Morgunblaðið - 21.02.2009, Page 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér
saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl
næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast
framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. .
Alþingiskosningar 2009
ANNA Pála Sverrisdóttir, meistaranemi í lögfræði, sækist
eftir 5. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Anna Pála er fædd 19. september 1983. Hún hefur unnið
lögfræðistörf á Persónuvernd og þar áður sem blaðamað-
ur á Morgunblaðinu. Hún var oddviti Röskvu, samtaka fé-
lagshyggjufólks við Háskóla Íslands, og á að baki setu í Há-
skólaráði HÍ og stjórn LÍN auk fjölda annarra félagsstarfa.
Anna Pála er í dag formaður Ungra jafnaðarmanna. Í
fréttatilkynningu segir að helsta baráttumál Önnu Pálu á
þingi verði að gera ungu fólki kleift að lifa og starfa á Ís-
landi í nánustu framtíð. Hún hafi verið ötull talsmaður
menntunar og námsmanna og þess að við notum menntakerfið til að koma
okkur aftur á flug.
Anna Pála í framboð í Reykjavík
Anna Pála
Sverrisdóttir
ANNA Ólafs-
dóttir Björnsson
gefur kost á sér í
1.-3. sæti í forvali
Vinstri grænna í
Reykjavík.
Anna er sagn-
fræðingur og
tölvunarfræð-
ingur að mennt.
Hún hefur verið
virk í stjórn-
málum frá árinu 1982, jafnt í gras-
rótarstarfi og ábyrgðarstöðu. Hún
sat á þingi fyrir Kvennalistann árin
1989-1995 og er nýkjörinn formað-
ur Vinstri grænna á Álftanesi.
Anna í framboð fyrir
VG í Reykjavík
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
TRYGGVI Þór
Herbertsson pró-
fessor í hagfræði
gefur kost á sér á
lista Sjálfstæð-
isflokksins í NA-
kjördæmi.
Tryggvi var
efnahagsráðgjafi
Geirs H. Haarde,
forstjóri Askar
Capital og forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands.
Hann hefur ekki tekið þátt í póli-
tísku starfi áður. Í tilkynningu seg-
ir hann að ákvörðun sín tóni vel við
kröfu fólks um endurnýjun og að á
framboðslista veljist fólk ekki ein-
göngu úr flokksstarfinu, heldur
líka með reynslu úr atvinnulífinu.
Tryggvi Þór í fram-
boð í NA-kjördæmi
Tryggvi Þór
Herbertsson
LILJA Mós-
esdóttir gefur
kost á sér í 2.
sæti í forvali
Vinstri grænna í
Reykjavík.
Lilja er með
doktorspróf í
hagfræði. Und-
anfarin ár hefur
hún m.a. starfað
sem prófessor við Háskólann á Bif-
röst, hagfræðingur ASÍ, ráðgjafi
fyrir grænlensku heimastjórnina
og sem sérfræðingur við Háskólann
í Luleaa í Svíþjóð ásamt því að hafa
átt sæti í ýmsum nefndum hins op-
inbera.
Lilja Mósesdóttir í
framboð fyrir VG
Lilja Mósesdóttir
ÓLÍNA Þorvarðardóttir gefur kost á sér í 1.-2. sæti á fram-
boðslista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi.
Ólína er þjóðfræðingur að mennt, háskólakennari,
fræðimaður og kennari. Hún hefur gefið út fjórar bækur
og skrifað fjölda fræðigreina. Hún var skólastjóri Mennta-
skólans á Ísafirði árin 2001-2006, var formaður sveit-
arstjórnarráðs Alþýðuflokksins, formaður íbúasamtaka
Vesturbæjar og formaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Hún er ein af stofnendum Reykjavíkurakademíunnar og
síðar stofnandi og formaður Vestfjarðaakademíunnar.
Hún er um þessar mundir varaformaður menningarráðs
Vestfjarða og situr í stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar.
Ólína í framboð fyrir Samfylkingu
Ólína Þorvarð-
ardóttir
EYSTEINN
Jónsson gefur
kost á sér í 1.-3.
sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í
Suðurkjördæmi.
Eysteinn er
bæjarfulltrúi í
Reykjanesbæ og
er með meistara-
gráðu í rekstr-
arverkfræði og stundar nú nám í
viðskiptastjórnun við Háskólann í
Reykjavík.
Eysteinn í framboð
Eysteinn Jónsson
MATTHÍAS
Freyr Matthías-
son gefur kost á
sér í 7.-10. sæti á
lista Samfylking-
arinnar í SV-
kjördæmi. Hann
hefur starfað
sem æskulýðs-
fulltrúi og sem
meðferð-
arfulltrúi.
Matthías í framboð
Matthías Freyr
Matthíasson
Sigurður Kári
Kristjánsson, al-
þingismaður, hefur
ákveðið að bjóða
sig fram í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík.
Hann sækist eftir
forustusæti á list-
anum og óskar eftir
stuðningi í 2.-3.
sæti í prófkjörinu. Sigurður Kári
var kjörinn á þing 2003.
Stefnir á 2.-3. sæti
Sigurður Kári
Kristjánsson
Ari Matthíasson
leikari og áður
framkvæmda-
stjóri hjá SÁÁ
gefur kost á sér í
2. sæti á lista VG
í Reykjavík. Ari
er lærður leikari
frá Leiklist-
arskóla Íslands
og hefur hlotið
meistaragráðu í stjórnun og við-
skiptum frá HR. Hann er með skip-
stjórnarréttindi og er í meist-
aranámi í hagfræði í HÍ.
Ari í framboð fyrir
VG í Reykjavík
Ari Matthíasson
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
RANNSÓKNUM vegna vændis
ungra stúlkna allt niður í 13 ára
hefur fjölgað undanfarin tvö ár
þótt rannsóknirnar hafi ekki verið
margar, að því er Björgvin Björg-
vinsson, yfirmaður kynferð-
isbrotadeildar lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, greinir frá. Að
sögn Björgvins hafa stúlkurnar oft-
ar en ekki selt sig fyrir fíkniefni
eða áfengi.
Engar kærur
Hann kveðst ekki minnast þess
að málin hafi leitt til kæru eða
ákæru á þessum undanförnum
tveimur árum. „Í þessum málum
sem við höfum haft til rannsóknar
hefur þolandinn, það er að segja
barnið, ekki verið mjög samstarfs-
fús þannig að við eigum erfitt með
að ná í þá sem hafa notfært sér
stelpurnar,“ segir Björgvin og bæt-
ir því við að lögreglan hafi áhyggj-
ur af fjölgun þessara mála.
Skólinn gerir viðvart
Nú eru til rannsóknar hjá kyn-
ferðisbrotadeildinni mál tveggja
unglingsstúlkna, 13 og 14 ára, sem
taldar eru hafa selt sig fyrir fíkni-
efni og áfengi. Þeir sem vekja at-
hygli á slíkum málum eru yfirleitt
skólayfirvöld, að sögn Björgvins.
,,Þeim finnst kannski barnið
haga sér öðruvísi en gengur og
gerist og skólinn lætur barna-
yfirvöld vita. Málin koma ekki allt-
af til rannsóknar hjá okkur en þau
gera það þegar ástæða þykir til.
Það fer eftir alvarleika málsins og
hversu langt þetta er gengið,“ seg-
ir Björgvin.
Díana Óskarsdóttir, ráðgjafi í
Foreldrahúsinu, segir nokkur til-
felli um vændi mjög ungra stúlkna
hafa komið upp á yfirborðið í við-
tölum þar á undanförnum árum.
Þær yngstu í afneitun
„Þetta birtist okkur í svolítið
öðruvísi mynd en hjá lögreglunni.
Það er þegar stelpurnar eru orðnar
16 og 17 ára og koma í viðtöl hing-
að eftir að mikið hefur gengið á
sem þær segja frá því sem gerðist
þegar þær voru 13 ára. Þá hætta
þær í afneituninni og sjá að þetta
hefur verið sala og ekkert annað.
Auðvitað hefur það komið fyrir að
13 ára stelpa opnar á svona en þá
lítur þetta öðruvísi út í hennar aug-
um. Á þessum aldri réttlæta þær
þetta með því að þær séu hrifnar af
strákunum, finnist þetta gaman og
að þær séu með völdin.“
Aðgangseyrir inn í hóp
Það er tilfinning Díönu að meira
sé um að ungar stúlkur selji sig en
komið hafi í ljós. Hún segir að
stelpurnar tali ekki bara um sjálfar
sig í þessu samhengi, heldur einnig
um vinkonur sínar.
„Þetta er gjaldmiðill sem þær
hafa til þess að ná í eiturlyf og
áfengi og öðlast vinsældir. Þetta er
aðgangseyrir inn í hópinn.“
Þrettán ára selja
sig fyrir fíkniefni
Rannsóknum lögreglu vegna vændis barna hefur fjölgað
STÍGAMÓT fá í hverri viku nokkur símtöl sem tengjast einhvers konar
kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, að því er Þórunn Þórarinsdóttir ráð-
gjafi greinir frá.
„Það er sjaldnast sem mjög ungar stúlkur leita sjálfar til okkar. Þær
geta það kannski ekki eða vita ekki af okkur. Þetta eru gjarnan vinkon-
ur sem hringja vegna vinkonu sinnar sem líður illa eða er hrædd. Þeir
sem hringja eru einnig einhverjir úr fjölskyldu viðkomandi, kennarar og
námsráðgjafar til þess að leita leiða fyrir ung börn. Við vísum þeim í
réttan farveg því að við tökum ekki á móti börnum undir 18 ára aldri,“
segir Þórunn.
Hringja fyrir vinkonu sína
PÓLSKUR nemandi, Maciej Lukawski, hlaut ein-
kunnina 10 fyrir meistaraprófsritgerð við RES Orku-
skóla á Akureyri og meðaleinkunnina 9,45 á prófi. Þessi
fyrsta brautskráning meistara í orkufræðum hér á landi
var í gær, við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu.
Lukawski er lengst til vinstri á myndinni. Í miðjunni
er Petra Bozic og Luka Zajec til hægri. Þau eru bæði frá
Slóveníu.
Þrjátíu nemendur voru brautskráðir með M.Sc.-gráðu
í endurnýjanlegum orkufræðum, af þremur náms-
brautum, en nemarnir koma frá níu þjóðlöndum. Námið
hefur staðið í samfleytt eitt ár og að því komið um 70
kennarar, bæði innlendir en fyrst og fremst þekktir er-
lendir prófessorar og fræðimenn.
RES Orkuskóli vinnur náið með Háskóla Íslands og
Háskólanum á Akureyri og veita háskólarnir tveir sam-
eiginlega þá meistaraprófsgráðu sem nemendur fá.
Þetta er í fyrsta skipti sem háskólar hér á landi koma
sameiginlega að brautskráningu með þessum hætti.
Nemendurnir sem útskrifast í ár eru af þremur
áherslusviðum: jarðhitaorku; lífmassa og vistvænu elds-
neyti; efnarafölum og vetni. Á nýhöfnu skólaári var fjölg-
að um eina braut við skólann en stefnt er að því að náms-
brautir verði alls sjö innan fárra ára.
Námið á sér hvergi hliðstæðu, að sögn dr. Björns
Gunnarssonar, forstöðumanns RES. „Nemendahóp-
urinn sem lýkur prófi við skólann í dag er fólk í hæsta
gæðaflokki sem kemur til með að vera leiðandi í orku-
málum þjóða víða um heim á komandi árum og fyrir okk-
ur Íslendinga verður mikils virði að þetta fólk hafi hlotið
sína menntun hér á landi. Þetta er því stór stund, ekki
bara fyrir bæjarfélagið og háskólasamfélagið á Íslandi,
heldur einnig í eflingu menntaframboðs á sviði endurnýj-
anlegra orkugjafa á heimsvísu og þróun framtíð-
arorkugjafa,“ sagði dr. Björn í gær.
skapti@mbl.is
Ljósmynd/Rúnar Þór
10 fyrir meistaraprófsritgerð