Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Hún vakti mikla athygli,fréttin sem birtist í Morg-unblaðinu og á mbl.is um helgina, þar sem fram kom að fréttaskýringaþátturinn Kompás fengi ekki að halda nafni sínu. Þátturinn var lagður niður á Stöð 2 fyrir nokkru, og í kjölfarið ákváðu stjórnendur fyrirtækisins að umsjónarmenn þáttarins fengju ekki að taka nafnið með sér. Í sömu frétt kom fram að þeir Kristinn Hrafnsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson róa nú að því öll- um árum að koma þættinum aftur í loftið undir nýju nafni, á hvaða vettvangi sem það verður.    Töluvert var bloggað um frétt-ina á mbl.is og greinilegt að fólki stendur ekki á sama um þátt- inn – það vill fá hann aftur í loftið. Og skal engan undra því betri fréttaskýringaþáttur er vandfund- inn. Það var því mjög undarleg ákvörðun hjá Stöð 2 að leggja þáttinn niður, margir aðrir þættir mega missa sín á þeirri annars ágætu stöð. Líklegt má þó telja að pólitík hafi haft eitthvað með þá ákvörðun að gera. Eftir stendur að Stöð 2 hefur minna vægi í þjóð- málaumræðunni en áður, og virð- ist hún smátt og smátt vera að breytast í hreinræktaða afþrey- ingarstöð. Einhverra hluta vegna vildu forsvarsmenn stöðvarinnar þó ekki leyfa þeim félögum að halda Kompás-nafninu, en erfitt er þó að sjá fyrir sér að nýr Kompás-þáttur verði settur í loftið á Stöð 2 undir stjórn nýrra manna. Það er þó auðvitað ekki nafn þáttarins sem skiptir máli í þessu samhengi, heldur þeir sem honum stjórna, og það sem þeir fjalla um. Eitthvað virðist Jóhannes ritstjóri þó sakna nafnsins, og vilji hann endilega halda sig á þessari braut liggur beinast við að kalla nýja þáttinn Áttavitann.    Eins og fram kom í fréttinnistanda stjórnendur þáttarins í viðræðum við forsvarsmenn Skjás eins, en hugsanlegt er að þátturinn verði settur á dagskrá þeirrar stöðvar. Ef upp úr þeim viðræðum slitnar má grípa til ým- issa ráða, til dæmis hafa rúmlega 4.000 manns skráð sig á Facebo- ok-síðu þar sem Kompás-menn eru hvattir til að senda þáttinn út í gegnum netið. Þeir sem hafa skráð sig hafa jafnframt lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að leggja til frjáls fjárframlög til að styðja við rekstur þáttarins. Þá er önnur hugmynd að senda þáttinn út í gegnum mbl.is, vinsæl- asta fréttavef á Íslandi. Þátturinn myndi fá gríðarlegt áhorf og jafn- vel vekja enn frekari athygli en áður, auk þess sem öll aðstaða er fyrir hendi hjá mbl.is. Best væri þó auðvitað ef hinn nýi þáttur yrði sýndur hjá fjöl- miðli sem enginn vafi leikur á að er algjörlega óháður eigendum sínum, en eins og staðan er í dag er Ríkissjónvarpið eina slíka sjón- varpsstöðin á Íslandi.    Hvað sem öllu líður er ljóst aðþörf er á þætti á borð við Kompás, sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir. Þáttastjórnendur hafa lýst því yfir að þeir búi yfir vitneskju um stór mál sem tengj- ast bankahruninu, og það er því afar mikilvægt að þeir félagar fái aðstöðu til að sýna þáttinn, hvar sem það verður. jbk@mbl.is Umbúðir og innihald AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson »Eitthvað virðist Jó-hannes ritstjóri þó sakna nafnsins, og vilji hann endilega halda sig á þessari braut liggur beinast við að kalla nýja þáttinn Áttavitann. Kompás Þátturinn virðist njóta mikils stuðnings almennings, ef marka má bloggið á mbl.is. FÉLAGAR söng- konunnar Ri- hönnu segja ástæðu rifrild- isins er endaði með því að kær- asti hennar Chris Brown lagði á hana hendur síðasta sunnudagskvöld vera sms-skilaboð. Brown á að hafa fengið daðursleg skilaboð frá annarri stúlku í símann sinn sem Rihanna sá og varð miður sín út af. Eftir að hafa séð þau rauk söngkonan úr gleðskapnum er þau voru stödd í og Brown elti, hund- óður. Átökin eiga að hafa átt sér stað að mestu í bílnum á leiðinni heim en vitni hafa greint frá því að hafa heyrt Brown hóta kærustu sinni lífláti áður en þau lögðu af stað. Útvarpsstöðvar í Bandaríkj- unum hafa tekið lög Brown úr spilun auk þess sem styrktaraðilar kappans hafa rofið samninga sína við hann. Rifist um sms-skeyti Rihanna , ,ímorgungjöf? Fim 12/2 kl. 20:00 aukas. Lau 14/2 kl. 19:00 Fös 20/2 kl. 19.00 Lau 7/3 kl. 19:00 Fös 13/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 19.00 Sun 22/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 19.00 Yfir 130 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008. Fló á skinni (Stóra sviðið) 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fim 12/2 kl. 20.00 Fös 13/2 kl. 20.00 Lau 14/2 kl. 20.00 Fim 26/2 kl. 20.00 Fös 27/2 kl. 20.00 Lau 28/2 kl. 20.00 Fös 6/3 kl. 20.00 Lau 7/3 kl. 20.00 Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki fyrir viðkvæma. Aðeins sýnt í febrúar og mars. . Fös 13/2 kl. 22:00 aukas. Lau 14/2. kl. 19:00 aukas. Lau 21.2 kl. 19:00 8. kort Lau 21/2 kl. 22:00 aukas. Sun 22/2 kl. 20:00 9. kort Mið 25/2 kl. 20:0010. kort Fim 26/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 19:00 Leiklestrar á verkum Söru Kane. Hreinsun - 17. febrúar. Þrá - 24. febrúar. 4:48 geðtruflun - 3. mars – 1.500 kr. Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið) Sýningum lýkur í febrúar á vinsælasta söngleik leikársins. Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Fös 13/2 kl. 19:00 aukas. Fös 13/2 kl. 22:00 Lau 21/2 kl. 19:00 Lau 21/2 kl. 22:00 síð. sýn.Lau 14/2 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 19.00 Sun 8/3 kl. 20.00 Fös 13/3 kl. 20.00 Lau 14/3 kl. 20.00 Sun 15/3 kl. 20.00 Fös 20/2 kl. 22.00 aukas Fim 12/2 kl. 20:00 5. kort Fös 13/2 kl. 19:00 6. kort Lau 14/2 kl. 22:00 aukas. Sun 15/2 kl. 20:00 aukas. Fös 20/2 kl. 19:00 7. kort Fös 20/2 kl. 22:00 Mið 18/2 kl. 20:00aukas. Fim 19/2 kl. 20:00 aukas. Fös 27/2 kl. 19.00 Lau 28/2 kl. 19.00 Lau 28/2 kl. 22.00 Sun 1/3 kl. 20.00 Fös 6/3 kl. 19.00 Fös 6/3 kl. 22.00 aukas. Fös 13/3 kl. 19.00 Fös 13/3 kl. 22.00 Flóin: Áhorfendasýning ársins – drepfyndin! ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Hart í bak (Stóra sviðið) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Sumarljós (Stóra sviðið) Heiður (Kassinn) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Fös 13/2 kl. 20:00 Ö Lau 14/2 kl. 20:00 Ö Fim 19/2 kl. 20:00 Ö Lau 28/2 kl. 13:00 Lau 7/3 kl. 13:00 Ö Sun 15/2 kl. 20:00 Ö Lau 14/2 kl. 20:00 Ö Fim 26/2 kl. 20:00 Ö Fös 27/2 kl. 20:00 Fim 5/3 kl. 20:00 aukasýn. Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Ö Fös 20/2 kl. 20:00 Ö Fös 6/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Ö Mið 18/3 kl. 20:00 aukasýn. Lau 28/3 kl. 13:00 Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Sýningum lýkur í mars Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna Síðasta sýning Sýningum að ljúka Sýningar í maí komnar í sölu, sjá www.leikhusid.is Lau 28/2 kl. 20:00 Ö Sun 1/3 kl. 14:00 U Sun 1/3 kl. 17:00 U Lau 7/3 kl. 14:00 U Lau 7/3 kl. 17:00 U Sun 8/3 kl. 14:00 U Sun 8/3 kl. 17:00 U Lau 14/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 17:00 U Þri 17/2 kl. 18:00 fors. Ö Mið 18/2 kl. 18.00 fors. Ö Fös 20/2 kl. 18:00 fors. U Lau 21/2 kl. 14:00 frums. U Lau 21/2 kl. 17:00 U Sun 22/2 kl. 14:00 U Sun 22/2 kl. 17:00 U Lau 28/2 kl. 14:00 U Lau 28/2 kl. 17:00 U Lau 21/3 kl. 14:00 U Lau 21/3 kl. 17:00 U Sun 22/3 kl. 14:00 U Sun 22/3 kl. 17:00 U Lau 28/3 kl. 14:00 U Lau 28/3 kl. 17:00 U Sun 29/3 kl. 14:00 U Sun 29/3 kl. 17:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Þorkell Sigurbjörnsson | Ríma Jón Ásgeirsson | Klarínettukonsert Haukur Tómasson | Dialogo (frumflutningur á Íslandi) Daníel Bjarnason | Píanókonsert (frumflutningur) Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á Myrkum músíkdögum eru að þessu sinni helgaðir íslenskri tónlist. Fjögur verk íslenskra höfunda eru á efnisskránni og auk þess eru báðir einleikararnir sem koma fram með hljómsveitinni og stjórnandi hennar rammíslenskir. Það er því óhætt að lofa þjóðlegri stemmningu með sinfóníunni á þorranum. Tryggðu þér miða í síma 545 2500 eða á sinfonia.is. FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR | kl. 19.30 TÓNLEIKAR Í KVÖLD Hljómsveitarstjóri | Daníel Bjarnason Einleikarar | Einar Jóhannesson Víkingur Heiðar Ólafsson ÍSLENSK STEMMNING Á ÞORRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.