.is
Harry biðst
afsökunar
Harry prins
HÓPAR eftirlitsmanna á vegum
Evrópusambandsins voru í gær til-
búnir til að hefja eftirlit í Úkraínu
með gasflæðinu í leiðslum sem not-
aðar eru til að flytja jarðgas frá
Rússlandi til ESB-landa. Gasflutn-
ingarnir hófust þó ekki að nýju
vegna deilu um samning Úkra-
ínumanna og Rússa um eftirlit með
gasleiðslunum.
Rússar neituðu að hefja gasflutn-
ingana, sem stöðvuðst á miðviku-
dag, og sögðu ástæðuna þá að
Úkraínumenn hefðu ógilt samning-
inn. Úkraínumenn höfðu undirritað
samninginn en síðan gefið út yf-
irlýsingu sem þeir sögðu fylgja
honum.
Framkvæmdastjórn ESB sagði
að yfirlýsingin breytti ekki samn-
ingnum. Dmítrí Medvedev, forseti
Rússlands, sagði hins vegar að
samningurinn væri ógildur nema
Úkraínumenn drægju yfirlýs-
inguna til baka. Ráðgjafi forseta
Úkraínu í orkumálum sagði að yf-
irlýsingin væri aðeins útskýring á
afstöðu Úkraínumanna.
Rússar hættu að selja Úkra-
ínumönnum gas um áramótin
vegna verðdeilu og skrúfuðu seinna
fyrir gasið til ESB-landanna. Þeir
sökuðu Úkraínumenn um að hafa
stolið gasi sem ætlað var ESB-
löndum. bogi@mbl.is
Rússar segja
gassamning
ógildan