Morgunblaðið - 12.01.2009, Qupperneq 37
Jolie berst fyrir barninu Sex barna móðirin Angelina Jolie hefur eflaust ekki átt í vandræðum með að finna móð-
ureðlið hjá sér fyrir hlutverkið. Sæbjörn spáir henni Óskarstilnefningu en finnst hún þó ekki rétt í hlutverkið.
MEÐ aldrinum hefur gamli harð-
jaxlinn hann Clint Eastwood, tekið
ótrúlegum framförum sem leikstjóri
og verið í framvarðarsveitinni um
árabil. Kúrekar og lögguhrottar hafa
vikið fyrir gagnrýnum og grimmum
ádeilum sem risu hæst í Mystic River
og Letters From Iwo Jima, frekar en
Óskarsverðlaunamyndinni Million
Dollar Baby. Eastwood, sem á ár í
áttrætt, sýnir engin ellimörk og hef-
ur rutt frá sér myndum.
Changeling er byggð á sönnum at-
burðum, viðbjóðslegum fjöldamorð-
um sem voru framin á ungum
drengjum í Kaliforníu á 3. áratugn-
um. Aðalpersónan í hrottalegum
harmleik er Christine Collins (Jolie),
einstæð móðir og símamær sem
hugsar vel um drenginn sinn, hinn
tíu ára gamla Walter (Griffith).
Henni bregður því brún þegar hún
kemur dag einn úr vinnunni og hann
er gjörsamlega týndur og tröllum
gefinn. Christine leitar til lögregl-
unnar sem sýnir málinu lítinn áhuga.
Það mjakast ekki úr sporunum í
höndum lögreglunnar sem hefur ver-
ið gagnrýnd fyrir spillingu og hefur
presturinn Gustav Briegleb (Malko-
vich), verið ómyrkastur í máli í pre-
dikunum sínum í útvarpi. Í marga
mánuði finnst engin vísbending um
hvað hefur orðið af Walter litla og
lögreglan liggur undir ámæli. Eink-
um lögreglustjórinn (Feore), og gjör-
spillt handbendi hans, kapteinn Jon-
es (Donovan). Yfirvöldin grípa því
fegins hendi pilt sem gefur sig fram í
Miðríkjunum og segist vera Walter.
Það er skammvinn gleði fyrir
Christine, sem sér það samstundis að
brögð eru í tafli, drengurinn líkist
ekki syni hennar á nokkurn hátt, en
lögreglan neitar að hlusta, er meira í
mun að hreykja sér af fundinum og
flytur hana loks á geðdeild til að
þagga niður í henni. Einkum fyrir at-
beina baráttumannsins séra Briegleb
og harðfylgi lögreglumannsins Yb-
arra (Kelly), tekst að leysa Christine
úr haldi og hafa uppi á fjöldamorð-
ingjanum Gordon Northcott (Jason
Butler Harner), sem reynist hafa um
20 mannslíf á samviskunni. Öll eru
fórnarlömbin ung að árum. Er Wal-
ter þeirra á meðal eða á hann eftir að
koma fram?
Changeling gengur út á þessar
spurningar sem gefa Christine engin
grið. Hlutverkið er blæbrigðaríkt og
sjálfsagt fær Jolie Óskarsverðlauna-
tilnefningu fyrir vikið. Vandinn er
hinsvegar sá að Christine er einsleit
og yfirmáta döpur og Jolie nær að
auki litlum tökum á sorg hennar, er
ósannfærandi og ekki bætir úr skák
að glamúrímynd leikkonunnar grúfir
ónotalega yfir persónunni. East-
wood, sem er alla jafna hittinn á rétta
leikara í hlutverkin og laginn við að
ná því besta fram hjá þeim, hefur að
þessu sinni valið kolranga leikkonu.
Hugsið ykkur Million Dollar Baby
með Jolie í stað Hillary Swank, þá er
hætt við að Eastwood og aðal-
leikkonan hefðu misst af verðlauna-
súpunni.
Á hinn bóginn er útlit mynd-
arinnar óaðfinnanlegt, lög-
reglumennirnir eru trúverðugir en
Malkovich sjálfum sér líkur. Harper
ber af öðrum í hlutverki geðsjúks
morðingjans. Eastwood hefur oftast
gert betur í seinni tíð, Changeling er
engu að síður athyglisverð, myrk og
grimm og segir átakanlega sögu af
ægilegu máli, snaróðum glæpa-
manni, gjörspilltum lögreglumönn-
um og syrgjandi móður sem gefur
aldrei vonina upp á bátinn. Það er
skylda aðdáenda gamla, mikilhæfa
Eastwoods að sjá hana, en ég hef á
tilfinningunni að þeir verði mun sælli
með næstu mynd leikstjórans, Gran
Torino, þar sem garpurinn gengur á
milli bols og höfuðs á skítseiðum
stórborgarinnar, að hætti Dirty
Harry.
Skuggsýnt í myrkviðnum
KVIKMYND
Sambíóin, Laugarásbíó
Leikstjóri: Clint Eastwood . Aðalleik-
arar:. Angelina Jolie, John Malkovich,
Jeffrey Donovan, Michael Kelly, Colm
Feore. 140 mín. Bandaríkin. 2008.
Changeling bbbnn
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2009
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
„..BESTA DISNEY
-TEIKNIMYNDIN
Í ÁRARAÐIR“
L.I.B. – FBL.
SÝND MEÐ Í
SLENSKU
OG ENSKU
TALI
KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SVALASTA MYND ÁRSINS
FILMCRITIC.COM
FRANK MILLER KEMUR HÉR MEÐ OFUR-SVALA SPENNUMYND BYGGÐA Á
„HASARBLAÐA”SÖGU WILL EISNER. DÚNDUR MYND Í ANDA „SIN CITY”.
SÝND Í ÁLFABAKKA,
THE CHANGELING kl. 6 - 9 B.i. 7 ára
BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
YES MAN kl. 8 B.i. 7 ára
THE SPIRIT kl. 10 B.i. 12 ára
ROCKNROLLA kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára
YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára
CITY OF EMBER kl. 8 B.i. 7 ára
APPALOOSA kl. 10:20 B.i. 16 ára
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
EIN STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÞESSU ÁRI Í USA
MYNDIN SEM GERÐI ALLT BRJÁLAÐ Í USA
EMPIRE
SÝND Í ÁLFABAKKA
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM TOM HANKS
KEMUR STÓRKOSTLEG
ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA Í ANDA THE GOONIES.
TIL AÐ VERÐA FRJÁLS ÞURFA
ÞAU AÐ KOMAST AÐ 200 ÁRA
GÖMLU LEYNDARMÁLI.
OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA
Helga Þórsdóttir og Hildur Bjarnadóttir.
Thor Vilhjálmsson og listamaðurinn
sjálfur Halldór Ásgeirsson.
Pétur Magnússon og Jóakim.
Magnús Skúlason og
Einar Guðjónsson.
» Á föstudag opn-aði myndlist-
armaðurinn Hall-
dór Ásgeirsson
sýningu í Gall-
ery Turpent-
ine á Skóla-
vörðustíg
við mikinn
fögnuð.
Torfi Þórhallsson
og Sigríður Helga
Hauksdóttir.
FRÁ því að leikkonan Angelina Jol-
ie vann Óskarsverðlaunin fyrir
kvikmyndina Girl, Interrupted árið
2000 hefur verið fátt um fína
drætti hjá henni. Í stað þess að
sökkva sér alfarið í alvarlegri hlut-
verk í kjölfar verðlaunanna hellti
hún sér í hasarmyndirnar. Helst
ber þar að nefna Tomb Raider, Mr.
and Mrs. Smith og nú síðast Wan-
ted þar sem hún lék þjálfaðan
morðingja. Auk þess hefur hún tal-
að inn á fjölda teiknimynda, nú
síðast Kung Fu Panda.
Hún virðist þó vera að færa sig
aftur í dramatísku hlutverkin en í
fyrra var hún tilnefnd til Golden
Globe verðlaunanna í fyrra fyrir
leik sinn í myndinni A Mighty He-
art. Hún er einnig tilnefnd í ár til
verðlaunanna fyrir leik sinn í
Changeling.
Endurkoma Jolie?
Sæbjörn Valdimarsson