Morgunblaðið - 12.01.2009, Síða 32
32 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
HRAFNHILDUR Hagalín Guð-
mundsdóttir leikskáld hefur samið
sex einþáttunga fyrir Útvarpsleik-
húsið. Í aðalhlutverkum verða
nokkrir ástsælustu leikarar þjóð-
arinnar af elstu kynslóð, sumir
komnir á níræðisaldur.
„Þetta eru sex einþáttungar um
20 mínútur að lengd hver. Upphafið
var það að Viðar Eggertsson [út-
varpsleikhússtjóri] spurði mig hvort
ég hefði áhuga á að skrifa útvarps-
verk. Á þeim tíma var ég að skrifa
smásögur og sá í kjölfarið leið til að
breyta nokkrum þeirra í útvarps-
verk. Mig hafði dreymt um það
lengi að skrifa verk fyrir eldri leik-
ara og sumar af smásögunum voru
um eldra fólk. Ég bar hugmyndina
undir Viðar og honum leist vel á.
Upphaflega voru þetta eintöl en
smám saman bættust aðrar persón-
ur við.“
Hrafnhildur segir að sér hafi ekki
fundist þessum leikurum nægilega
hampað í seinni tíð. „Þetta er fólk
með gífurlega reynslu og ástsælir
leikarar sem allir vilja sjá og heyra
í. Á undanförnum árum hefur yngra
fólki frekar verið haldið á loft, og
það er ágætt út af fyrir sig. Það má
þó ekki gleyma reynsluboltunum.“
Þekkir þessa kynslóð mjög vel
Þar sem verkin fengu sitt fyrsta
líf í smásagnaforminu var Hrafn-
hildur ekki að hugsa um leikara til
að byrja með, en þegar hún hóf að
breyta prósanum í leiktexta breytt-
ist það. „Ég þekki þessa elstu kyn-
slóð leikara mjög vel, og ég fór mjög
fljótlega að sjá hver ætti að gera
hvað, og gat þá haft það í huga.
Leikararnir hafa tekið þessu vel og
ég held að þeim þyki gaman.“
Einsemdin er rauður þráður
Rauði þráðurinn í einþáttungunum
eru einfarar, og það er um leið titill
heildarverksins. „Þetta er fólk sem
er á einn eða annan hátt eitt eða býr
í einangruðum heimi, hvort sem það
hefur valið sér það sjálft eða að það
hafi atvikast þannig. Þetta þema
tengir verkin saman.“
Hrafnhildur kveðst hafa viljað
hafa verkin að minnsta kosti tíu, en
það var ekki hægt í ljósi aðstæðna
hjá Útvarpinu. „Ég bæti kannski
fleiri einþáttungum við síðar. Það
hefði líka verið gaman að hafa fleiri
leikara með – ég hefði viljað hafa þá
fleiri. Það eru ekki margir leikarar
sem eru komnir yfir áttrætt og ég
hefði viljað hafa þá alla með.“
Unun að hlusta á þau
Upptökur á verkunum hófust á
þriðjudaginn. „Þetta fer mjög vel af
stað. Þau eru svo flink að það þarf
nánast ekkert að segja þeim til.
Þetta fólk er búið að vinna í útvarpi
alla sína tíð, og það er unun að
vinna með þeim og hlusta á þau.“
Hrafnhildur segir það talsvert
öðruvísi að skrifa fyrir útvarp en
fyrir leiksvið, jafnvel þótt horft sé
framhjá sjónræna þættinum. „Það
er allt öðruvísi. Maður þarf að hafa
það í huga að fólk sér ekki – það
heyrir bara. Þess vegna er ýmislegt
í atburðarásinni sem þarf að gefa
til kynna með hljóðum í stað þess
sjónræna. Það var fróðlegt fyrir
mig að sjá hvernig þetta virkar og
við það að vinna með þetta form
spruttu fram ýmsar hugmyndir.
Eitt verkið er til dæmis um eldri
konu sem býr ein í húsi fyrir vest-
an. Til að gera það lifandi fyrir út-
varp lét ég konuna vera í viðtali og
dagskrárgerðarkonan spólar á milli
þeirra mismunandi upptaka sem
hún hefur gert með konunni. Það
eru ýmis svoleiðis fiff sem geta gert
svona verk meira lifandi.“
Áætlað var að frumflytja einþátt-
ungana í vor, en líklegt er að frum-
flutningi verði frestað til hausts.
Ástsælir reynsluboltar
Morgunblaðið/RAX
Einfarar Leikarahópurinn á góðri stundu. Erlingur Gíslason, Árni Tryggva-
son, Róbert Arnfinnsson, Bryndís Pétursdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir. Í
efri röð eru Viðar Eggertsson Útvarpsleikhússtjóri, skáldið, Hrafnhildur
Hagalín, Eva María Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Steindór Hjörleifsson,
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Jóhann Sigurðarson.
Útvarpsleikhúsið
hljóðritar sex ein-
þáttunga eftir
Hrafnhildi Hagalín
HIN árlega og æsispennandi
spurningakeppni framhalds-
skólanna, eða Gettu betur,
hefst á Rás 2 í kvöld. Í þessari
fyrstu umferð eru þrjár stuttar
viðureignir á hverju virku
kvöldi fram að mánudaginn
næsta. Keppnin hefst kl. 19:30
í kvöld en eftir hana hafa þrír
skólar komið sér áfram í aðra
umferð er fer einnig fram í út-
varpinu.
Davíð Þór Jónsson er dómari en hann sér einn-
ig um að semja allar spurningarnar. Eva María
Jónsdóttir er spyrill að þessu sinni, bæði í útvarp-
inu sem og sjónvarpinu þegar þar að kemur.
Útvarp
Spurningakeppni
framhaldsskólanna
Davíð Þór
Jónsson
Í GÆR opnaði Hanna Hlíf
Bjarnadóttir sýninguna Heima
er best í Kunstraum Wo-
hnraum á Akureyri.
Hanna Hlíf hefur gert verk
sérstaklega fyrir þessa sýn-
ingu er tekur á missamræmi
þess er birtist í fjölmiðlum og
gerist í raunveruleikanum.
Hanna Hlíf lærði snyrtifræði
í London, húsgagnasmíði í Iðn-
skólanum og svo stundaði svo
myndlistarnám við Myndlistarskólann á Ak-
ureyri. Sýningin stendur til 1. mars í Ásabyggð 2.
Þar sem sýningin er í heimahúsi er opnunartími
eftir samkomulagi.
Myndlist
Hanna Hlíf sýnir
Heima er best
Eitt af verkum
Hönnu
ERLA Ásmundsóttir opnar á
morgun málverkasýningu í
menningarsal á Hrafnistu í
Hafnafirði. Erla er fædd í
Reykjavík árið 1931 og færir út
kvíarnar með þessari sýningu
sinni því fram til þessa hefur
hún lengi fengist við postulíns-
málun.
Hún lærði í 10 ár hjá Sigurey
Finnbogadóttur en hefur síð-
astliðin 2 ár sótt myndlist-
arnámskeið í Gerðubergi undir góðri handleiðslu
Nönnu Baldursdóttur.
Sýningin opnar kl. 14 á morgun og stendur yfir
til 2. mars. Aðgangur er ókeypis.
Myndlist
Myndlist á Hrafn-
istu Hafnafirði
Hrafnista í
Hafnafirði
NÚ hefur komið í ljós að teikningar
eftir Leonardo da Vinci sem eru nú
til sýningar á þjóðarbókasafni Wales
voru geymdar í
manngerðum
helli yfir seinni
heimstyrjöldina.
Talið hafði verið
að 10 teikningar á
sýningunni hefðu
aldrei komið á
bókasafnið í Abe-
rystwyth áður en
nú hefur verið
uppljóstrað að
þær voru geymd-
ar í helli undir bókasafninu til
margra ára til að verja þær fyrir
sprengjuárásum í seinni heimstyrj-
öldinni. Þau eru nú hluti af sýningu
er var sett upp til að fagna 60 ára af-
mæli Karls Bretaprins.
Í hellinum voru varðveitt ým-
iskonar verk er þóttu of verðmæt til
að glatast í stríðinu. Þar á meðal má
nefna Saxon annálanna, fræg verk
Wycliffe og Chaucer og stórt safn af
þekktum kolarteikningum, þar á
meðal Magna Carta. Þar voru einnig
geymd bréf skrifuð af Sir Francis
Drake, Francis Bacon og Oliver
Cromwell.
Þjóðarbókhlaðan í Wales Verkin
eru nú til sýningar í safninu.
Verk da
Vinci falin
í helli
Vernduð undir
bókasafni í Wales
Leonardo da Vinci
Sjálfsmynd
EIN ástsælasta persóna barnabóka
síðustu aldar, Bangsímon (eða Win-
nie the Pooh eins og hann heitir á
ensku), hefur verið endurlífguð,
áttatíu árum eftir að sögurnar um
hann birtust fyrst á prenti.
Bangsímon er hugarfóstur A. A.
Milne og teiknarans E. H. Shepard
og hafa eftirlifandi ættingjar þeirra
samþykkt nýja bók er kemur út von
bráðar. Nýja bókin heitir The
Hundred Acre Wood og er skrifuð
af David Benedictus og teiknuð af
Mark Burgess.
Bangsímon
snýr aftur
Þeir elstu:
Árni Tryggvason, Karl Guð-
mundsson, Róbert Arnfinnsson,
Herdís Þorvaldsdóttir, Steindór
Hjörleifsson og Bryndís Péturs-
dóttir.
Yngri:
Þóra Friðriksdóttir, Margrét
Ólafsdóttir, Kristbjörg Kjeld og
Erlingur Gíslason.
Enn yngri:
Guðrún S. Gísladóttir, Jóhann
Sigurðarson, Arnbjörg Hlíf Vals-
dóttir, Stefán Jónsson, Björn
Thors, Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Davíð Guðbrandsson og
Arndís Hrönn Egilsdóttir.
Og einnig:
Eva María Jónsdóttir dag-
skrárgerðarkona og tvær ungar
stúlkur, Unnur Birna Jónsdóttir
og Sigríður Hagalín Péturs-
dóttir.
Unun að hlusta á þau
Friðrik heldur sig jafn-
an í réttri nálægð/
fjarlægð við viðfangsefnið
[...] í eftirminnilegri bar-
áttusögu Kela og kraftaverk-
inu sem hann upplifir.34
»
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
VILHELM Anton Jónsson, eða Villi Naglbít-
ur, eins og hann er oft kallaður leggur nú
drög að heljarinnar tónleikarferð um
Skandinavíu með hljómsveit sína 200.000
naglbíta og Lúðrasveit verkalýðsins en sam-
an gáfu sveitirnar út vel heppnaða plötu
fyrir jól. Lúðrasveitin ein og sér telur um
sextíu manns og því er ljóst af þeirri einu
staðreynd að um mikið verkefni er að ræða.
„Þetta er nú bara á hugmyndastiginu eins
og er,“ segir Villi sem þó er byrjaður að
leita eftir tónleikastöðum í Skandinavíu.
Mest langar hann að finna gömul leikhús
eða óperuhús í helstu borgum norður-
landanna til þess að leika í. „Ég ætla að
gera þetta vel og almennilega eða gera
þetta ekki. Það eru allir reiðubúnir til þess
að gera þetta og tilbúnir að leggja á sig
sína vinnu fyrir þetta. Núna er ég bara í því
að byrja að skoða við hverja sé best að tala
og sjá hverjir geta hjálpað manni. Okkur
langar alla að fara og við ætlum að reyna
það.“
Sveitirnar héldu tvenna vel heppnaða tón-
leika fyrir jól. Fyrst í Íþróttahöllinni á Ak-
ureyri og svo í Íslensku óperunni í Reykja-
vík. Plata þeirra, þar sem er að finna gömul
lög Naglbítanna útsett með lúðrasveitinni,
seldist vel fyrir jól.
200.063 naglbítar til Skandinavíu?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Naglbítarnir með lúðrasveitinni Myndin var tekin á vel heppnuðum tónleikum sveitanna í
Íþróttahöllinni á Akureyri en það var nægilega flókin framkvæmd að koma öllum þangað.