Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is TVEIR karlmenn sem voru hætt komnir þegar þeir misstu meðvitund vegna súrefnisleysis í lest togarans Ingunnar AK sl. sunnudag eru báðir útskrifaðir af gjörgæsludeild. Í kjöl- far atviksins verða verklagsreglur hjá HB Granda endurskoðaðar. Mennirnir vinna hjá fyrirtæki sem annast löndun og vinnur mikið fyrir HB Granda. Þeir voru að landa gulldeplu úr togaranum þegar óhappið varð. Mennirnir fóru báðir niður í lest skipsins og hnigu þar niður. Samkvæmt upplýsingum frá um- dæmisstjóra Vesturlandsumdæmis Vinnueftirlitsins varð súrefnisskort- ur sökum rotnunar fisksins. „Menn hafa meiri áhyggjur af þessu yfir sumartímann því þá er rotnunin hraðari. Þetta kom mönnum því svo- lítið í opna skjöldu enda var mjög kalt í veðri,“ segir Guðjón Sól- mundsson umdæmisstjóri. Einnig rotnar gulldepla mjög hratt. Hann vill ekki kenna gáleysi um hvernig fór. Hægt er að setja mæla niður í lestar skipa til að athuga með súr- efnismagn eða eitrun, ef einhver er. Það var ekki gert í þessu tilviki og því fór sem fór. Í kjölfar atviksins verða vinnureglur við löndun hjá HB Granda endurskoðaðar. Meðal annars verður settur búnaður um borð í skipin og hjá löndunarmönn- um til að taka út ástandið í lestum skipanna. Guðjón segir að einnig sé í und- irbúningi að senda út dreifibréf þar sem varað er við því að fara inn í lok- uð rými og farið yfir hætturnar sem því fylgir. Vinnureglur verða endurskoðaðar Í HNOTSKURN »Gulldepla er lítill fiskur afsilfurfiskaætt. Hún finnst allt í kringum Ísland en hefur ekki verið nýtt í neinum mæli á umliðnum árum. »Tilraunaveiðar á hennihófust snemma árs og afl- inn er nýttur í bræðslu. »Gulldeplan rotnar mjöghratt. Það er ekki á allra vitorði og er talið meðal or- sakaþátta í óhappinu á sunnu- dag. Löndunarmenn útskrifaðir af gjörgæsludeild FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SKRÁÐ atvinnuleysi í janúar síð- astliðnum var 6,6% eða að meðaltali 10.456 manns. Í lok mánaðarins var fjöldi atvinnulausra 12.407. At- vinnuleysi jókst um 32% að með- altali frá desember eða um 2.554 manns. Atvinnuleysi hefur ekki ver- ið jafn mikið frá því í janúar árið 1995 en þá var það 6,8%. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.545 manns, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Margir hafa áhyggjur af atvinnu- leysi meðal ungs fólks. Samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar jókst atvinnuleysi ungs fólks í janúar svipað hratt og meðal þeirra eldri en það jókst hraðar meðal þeirra yngstu fram til áramóta. Frá lokum desember hefur 16-24 ára atvinnu- lausum fjölgað úr 2.069 í 2.837 í lok janúar og eru þeir um 23% allra at- vinnulausra í janúar eða svipað hlutfall og var í desember. Minnst meðal þeirra elstu Atvinnulausir á aldrinum 16-19 ára voru 723 og atvinnulausir á aldrinum 20-24 ára voru 2.114. Er þetta jafnframt fjölmennasti hóp- urinn á atvinnuleysiskrá núna. Næstfjölmennasti hópurinn er á aldrinum 25-29 ára, eða 2.011 tals- ins. Ef tölur fyrir aldurshópana 16-29 ára eru lagðar saman kemur í ljós að í þeim hópi eru 4.848 manns, eða um 39% allra á atvinnuleysisskrá. Ekki er óvarlegt að álykta að þessir hópar teljist til ungs fólks, sem er án atvinnu. Minnst atvinnuleysi er meðal fólks á aldrinum 65-69 ára, en 310 eru atvinnulausir á því aldursbili. Þeim fjölgar líka hægt og bítandi sem hafa verið lengi á atvinnuleys- isskrá. Þeir sem verið hafa á skrá lengur en sex mánuði voru 1.023 í lok janúar en 700 í lok desember. Alls höfðu 273 verið atvinnulausir lengur en eitt ár í janúar en 255 í lok desember. Þegar atvinnuleysi eykst eins mikið og nú er mesta aukningin meðal þeirra sem hafa verið atvinnulausir í nokkrar vikur og mánuði (skammtímaatvinnu- leysi). Hætt er við að langtíma- atvinnuleysi muni aukast hröðum skrefum hér á landi miðað við hverjar horfurnar eru í íslensku at- vinnulífi. Atvinnuleysi er nú mest á Suð- urnesjum, 11,6%, en minnst á Vest- fjörðum, 1,6%. Atvinnuleysi jókst um 34% á höfuðborgarsvæðinu og um 30% á landsbyggðinni í janúar. Atvinnuleysi eykst um 32% bæði meðal karla og kvenna. Atvinnu- leysið er 7,5% meðal karla og 5,4% meðal kvenna. Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar í gær voru 14.480 á atvinnuleysisskrá, 9.164 karlar og 5.316 konur. Alls voru 1.655 erlendir rík- isborgarar án atvinnu í lok janúar, þar af 1.075 Pólverjar, eða um 65% þeirra útlendinga sem voru á skrá. Langflestir þeirra voru áður starf- andi í byggingariðnaði eða 690 alls. Aðrir voru áður starfandi við ýmsa þjónustustarfsemi. Spáin ekki uppörvandi Ekki er spá Vinnumálastofnunar um horfurnar uppörvandi. Stofn- unin segir að erfitt sé að áætla framvinduna vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu, en líklegt sé að at- vinnuleysið í febrúar muni aukast verulega og verða á bilinu 7,9-8,4%. Gert sé ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í mörgum atvinnugrein- um á næstu mánuðum, einkum í verslun, mannvirkjagerð og þjón- ustugreinum. Unga fólkið missir vinnuna Morgunblaðið/ÞÖK Atvinnuleysið Byggingariðnaðurinn hefur farið einna verst út úr kreppunni. Nú eru 690 útlendingar á atvinnu- leysisskrá sem áður störfuðu í byggingarvinnu. Eru það um 42% allra útlendinga sem eru á atvinnuleysisskrá núna.  Alls voru 4.848 einstaklingar á aldrinum 16-29 atvinnulausir í janúar eða 39% þeirra sem eru skráðir  1.023 höfðu verið atvinnulausir í meira en sex mánuði og langtímaatvinnuleysi vex hröðum skrefum )* E& / "($)42E"              ($B/$ #  ! # !#!       ALLS voru 2.136 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok janúar í hlutastörfum, þ.e. þeir sem voru í reglu- bundnum hlutastörfum eða með tilfallandi eða tíma- bundið starf á síðasta skráningardegi í janúar. Þetta er um 17,2% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir. Einstaklingum sem fá greiddar hlutabætur hefur fjölg- að mjög eftir að Alþingi samþykkti í nóvember sl. lög um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. Af þeim 2.136 sem voru í hlutastörfum í lok janúar eru 1.279 einstaklingar sem sóttu um atvinnuleysisbætur samkvæmt áðurnefndum lögum. Þeir voru 668 í lok desember og 210 í lok nóvember. Í janúar voru 586 sjálfstætt starfandi einstaklingar skráðir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í rekstri, en samkvæmt fyrrnefndum lögum var þeim gert mögu- legt að sækja um atvinnuleyisbætur. Þessum ein- staklingum hefur fjölgað jafnt og þétt. Þeir voru 264 í lok desember og sjö í lok nóvember. 2.136 á atvinnuleysisskrá eru í hlutastörfum 14.480 á atvinnuleysisskrá í dag. Snúum vörn í sókn! Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Opnir vinnufundir Endurreisnarnefndar Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur það verkefni að móta tillögur og hugmyndir um uppbyggingu íslensks efnahagslífs næstu misserin. Á næstu vikum verða fjölmargir fundir þar sem leitað verður eftir skoðunum og áliti flokksmanna og annarra sem vilja taka þátt í starfinu á þessu mikilvæga viðfangsefni. Nefndin mun standa fyrir opnum vinnufundum sem Vilhjálmur Egilsson stýrir: Föstudaginn 13. febrúar hefst fundur á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 17. Laugardaginn 14. febrúar hefst fundur klukkan 10 í Valhöll - fundað verður í fjórum hópum eftir viðfangsefnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.