Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 40
40 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Sudoku Frumstig 7 9 6 1 4 8 7 5 3 5 4 9 7 8 3 6 5 6 4 5 7 2 5 7 8 4 4 8 1 9 9 2 6 5 4 1 8 5 7 4 9 3 6 6 3 5 5 4 2 3 5 1 7 9 2 8 5 7 4 2 3 5 2 6 1 6 8 9 3 2 3 1 5 9 8 5 3 6 7 6 3 7 4 5 6 2 1 6 7 4 7 3 5 8 4 2 5 1 8 3 4 1 2 5 2 5 8 1 7 6 9 4 3 1 6 9 4 8 3 2 5 7 4 3 7 2 5 9 8 6 1 9 1 5 3 2 4 6 7 8 3 8 2 5 6 7 4 1 9 6 7 4 9 1 8 3 2 5 8 4 1 6 9 5 7 3 2 7 2 3 8 4 1 5 9 6 5 9 6 7 3 2 1 8 4 1 6 2 9 3 5 4 7 8 7 9 4 8 2 6 3 1 5 8 5 3 4 7 1 2 6 9 9 4 1 3 5 2 7 8 6 2 3 6 7 1 8 9 5 4 5 8 7 6 9 4 1 2 3 6 7 8 2 4 9 5 3 1 4 2 5 1 6 3 8 9 7 3 1 9 5 8 7 6 4 2 8 1 3 2 5 9 4 7 6 4 2 6 8 7 1 3 9 5 9 7 5 3 6 4 8 1 2 7 3 4 9 1 5 2 6 8 2 6 9 4 3 8 7 5 1 1 5 8 7 2 6 9 4 3 6 4 7 5 8 2 1 3 9 3 8 1 6 9 7 5 2 4 5 9 2 1 4 3 6 8 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 12. febrúar, 43. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yð- ur, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Víkverji verður alltaf jafnhryggurþegar fjölmiðlar kalla það mis- notkun sem í raun er ekki annað en ofbeldi af verstu tegund. Hér á Vík- verji við það sem sagt er kynferð- isleg misnotkun. Ekkert er ljótara í huga Víkverja en slíkt ofbeldi og trúnaðarbrot gegn saklausum börnum. Síðast á þriðju- dag var sagt frá enn einum slíkum hryllingi. Barnung stúlka mátti þola gróft ofbeldi af hendi sinna nánustu en það var mildilega orðað í nokkr- um fjölmiðlum og kallað misnotkun. Víkverji veltir því fyrir sér hvers vegna ekki má kalla hlutina réttum nöfnum? Margt má misnota að mati Vík- verja, meðal annars áfengi, tóbak og aðra vímugjafa. Við slíkri misnotkun er sem betur fer hægt að fá bót í flestum tilvikum. En að kalla gróft ofbeldi gegn börnum misnotkun er rangt. Sá sem fyrir slíku verður bíður þess aldrei bætur. Engin lyf eða læknismeðferð græða sár barns sem verður fyrir svo grófu ofbeldi. Barn sem fyrir slíku verður mun eiga erf- itt með að treysta nokkrum manni framar á lífsleiðinni. x x x Af tillitssemi við lesendur ætlarVíkverji ekki nú að hætta sér út í skrif um þátt dómstóla í málum sem snúa að grófu ofbeldi gegn börnum. x x x Sagan af litlu gulu hænunni kemuræ oftar upp í huga Víkverja þegar útrásarvíkingarnir ryðjast fram á ritvöllinn eða koma sakleysið uppmálað í ljósvakamiðlum. Ef draga ætti málflutning þeirra saman í tvö orð þá mætti fyrst nefna „Ekki ég“. Þessi tvö orð hljóma nú hvað eftir annað úr munni útrásarvíkinga. Þeir gerðu engin mistök, þeir átttu ekki þátt í að setja land og þjóð á hausinn. Það voru hinir og nú ber víkingunum hvorki að biðjast afsökunar né taka þátt í að reisa hér hluti við úr rúst- um. Hvað sögðu ekki hundurinn, svínið og kötturinn í sögunni? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hál, 4 skyggn- ist til veðurs, 7 snagar, 8 endar, 9 upplag, 11 vel látna, 13 bein, 14 hland, 15 álka, 17 skrifaði, 20 ílát, 22 fara laumulega með, 23 sárum, 24 kven- fuglinn, 25 kaka. Lóðrétt | 1 sök, 2 upp- lagið, 3 ávöxtur, 4 mæli- eining, 5 milda, 6 rugga, 10 plokka, 12 keyra, 13 skjól, 15 stökkva, 16 kögguls, 18 bál, 19 lengdareining, 20 hafði upp á, 21 agasemi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 forherðir, 8 lesta, 9 ósjór, 10 puð, 11 sýkna, 13 arnar, 15 hjörs, 18 skúra, 21 tóm, 22 raupi, 23 eflir, 24 hlægilegt. Lóðrétt: 2 orsök, 3 hrapa, 4 rjóða, 5 iðjan, 6 glás, 7 frír, 12 nær, 14 rok, 15 horf, 16 ötull, 17 sting, 18 smell, 19 útlæg, 20 aðra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 c5 5. dxc5 Bxc5 6. Rf3 Rc6 7. Bg5 Rd4 8. Rxd4 Bxd4 9. e3 Da5 10. exd4 Dxg5 11. Re4 Rxe4 12. Dxe4 Da5+ 13. Ke2 0-0 14. f3 d5 15. Dc2 dxc4 16. Dxc4 b6 17. Kf2 Bd7 18. Be2 Hac8 19. Dd3 Hfd8 20. Hhd1 Ba4 21. b3 Bc6 22. Da6 Dh5 23. Kg1 Dg5 24. Dxa7 De3+ 25. Kf1. Staðan kom upp á Meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem stendur nú yfir í húsakynnum félagsins Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sævar Bjarnason (2.211) hafði svart í stöðunni og hefði getað knúið fram sigur gegn Stefáni Arnalds (1.953) með því að leika 25. … Bb5! þar sem bæði eftir 26. Bxb5 Hc2 og 26. He1 Hc2 kæmi hvít- ur engum vörnum við. Í stað þessa lék svartur 25. …Hxd4? og skákinni lykt- aði með jafntefli um síðir. Svartur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Leikur að trompum. Norður ♠ÁK104 ♥832 ♦85 ♣KD63 Vestur Austur ♠G92 ♠D873 ♥109 ♥KDG ♦KG76 ♦D1032 ♣10974 ♣G8 Suður ♠65 ♥Á7654 ♦Á94 ♣Á52 Suður spilar 4♥. Vestur hittir á eina útspilið sem set- ur titring í samninginn – tromp. Sagn- hafi dúkkar fyrsta slaginn, en tekur þann næsta á hjartaás. Nú er tíg- ulstungan í borði í uppnámi og við skul- um slá því föstu að ekki þýði að spila tígli úr borði á níuna heima. Austur er með stöðuna á hreinu og fer upp með tígultíu. En hvað er þá til ráða? Galdurinn er sá að læðast framhjá hátrompi austurs. Til að byrja með tekur sagnhafi ♠Á-K og trompar spaða. Fer næst inn á blindan á lauf og stingur aftur spaða. Nú á sagnhafi eitt tromp á báðum höndum. Hann spilar síðan laufinu. Trompi austur þriðja há- laufið fær sagnhafi á bæði trompin sín. Vestur gerir því best í því að henda tígli í slaginn. En þá kemur fjórða lauf- ið úr borði, sem suður trompar og það er tíundi slagurinn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Láttu það vera að flýta þér um of því það býður hættunni heim og þú skilar verri vinnu fyrir vikið. Mundu að það get- ur allt gerst. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er ekki alltaf rétta ráðið að grípa inn í líf annarra þótt aðstæður séu til þess. Jafnvægi á milli ýmissa svæða í lífi þínu er verðugt verkefni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það getur reynt á að halda heim- ilisfriðinn. Stundum verða góðir vinir að elskhugum og elskhugar að góðum vinum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hlaupabraut atvinnulífins reynir meira á en vanalega. Reyndu að gera þér grein fyrir því til hvers er ætlast af þér í stað þess að láta þínar eigin væntingar ráða ferðinni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Lífið gæti verið auðveldara ef álit vissrar manneskju myndi ekki skipta þig máli. Varastu að taka að þér fleiri verk- efni en þú ræður við. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Hvað er smáborgaralegur lífsstíll? Það mun gefa þér mikið að pæla vel í því. En það þarf ekki að endast lengi. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Smekkur þinn fellur eins og flís við rass fólksins í kringum þig. Þú átt auðvelt með að sýna tilfinningar þínar. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ef þú virkar ekki sannfær- andi geturðu varla ætlast til að aðrir trúi á málstað þinn. Fjölskyldumeðlimur legg- ur þér lið í dag. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Gerðu sjálfum þér eitthvað til góða í dag því það er fyrir öllu að þú sért glaður með sjálfan þig. Hvers konar við- gerðavinna á heimilinu liggur sérlega vel fyrir þér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Yfirmaður þinn verður að öllum líkindum ánægður með störf þín í dag. Skyldi vera rangt að þrá metorð? Nei, ekki ef þau gera þig hamingjusamari. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Eitthvað heldur aftur af þér þessa dagana en þú átt ekki auðvelt með að segja nákvæmlega til um hvað það er. Gefðu þér tíma til að lyfta þér upp í góðra vina hópi. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Eitthvað sem fiskurinn þráir virki- lega verður að veruleika. Athygli þín beinist að heimili og fjölskyldu og það verður gaman hjá þér. Stjörnuspá 12. febrúar 1918 Útgáfa Dags á Akureyri hófst. Fyrstu árin kom hann út tvisv- ar í mánuði, hann var gerður að dagblaði í september 1985 en hætti að koma út 1997. 12. febrúar 1919 Konungsúrskurður um skjald- armerki Íslands var gefinn út. Það átti að vera „krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands,“ og skjaldberar voru landvættirnar fjórar, dreki, gammur, uxi og risi. Merkinu var breytt 17. júní 1944. 12. febrúar 2003 Helgi Áss Grétarsson setti Ís- landsmet í blindskákarfjöltefli þegar hann tefldi við ellefu skákmenn, vann fimm skákir, gerði tvö jafntefli og tapaði fjórum skákum. 12. febrúar 2005 Valdís Óskarsdóttir hlaut Bafta-verðlaunin fyrir klipp- ingu á kvikmyndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Morgunblaðið sagði þetta virt- ustu verðlaun sem Íslendingur hafði fengið á sviði kvik- myndagerðar. 12. febrúar 2006 Boris Spassky og Bobby Fisc- her hittust í Reykjavík, tæpum 34 árum eftir heimsmeist- araeinvígið í skák. „Afar vel fór á með þeim,“ sagði Frétta- blaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … ,,ÉG á von á ríflega 100 manns,“ sagði Jolanta Maria Zawadzka listakona sem er sextug í dag og tekur á móti gestum í Vigdísarhúsi á Sólheimum í Grímsnesi frá kl. 17.30 á afmælisdaginn. Jolanta er fædd í Szczerin í Póllandi en fluttist til Íslands árið 1969 og segist vera orðin hálfur Ís- lendingur eftir öll þessi ár. Jolanta hefur komið víða við og gegnt ýmsum störfum, m.a. sem bóndi og kokkur á Brúarfossi. Hún vann á Grund og Landakoti og svo passaði hún handboltakappann Ólaf Stefánsson þegar hann var táningur. Í dag sinnir hún listsköpun á Sólheimum í Grímsnesi. ,,Ég hef nóg að gera,“ sagði Jolanta. ,,Á morgnana teikna ég og sauma út í Ingólfsstofu og svo pússa ég og mála leikföng í Ólafssmiðju eftir hádegi. Ég er líka að læra á tölvu á Selfossi og ætla mér að kaupa tölvu í framtíðinni.“ Jolanta hefur haldið einkasýningar á verkum sínum og hefur tekið þátt í samsýningum auk þess sem hún leikur á hljóðfæri og stendur á sviði. „Ég er mjög ánægð með lífið á Sólheimum. Ég hef nóg fyrir stafni og ræð mér sjálf,“ sagði Jolanta. Jolanta Maria Zawadzka listakona 60 ára Hefur margt fyrir stafni Nýirborgarar Reykjavík Ásrún Silja fæddist 6. september kl. 9.56. Hún vó 2.150 g og var 45,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Ingunn Hallgrímsdóttir og Andri Guðmundsson. Reykjavík Huldu Þor- bjarnardóttur og Agli Guðna Jónssyni fæddist sonur 6. janúar kl. 17.40. Hann vó 16 merkur og var 52 cm langur. Reykjavík Valtýr Hrafn fæddist 26. nóvember kl. 4.18. Hann vó 3.390 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Harpa Ed- wald og Gunnar Örn Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.