Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Meinfyndin metsölubók … ... um ástir og örlög Rebeccu sem er kaup- óður fjármálablaðamaður, haldin óbilandi sjálfsbjargarviðleitni ... Nú er um að gera að lesa bókina áður en myndin kemur í kvikmyndahús! Góð konudagsgjöf! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is UM 250 störf á Íslandi eru í hættu þar sem bresk stórmarkaðskeðja hefur ákveðið að segja upp viðskipt- um við íslenska fiskútflytjendur. Ástæðan er sú ákvörðun stjórnvalda að leyfa hvalveiðar hér við land að nýju. Heildarviðskipti breska fyrir- tækisins við íslensk fiskvinnslufyrir- tæki nema um þremur til þremur og hálfum milljarði króna árlega, að sögn framkvæmdastjóra eins þeirra. Frostfiskur ehf. á, ásamt fleiri ís- lenskum fiskvinnslufyrirtækjum, í viðskiptum við bresku stórmarkaðs- keðjuna Waitrose sem býður há- gæðamatvörur undir hatti um- hverfisverndar. M.a. leggur Wait- rose áherslu á að skipta ekki við þjóðir sem stunda hvalveiðar og sniðgengur því t.d. vörur frá Noregi og Fær- eyjum. Steingrímur Leifsson fram- kvæmdastjóri segir að viðskipti Frostfisks við Waitrose skapi um einn milljarð í gjaldeyristekjur á hverju ári en heildarviðskipti Wait- rose við íslensk fiskvinnslufyrirtæki nemi um þremur og hálfum milljarði árlega. „Það eru 250 manns í beinum og óbeinum störfum á Íslandi vegna viðskiptanna við þessa einu keðju.“ Waitrose hefur sent Frostfiski bréf þar sem segir að verði af hval- veiðum við Íslandsstrendur muni fyrirtækið slíta viðskiptum við ís- lensk fyrirtæki. Hjá Frostfiski í Þor- lákshöfn starfa um 100 manns og ótt- ast Steingrímur að hann þurfi að fækka þeim um helming tapist við- skiptin við Waitrose. „Við höfum á síðustu 10 til 15 ár- um verið að byggja upp viðskipta- tengsl við þennan „gourmet“-mark- að í löndum eins og Belgíu, Hollandi, Sviss, Frakklandi, Bretlandi og Am- eríku,“ segir hann. „Þetta er mjög viðkvæmur markaður en borgar mikið og er ört vaxandi.“ Og hann heldur áfram. „Ég geri þá kröfu til hvalveiða á Íslandi og fyrirtækja þeim tengdra að þau skili að lágmarki því sem við fórnum á Ís- landi fyrir þetta.“ Hann segir því meira þurfa að koma til en „150 sum- arstörf“ í stað þeirra 250 ársstarfa og fjögurra milljarða innflutnings- tekna sem útlit sé fyrir að tapist nú. Hann óttast að fleiri fylgi í kjölfar- ið. „Ég veit að í Frakklandi, Belgíu og Hollandi eru stórmarkaðirnir líka mjög meðvitaðir og margir á þessum markaði munu gera athugasemdir við þetta.“ Segir fjölda starfa tapast Stór verslunarkeðja á Bretlandi hefur tilkynnt að hún muni hætta viðskiptum sín- um við íslenska fiskútflytjendur hefjist hvalveiðar við Íslandsstrendur að nýju Steingrímur Leifsson ÞEIR léku á als oddi, erlendu skólakrakkarnir sem tóku sér stöðu í Sólfarinu við Sæbraut í góð- viðrinu í gær. Ef marka má látbragðið gefa þeir fleyinu hæstu einkunn og brosa sínu blíðasta til ljósmyndara Morgunblaðsins. Allar líkur eru þó á því að hópurinn hyggist nota önnur farartæki til að komast til síns heima því enda þótt Sólfarið sé í hæsta máta glæsilegt vantar það nauðsyn- legan þéttleika til að komast yfir hafið. Í Sólfari með sigurbros á vör Morgunblaðið/RAX „VIÐ erum gríð- arlega ánægð með þetta upp- gjör. Við skilum góðum hagnaði á meðan rekstrar- umhverfi bank- ans var mjög erf- itt. Engar athugasemdir voru gerðar við uppgjörið af end- urskoðendum sem er einstakt á þess- um tímum,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP banka. Hagnaður MP banka var 860 millj- ónir króna eftir skatta í fyrra. Árið 2007 var hagnaðurinn 1.780 milljónir króna. Minni hagnaður skýrist af af- skriftum vegna falls íslensku bank- anna og Lehman Brothers. Samtals voru tæpir 2,3 milljarðar færðir á afskriftarreikning og telja stjórnendur MP banka sig með því hafa mætt allri afskriftarþörf vegna bankahrunsins. Í uppgjörinu er einnig veruleg nið- urfærsla á fyrirtækjaskuldabréfa- eign bankans. Gengishagnaður af fjármálastarfsemi jókst samt veru- lega á milli ára og nam 1,8 millj- örðum. Mestu skipti hagnaður af stöðutöku í ríkistryggðum skulda- bréfum. bjorgvin@mbl.is Hagnaður við erfiðar aðstæður Styrmir Þór Bragason MP banki mætir af- skriftarþörf að fullu FYRIRTÆKIÐ í Grindavík þar sem eiturefni láku út úr gámi hafði ekki starfsleyfi til þeirrar starfsemi sem efnin tengdust. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kannar málið. Mikill viðbúnaður var í Grindavík sl. miðvikudag þegar eiturefni láku út úr gámi við fyrirtækið. Þetta voru leifar af efnum sem notuð höfðu ver- ið til að gera íblöndunarefni fyrir rækju. Ríkharður F. Friðriksson, umhverfisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að stofnunin hafi ekki vitað af efnunum enda ekki ver- ið sótt um leyfi til slíkrar starfsemi. Fyrirtækið virðist hafa verið skráð sem heildsala. Telur hann að ekki hafi verið mikil hætta. helgi@mbl.is Höfðu ekki starfsleyfi Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is ILLUGI Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur mests stuðnings til þess að leiða Sjálfstæð- isflokkinn í Reykjavík í komandi al- þingiskosningum, samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar Capacent Gallup, sem Morgunblaðið hefur und- ir höndum. Morgunblaðið hefur upp- lýsingar um að Illugi hafi þegar tekið ákvörðun um að sækjast eftir fyrsta sætinu í Reykjavík. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins var skoð- anakönnunin framkvæmd að beiðni stuðningsmanna Illuga og var um blandaða net- og símakönnun að ræða sem Capacent Gallup gerði og náði samtals til 1.130 Reykvíkinga á kosn- ingaaldri. Könnunin var framkvæmd dagana 11.-20. febrúar. Svarhlutfall var 58,9% þannig að liðlega 40% tóku ekki afstöðu. Spurt um sex frambjóðendur Talað var við 300 í síma og 830 voru spurðir í gegnum netið. Þegar stuðningsmenn allra flokka og óflokksbundnir gáfu upp afstöðu sína eru helstu niðurstöður þessar: Illugi Gunnarsson hlaut 25,9% stuðn- ing og Guðlaugur Þór Þórðarson 7,7%. Vikmörk eru 4,1% fyrir Illuga og 2,5% fyrir Guðlaug, að því er segir í könnuninni. Illugi Gunnarsson nýtur því stuðn- ings 20,8% til 30% Reykvíkinga til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og Guðlaugur Þór á bilinu 5,2% til 10,2% stuðnings. Séu svör þeirra sem gáfu sig upp sem stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins greind eru niðurstöður könnunarinnar þessar: Illugi Gunn- arsson hlaut 32,8% stuðning og Guð- laugur Þór Þórðarson 16,9% stuðn- ing. Illugi nýtur mests stuðn- ings í 1. sæti í Reykjavík Könnun Capacent Gallup náði til um 1.130 Reykvíkinga Í HNOTSKURN » Spurt var: Hver eftirtal-inna telur þú að eigi að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík? » Gefnir voru sex valkostir:1. Ásta Möller 2. Illugi Gunnarsson 3. Guðlaugur Þór Þórðarson 4. Sigurður Kári Kristjánsson 5. Annar, hver? 6. Enginn af ofangreindum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.