Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 43. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SKOÐANIR» Ljósvakinn: Morðinginn gengur ennþá laus Pistill: Bjargráð eða bráðræði? Staksteinar: Það sem skiptir máli Forystugreinar: Heiðursgestur á Íslandi | Að bjarga barni Baugur stefnir í þrot Tækifæri handan við hornið 136 Tortolafélög á Íslandi Vonbrigðin komu fram á mörkuðum VIÐSKIPTI» 4  !5"(  / ", ! 67889:; (<=:8;>?(@A>6 B9>96967889:; 6C>(B"B:D>9 >7:(B"B:D>9 (E>(B"B:D>9 (3;((>#"F:9>B; G9@9>(B<"G=> (6: =3:9 .=H98?=>?;-3;H(B;@<937?"I:C>? J J' ' 'J J  J ' J ?    ""#" /  " ' 'J J J ' J 'J' ' . B2 (  J' 'J  'J J J ' J ' J 'J Heitast 2° C | Kaldast -12° C  Austan- og suð- austan 8-15 m/s og snjókoma en síðan slydda eða rigning. Enn frost n-lands » 10 Jóhann Bjarni Kol- beinsson fjallar um viðbrögð fólks við því að Kompás var kippt af dagskrá Stöðvar 2. »45 AF LISTUM» Umbúðir og innihald TÓNLIST» Emilíana stelur toppsæti Tónlistans. »48 Óskar Ericsson listamaður gefur fólki tækifæri til að fá stundarkornsfrí frá skammdeginu. »44 MENNING» Á sólbekk í skammdegi FÓLK» Birgir Nielsen er í þrem- ur tökulagasveitum. »49 MENNING» Daníel Bjarnason í fyrsta sinn með Sinfó. »42 Menning VEÐUR» 1. Fannst látin í Kapelluhrauni 2. Öruggur sigur á Liechtenstein 3. Skapstóri forsetinn 4. „Ég mun alltaf muna“  Íslenska krónan veiktist um 1,30% »MEST LESIÐ Á mbl.is Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is VÍÐA í innsveitum hefur kuldinn bitið und- anfarna daga. Í Bárðardal og við Mývatn hefur frostið farið í 26 stig. Fjölskyldurnar þrjár í Svartárkoti kippa sér þó lítið upp við kuldakastið. „Þetta hefur ekki verið til mikilla vandræða und- anfarið og þegar kuldinn er hvað mestur þá er bara að trekkja ofnana,“ segir Guðrún Tryggva- dóttir í Svartárkoti. Hún segir að það sem af er febrúar hafi hitinn sveiflast nokkuð, legið marga daga í 18 gráðum, farið niður í 26 gráður tvisvar sinnum þegar kald- ast hefur verið og bestu dagana hefur hitastigið farið upp í mínus 10 gráður. Á Svartárvatni búa systurnar Guðrún og Sig- urlína Tryggvadætur og fjölskyldur þeirra með um 450 fjár. Foreldrar þeirra, Tryggvi og Elín, eru hættir búskap, en vinna meðal annars við að veiða og reykja silung. Ekki væsir um fólk eða fénað, rafmagnskyndingin hitar íbúðarhúsið en féð hefur hita hvað af öðru. Á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar veð- urfræðings kemur fram að 26 stig sé mesta frostið þennan veturinn í byggð en Mývetningum sjálfum þykir frostið ekki mikið fyrr en það fer yfir 30 stigin. „Eins og svo oft áður er þetta bitra frost einvörðungu á vissum stöðum í innsveitum,“ segir Einar. Krakkar læra kvikmyndagerð í 20 stiga gaddi í Kiðagili Um 20 kílómetra frá Svartárkoti eru skólabúð- irnar og ferðaþjónustan í Kiðagili. Fólkið í Svart- árkoti og systkinin frá Bjarnarstöðum reka þessa starfsemi og hefur mikið verið um að vera í skóla- búðunum síðustu vikurnar. Í Kiðagili voru í gær 35 nemendur frá Húsavík og var í nógu að snúast. „Krakkarnir eru að læra að gera stuttmyndir og fara í gegnum allan ferilinn; handritsgerð, klippingar, leikstjórn, kvikmyndatöku og allt sem þessu fylgir,“ segir Guðrún. „Það er mikið fjör sem fylgir krökkunum og frostið bítur ekkert á þau þótt það hafi verið tæplega 20 stig í gærmorg- un. Þau klæða sig bara í samræmi við veðrið og svo fáum við rauðar tölur um helgina, reikna ég með,“ sagði Guðrún í Svartárkoti að lokum.  Kippa sér ekki upp við 26 stiga frost í Bárðardal  Mesta frostið í byggð þennan veturinn  Rauðar tölur um helgina  Krakkarnir klæða af sér kuldann Sprett úr spori Krakkarnir í skólabúðunum í Kiðagili brugðu sér í gönguferð yfir brúna á Skjálfandafljóti til að skerpa einbeitinguna við kvikmyndagerðina. Ljósmynd/Lilja Þuríðardóttir. Þá er bara að trekkja ofnana ALLS voru 664 einstaklingar á aldrinum 18 til 22 ára á van- skilaskrá nú í febrúarbyrjun, sam- kvæmt úttekt Creditinfo á Íslandi. Árangurslaust fjárnám hafði verið gert hjá 343 úr hópnum. Vanskil hafa aukist um 27,4 pró- sent frá því í janúarbyrjun í fyrra. Fjölgun skráninga varð 36,7 í kjöl- far bankahrunsins. Ungir karlar á vanskilaskrá eru 65,8 prósent þeirra sem eru á skránni en ungar konur 34,2 pró- sent. | 2 Morgunblaðið/Ásdís Vanskil Bílakaup valda ungu fólki oft vandræðum. Lán vegna þeirra, yf- irdráttur og greiðslukortaskuldir koma ungum á vanskilaskrá. Rúmlega 660 ungmenni á vanskilaskrá „ÉG GET viðurkennt að tárin trilluðu niður kinnarnar þegar ég fór í loftið í gær. Ég hafði verið með miklar vænt- ingar og var í raun komin í gegnum erfiðasta hlutann,“ segir Þóra Hrönn Njálsdóttir, sem hefur neyðst til að hætta keppni í Iron-Dog vél- sleðakeppninni í Alaska, ásamt Sig- urjóni Péturssyni eiginmanni sínum. Þóra er kalin á kinnunum eftir að hafa ekið tíu mílur án hlífðargler- augna í 60 gráða frosti. | 10 Hætt keppni í Alaska Hvað hefur valdið kuldakastinu undanfarið? Lægðakerfi hafa verið víðs fjarri, ekkert hlýtt loft borist af Atlantshafi og landið hefur kólnað hægt og bítandi. Af hverju hefur verið svo kalt í Bárðardal og við Mývatn? Í svona veðri verður kaldast inn til landsins, t.d. við Mývatn og á Þingvöllum, á sama tíma og oft er lítið frost við sjávarsíðuna. Kalda loftið hefur tilhneigingu til að setjast í lægðir þegar það verður þyngra en loftið umhverfis. Hvenær varð kaldast hér á landi? Mesta frost sem mælst hefur hér á landi er 38 stig, frostaveturinn 1918, á Grímsstöðum og Möðrudal á Fjöllum. Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Vitað er um fáeina ámóta eða kaldari mánuði á 19. öld. S&S Skoðanir fólksins ’Er þetta opinber stefna bæjarinsog er Kópavogsbær aðili að Félagiáhugamanna um skynsamlega nýtingunáttúruauðlinda? Eða er þetta eins ogmeð svo margt annað í Kópavogsbæ, ákvörðun eins manns tekin á ólýðræð- islegan hátt? Hverjir hafa hagsmuna að gæta? » 24 MARGRÉT JÚLÍA RAFNSDÓTTIR ’Forsætisráðherra setti á dög-unum upp gúmmíhanska og gafút skotleyfi á þrjá embættismenn;tveir þeirra hafa það eitt til saka unniðað vinna við hlið Davíðs Oddssonar. Skríllinn stillir sér upp fyrir framan Seðlabankann þar sem trúbadorinn, sem forðum var eineltur, eineltir öskrandi landráð. » 25 HALLUR HALLSSON ’Ef þetta gengur hins vegar ekkieftir er hugsanlega nærtækast aðsækja um aðild að Evrópusambandinuí von um að þeirra regluverk losi okkurundan forræði íslenskra stjórnmála- manna og reynist eitthvað skárra og færi okkur betra líf en það kerfi sem við höfum sjálf soðið saman. » 28 GESTUR ÓLAFSSON ’Athugið að á þúsundum lána íþessum flokki eru ábyrgðarmenn,svo sem foreldrar, eigendur smærrifyrirtækja ofl. ofl. Vammlaust fólk semábyrgðist kannski 3 milljónir, er nú krafið um tíu milljónir og þaðan af meira. Þegar þið reiknið út fjölda ein- staklinganna sem nú skal aflífa á sál- ina, þá takið mið af þessu. » 29 BALDUR BORGÞÓRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.