Morgunblaðið - 21.02.2009, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 1. F E B R Ú A R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
50. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
VEIGAR PÁLL GUNNARSSON
BORÐAR EKKI SNIGLA OG
TALAR EKKI FRÖNSKU
SIGURJÓN KJARTANSSON
Atkvæðamikill
í handritagerð
Í sviðsljósinu! - Chiro heilsurúm
Faxafeni 5, Reykjavik
Opi› virka daga frá kl . 10-18 Laugardaga frá kl . 11-16
Nú á 30% afslætti
Dæmi: 160x200 cm
Verð áður kr. 240.900,-
Nú aðeins kr. 168.630,-
UM 4.000 unglingar skemmtu sér konunglega á árshátíð Samfés, sam-
taka félagsmiðstöðva, sem hófst í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Há-
tíðin hófst með miklu balli, en þar komu meðal annars fram Veðurguð-
irnir, Bloodgroup, Dr. Spock og Páll Óskar. Hátíðinni lýkur svo með
Söngkeppni Samfés sem verður haldin á sama stað í dag, en þar keppa
30 atriði til sigurs.
Eins og sjá má var kátt í Höllinni í gærkvöldi, og greinilegt að þessar
stúlkur kunnu vel að meta frammistöðu Páls Óskars Hjálmtýssonar.
OG ÞÁ VAR KÁTT Í HÖLLINNI
Morgunblaðið/Ómar
Gríðarleg stemning á árshátíð félagsmiðstöðvanna í Laugardalshöll
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
GAMLI Landsbankinn áætlar að af-
skrifa 1.452 milljarða króna að lokinni
skuldajöfnun. Þetta kemur fram í
yfirliti eigna og skulda bankans sem
kynnt var kröfuhöfum hans í gær. Til
samanburðar færði gamla Kaupþing
954 milljarða króna á afskriftarreikn-
ing til bráðabirgða fyrr í þessum
mánuði, en efnahagsreikningur
Kaupþings var mun stærri en Lands-
bankans fyrir bankahrun.
Mestar afskriftir vegna útlána
Alls nam virði eigna bankans 2.647
milljörðum króna hinn 14. nóvember
síðastliðinn þegar búið var að skulda-
jafna fyrir 785 milljarða króna. Í yfir-
litinu kemur hins vegar fram að skila-
nefnd Landsbankans metur virði
eigna hans nú 1.195 milljarða króna.
Mestur hluti afskriftanna er vegna
útlána til viðskiptavina bankans og
krafna á önnur fjármálafyrirtæki, eða
tæplega 1.100 milljarðar króna.
Lárus Finnbogason, formaður
skilanefndar Landsbankans, segir yf-
irlitið byggt á mati sem er áætlað
miðað við núverandi stöðu. „Þetta
teljum við raunhæft mat eins og stað-
an er í dag. Lánasöfnin sem voru færð
yfir í nýja bankann hafa líka verið
færð heilmikið niður. Þetta er það
sem er að gerast. Það er svo mikil
rýrnun á virði eigna.“
Á sama tíma nema skuldir Lands-
bankans 3.348 milljörðum króna. Þar
af nema forgangskröfur, sem eru inn-
stæður á Icesave-reikningum bank-
ans, 1.338 milljörðum króna. Því mun-
ar um 144 milljörðum króna á eignum
bankans og forgangskröfunum.
Afskrifa 1.500 milljarða
Eignir Landsbankans eftir skulda-
jöfnun rýrna um 1.452 milljarða króna
Í HNOTSKURN
»Virði eigna Landsbankansvar 3.431 milljarður króna
hinn 14. nóvember.
»Eftir að búið var aðskuldajafna við við-
skiptavini hans nam virði
þeirra 2.647 milljörðum.
»Áætlað virði eignanna ídag samkvæmt yfirliti sem
var kynnt kröfuhöfum er
1.195 milljarðar króna.
»Skuldir bankans nema3.348 milljörðum króna.
Icesave kostar | 18
ÞEGAR hafa 11 þingmenn til-
kynnt að þeir ætli ekki í framboð í
komandi alþingiskosningum en 44
þingmenn hafa staðfest eða til-
kynnt að þeir gefi kost á sér til
áframhaldandi þingmennsku. Fleiri
þingmenn munu segja frá áformum
sínum næstu daga.
Geir H. Haarde, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, gefur ekki kost á
sér áfram en Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður VG, sækist eftir end-
urkjöri. Ekki er vitað um áform
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
formanns Samfylkingarinnar, eða
Guðjóns Arnars Kristjánssonar,
formanns Frjálslynda flokksins.
Sagt er frá áformum þingmanna
í Morgunblaðinu í dag. »17
44 áfram í framboði en
11 hætta þingmennsku
„GRUNNSKÓLI skal í hvívetna
haga störfum sínum þannig að
nemendur finni til öryggis og njóti
hæfileika sinna,“ segir í 13. grein
nýrra grunnskólalaga.
„Kerfið sem á að vera til staðar
virkar ekki,“ segir móðir á Selfossi.
Hún hefur lifað við martröð und-
anfarin ár, barnið hennar hefur
verið lagt í einelti í grunnskóla.
„Þetta er árás á það sem er manni
heilagast; barnið manns. […] Það
myndast sár á sálinni sem gróa
seint,“ segir móðirin. Hún undrast
að „kerfið“ einblíni á þolendur en
varla sé rætt við gerendur og að-
standendur þeirra. „En það er mín
skoðun að þetta þurfi að breytast
og það þurfi að vinna með ger-
endur,“ segir móðirin. »25
„Kerfið virkar ekki“
„MAMMA vildi ekki að ég drykki
þegar ég var yngri því hún var
mjög trúuð,“ segir Pero Ajtman,
Króati á áttræðisaldri. Ajtman hef-
ur ekki drukkið neitt annað en kók
í fjörutíu ár til að halda loforð við
nú látna móður sína. Hann segir
kók eina drykkinn sem jafnist á við
vín. „Kók er núna minn vímugjafi
og ég mun drekka það til dauða-
dags,“ segir Ajtman sem þambar
kók frá morgni til kvölds.
Drekkur kók á hverjum degi
til að svíkja ekki mömmu
Fer mat okkar á tónlist eftir því
hvernig tónskáld fara að því að
læra og semja tónlist og hvort verk-
in eru stór eða smá? Er Beethoven
t.d. betri en Bítlarnir?
LESBÓK
Hvað er eiginlega
tónlist í dag?
Einar Már Jónsson veltir vöngum
yfir hugtakinu „goðsögn“ og hvern-
ig það hefur verið notað í pólitískri
og hugmyndafræðilegri umræðu.
Tilefnið er grein um þorskastríðin.
Heilög Jóhanna og
Evrópusambandið
Sex bækur úr Skálholtsprentsmiðj-
unni hafa verið boðnar til sölu. Þær
eru langt frá því að vera ókeypis en
ein þeirra er verðlögð á um 600
þúsund krónur.
Hvað kosta Skál-
holtsbækurnar?