Morgunblaðið - 12.01.2009, Qupperneq 19
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthorg@gmail.com
STUNDUM er sagt að tíminn gangi í
hringi, að sagan endurtaki sig. Þetta
á við um Kent Lárus Björnsson, sem
öðlaðist íslenskt ríkisfang í desember
sl., en langafar og -ömmur hans fluttu
til Kanada frá Íslandi á árunum 1876
til 1905.
Til Íslands fyrir um 30 árum
Kent ólst upp í Fraserwood í Mani-
toba, fámennu þorpi skammt vestan
við Gimli, þar sem fjölskyldan rak
mjólkurbú. Sumarið 1979 fór fjöl-
skyldan í heimsókn til Íslands en ein-
hver varð að vera eftir á búinu og féll
það í hlut Kents. Í staðinn ákvað hann
að fara á sömu slóðir um haustið og
vera lengur. Hann vann á prjónastofu
á Blönduósi um veturinn og hélt síðan
til Grindavíkur þar sem hann starfaði
í frystihúsi áður en hann hélt aftur til
Kanada sumarið 1980. Eftir nám við
Manitoba-háskóla um veturinn fór
hann til Íslands og að þessu sinni lá
leiðin í frystihús á Djúpavogi. Þar
starfaði hann í hópi fjögurra ung-
menna frá Manitoba um veturinn en
skellti sér síðan á sjóinn frá Höfn áð-
ur en hann hélt enn á ný vestur til að
ljúka BA-prófi í stjórnmálafræði og
íslensku. Um árabil starfaði hann
sem flutningabílstjóri og ók um Mani-
toba, Saskatchewan og Alberta,
keyrði um 25 þúsund kílómetra á
mánuði að meðaltali og lét sig dreyma
um Ísland.
„Ég kem úr miklu fámenni og það
var mikil breyting að fara fyrst frá
Gimli til Íslands og svo þaðan til
Winnipeg haustið 1980,“ rifjar Kent
upp. „Ég fann mig engan veginn í
Winnipeg um veturinn og var þeirri
stund fegnastur þegar ég fór aftur til
Íslands. Að sama skapi var ég tilbú-
inn að flytja aftur til Kanada að ári,
en hugurinn var samt alltaf á Ís-
landi.“
Skemmtilegt líf
Tæplega 20 árum síðar varð
draumurinn að veruleika og síðan síð-
sumars 2001 hefur Kent starfað sem
tækjavörður og annast tölvuumsjón
við Menntaskólann við Hamrahlíð.
„Svavar Gestsson var aðalræð-
ismaður Íslands í Winnipeg og hann
aðstoðaði mig við að sækja um störf á
Íslandi,“ segir Kent um skiptin.
Kent segir líf sitt skemmtilegra
eftir að hann flutti til Íslands. „Í Kan-
ada var ég alltaf í vinnunni, var nán-
ast aldrei heima og átti aldrei frí.
Undanfarin sjö ár hef ég ferðast mun
meira en öll árin þar á undan og lokið
námi í leiðsögn auk þess sem ég lýk
kennsluréttindanámi frá Háskóla Ís-
lands í vor. Ég starfa sem leið-
sögumaður á Íslandi og í Norður-
Ameríku í frítímanum, keyri rútur og
hitti móður mína mun oftar en þegar
við áttum sama lögheimili.“
Stjórnmálin heilla
En hvers vegna sóttist Kent eftir
íslensku ríkisfangi? „Til að ég megi
kjósa til Alþingis,“ svarar hann að
bragði. „Hingað til er það það eina
sem ég hef ekki mátt gera á Íslandi.
Ég kaus í síðustu sveitarstjórn-
arkosningum og næst eru það alþing-
iskosningar. Til þessa hef ég verið
mikill sjálfstæðismaður en í kjölfar
bankahrunsins hafa runnið á mig
tvær grímur. Ég hef áhuga á að taka
Hringnum loks lokað
Morgunblaðið/Steinþór
Íslendingur Kent Lárus Björnsson með ríkisfangsbréfið sem staðfestir að hann hafi öðlast íslenskt ríkisfang 17.
desember 2008. Hann kom fyrst til Íslands fyrir um 30 árum og hefur búið og starfað hérlendis síðan 2001.
Tækjavörðurinn Kent Lárus Björnsson, stjórnmálafræðingur og
fyrrverandi flutningabílstjóri á sléttum Kanada, öðlaðist íslenskt rík-
isfang rúmri öld eftir að forfeður hans fluttu frá landinu til Kanada
Í HNOTSKURN
» Langafar og langömmurKents Lárusar Björns-
sonar bjuggu víða á Íslandi,
meðal annars í Skagafirði, á
Hvammstanga, í Ölfusi og
Rangárvallasýslu, en fluttu
vestur á árunum 1876-1905.
Einn langafi hans fæddist þó í
Manitoba.
»Valdine Deanne Thor-bjorg Geirholm, móðir
Kents, býr á Gimli, en faðir
hans, Richard Lorne Tomas
Bjornsson, féll frá 2005.
meiri þátt í í íslensku stjórnmálstarfi
en hingað til og kannski sný ég mér
að flokki Sturlu Jónssonar. Mér renn-
ur blóðið til skyldunnar sem gamall
flutningabílstjóri.“
Kent nefnir einnig að íslenskt rík-
isfang opni sér dyr til Evrópu. „Hér
bý ég og hef ekki hugsað mér annað í
framtíðinni, en íslenskt ríkisfang eyk-
ur líka möguleika mína á að fá vinnu
annars staðar í Evrópu, detti mér í
hug að kanna heiminn frekar á því
sviði. Það er ekki á dagskrá en enginn
veit sína ævina fyrr en öll er.“
ÁRLEG Íslendingadagshátíð á
Gimli fyrstu helgina í ágúst er fjöl-
sóttasta hátíðin í Manitoba en
mörg undanfarin ár hafa um 40 til
60 þúsund manns sótt skemmt-
unina. Víkingar hafa oft sett svip á
hátíðina og Kent Lárus Björnsson
hefur gjarnan verið í þeim hópi.
Þegar Einherjar, félag í Reykjavík
um bardagalist og menningu vík-
inga (einherjar.is), var stofnað í
mars í fyrra var Kent á meðal
stofnfélaga og hann hefur tekið
virkan þátt í starfseminni síðan,
meðal annars staðið heiðursvörð á
Kanadadegi og menningarnótt og
tekið þátt í víkingahátíðinni í Ced-
inya í Póllandi.
Víkingur frá Kanada af víkingaættum
Morgunblaðið/Steinþór
Víkingur Stefnan á Gimi.
Daglegt líf 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
Áramótin gengu vel fyrir sig. Norð-
firðingar kvöddu gamla árið með
nokkuð hefðbundnum hætti. Þó varð
sú breyting á að brennan og flug-
eldasýningin var færð rétt upp fyrir
við bæinn. Undanfarna áratugi hef-
ur brennan verið inni á Sandinum
svokallaða sem hefur þýtt að íbúar
hafa þurft að keyra til brennu. Nú
gátu flestir hins vegar gengið og
mæltist það einstaklega vel fyrir,
enda blíðskaparveður þetta síðasta
kvöld ársins. Þá varð brennan einnig
vistvænni þar sem engin olía var
notuð. Venjan er að ungir og oft fá-
klæddir karlmenn skvetti olíu á eld-
inn. Með nýju fyrirkomulagi var
ekki laust við að menn kæmust nær
ylnum fyrir vikið. Einhverjir sökn-
uðu þó hinna fáklæddu og olíubornu
manna.
Óvissa um Norðfjarðargöng hefur
aukist óþægilega mikið undanfarna
daga og er um lítið annað rætt í bæj-
arfélaginu. Sú óstaðfesta frétt kvis-
aðist út að göngin væru hluti af nið-
urskurðarpakkanum í Vegamálum. Í
Fjarðabyggð gætti nokkurrar bjart-
sýni, enda færði bæjarstýra þær
upplýsingar á bæjarstjórnarfundi
fyrir jól frá samgönguráðherra að
Norðfjarðargöng væru ekki líkleg til
að lenda undir hnífinn. Metaðsókn
var á kynningarfund vegna mats á
umhverfisáhrifum Norðfjarð-
arganga sem Vegagerðin stóð fyrir í
vikunni og er það til marks um
áhuga íbúa á framkvæmdinni, en
þeir telja sig í tvígang hafa sam-
þykkt sameiningu í Fjarðabyggð,
þar sem megingulrótin var ný göng
milli þéttbýliskjarnanna.
Óvissa um loðnuna er líka mikil.
Beðið er niðurstöðu úr loðnuleitinni.
Góðar lóðningar hafa fundist og vek-
ur það mönnum bjartsýni um sæmi-
legan kvóta. Fyrir áramótin stóð
Síldarvinnslan fyrir fræðslufundi
um uppsjávarrannsóknir og var það
fróðlegur og vel sóttur fundur. Þor-
steinn Sigurðsson hjá
Hafrannsóknastofnun ræddi hin
ýmsu mál, m.a. hina skelfilegu sýk-
ingu í síldinni og loðnuleit. Í máli
hans kom fram að vertíðin 2010-2011
gæti orðið góð loðnuvertíð, en mikið
af loðnuseiðum hefur fundist á kunn-
uglegum slóðum eftir undarleg
loðnuár á þessari öld. Ekki er þó
beint samhengi á milli seiðafjölda og
hrygningarstofns.
Óvissa um snjóflóðamannvirkin í
Tröllagili verður vonandi til lykta
leidd þann 22. janúar n.k. þegar til-
boð í framkvæmdina verða opnuð.
Vegna ástandsins í haust var því í
tvígang frestað. Mönnum er mikið í
mun að þær framkvæmdir hefjist,
en þeim hefur verið frestað áður
vegna uppgangs í samfélaginu. Nú
velta menn fyrir sér hvort þeim
verður frestað vegna niðursveiflu.
Þrátt fyrir alla óvissuna gætir nokk-
urrar jákvæðni í samfélaginu, hús
hafa verið að seljast, ungt fjöl-
skyldufólk flytur í bæinn og ekki
hafa margir misst vinnu. Enn sem
komið er að minnsta kosti. Fram-
undan eru hátíðir að heiðnum sið þar
sem þorra verður blótað. Sveitablót-
ið, sem nú er haldið í þorpinu, er allt-
af fyrsta laugardag í þorra. Annan
laugardag í þorra stíga svo þeir fóst-
bræður og eilífðarkommar Guð-
mundur Bjarnason og Smári Geirs-
son fram ásamt fríðu föruneyti og
skemmta á Kommablóti.
Þá líður senn að því að sú gula láti
sjá sig á ný. Hún skríður upp fyrir
fjallatinda og lýsir upp híbýli og sál-
artetur mannanna. Fyrst yst í bæn-
um og svo fikrar hún sig innar. Kom-
unni verður fagnað um allan bæ með
gómsætum sólarpönnukökum. Í
leikskólanum stíga börnin sólardans.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Vetrarríki Snjór hylur jörð við Norðfjörð og brátt fer að sjást til sólar.
NESKAUPSTAÐUR
Kristín Ágústsdóttir fréttaritari
ÚR VESTURHEIMI