Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 En hinir raunverulegu glæpamenn, þeir leika lausum hala. Hvað um gegndarlausa græðgi þeirra auðmanna, sem léku þann leik að sigla á falskri viðskiptavild. Þorpara sem hafa búið til siðlausa svikamillu til að græða milljarða. ’Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð-arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins FYRIR suma hægrimenn er svo- kölluð nýfrjálshyggja næstum trú- aratriði og það með að vel rekin fyr- irtæki eigi að lifa af þegar kreppir að, en illa rekin fyrirtæki megi þá fara á hausinn. En málið er ekki svona einfalt. Fyrir þjóð eins og Ís- lendinga er það ekki forsvaranlegt að taka ákvarðanir á grundvelli ein- hverra óljósra kenninga eða reiði út í einhverja menn eða fyrirtæki. Hér skiptir miklu að skilja aðalatriði frá aukaatriðum. Meðal aðalatriða gæti hér verið að koma bankakerfinu sem fyrst í starfhæft ástand, lækka vexti, bæta regluverk fjár- málastarfsemi og Alþingis og styrkja efnahagslífið al- mennt. Í samanburði við þetta getur eltingarleikur við útrásarvíkinga beðið svolítið. Hvað sem annars má segja um kapítalismann þá leiðir hann samt oft til þess að fjármagn leitar þangað sem það ávaxtast best. Þetta er meðal annars ástæð- an fyrir því að við höfum undanfarin ár búið við meiri velmegun en margar aðrar þjóðir. En því aðeins færir þetta kerfi okkur raunverulega velmegun að því séu settar ákveðnar skynsamlegar skorður. Því miður hefur þetta ekki verið raunin hér á landi undanfarin ár og þess vegna stöndum við í núverandi sporum. Nútímaþjóðfélag, hvar í heiminum sem er, krefst ákveðins regluverks eða skipulags, sem er nógu öfl- ugt til að halda þróun innan skynsamlegra marka, ef vel á að fara. Ríkisstjórn Íslands gat ekki látið bankana fara á hausinn. Til þess erum við sem þjóð alltof háð láns- fjármagni og utanríkisverslun. Íslensk fyrirtæki og fjölskyldur geta heldur ekki tórað marga mánuði í viðbót í núverandi lánsfjár- og vaxtaumhverfi. Þegar þessir aðilar eru komnir í þrot getur líka verið erfitt að reisa þá við aftur. Svolítil sagnfræði getur hjálpað okkur til að átta okkur á núverandi ástandi og sjá það í samhengi við það sem á undan er gengið. Ágætt sögulegt yfirlit um þessi mál er að finna í nýlegri bók eftir skoska sagnfræðinginn Niall Fergu- son „The Ascent of Money“. Þar rekur hann þróun fjármálastarfsemi frá upphafi vega og fjallar m.a. um margar helstu kreppur sem hafa skollið á heims- byggðinni, rekur ástæður þeirra og viðbrögð stjórn- valda. Þetta er góð lesning til þess að hjálpa okkur við að sjá núverandi kreppu í skýrara ljósi. Ekki væri heldur úr vegi að skoða í fyllstu alvöru skipulags- og aðgerðaáætlun Roosevelts Bandaríkjaforseta, „New Deal“, við kreppunni þar á árunum eftir 1929. Þá fóru 20% allra banka í Bandaríkjunum á höfuðið, lands- framleiðsla féll um 29% og atvinnuleysi komst upp í 25%. Árangur þeirra aðgerða sem gripið var til var líka undraverður. Frá 1933 til 1937 óx landsfram- leiðsla um 9,4% á ári og verulega dró úr atvinnuleysi. Við Íslendingar eigum líka marga vel menntaða hag- fræðinga sem núna er um að gera að nýta til þess að vinda ofan af spilaborg íslensks fjármálalífs eins og Gunnar Tómasson hagfræðingur og fleiri hafa bent á að sé orðið mjög aðkallandi. Fáum blandast hugur um að hér á landi er uppi há- vær krafa um nýtt Ísland eða „New Deal“, ekki bara á Alþingi og í fjármálageiranum heldur á fjölmörgum öðrum sviðum. Þar þurfum við líka á bestu fáanlegri þekkingu að halda. Ekki dugar t.d. að ganga af ís- lenskum byggingariðnaði dauðum. Við þurfum að halda í honum lífinu og nota tímann til þess að koma svolítið niður á jörðina og skipuleggja og hanna sem fyrst raunhæfa og hagkvæma byggð og umhverfi sem við höfum efni á. Til þess eigum við nóg af vel mennt- uðum skipulagsfræðingum og arkitektum sem er í okkar hag að nýta. Gott skipulag er mikilvirkt tæki til þess að nýta vel takmarkað fjármagn og búa okkur sjálfbært og vistvænt umhverfi – en því aðeins að það sé skynsamlega notað. Þessir skapandi sérfræðingar geta líka nýst á mörgum öðrum sviðum og myndað þar mikil verð- mæti, m.a. stutt vel við uppbyggingu hvers konar ferðatengdrar starfsemi og ekki væri úr vegi að fyr- irtækjum á þessu sviði væri auðveldað að nýta sér þjónustu þessara aðila eins og margar aðrar þjóðir hafa gert með góðum árangri. Hér dugar heldur ekki að einblína á ríkisstjórnina. Sveitarfélög þurfa líka að líta í eigin barm, skoða sinn þátt í núverandi ástandi og finna leiðir til þess að veita fjölskyldum og fyr- irtækjum kost á byggingarlóðum á hóflegu verði til þess að gera áframhaldandi uppbyggingu mögulega. Við eigum margt mjög vel menntað fólki sem við getum virkjað til þess að leggja grundvöll að nýju Ís- landi á fjölmörgum sviðum. Við þurfum hins vegar að byggja upp regluverk sem tryggir að menntun og reynsla þessara aðila fái notið sín. Þar þurfum við að geta treyst stjórnvöldum. Ef þetta gengur hins vegar ekki eftir er hugsanlega nærtækast að sækja um að- ild að Evrópusambandinu í von um að þeirra reglu- verk losi okkur undan forræði íslenskra stjórnmála- manna og reynist eitthvað skárra og færi okkur betra líf en það kerfi sem við höfum sjálf soðið saman. Gestur Ólafsson er arkitekt og skipulagsfræðingur. Skipulag í kjölfar nýfrjálshyggju irtækið sett á hlutabréfamark- að og bréfin seld til lífeyrissjóða og almennings á uppsprengdu verði. Það var vel vitað áður en þetta viðskipta- módel barst til Íslands að gríðarstór gjaldþrot gátu fylgt í kjölfarið. En hvað um það, braskararnir græddu risa- stórar upphæðir. Módelið virkar þannig að braskarinn finnur fyr- irtæki sem er til sölu. Hann stofn- ar nýtt fyrirtæki og gefur því fal- legt nafn eins og til dæmis Rósin hf. Rósin á svo að kaupa fyr- irtækið. Braskarinn leggur fram hlutafé í Rósina, sem er bara lítill hluti af kaupverðinu. Rósin fer í bankann og fær lán fyrir afgang- inum. Síðan er fyrirtækið og Rósin hf. sameinuð, undir nafni upp- haflega fyrirtækisins. Við samrun- ann flytjast skuldir Rósarinnar inn í fyrirtækið, sem sagt seinni hluti kaupverðsins. Þannig er nú upp- haflega fyrirtækið orðið yfirtöku- félag Rósarinnar, og í raun búið að kaupa sjálft sig. Í fyrsta lagi er svindlarinn búinn að eignast fyr- irtækið fyrir nánast engan pening, í öðru lagi er hægt að selja það og fá margfaldan hagnað. Fyrirtækið sem stóð ágætlega í upphafi hefur nú fengið auka skuld, án þess að nokkur eign komi þar á móti. En til þess að fela skerðinguna á eigin fé út af þessari skuldaaukningu færa menn á efnahagsreikning eitthvað sem þeir kalla við- skipavild á móti skuldunum. En þetta er fölsk eign. Það er ekkert þarna á bak við. Á yfirborðinu lít- ur allt vel út og fyrirtækið er tilbúið til sölumeðferðar og hægt að skrá það á markaði sem hag- stæða fjárfestingu. Íslensku bank- arnir hafa svo lánað fyrir þessum skuldsetningum, því allir virtust vera að græða. Bankarnir hafa hreinlega tekið beinan þátt í þess- um fjárfestingum og sölu- meðferðum og þegið háar þókn- anir fyrir. Margir féllu í freistinguna, enda ekki skortur á fjármagni. Þetta hefur vaxið ár frá ári eins og smitsjúkdómur. Þannig hafa fyrirtæki og bankar verið að þenja út sína efnahagsreikninga sem er hættulegt spil. Skuldsetn- ing banka og fyrirtækja var orðin svo gríðarleg að margir voru komnir á barm gjaldþrots og hefðu sennilega aldrei komist upp úr vökinni aftur. Þegar lausafé þvarr, þá hrundi spilaborgin og þjóðin þarf að borga. Endurskoð- endur vita að það er ekki bara sið- laust og lögleysa að færa slíka falska viðskiptavild á efnahags- reikning sem er jafnvel hærri en eigið fé. En það virðist auðvelt að múta löggiltum endurskoðenda, ef heit vínarbrauð eru í boði. Þeir menn sem stunduðu þetta eru ekk- ert annað en glæpamenn. Þeir leika lausum hala. Davíð Oddsson er ekki glæpamaðurinn. Hann er bara fangavörðurinn sem bíður eftir sakborningunum. NÝ RÍKISSTJÓRN hefur sest upp í brúna en samt heldur Stein- grímur áfram að hrópa hávært. Nú eigum við að æða út á engjarn- ar og raka heiðagrasi, allir eiga að taka til hendi og byggja hús þó að það sé offramboð. Nú er það ekki lengur spurningin hvað Ísland get- ur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir Ísland. Við þing- setninguna var þó lítið annað gert en að gagnrýna fráfallandi rík- isstjórn og væla yfir því hve erfitt þetta bú væri, sem verið var að taka yfir. Ennþá er verið að ham- ast á Davíð Oddssyni eins og hann sé sekur fjárglæpamaður. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar er að hreinsa út úr Seðlabankanum, án þess að það sé alvöru rökstuðn- ingur fyrir hendi. Jú, múgurinn á Austurvelli vill það. Þetta verður að gerast til að fá þjóðarsátt, er sagt. Fyrir mér hljómar þetta sem hreinn áróður. Það eru þrír seðla- bankastjórar sem sitja inni í klett- inum svarta. En efnahagsvandinn getur ekki verið þeim að kenna. Það er fjármálakreppa í öllum heiminum. Og fjárskorturinn risp- aði gat á hlandblöðruna, ógeðið lak út og allt endaði með skelfingu á Íslandi. En hinir raunverulegu glæpamenn, þeir leika lausum hala. Hvað um gegndarlausa græðgi þeirra auðmanna, sem léku þann leik að sigla á falskri við- skiptavild. Þorpara sem hafa búið til siðlausa svikamillu til að græða milljarða. Viðskiptamódel sem þeir pikkuðu upp í USA, og lærðu af Enron-svikurunum. Það eru þessir fjárglæpamenn sem hafa spilað með hagsmuni almennings og kné- sett efnahag þjóðarinnar. Þetta viðskiptamódel fjallar um það að kaupa fyrirtæki og láta fyrirtækið sjálft borga kaupverðið. Í skjóli samruna er hægt að hengja fleiri skuldir á fyrirtækið og punta að- eins upp á bókhaldið. Síðan er fyr- Þjóðin hefur látið plata sig Ásgeir Hvítaskáld er kvikmyndaleikstjóri og viðskiptafræðingur. www.iba.dk The International Business Academy · Skamlingvejen 32 · DK-6000 Kolding · Tlf. +45 72 24 18 00 Fax +45 72 24 18 08 · iba@iba.dk · www.iba.dk · IBA – en del af Erhvervsakademi Syd Alþjóðlegt Markaðs- og Hagfræðinám IBA býður upp á 2 ára nám sem veitir AP gráðu í markaðs-og hagfræði Boðið er upp á tvær brautir sem kenndar eru á ensku: ■ Alþjóðabraut – International Major – með áherslu á alþjóðaviðskipti og útflutning, innkaup og alþjóða markaðsfræði ■ Stjórnunarbraut – Management Major – með áherslu á mannauðsstjórnun (HRM), forystuhæfileika og stjórnunarfræði Verkleg þjálfun Námið getur tengst verklegri þjálfun hjá þekktum fyrirtækjum í Danmörku eða víða um heim eins og t.d.: Microsoft, Maersk, IBM, Alfa Laval,Danfoss, LEGO, B-Young o.fl. Framhaldsnám Bachelor, MBA, HA, HD - í Danmörku eða erlendis Komdu á kynningafundinn og finndu út hvernig þú getur orðið hluti af þessu spennandi námsumhverfi sem IBA býður uppá. Einnig geturðu fengið ýtarlegar upplýsingar hjá skólanum. Kynningarfundur Fimmtudaginn 19. febrúar 2009 frá kl. 17.00 – 19.00 á Hilton Reykjavik Nordica Hótel ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.