Morgunblaðið - 21.02.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ALLT stefnir í að frumvarp rík-
isstjórnarinnar um breytingar á
yfirstjórn Seðlabankans verði
að lögum á mánudaginn, veru-
lega breytt frá upphaflegri
mynd við fyrstu umræðu. Ann-
arri umræðu lauk í gær og var
frumvarpið sent aftur til við-
skiptanefndar fyrir lokaumræð-
una. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar,
flutti breytingartillögur meirihluta nefndarinnar og
voru þær allar samþykktar, ýmist með samþykki
eða hlutleysi sjálfstæðismanna. Umræðurnar stóðu
lungann úr gærdeginum við áheyrn fárra þing-
manna.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, flutti tillögur minnihlutans. Hann sagði til-
lögur meirihlutans til bóta, en
að þær gengju samt allt of
skammt. Vildi minnihlutinn til
að mynda víkka skilyrði um
menntun seðlabankastjóra enn
meira og gagnrýndi hann að
skipunarvald forsætisráðherra
yfir bankanum yrði of mikið,
ekki síst fyrst um sinn. Kallaði
Árni M. Mathiesen bankann eft-
ir gildistöku laganna af því til-
efni Seðlabanka Jóhönnu Sig-
urðardóttur.
Langflestir ræðumenn í umræðunum voru þing-
menn Sjálfstæðisflokksins og gagnrýndu þeir frum-
varpið og vinnubrögð meirihlutans á margvíslegan
hátt. Það hefði verið unnið í miklum flýti og skamm-
ir frestir gefnir til allra umsagna. Ekki hefði komið
fram hver hefði samið frumvarpið. Umsögnum mik-
ilvægra aðila, á borð við Seðlabanka Evrópu, hefði
verið hafnað í viðskiptanefnd. Í raun væri ekki verið
að fækka í yfirstjórn bankans, heldur fjölga og að
jafnvel væri ekki verið að leggja niður nema eina
bankastjórastöðu. Annars væri um breytingar á
starfsheitum að ræða. Raunar var málflutningur
sjálfstæðismanna í mörgum atriðum keimlíkur um-
sögn seðlabankastjóranna Eiríks Guðnasonar og
Davíðs Oddssonar um frumvarpið. Þá sögðu þing-
menn frumvarpið alls ekkert taka á stefnu stjórn-
valda í peningamálum.
Lykilhlutverk í endurreisn trúverðugleika
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði
fyrir atkvæðagreiðsluna að viðskiptanefnd hefði
unnið gott starf. Breytingartillögur meirihluta
nefndarinnar styrktu meginmarkmið frumvarpsins
um faglega endurskipulagningu yfirstjórnar Seðla-
bankans. Sagði Jóhanna að breytingarnar sem
frumvarpið fæli í sér myndu gegna lykilhlutverki í
endurreisn trúverðugleika íslensks efnahagslífs.
Stutt í stjórnarskipti við Arnarhól
Frumvarp ríkisstjórnar um breytingar á yfirstjórn Seðlabanka verður líklega að lögum á mánudag
Sjálfstæðismenn sögðu breytingar viðskiptanefndar góðar en skammdrægar og gagnrýndu flest annað
Álfheiður
Ingadóttir
Birgir
Ármannsson
MJÖG margir sóttu um tvær stöður
skrifstofustjóra í samgöngu-
ráðuneytinu. Samtals sóttu 65 um
stöðu skrifstofustjóra á sam-
skiptaskrifstofu ráðuneytisins. Þá
sóttu 59 um aðra stöðu skrif-
stofustjóra í ráðuneytinu. Nöfn um-
sækjenda er að finna á vef sam-
gönguráðuneytisins,
www.samgonguraduneyti.is.
Mjög margar
umsóknir
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
SNÆFELLSJÖKULL hefur þynnst og hopað meira á
síðustu árum en áður hefur gerst. Ef allt fer á versta veg
gæti jökullinn verið horfinn eftir um 20 ár.
Snæfellsjökull er um 12,5 km2 að flatarmáli. Með sam-
anburði mælinga sem fram fóru í september 2008 við
hæðarlíkan Loftmynda ehf. frá 1999 má reikna með-
allækkun jökulyfirborðsins á þessu tímabili og reyndist
hún rúmlega 13 metrar, eða um 1,5 metrar á ári að með-
altali. Rýrnunin er hátt í tvöfalt hraðari en mælingar á
Hofsjökli og Vatnajökli gefa til kynna á sama tímabili en
svipuð og á Langjökli.
Að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings eru þetta
ótrúlega háar tölur. Hæðarmunur er líklegasta skýr-
ingin að sögn Odds. Snæfellsjökull er 1440 metrar þar
sem hæst er, Langjökull 1450 metrar, Hofsjökull um
1800 metrar og Vatnajökull yfir 2000 metrar á köflum.
Snæfellsjökull ekki nema 30 metra þykkur að með-
altali og ef hann þynnist um 1,5 metra á ári verður hann
horfinn eftir 20 ár ef rýrnunin heldur áfram með sama
hraða. Oddur er ekki viss um að það gerist. Hann reikn-
ar með því að alltaf verði fönn á jöklinum og hann hvítur
lengst af sumri. Jökullinn hefur þynnst mest við jað-
arinn, um meira en 40 metra þar sem mest er, en minnst
á hábungunni, þar sem yfirborðið hefur lækkað um u.þ.b.
5 metra að meðaltali ofan 1200 metra yfir sjávarmáli.
Á árinu 2008 hófust, í tilefni heimskautaáranna 2007-
2009, viðmiðunarmælingar á jöklum landsins til þess að
meta breytingar þeirra þegar fram líða stundir.
Snæfellsjökull, Eiríksjökull og meirihluti Hofsjökuls
voru mældir í september 2008 af þýska mælingafyr-
irtækinu TopScan og fóru mælingarnar fram með leysi-
tækjum úr flugvél sem mæla hæð jökulyfirborðsins yfir
sjó með mikilli nákvæmni og upplausn. Sumarið 2007 var
mestur hluti Langjökuls mældur með sömu tækni.
Að sögn Odds er þetta ný tækni, sem gefur áður
óþekkta möguleika til að mæla breytingar á jöklum
landsins. Með þessari tækni verður hægt að gera mjög
nákvæmar samanburðarmælingar og hægt að gera
margfalt nákvæmari kort af jöklum landsins en gert hef-
ur verið áður. Niðurstöður mælinganna munu liggja fyr-
ir til samanburðar við þær mælingar sem gerðar verða
síðar meir. Oddur segir að Ísland breytist meira og örar
en nokkurt annað land í heiminum og ekkert breytist
eins ört og jöklar landsins.
Morgunblaðið/RAX
Fögur sjón Snæfellsjökull er tilkomumikill þegar horft er frá loðnumiðunum á Faxaflóa.
Verður Snæfellsjökull
horfinn eftir 20 ár?
Jökulyfirborðið hefur lækkað um 1,5 metra á ári
Leysitækni hefur gjörbreytt mælingum á jöklum
ÞAÐ yrði mikill sjónarsviptir að Snæfellsjökli, segir
Oddur Sigurðsson, enda einna frægastur jökla á Ís-
landi. Hann þykir afar tilkomumikill og er í sjónlínu frá
stærstu byggð landsins á höfuðborgarsvæðinu.
Oddur segir að Snæfellsjökull hafi verið skraut alla
Íslandssöguna. Hann var nefndur fyrstu jökla í Íslend-
ingasögunum. Jökullinn kemur við sögu í
Bárðar sögu Snæfellsáss, Atla sögu Ótryggssonar,
Ármannssögu og Landnámu, en þar er hann kallaður
Snjófjallsjökull. Þá er ónefnt að jökulinn hefur verið
sögusvið í frægum útlendum bókum og kvikmyndum,
sem eftir þeim hafa verið gerðar.
Einna frægastur jökla
FJÖGUR veit-
ingahús í Reykja-
vík hafa verið
tekin til gjald-
þrotaskipta með
úrskurði Héraðs-
dóms Reykjavík-
ur, sem kveðinn
var upp 6. febr-
úar sl.
Veitingahúsin eru Iðusalir ehf.
við Lækjargötu, Café Oliver ehf. við
Laugaveg, Barinn ehf. við Lauga-
veg og Q bar Ingólfsstræti ehf., sem
stóð við samnefnda götu.
Barinn var á Laugavegi 22, þar
sem áður var veitingastaður, kennd-
ur við húsnúmerið.
Þrír síðastnefndu staðirnir eru
barir, sem reknir voru af sömu að-
ilum, sem höfðu heimilisfang að
Lynghálsi 10. Iðusalir eru í Iðuhús-
inu og voru leigðir út til veisluhalda.
Samkvæmt kennitölum veitinga-
staðanna, voru þeir allir stofnaðir á
árinu 2007.
Skiptastjóri þrotabúanna var
skipaður Þorvaldur Emil Jóhann-
esson hdl. Kröfur í þrotabúin þurfa
að berast skiptaráðanda innan
tveggja mánaða. Skiptafundir verða
haldnir 29. apríl nk. sisi@mbl.is
Fjögur veit-
ingahús í þrot
PÁLL Jakobsson, stjarneðlisfræð-
ingur við Háskóla Íslands, flytur
fyrirlestur um gammablossa í
Öskju, náttúrufræðihúsið HÍ, í dag,
klukkan 14. Gammablossar verða
til þegar stór stjarna springur og
myndar svarthol.
Fyrirlestur Páls er upphaf fyr-
irlestraraðar sem Stjarnvísinda-
félag Íslands og Raunvísindastofn-
un Háskóla Íslands efna til undir
heitinu „Undur veraldar: Undir al-
heimsins.“ Haldnir verða fimm fyr-
irlestrar og verða þeir annan hvern
laugardag.
Allir fyrirlestrarnir eru í stofu
132 í Öskju.
Morgunblaðið/ÞÖK
Gammablossar Páll Jakobsson
stjarneðlisfræðingur rannsakar
himingeiminn.
Fyrirlestur um
gammablossa
STEFNT er að því að hefja fram-
kvæmdir við fjölbýlishús á vegum
Samtaka aldraðra við Sléttuveg í
Fossvogi í næsta mánuði. Að sögn
byggingarverktakans er engan bil-
bug að finna á verkkaupanum enda
meirihluti íbúðanna þegar seldur.
Um er að ræða 58 íbúða blokk, þá
þriðju sem Samtök aldraðra láta
reisa við Sléttuveg, en íbúðirnar eru
ætlaðar fólki 60 ára og eldra.
Að sögn Kára Arngrímssonar,
forstjóra verktakafyrirtækisins
Atafls sem byggir húsið, hefur und-
irbúningur verkefnisins staðið í um
hálft ár og verður því haldið áfram,
þrátt fyrir kreppuna nú.
„Tveir þriðju hlutar íbúðanna eru
þegar farnir og það er bara verið að
klára að koma síðustu íbúðunum út,“
segir Kári en stefnt er að því að
hefja framkvæmdir í seinni hluta
marsmánaðar. „Þetta er um tveggja
ára verkefni og það skiptir vissulega
máli í dag.“
ben@mbl.is
Reisa blokk
í Fossvogi
Samtök aldraðra
byggja við Sléttuveg
Orðrétt
á Alþingi
’...sérstakt að við séum hér aðfjalla um mál sem er búið að ræðaansi mikið í þinginu og á opinberumvettvangi og það hefur ekki enn komiðfram hver samdi frumvarpið.
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
’Allt þetta karp sem er núna búiðað vera í gangi. Hver samdi laga-frumvarpið? Mér er skítt sama, fyrir-gefið þið orðbragðið, hver gerði það.Aðalatriðið er að það er verið að taka á
málum hérna.
RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR
SAMKVÆMT
tilkynningu sem
Árna Johnsen
hefur borist bréf-
leiðis frá rík-
issaksóknara hef-
ur mál vegna
kæru Gunnars
Gunnarssonar að-
stoðarvega-
málastjóri á
hendur Árna fyrir ærumeiðing-
arbrot, verið fellt niður. Kæran
barst vegna greinar sem Árni skrif-
aði í Morgunblaðið í apríl í fyrra.
Með hliðsjón af rannsóknargögnum
verður það sem fram er komið ekki
talið nægilegt eða líklegt til sakfellis,
og því er málið látið niður falla, að
því er sagði í bréfi ríkissaksóknara.
Málið var
fellt niður
Árni Johnsen