Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
HÖRKUSPENNANDI MYND
ÚR SMIÐJU LUC BESSON
650k
r.
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
Bride Wars kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Revolutionary Road kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára
Underworld 3 kl. 10:30 B.i. 16 ára
Seven pounds kl. 5:30 - 8 LEYFÐ
Australia kl. 8 B.i. 12 ára
Taken kl. 6 - 10:30 B.i. 16 ára
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Frá leikstjóra The Hours og Billy Elliott
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
BRÁÐSKEMMTILEG MYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Þegar tvö brúðkaup lenda upp á sama
daginn fara bestu vinkonur í stríð!
Frábær
gamanmynd!
Hve langt myndir þú ganga
til að varðveita leyndarmál?
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
AUKASÝNINGA
R Á
VINSÆLUSTU
MYNDINNI
FRÁ FRANSKR
I HÁTÍÐ
Refurinn
og barnið
m. ísl. texta
Fyrsti kafli
Underworld myndanna.
Hrikalegri og flottari
enn nokkru sinni fyrr!
550 kr. fyrir b
örn
650 kr. fyrir f
ullorðna
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI
650k
r.
Hrikalegri og flottari
enn nokkru sinni fyrr!
- E.E., DV
650k
r.
650k
r.
3
- S.V. Mbl.
- K.H.G., DV
650k
r.
650k
r.
The Reader kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.14 ára
Valkyrie kl. 10:30 B.i.12 ára
Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Refurinn og barnið ísl. texti kl. 6 LEYFÐ
Revolutionary Road kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 LEYFÐ
Bride Wars kl. 8 - 10 LEYFÐ
Skógarstríð 2 kl. 6 550 kr. f. börn, 650 kr. f. fullorðna LEYFÐ
Underworld 3 kl. 10:10 Síðasta sýning B.i.16 ára
Villtu vinna milljarð kl. 8 Síðasta sýning B.i.12 ára
Sólskinsdrengurinn kl. 6 LEYFÐ
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú
- S.V., MBL
- DÓRI DNA, DV
- S.V. Mbl.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA eru fyrstu opinberu tónleik-
arnir okkar í mörg ár,“ segir Birgir
Nielsen, trommuleikari 80’s-
hljómsveitarinnar Moonboots, sem
ætlar að halda tónleika á Players í
Kópavogi á laugardagskvöldið. „Þessi
sveit hefur reyndar alltaf komið fram
einu sinni á ári, fyrir lokuðum dyrum á
Broadway – það er að segja á árlegu
80’s-balli Menntaskólans við Sund.
Sveitin kemur sérstaklega saman einu
sinni á ári til að gleðja ungviðið þar,“
segir Birgir.
„Núna var hins vegar ákveðið að
blása í herlúðra, enda er eins og þjóð-
ina hreinlega vanti eina svona
skemmtun, og við erum klárir í slag-
inn,“ segir Birgir um tónleikana á
laugardaginn.
Í lagningu
Hljómsveitin Moonboots var stofn-
uð í Menntaskólanum við Hamrahlíð
árið 1995, en hefur gengið í gegnum
töluverðar mannabreytingar síðan þá.
Í dag er sveitin skipuð þeim Svavari
Knúti söngvara, Birgi Kárasyni bassa-
leikara, Snorra Barón Jónssyni á gít-
ar, Ólafi Ágústi takkahnoðara og hljóð-
smala, auk Birgis á trommum, en hann
gekk til liðs við sveitina fyrir sex árum.
„Það vildi þannig til að fyrrverandi
trommari bandsins flutti til Danmerk-
ur í nám og átti ekki heimangengt á
eina tónleika. Ég leysti hann af í eitt
skipti og síðan þá hefur hann bara ekki
komið heim þannig að ég hef verið
þarna síðan. En ég kann mjög vel við
mig þarna, enda er ég fæddur 1974 og
þekki þessa tónlist því mjög vel.“
Aðspurður segir Birgir þá félaga
auðvitað leggja mikið upp úr klæða-
burði og útliti á tónleikum sínum, eins
og sjá má á meðfylgjandi mynd. „Við
erum í nánu samstarfi við hárgreiðslu-
stofuna Glerbúrið. Þangað fer sveitin
í lagningu fjórum tímum fyrir gigg,
og svo í smink.“
U2 og Guns N’Roses
Birgir er ekki við eina fjölina felld-
ur þegar kemur að ábreiðu-sveitum
því hann er í tveimur slíkum til við-
bótar, og jafnvel þremur, eftir því
hvernig á það er litið. Í öllu falli hlýt-
ur hann að teljast ókrýndur cover-
kóngur Íslands. „Ég er í U2 Project
og það vill einmitt þannig til að sú
sveit ætlar að halda tónleika núna í
mars, hún hefur ekki gert það í nokk-
ur ár,“ segir Birgir en eins og nafnið
bendir til sérhæfir sú sveit sig í tón-
list Íranna góðkunnu. „En svo var ég
líka fenginn í Guns N’Roses tribute
band um daginn þannig að þetta
kemur allt í einni súpu,“ segir Birgir
sem er einnig trommuleikari Klaufa,
sem hafa gert töluvert af því að
breiða yfir vel þekkt lög.
„Þetta er hálfgerð tilviljun, að mað-
ur hafi dottið í þetta allt saman. En
þetta er allt mjög gaman enda er ekk-
ert af þessu eins tónlist,“ segir Birgir
og bætir því við að eftirspurnin eftir
tónlist sem þessari sé mikil.
„Það virðist vera sérstaklega mikið
núna. Til dæmis var Stones-band
stofnað um daginn þannig að það
virðist vera góður fílingur fyrir þessu,
enda eru allir til í að heyra góða mús-
ík.“
Cover-kóngur Íslands
Trommuleikarinn Birgir Nielsen spilar með þremur ábreiðu-sveitum
80’s-sveitin Moonboots heldur loksins tónleika á Players á laugardaginn
Svalir Liðsmenn Moonboots ásamt fríðum flokki stúlkna á árlegu 80’s balli MS fyrir skömmu.
Tónleikar Moonboots verða á Pla-
yers á laugardagskvöldið og hefj-
ast um miðnættið. Miðaverð er
1.500 krónur.
BRESKA fyrirsætan Kate Moss
missti af BAFTA-verðlaunahátíð-
inni vegna þess að hún gat ekki
ákveðið hvaða kjól hún ætti að
klæðast. Vinur fyrirsætunnar sagði
í viðtalið við Daily Telegraph að
Moss hefði í fyrstu ákveðið að taka
það rólega uppi í sófa með kærasta
sínum og gítarleikara The Kills, Ja-
mie Hince. „Á síðustu stundu
hringdi hún í okkur og sagði að hún
hefði skipt um skoðun og kæmi um
leið og hún hefði ákveðið kjólinn.“
Þegar vinirnir voru um það bil að
gefast upp á biðinni mun Moss hins
vegar hafa hringt og sagt að hún
gæti ekki ákveðið í hverju hún ætti
að fara og að ekkert klæddi hana. Á
dauða sínum á maður von en að
Moss sem hannar föt fyrir Topshop
og hefur það að atvinnu að klæðast
fötum frá öllum helstu hönnuðum
heims, finni ekki spjör á sig – ja,
það hljómar eiginlega eins og lyga-
saga. Líklegt er hins vegar að Moss
hafi metið það svo að ef hún liti
ekki þeim mun glæsilegar út væru
sigurlíkur hennar á rauða dregl-
inum litlar við hliðina á alheims-
stjörnum og fegurðardrottningum
á borð við Angelinu Jolie.
Og því ákveðið að halda sig við
upprunalega planið.
Kate Moss Þarf að koma sér upp
almennilegum fataskáp.
Gat ekki
ákveðið sig
Á meðal þeirra laga sem Moonboots tekur á tónleikum sínum má nefna
slagara á borð við „Rio“ með Duran Duran, „Wake Me Up“ með Wham!,
„Take On Me“ með A-ha, „How Will I Know?“ með Whitney Houston,
„Dancing With Tears In My Eyes“ með Ultravox, „Tarzan Boy“ með Balti-
mora, „Þrisvar í viku“ með Bítlavinafélaginu, „Vertu ekki að plata mig“
með HLH-flokknum og að sjálfsögðu „Súperman“ með Ladda.
Retró lagalisti