Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 24
24 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
É
g var nokkur sumur í sveit á Graf-
arbakka í Hrunamannahreppi
þegar ég var strákur, en þá voru
engar dráttarvélar til, heldur var
þetta allt knúið með afli hestsins.
Sláttuvél og rakstrarvél voru spenntar fyrir
hesta. Stundum var ég á ferðinni utan af engj-
um, kannski með tíu hesta í lest, en þeir sáu um
að bera heyið heim,“ segir Gísli Ferdinandsson,
fyrrverandi skósmiður og þverflautuleikari,
sem kominn er á níræðisaldur. Hugurinn er
kristaltær og það kemur blik í auga þegar hann
minnist bernskudaga. „Það var óskaplega gam-
an að fara á móti fjársafninu þegar fjallmenn
komu til byggða með féð, þá fékk ég að fara á
hesti upp fyrir Berghyl að eyðibýlinu Hraun-
króki. Stemningin var einstök í réttunum og
karlarnir fengu sér aðeins í annan fótinn,“ segir
Gísli og hlær sínum prakkaralega hlátri. „Ég
held ég hafi bara staðið mig nokkuð vel í sveita-
störfunum, allavega sofnaði ég kúguppgefinn á
hverju kvöldi og í sumarlok fékk ég að launum
rófupoka, kartöflupoka, lambsskrokk og ein-
hverja aura líka, svei mér þá.“
Stefán Stórval spilaði á nikkuna
Gísli ólst upp í stórum systkinahópi, hann er
fimmti í röðinni af sjö systkinum og var orku-
mikill ungur drengur að eigin sögn.
„Ég var alltaf að týnast og systkini mín voru
eitthvað þreytt á eilífu veseninu á mér,“ segir
Gísli sem er kappsamur í eðli sínu og segist ekki
hafa getað verið minni maður en foreldrarnir og
eignaðist sjálfur sjö börn.
„Karl faðir minn, Ferdinand Eiríksson, var
skósmiður, þannig að ég ólst að hluta til upp á
verkstæðinu hans á Hverfisgötunni, sem hann
opnaði árið 1918. Hann var vinsæll, barngóður
og elskulegur karl hann pabbi og margir sem
hugsuðu vel til hans,“ segir Gísli sem fetaði í
fótspor föður síns og varð skósmiður. Hann rak
skósmíðaverkstæði í Lækjargötu 6 í rúm fjöru-
tíu ár og víst er að margir eiga góðar minningar
frá heimsóknum sínum þangað.
„Það var margur kynlegur kvisturinn sem
kom reglulega til mín þangað. Stefán Stórval
Jónsson frá Möðrudal var einn af þeim og hann
spilaði stundum á nikkuna fyrir mig og sagði
mér sögur. Aðrir tefldu við mig í horni undir
stiganum eða fengu sér kaffisopa. Hilmar
Oddsson kvikmyndatökumaður var af-
greiðslumaður hjá mér eitt sumar og var af-
skaplega elskulegur og kerlingarnar dáðu
hann.“
Heitu pottarnir eins og pöbb
Þótt langt sé liðið síðan skóverkstæði Gísla
var lokað heldur hann tryggð við miðbæinn og
kemur oft við í heimspekihorninu á Kaffi París
á föstudögum. „Þar hittast alltaf nokkrir fé-
lagar, Gunnar Dal og fleiri, og við spáum og
spekúlerum. Blaðamenn frá NY Times og öðr-
um útlendum blöðum hafa komið þangað til að
taka við okkur viðtöl og mynda okkur í bak og
fyrir,“ segir Gísli og kímir. En hann heldur ekki
aðeins andanum ferskum, hann hugsar líka vel
um skrokkinn. Hann fer tvisvar í viku í pútt
með nokkrum gömlum félögum úr Lúðrasveit-
inni Svaninum og svo fer hann daglega í sund.
„Heitu pottarnir eru líkastir góðum pöbb, þar
hitti ég vini mína og spjalla. En ég ökklabrotn-
aði fyrir þremur vikum þegar ég rann til í hálk-
unni við sundlaugarnar. Það er nú hlálegt að ég,
hinn mikli mannbroddaseljari, skuli hafa brotið
á mér löppina í hálkunni. Hálfa ævina hef ég
verið að negla skó fyrir fólk og teygja mann-
brodda utan um skófatnað. Ég var mikill tals-
maður broddanna og þegar ég negldi skó þá
notaði ég til þess samskonar nagla og notaðir
eru til að negla reiðhjóladekk. Ég brá mér í
Seðlabankann og bað um tvo fulla poka af ál-
krónupeningum til að nota sem mótvægi undir
broddana, svo þeir gengju ekki inn í skósólana.
Það fór vel á þessu,“ segir Gísli sem er spaug-
samur og notar gifsið á löppinni sem gestabók.
Hann gerir sér lítið fyrir og vippar löppinni upp
í sófa og krefst þess að blaðamaður bæti nafni
sínu við þau sem þar hafa þegar verið skráð.
Gísla er margt til lista lagt og tónlist hefur
leikið stórt hlutverk í lífi hans. „Ég var í Lúðra-
sveitinni Svaninum í rúmlega hálfa öld, eða frá
því ég var tvítugur og til sjötugs. Ég útskrif-
aðist frá Tónlistarskólanum árið 1950 og ég var
þriðji Íslendingurinn frá upphafi vega sem var
atvinnumaður í því að spila á þverflautu. Örlög-
in höguðu því þannig að ég hljóp í skarðið fyrir
Árna Björnsson tónskáld, sem var annar flautu-
leikari Sinfóníusveitarinnar, en hann forfall-
aðist vegna ofbeldis sem hann varð fyrir. Mitt
fyrsta embætti sem flautuleikari var að spila í
gryfjunni í Þjóðleikhúsinu við opnun þess. Það
var mikið ævintýr fyrir mig. Þetta var á sum-
ardaginn fyrsta en ég trúlofaðist Sólrúnu konu
minni á þessum sama degi. Þetta var því stór
dagur í lífi ungs manns,“ segir Gísli og bætir við
að elsta dóttir hans hafi lært á flautu og hann
hafi verið stoltur þegar hún ellefu ára gömul
spilaði með þeim í Svaninum. „Þá voru þetta allt
saman karlar en núna eru kynjahlutföllin sem
betur fer orðin jafnari í lúðrasveitum.“ Hann
segir þó nokkurt listamannsblóð í ættinni, Sig-
urjón myndhöggvari Ólafsson var móðurbróðir
hans og Gísli og Erlingur Gíslason leikari eru
systkinasynir. „Þrjú af börnum mínum hafa
verið að fikta við að mála og svo á ég líka þrjár
afastelpur sem eru á kafi í hestamennsku, sem
er jú ákveðin list, þær eru flinkar og á fullu að
keppa.“
Á mörg hundruð vini á Fésbókinni
Afkomendur Gísla eru orðnir fjölmargir en
barnabörnin eiga stóran þátt í því að Gísli lærði
á tölvu fyrir nokkrum árum. „Einn afastrák-
urinn minn hvatti mig óspart og ég sló til, skellti
mér á tölvunámskeið fyrir eldri borgara og það
gekk vel. Barnabörnin eru mér innanhandar ef
eitthvað bjátar á, en ég hef líka fikrað mig
áfram og það skiptir máli að vera ekkert feim-
inn við að prófa, maður lærir mest á því. Krakk-
arnir eru líka búnir að skanna inn fullt af göml-
um ljósmyndum frá mér. Ég fór á námskeið til
að læra að taka myndir á stafræna myndavél og
ég set sjálfur þær myndir beint inn á tölvuna,“
segir Gísli sem er að sjálfsögðu með sína Fés-
bók og notar hana mikið. „Ætli fésbókarvinir
mínir séu ekki orðnir nokkur hundruð talsins
og ég hef nóg að gera við að svara öllu þessu
góða fólki. Ég nota líka tölvuna til að fara inn á
eyjuna, vísi og mbl.is, til að fylgjast með frétt-
um og umræðunni í þjóðfélaginu. Einn sonur
minn býr í Perú og við tölum saman á skype og
notum vefmyndavélar til að sjá hvor annan á
meðan. Svo setjum við mátulega mikið hvor út á
annan; ef hann tekur eftir að ég set allt of mikla
mjólk í kaffið á meðan við spjöllum, þá skamm-
ar hann mig fyrir það. Annar sonur minn býr í
Bandaríkjunum, elsta dóttir mín í Noregi og
einn sonur minn býr á Akureyri, þannig að ég
nota tölvuna mikið til samskipta við þau. Tölvu-
stússið er mikil og góð heilaleikfimi, ég þarf að
skrifa texta inn á tölvuna og hugleiða innihaldið
áður en ég sendi það frá mér. Jafnaldrar mínir
og vinir gera sumir grín að mér, að ég skuli vera
að þessari helvítis vitleysu, en ég læt það ekki
stoppa mig, tölvan er alveg frábær í alla staði.“
Ekkert feiminn við að prófa nýtt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tölvukarl Gísli dró fram þverflautuna þar sem hann sat við tölvuna sína sem afastrákurinn
hans kom upp hjá honum. Gísli hafði greinilega engu gleymt og tónarnir fylltu loftið.
Í þá gömlu góðu daga Oft var glatt á hjalla hjá Gísla á skóverkstæðinu í Lækjargötunni.
Launin voru rófupoki, lambs-
skrokkur og kartöflur eftir
sumarlanga vinnu í sveit þar
sem engar voru vélarnar.
Fyrrverandi skósmiður og
flautuleikari situr nú við tölvu
og spjallar við börnin sín í út-
löndum á Fésbókinni.
Einn sonur minn býr í Perú og við
tölum saman á skype og notum
vefmyndavélar til að sjá hvor ann-
an á meðan. Svo setjum við mátu-
lega mikið hvor út á annan.
Kreppu er ekki að finna innan
veggja Fjölbrautaskóla Snæfellinga
– þar var í mörgu að snúast hjá
nemendum í vikunni. Á þriðjudags-
kvöldinu hópaðist unga fólkið af
Snæfellsnesi og nemendur fjar-
námsdeildarinnar á Patreksfirði
voru einnig mættir í skólann þessa
vikuna. Tilefnið var „Gólið“ en það
er nafn á söngkeppni skólans og er
sú keppni eins konar undankeppni
fyrir Söngkeppni framhaldsskól-
anna. Sérstök dómnefnd valdi síðan
eitt af 7 söngatriðum kvöldsins sem
það besta, eða söng Lilju Mar-
grétar Riedel úr Stykkishólmi. Hún
mun síðan verða fulltrúi skólans í
keppninni sem fram fer á Akureyri
4. apríl.
Strax næsta dag tóku við þema-
dagar eða sólardagar eins og þeir
eru nefndir í Fjölbrautaskólanum.
Á þessum dögum gefst nemendum
tækifæri til líta upp frá tölvuskján-
um og taka þátt í hinum fjölbreytt-
ustu námskeiðum, má þar nefna
dans, félagsvist, botsía og fjölmargt
fleira, í tvo heila skóladaga. Há-
punkturinn í vikunni var síðan gala-
árshátíð á fimmtudagskvöldinu þar
sem nemendur mættu í sínu fínasta
pússi í veislubúinn matsal skólans.
Vegvísa eða öllu heldur leiðamerk-
ingar sem vísa veginn til Grund-
arfjarðar hefur Vegagerðin sparað
verulega en þrátt fyrir marga um-
leitanina hefur lítið gerst í þeim
málum og ófáir eru þeir höfuðborg-
arbúar sem af einhverjum ástæðum
þurftu skyndilega að mæta í
Grundarfjörð í fyrsta sinn á sinni
lífstíð, og ekið hafa sem leið liggur í
gegnum Borgarnes og síðan áfram
beint af augum þar sem aldrei sáu
þeir neitt vegskilti sem vísaði þeim
veginn. Danskennurum sem mæta
áttu til að kenna fjölbrauta-
skólanemum í Grundarfirði á þema-
dögum fannst þeir vera farnir að
nálgast Norðurlandið ískyggilega
þegar þeir voru komnir í Bifröst í
Norðurárdal og ennþá höfðu þeir
ekki séð neinn vegvísi sem á stóð
Grundarfjörður. Og hverju svarar
Vegagerðin? Það var sett upp skilti
fyrir ekki löngu síðan sem á stend-
ur Grundarfjörður. Og hvar er það?
Það er staðsett uppi á hæðinni við
Loftorku, ekkert svo langt frá
hringtorginu, þegar búið er að
beygja vestur.
Atvinnuleysi hefur ekki verið að
hrjá Grundfirðinga fram til þessa
en nú er svo komið að hátt í tutt-
ugu manns eru komnir á atvinnu-
leysisskrá. Grundfirðingar ætla
ekki að láta þennan hóp afskiptan
og því hefur verið ákveðið að opna
miðstöð fyrir þá sem leita vilja
nýrra tækifæra í námi eða vinnu.
Verkefnið er unnið í samvinnu
Verkalýðsfélags Snæfellinga,
Grundarfjarðarbæjar og Atvinnu-
ráðgjafar Vesturlands. Húsnæði
miðstöðvarinnar verður á Borg-
arbraut 2, neðri hæð, en þar er
einnig aðstaða verkalýðsfélagsins.
Sem dæmi um viðfangsefni má
nefna áhugasviðspróf, lesblindu-
námskeið, gerð ferilskrár, nýsköp-
un, sjálfsstyrkingu, sparnaðarráð
og heimilisbókhald. Stefnt er að því
að miðstöðin verði opnuð í næstu
viku.
Bryggjufréttir eru órjúfanlegur
þáttur í bæjarlífspistli því fiskurinn
er undirstaða bæjarlífsins en af
bryggjunni berast þær fréttir að líf-
ið gangi enn sinn vanagang og allt-
af er þorskurinn jafnvænn hjá neta-
bátunum sem landa á hverjum degi
og nóg af honum segja kallarnir
kampakátir og minnast ekki á að
verðið sé lágt enda er það bara í
fjölmiðlunum sem barlómurinn er
bæta þeir við og glotta í kampinn.
GRUNDARFJÖRÐUR
Gunnar Kristjánsson fréttaritari
úr bæjarlífinu