Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.02.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 ✝ Helgi Ívarssonfæddist í Vestur- Meðalholtum í Gaul- verjabæjarhreppi 2. júní 1929. Hann lést 13. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ívar Helgason ættaður frá Súluholti í Villingaholtshreppi og Guðríður Jóns- dóttir frá Syðri- Hömrum í Holtum og bjuggu í Vestri- Meðalholtum. Þau voru sjö systkinin. Jón, Helgi í Með- alholtum, Sigurður, Sigríður, Helgi Ívarsson í Hólum var næstur, síðan Guðmundur Ívar og Helga. Þau eru öll látin nema Jón og Guðmundur Ívar. Helgi var tekinn í fóstur nokk- urra vikna gamall en faðir hans varð fyrir slysi um svipað leyti og Helgi fæddist. Föðursystir Helga, isflokkinn í 8 kjörtímabil eða yfir 30 ár. Einnig var hann um tíma í stjórn Hraðfrystihúss Stokkseyrar og Búnaðarfélags Stokkseyr- arhrepps í 37 ár. Hann sat í kjör- dæmisráði Sjálfstæðisflokksins í áratugi og hefur sótt flesta lands- fundi flokksins í yfir 50 ár. Hann var sagnaþulur og virkur í sagnfræðingafélagi sýslunnar. Hann var sérlega minnugur og rit- aði fjölmargar greinar um sagn- fræði og þjóðlegan fróðleik í blöð og tímarit. Hann sat frá upphafi í safnstjórn Rjómabúsins á Baug- stöðum og ritaði ásamt Páli Lýðs- syni sögu Rjómabúsins sem gefin var út á 100 ára afmæli þess. Helgi var meðhjálpari í Gaulverjabæj- arkirkju í 36 ár og lengi safn- aðarfulltrúi og sótti jafnan héraðs- fundi prófastsdæmisins. Hann var ætíð málefnalegur, rökfastur og tillögugóður. Helgi var ókvæntur og barnlaus og taldi sig hafa verið gæfumann í lífinu. Helgi verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju í dag kl. 13.30. Helga Helgadóttir bjó í Hólum ásamt manni sínum Magnúsi Hann- essyni og voru þau barnlaus og tóku Helga til sín og ólst hann upp hjá þeim. Hann var einn vetur á Búnaðarskólanum á Hvanneyri en vann á búi fósturforeldra sinna og tók við búi af þeim þegar þau hættu störfum og voru þau bæði til æviloka í skjóli Helga. Helgi brá búi árið 2003 og flutti þá á Sel- foss og lagði stund á fræðastörf og blaðaskrif. Helgi var alla tíð mjög virkur í félagsmálum og var gjarn- an til forystu valinn. Hann var virk- ur félagi í Sjálfstæðisflokknum og var þar framarlega í flokki í ára- tugi í Stokkseyrarhreppi. Hann sat í hreppsnefnd fyrir Sjálfstæð- Það eru mikil forréttindi og lífs- gæði að kynnast góðu fólki. Í mínum huga eru kynni mín af Helga Ívars- syni dýrmæt og lærdómsrík slíkur mannkostamaður sem hann var. Hann var bóndi alla tíð en kom víða við í félagsmálum þar sem hann var virkur bæði í stjórnmálum og sveit- arstjórnarmálum. Þá var hann einnig sagnaþulur og vel að sér um liðna tíð. Nú er leiðir skilur um sinn vil ég ekki láta hjá líða að þakka vináttu hans og störf fyrir kirkjuna. Hann mátti með sanni kallast trúvarnarmaður enda hélt hann uppi málstað kirkju og kristni hvar sem hann taldi þess þörf og brást þar jafnan við með eftir- minnilegum hætti. Hann þekkti fjölda fólks og naut mikils álits og virðingar fyrir störf sín að félagsmálum. enda prúðmenni og traustur maður í alla staði. Hann var sérstaklega minnisgóður og til þess tekið enda hægt að fletta upp í hon- um eins og fundargerðabók um hvaða ákvarðanir hefðu verið teknar og hvenær. Hann var oft ritari á fundum og ritaði góðar fundargerðir þar sem allt kom fram sem máli skipti. Þegar hann tók til máls á fund- um flutti hann mjög góðar ræður og átti sérlega gott með að tjá sig og greina aðalatriði máls frá aukaatrið- um og koma þeim til skila á hnitmið- aðan hátt í stuttu máli. Hann var allt- af málefnalegur, rökfastur, úrræðagóður og ráðhollur. Hógvær til orðs og æðis og tranaði sér hvergi fram og stundaði aldrei þrætubókar- list eða málfundakúnstir eins og stundum verða nú í stjórnmálum. Ef ágreiningur var uppi milli manna fann hann oft góðan milliveg til far- sællar lendingar mála. Stundum fannst mönnum sem ekki þyrfti að ræða málin frekar eftir að Helgi hafði talað. Einnig gat hann brugðið á leik og verið gamansamur. Hann varð safnaðarfulltrúi í Gaul- verjabæjarsókn 1985 en áður hafði hann verið varasafnaðarfulltrúi og sótti jafnan alla héraðsfundi prófasts- dæmisins og tók yfirleitt til máls. Hann var lengi endurskoðandi reikn- inga héraðssjóðs og var tilhlökkunar- efni þegar reikningarnir voru endur- skoðaðir hjá mér. Hann varð meðhjálpari Gaulverjabæjarkirkju árið 1973 og gegndi því starfi til 1.9. sl. er við báðir létum af embættum okkar við kirkjuna. Mátti heita að Helgi kæmi alltaf til kirkju þegar messað var. Þegar litið er til baka er stór hópur af samferðafólki sem unnið hefur mikið starf fyrir kirkjuna af trúfesti. Allt er það þakkarefni gömlum presti og prófasti því án þessa fólks hefðum við litlu áorkað. Helgi Ívarsson á þar stóran hlut. Góður Guð blessi minningu Helga, ástvini hans og gefi honum góða heimkomu til Drottins. Úlfar Guðmundsson. Kveðja frá Sögufélagi Árnesinga Forystumaður á sviði sunnlenskra fræða, Helgi Ívarsson, fyrrverandi bóndi í Hólum í Stokkseyrarhreppi, er fallinn frá. Helgi tók virkan þátt í starfsemi Sögufélags Árnesinga allt frá stofnun og var gerður að heiðurs- félaga á aðalfundi þess 31. maí 2007. Á fræðslufundum félagsins naut Helgi sín vel, yfirgripsmikil þekking hans á mönnum og málefnum innan sýslunnar kom þá berlega í ljós. Hon- um tókst að komast að kjarna máls- ins hverju sinni með skörpum at- hugasemdum og vel völdum spurningum og þegar hann flutti mál sitt var það gert skipulega og af rök- festu. Á síðustu árum var Helgi ferðafélagi okkar í stjórn sögufélags- ins á fundi þess vítt og breitt um sýsl- una. Þetta voru skemmtilegar ferðir og þar var Helgi miðpunktur athygl- innar, orðheppinn með afbrigðum og oft kíminn á svip þegar rætt var um málefni líðandi stundar eða dag- skrárefni kvöldsins. Helgi lagði Árnesingi, riti Sögu- félags Árnesinga, einnig lið með eigin rannsóknum, ritdómum og ritrýni. Skemmst er að minnast nýlegra greina hans um Jón Erlendsson handritaskrifara í Villingaholti og ör- nefni tengd Hróarsholtslæk í Flóa. Þá var Helgi óþreytandi við að benda á efni sem þarft væri að birta í Árnes- ingi. Dæmi þar um er handrit að þrjá- tíu ára gömlu erindi Sigurgríms Jónssonar, bónda í Holti, um Gaul- verjabæjarkirkju og fríkirkjusöfnuð- inn þar í upphafi 20. aldar sem Helgi bjó til prentunar og ritaði inngang að, en greinin verður birt í næsta hefti Árnesings nú á vormánuðum. Frá upphafi var Helgi þátttakandi í námskeiðum Páls heitins Lýðssonar um sögu Árnessýslu hjá Fræðsluneti Suðurlands. Eftir fráfall Páls tók Helgi við stjórninni og leiddi síðast- liðið haust námskeið um örnefni í sýslunni. Eftir að Helgi lauk búskap í Hólum og settist að á Selfossi hóf hann að rita sagnapistla í Sunnlenska frétta- blaðið. Sögusvið pistlanna var að sjálfsögðu Árnesþing og leitaði Helgi m.a. fanga á Héraðsskjalasafni Ár- nesinga, í annálum, bréfabókum, munnmælasögum og víðar. Ýmis sagnabrot voru þar sett í stærra sögulegt samhengi, lagt út af at- burðarás af skilningi og þekkingu á lífi og aðstæðum forfeðra okkar. Helga tókst einkar vel að nýta sér mikinn bóklestur sinn við ritun þess- ara pistla sem og fágað málfar og stíl. Ástæða er til að pistlum Helga verði safnað saman og þeir gefnir út. Með Helga er horfinn af sjónar- sviðinu fágætur tengiliður nútímans við alþýðumenningu og héraðssögu. Við þökkum Helga Ívarssyni sam- fylgdina, blessuð sé minning hans. Fyrir hönd Sögufélags Árnesinga, Þorsteinn Tryggvi Másson. Á hlaðinu þar sem Hólar standa neðst í Flóanum bar Helgi Ívarsson sterkt svipmót bóndans. Þar átti hann heima og féll um flest vel að um- hverfi sínu. Í ræðustól á fundum sjálfstæðismanna á Suðurlandi bar hann jafnan höfuð og herðar yfir aðra menn. Þar reis hann upp úr flatlend- inu sakir djúpfærni og innsæis í lög- mál stjórnmálabaráttunnar. Á þeim vettvangi mæltist engum betur. Aðrir höfðu ekki vald á ís- lenskri tungu til jafns við hann. Úr hugum annarra spruttu ekki þau hollráð sem Helgi Ívarsson hafði fram að færa. Engir mæltu í senn af jöfnum þunga og af sömu hógværð. Í sviptivindum stjórnmálabaráttunnar sýndu aðrir ekki sömu staðfestu og yfirvegun. Ekki veit ég til að Helgi Ívarsson hafi nokkru sinni sýnt áhuga á þing- mennsku. En til þess stóðu þó öll efni. Hann var bóndi og bar virðingu fyrir því starfi. Flestum öðrum mönnum lengur sat hann í hrepps- nefnd og naut þar trúnaðar að verð- leikum. Á róstusömum tíma var hann aukheldur kjördæmisráðsformaður. Helgi Ívarsson var gæddur góðum mannkostum og var að sönnu maður átthaga sinna. Hugur hans og hug- myndaheimur náði þó langt út fyrir túnfótinn. Í tómstundum sínum fann hann viðnám einlægum og áköfum áhuga á stjórnmálum og sagnafróð- leik. Vel má vera að á stundum hafi hallað á búskapinn þegar áhugi and- ans var annars vegar. Úthafsaldan sem brotnar á ströndinni undan byggðinni í gamla Stokkseyrarhreppi getur verið býsna úfin. Háttur Helga Ívarssonar var ekki af því tagi. Drengskapur hans og hollusta við þann málstað, sem hann trúði á, reis á hinn veginn jafn hátt og aldan gerir þegar best lætur. Nú getur minningin ein goldið meðhaldsmanni þakkarskuld. Þorsteinn Pálsson. Í dag verður fræðimaðurinn og bóndinn Helgi Ívarsson jarðsettur. Það var mér mikill heiður að fá að kynnast og starfa með þessum merka manni. Í tæp þrjátíu ár höfum við Helgi þekkst, aðallega í gegnum félagsstörf í þágu Sjálfstæðisflokks- ins, en Helgi var gegnheill sjálfstæð- ismaður með óbilandi trú á málstaðn- um. Hann var einstaklega minnugur og úrræðagóður á fundum enda af- burða ræðumaður. Helgi hafði þann eiginleika að geta dregið saman öll helstu atriðin er fram komu á fund- um og sett saman í hnitmiðaða ræðu sem allir hlustuðu á. Ég minnist margra ferða með Helga á fundi víðs- vegar um gamla Suðurlandskjör- dæmi. Það var aðdáunarvert að sjá hvað Helgi gaf sér tíma til að mæta á fundi þótt hann væri önnum kafinn störfum sem bóndi. Í eitt sinn vorum við að koma frá kjördæmisþingi í Vík í Mýrdal, vorum frekar seint á ferð á laugardagskvöldi þegar Helgi segir okkur að hann eigi eftir að mjólka. Hann vildi ekki aðstoð frá okkur, heldur kláraði málið sjálfur. Á sunnudagsmorguninn kom hann svo aftur með okkur austur í Vík, en þingið stóð yfir í tvo daga. Í tæpan áratug var hann með mér í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu. Það var mikil gæfa og styrkur að hafa reynslu hans og út- sjónarsemi í störfum við úrlausn mála. Ég minnist þess að stundum þegar mál voru komin í strand, biðu allir eftir því hvað Helgi segði. Það var lærdómsríkt að hlýða á hann Helgi Ívarsson VIÐURKENNT er að lýðræðið sem hornsteinn stjórn- arhátta samfélagsins er besta leiðin til þess að standa vörð um hag almennings. Hér á landi ríkir svokallað full- trúalýðræði, þ.e. almenningur vel- ur sér fulltrúa, þingmenn til þess að taka ákvarðanir með lagasetn- ingu og val á ríkisstjórn. Beint lýðræði er viðhaft í þjóð- aratkvæðagreiðslu þegar fólk tek- ur sjálft þátt í ákvörðunum um eigin hag. Rætt er um lýðsræð- ishalla þegar Evrópusambandið ber á góma þar sem valdaþættir innan stofnana þess eiga ekki ræt- ur að rekja til fulltrúakjörinna að- ila sem fara með vald almennings innan Evrópu heldur hafa rík- isstjórnir aðildarlandanna að mestu framselt bæði löggjafar- og framkvæmdavald sitt til skipaðra fulltrúa sinna innan framkvæmda- stjórnarinnar. Það eykur e.t.v. á lýðræðishallann þar að fólk í Evr- ópu býr ekki að sameiginlegu tungutaki, menningu, lagahefð eða stjórnarskrá. Ýmsir halda því fram að hér á landi sé við að glíma lýðræðishalla í íslenskri stjórnskipan þar sem fulltrúar al- mennings – þingmenn eru of- urseldir ráðherravaldinu, sem aft- ur eru undir hælnum á flokknum sínum. Þingmennirnir sem kosnir eru á Alþingi eru í raun ekki fulltrúar almennings nema í þeim tilvikum þegar þeir eru jafnframt ráðherrar en þá fara þeir bæði með löggjafar- og framkvæmda- valdið í skjóli þingræðisreglunnar. Skil forsetavalds við fram- kvæmda- og löggjafarvald eru óljós í stjórnarskránni og ennþá óskýrari þegar höfð er í huga venjuhelguð stjórnarframkvæmd andspænis beinum orðum hennar. Er orðið knýjandi að skýra línur milli valds forseta og annarra þátta ríkisvaldsins. Gera þarf greinarmun á því hvort gera á for- setaembættið að virðingarstöðu þjóðhöfðingja eða fela embættinu vald til þess að hafa eftirlit með framkvæmda- og löggjafarvaldi eða hreinlega leggja það niður. Framsetning íslensku stjórn- arskrárinnar að þessu leyti virðist ekki hvíla á hreinni þrískiptingu heldur blöndu af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði undir áhrifum af konungsveldi. Það hefur skapað nokkra togstreitu milli valdaþátt- anna enda ekki nægilega skýrt af- markað og úthugsað hlutverk for- seta í þeirri stjórnarskrá sem okkur var send frá Danmörku á sínum tíma og tók mið af erfða- festu konungsríkisins. Temprun valdaþátta með virku eftirlits- og neitunarvaldi þarf að vera til staðar sem neyðarhemill og vörn fyrir almenning. Almenn- ingur á nánast ekkert aðgengi að fullveldi sínu milli kosninga. Hann ræður engu um stjórn- armyndun þrátt fyrir kosningar. Í því fyr- irkomulagi liggur lýð- ræðishalli. Það má í raun segja að þróun framkvæmdavaldsins með auknu flokks- og ráðherravaldi hafi leitt til þess að lýðræð- ishalli hafi aukist jafnt og þétt hér á landi. Verði valið að skipta valdinu niður með skýrari hætti í stjórnarskrá en nú er gert vinnst margt. Það skapar aðhald á störf fram- kvæmda- og löggjafarvalds og unnt er að standa betur vörð um sjálfstæði dómstóla með breyt- ingum á skipunarvaldi dómara. Sé forsætisráðherra kosinn beint með meirihlutakosningu fær almenn- ingur áhrifavald um það hverjir eru fulltrúar þess í ríkisstjórn. Al- þingi ætti af þeim sökum að geta aukið á sjálfstæði sitt. Neit- unarvald þess með einföldum eða auknum meirihluta er eðlilegur fylgifiskur slíkra breytinga. Slíkt neitunarvald tryggir hemil á fram- kvæmdavaldið og nauðsynlegt að- hald og heilbrigða gagnrýni á störf þess. Lýðræðislega kjörinn forsætisráðherra hefði eflaust betri stjórn á ráðherrum sínum og auðveldara um vik bæði að velja faglega hæfa ráðherra og víkja þeim frá á grundvelli pólitískrar ábyrgðar þeirra en forsætisráð- herra í margra flokka sam- steypustjórn. Með stjórnskipunarlögum árið 1991 voru tvær málstofur Alþingis sameinaðar í eina sem leiddi af sér fækkun umræðna um laga- frumvörp. Rökin fyrir breyting- unni voru þau að það væri ekki næg skilvirkni af hálfu Alþingis með tveimur málstofum. Það er líklegt að þessi breyting hafi ýtt frekar undir hættu á mistökum í löggjöf þar sem nú er fyrirhafn- arminna af hálfu framkvæmda- valdsins að fá lög samþykkt. Víða um heim eru tvær þingdeildir og önnur skipar oftar en ekki heið- urssess skipuð reynslumiklum mönnum og konum. Breyting þingskapareglna (stytting á ræðu- tíma) hefur einnig e.t.v. minnkað „mótstöðuvald“ þingsins gegn lagasetningu sem keyra á í gegn á mettíma. Þingræðið eins og það hefur þróast yfir í ráðherraræði hefur gert mörg ákvæði stjórnarskrár- innar nánast óvirk er lúta að eft- irliti löggjafarvaldsins með fram- kvæmdavaldinu. Ein málstofa og stytting á ræðutíma alþing- ismanna eru einnig breytingar sem dregið hafa úr gagnrýnis- og mótstöðuvaldi þingsins eins og það er hugsað og sett fram í stjórnarskránni. Alþingi á sakir sögu sinnar rétt á að skipa virð- ingarmeiri sess í samfélaginu en það gerir í dag. Breyting á stjórn- arskrá þar sem ríkisvaldinu eru sett eðlileg mörk og skýrari að- greining valdaþátta og eftirlit hvers með öðrum er forsenda bættra stjórnarhátta. Slíkar breytingar munu líklega flýta fyr- ir endurreisn lýðveldisins og virð- ingu fyrir réttarríkinu. Lýðræðið og end- urreisn Alþingis Magnús Ingi Erl- ingsson fjallar um lýðræði, breytingu á stjórnarskrá og mögulega end- urreisn Alþingis. Magnús Ingi Erlingsson » Breyting á stjórn- arskrá þar sem rík- isvaldinu eru sett eðlileg mörk og skýrari að- greining valdaþátta og eftirlit hver með öðrum er forsenda bættra stjórnarhátta. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.