Morgunblaðið - 21.02.2009, Page 21
Fréttir 21ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
Þriggja daga ferð fyrir tvo til Búdapest 23. apríl til 26. apríl.
Gisting með morgunverði á Hotel Mercure Korona, sem er
ákaflega glæsilegt 4 stjörnu hótel með góðum veitingastað
og kaffihúsi. Hótelið er staðsett við Kalvin-torgið í miðborg
Búdapest og þar er einnig sundlaug, gufubað og sólbaðsstofa.
Öll herbergin eru fallega innréttuð með sjónvarpi, síma,
minibar, hárþurrku og loftkælingu.
Febrúarvinningur:
3ja daga ferð fyrir tvo til Búdapest
að verðmæti 180.000 kr.
Innifalið í verði ferðar:
• Flug og flugvallaskattar til Búdapest og aftur til Keflavíkur
• Gisting í tvíbýli með morgunmat á Hotel Mercure Korona
• Akstur til og frá flugvelli erlendis
Ekki innifalið:
• Skoðunarferðir
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
mbl.is/moggaklubburinn
1.vinningurregið . ebrúar
Með Moggaklúbbnum
til Búdapest
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BENJAMIN Netanyahu, leiðtogi hægriflokksins Likud,
kvaðst í gær vilja mynda ríkisstjórn með aðild allra
stærstu flokka Ísraels og hvatti keppinauta sína úr röð-
um miðjumanna til að ganga til liðs við hana.
Tzipi Livni, leiðtogi mið- og hægriflokksins Kadima og
utanríkisráðherra fráfarandi stjórnar, virtist í gær ljá
máls á því að ganga til stjórnarsamstarfs við Netanyahu.
Ekki er þó víst að Netanyahu fallist á skilyrði Livni fyrir
samstarfinu. Hún hefur gefið til kynna að hún vilji að þau
skiptist á um að gegna embætti forsætisráðherra næstu
fjögur árin, þannig að þau fari fyrir stjórninni í tvö ár
hvort, en Netanyahu hefur hafnað þeim möguleika.
Shimon Peres, forseti Ísraels, veitti Netanyahu umboð
til að mynda nýja stjórn í gær þótt Kadima hefði fengið
fleiri þingsæti en Likud í kosningum í vikunni sem leið.
Þingmönnum Likud fjölgaði þá um rúman helming, úr 12
í 27, en Kadima fékk 28 þingsæti. Netanyahu var hins
vegar í betri aðstöðu til að mynda meirihlutastjórn vegna
þess að hægriflokkarnir styrktu stöðu sína á þinginu.
Talið að hægristjórn yrði veik
Netanyahu getur reitt sig á stuðning 65 þingmanna af
120 ákveði hann að mynda hægristjórn með flokkum
þjóðernissinna og strangtrúaðra gyðinga. Ólíklegt er
hins vegar að slík stjórn myndi endast lengi vegna djúp-
stæðs ágreinings milli fylkinganna. Netanyahu kvaðst
vilja mynda stjórn með Livni og Ehud Barak, leiðtoga
Verkamannaflokksins og varnarmálaráðherra fráfarandi
stjórnar. Livni sagði þó í gær að hún myndi ekki ganga til
liðs við neina harðlínustjórn og væri tilbúin til að vera í
stjórnarandstöðu ef nauðsyn krefði. „Ég verð ekki peð í
ríkisstjórn sem myndi ganga gegn hugsjónum okkar,“
sagði hún.
Nái Netanyahu ekki samkomulagi við Livni á hann
einskis annars úrkosti en mynda veika ríkisstjórn með
flokkum sem ljá ekki máls á neinum friðarsamningum við
Palestínumenn.
Biðlar til miðjumanna
Benjamin Netanyahu reynir að mynda samsteypustjórn með Kadima og
Verkamannaflokknum í Ísrael eftir að hafa fengið umboð til stjórnarmyndunar
Í HNOTSKURN
» Netanyahu fær nú 28daga til að mynda nýja rík-
isstjórn. Shimon Peres forseti
getur framlengt frestinn um
14 daga.
» Netanyahu fékk stjórn-armyndunarumboðið eftir
að harðlínumaðurinn Avigdor
Lieberman, leiðtogi þriðja
stærsta flokksins, lýsti yfir
stuðningi við hann. Flokk-
urinn réð úrslitum um hvort
Netanyahu eða Tzipi Livni
yrði falið að mynda næstu rík-
isstjórn Ísraels.
» Eftir að Netanyahu fékkumboðið lagði hann
áherslu á að Ísrael stafaði
mest hætta af kjarnorku-
áætlun Írans en hann sagði
ekkert um friðarviðræður við
Palestínumenn.
Reuters
Fékk umboðið Benjamin Netanyahu og Shimon Peres.
BÓLIVÍUMAÐUR í hefðbundnum klæðnaði
dansar þjóðdans á kjötkveðjuhátíð sem nefnist
Anata Andina. Hundruð hópa indíána taka þátt í
hátíðinni í Oruro-héraði í Andesfjöllum í vest-
urhluta Bólivíu. Hátíðin í Oruro stendur í tíu
daga fyrir föstuna.
Kjötið kvatt í Andesfjöllum
Reuters
DANSKI þjóð-
arflokkurinn,
sem oft er sak-
aður um andúð á
innflytjendum,
hefur lýst yfir
stuðningi við til-
lögur jafn-
aðarmanna um
aðlögun innflytj-
enda að dönsku
samfélagi. Ganga
þær fyrst og fremst út á að koma í
veg fyrir gettómyndun, að innflytj-
endur safnist saman á ákveðnum
stöðum og í ákveðnum hverfum.
Stuðningur Danska þjóðarflokks-
ins við jafnaðarmenn í þessu máli
sætir tíðindum því að hingað til hafa
flokkarnir ekki verið sammála um
allt of margt.
Tillögurnar eru m.a. þær, að inn-
flytjendur verði skyldaðir til að
senda börn sín strax ársgömul á
vöggustofu sé hætta á, að þau heyri
aldrei danska tungu talaða á heim-
ilinu og reynt verði að dreifa búsetu
innflytjenda. Þá á að banna, að í
sumum skólum eða sumum bekkjum
séu of mörg innflytjendabörn, held-
ur skuli skólarnir endurspegla hlut-
föllin í samfélaginu.
„Við erum því andvíg, að hér
myndist annað samfélag til hliðar við
það danska. Við styðjum tillögurnar
því það þarf að grípa til róttækra að-
gerða ef aðlögunin á takast,“ sagði
Pia Kjærsgaard, formaður Danska
þjóðarflokksins. svs@mbl.is.
Vilja ekki
myndun
gettóa
Flokksleiðtoginn
Pia Kjærsgaard.
Pia Kjærsgaard
styður jafnaðarmenn
KNUT Storberget, dómsmálaráð-
herra Noregs, sneri í gær við þeirri
ákvörðun sinni, að múslímskar kon-
ur í norsku lögreglunni mættu bera
„hijab“ eða höfuðklút, sem hylur hár
og háls. Hafði ákvörðun hans verið
harðlega mótmælt og þá ekki síst í
hans eigin flokki, Verkamanna-
flokknum.
„Þjóðin var á móti, flokkurinn var
á móti og margir þingmenn Verka-
mannaflokksins voru andvígir þess-
ari ákvörðun,“ sagði Trond Henry
Blattmann, leiðtogi Verkamanna-
flokksins á Vestur-Ögðum.
Norskir fjölmiðlar segja, að mikil
óánægja sé með Storberget hjá
óbreyttum flokkssystkinum hans,
sem saka hann sambandsleysi. Á
blaðamannafundi í gær kynnti hann
nýja ákvörðun sína. svs@mbl.is
Höfuðklútur
bannaður