Morgunblaðið - 21.02.2009, Side 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
flytja mál sitt. Ég er þess fullviss að
Helgi hefur verið byrjaður að hug-
leiða til hvaða úrræða íslenska þjóðin
ætti að grípa í erfiðleikum sínum. En
framundan er Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins og alþingiskosning-
ar, þar hefði Helgi eins og hann var
vanur tekið fullan þátt og lagt mönn-
um lífsreglurnar. Hann lagði sig all-
an fram um að hafa samband við
menn, ræða málin og leggja gott til
málanna. Með þessum fátæklegu
orðum langar mig að þakka Helga
ánægjuleg kynni og gefandi samstarf
og er sannfærður um að hugur hans
verður áfram á vaktinni.
Ég votta aðstandendum samúð
mína og veit að minningin um heið-
ursmanninn Helga Ívarsson mun lifa
með okkur öllum um ókomin ár.
Björn Ingi Gíslason.
Mér brá verulega fimmtudaginn
fimmta febrúar sl. þegar ég var beð-
inn að koma á skrifstofu E.B. í Græn-
umörk á Selfossi. Þar var mér tjáð að
Helgi í Hólum hefði fengið heilablóð-
fall og verið fluttur helsjúkur til
Reykjavíkur um hádegið þann dag.
Ég var svo lánsamur að kynnast
Helga fljótlega eftir að ég settist að á
Selfossi fyrir tæpum 10 árum. Við
vorum saman á mörgum námskeið-
um um sagnfræðileg efni á vegum
Fræðslunets Suðurlands sem Páll
heitinn Lýðsson í Litlu-Sandvík sá
um.
Það var ótrúleg upplifun fyrir
gamlan sögukennara að hlusta á
þessa djúpvitru Flóamenn fjalla um
hin fjölmörgu efni sem í boði voru á
þessum námskeiðum. Hjá þeim fór
saman ótrúlegt minni, skarpur skiln-
ingur og yfirburða vald á máli og
framsetningu efnis. Síðastliðin sjö ár
höfum við Helgi unnið saman í Les-
hring E.B. á Selfossi. Þetta er fjöl-
mennur og góður hópur sem kemur
saman einn dag í viku hverri allan
veturinn og les saman fornsögur og
rökræðir efni þeirra. Ekki minnist ég
þess að Helga hafi vantað einn ein-
asta tíma í Leshringnum öll þessi ár.
Ég fullyrði að enginn tími hafi svo
liðið að Helgi tæki ekki til máls. Hver
setning er úr munni hans kom var
hnitmiðuð og rökvísi hans og ótrúleg
þekking var með þeim ágætum að
leitun mun á hliðstæðu. Á hverju
sumri fer svo leshópurinn í sögu- og
menningarferð um sögusvið þeirra
sagna sem lesnar voru veturinn áður.
Aldrei lét Helgi sig vanta í þessar
ferðir. Þar naut sín vel yfirburða
þekking hans á landi og sögu.
Síðastliðið sumar fór hópurinn í
fjögurra daga ferð til Grænlands, eft-
ir að hafa lesið Eiríks sögu rauða,
Grænlendinga sögu og aðrar þær
sögur og þætti er tengjast landnámi
norrænna manna á Grænlandi. Þeg-
ar við komum á þessa fornfrægu
sögustaði eins og Garða og Bratta-
hlíð báðum við Helga að rifja upp
söguna sem tengdist þessum stöðum.
Og ekki stóð á fræðimanninum sjálf-
menntaða. Hann hélt þar fyrirlestra,
að sjálfsögðu blaðlaust, sem hver há-
skólaprófessor hefði getað verið
stoltur af. Líklega hefur hápunktur
Grænlandsferðar okkar verið í rúst-
um Hvalseyjarkirkju. Helgi rétti úr
sér inni í kirkjunni við austurvegg
hennar og sagði í hnitmiðuðum orð-
um sögu kirkjunnar. Allir sem á
hlýddu voru djúpt snortnir á þessum
fornhelga stað. –Við í Leshringnum
eigum eftir að sakna Helga sárlega.
En jafnframt erum við innilega
þakklát fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þessum fágæta manni. Við send-
um bræðrum hans og öðrum ættingj-
um og vinum okkar dýpstu
samúðarkveðju.
F.h. Leshrings E.B.
Óskar H. Ólafsson.
Það er rjátlað við útidyr Héraðs-
skjalasafns Árnesinga á Selfossi,
þær opnaðar og inn gengur álútur
maður hægum skrefum og styðst við
hækju. Þessi sýn er nú hluti fortíðar
því fræðabrunnurinn Helgi Ívarsson
er nú látinn. Fundum okkar bar fyrst
saman fyrir um aldarfjórðungi á
stjórnarfundi varðveislufélags
Baugsstaðarjómabús og skjöl þess
afhenti Helgi á Héraðsskjalasafn Ár-
nesinga. Síðar urðu samskiptin meiri
s.s. á vettvangi Sögufélags Árnes-
inga en þó einkum í Héraðsskjala-
safni Árnesinga þar sem Helgi var
stjórnarformaður í áratug 1992-2002.
Á safninu var Helgi ávallt aufúsu-
gestur, þangað sótti hann sér heim-
ildir og var drjúgur liðsmaður í að
afla gagnmerkra heimilda og vísa til
staða og einstaklinga þar sem góðs
fangs mátti vænta. Fundarstjórn
Helga var markviss og örugg en
einkum vakti þó athygli skýr og
greinargóð málafylgja hans á fund-
um. Ræður sínar flutti hann blaða-
laust og málfar og framsetning var
með þeim hætti að aðdáun vakti. Þar
var vitnað til heimilda og málefnin
þannig fram sett, stutt og gagnort,
að áheyrandanum þótti sem að baki
lægju daglangar yfirlegur og skriftir.
Fyrir okkur, sem vinnum að öflun og
varðveislu sögulegra heimilda, eru
einstaklingar sem Helgi ómetanleg-
ir. Á Héraðsskjalasafni Árnesinga
verður hans sárt saknað en þó er rík-
ara í huga þakklæti fyrir að hafa átt
hann að samferðamanni um stund.
Aðstandendum og vinum er vottuð
samúð um leið og Helga Ívarssyni er
óskað velfarnaðar á þeim leiðum sem
okkur eftirlifendum eru huldar.
Björn Pálsson,
héraðsskjalavörður.
Helgi Ívarsson í Hólum var sér-
stakur maður og með greindari
mönnum sem ég hef kynnst. Hann
var varkár í fasi og flutti mál sitt með
sérstökum hætti. Hann var eiginlega
engum líkur.
Helgi Ívarsson var einn helsti holl-
vinur Byggðasafns Árnesinga. Hann
lét sig sjaldan vanta þegar safnið fór
fyrir 10 árum að bjóða upp á fyrir-
lestrakvöld ásamt samstarfsaðilum
um margvísleg sagnfræðileg efni.
Fyrirlestrarnir voru haldnir í borð-
stofu Hússins á Eyrarbakka. Eftir
erindin voru oft líflegar umræður
þar sem Helgi var áberandi þátttak-
andi.
Helgi fór ungur í fóstur að Hólum í
Stokkseyrarhreppi frá Meðalholtum
í Gaulverjabæjarhreppi. Síðar tók
Helgi við búi í Hólum. Þar var lífið í
föstum skoðum og þótt nýjungar
kæmu á heimilið var fáu frá gamla
tímanum hent. Þess fékk Byggða-
safn Árnesinga að njóta í ríkum mæli
þegar Helgi ákvað að bregða búi og
flytja sig um set að Selfossi. Vilji
Helga var sá að Byggðasafn Árnes-
inga fengi til varðveislu gamla muni
sem vitnuðu um líf og störf bænda í
Hólum. Tekin var ákvörðun um
þessa gjöf haustið 2001 og skráning-
araðstaða þá útbúin í kjallara íbúðar-
hússins. Safnið lagði til skráningar-
innar gömlu Macintosh-tölvuna sem
Sýslunefnd Árnesinga samþykkti
einróma að kaupa handa safninu
1985. Í kjallaranum í Hólum fékk
þessi gamla tölva sitt síðasta verk-
efni því í henni var enn nothæft
spjaldskrárforritið. Þegar tímar gáf-
ust frá 2001 til 2003 unnum við Helgi
að skráningu um 200 safnmuna úr
kjallaranum í Hólum sem síðan voru
fluttir í nýbyggt þjónustuhús
Byggðasafnsins til varðveislu. Voru
þetta skemmtilegar stundir. Ég
fræddist um gripina, fólkið sem þá
notaði og smiðina ef það átti við.
Helgi talaði án afláts, hægt en mjög
hnitmiðað, en ég sló ótt og títt á
hnappaborðið og öll þessi viska fór
óbrengluð í tölvuna. Á Helga kom oft
bros er hann handlék ýmsan gripinn
um leið og hann rifjaði upp minning-
ar um fjölskylduna í Hólum, fólkið í
sveitinni eða einstaka atvik úr æsku.
Lýsingar Helga á sumum gripum
voru allítarlegar, meðal annars á for-
láta prjónavél sem snemma 20. aldar
kom að Hólum. Styttri var lýsingin á
brúnni kamarfjöl úr gamla bænum.
Helga var vel ljóst að tíminn ynni
með yngri mununum og fengu jakka-
föt hans og frakkar sem hann notaði
áður en bakið fór að bogna að fljóta
með. Þessum skráningarstundum
lauk alltaf með kaffisopa uppi í eld-
húsi. Fleiri við Byggðasafn Árnes-
inga nutu þekkingar Helga á stað-
háttum í Stokkseyrarhreppnum en
Helgi var ætíð reiðubúinn að gefa
fornleifafræðingum safnsins upplýs-
ingar er voru drjúgar og gagnlegar í
fornleifarannsóknum. Hann var
nefnilega hafsjór af fróðleik en ef
þekkingu hans þraut vissi Helgi vel
hvert leita bæri upplýsinga.
Helgi sat með föður mínum Páli
Lýðssyni í stjórn Rjómabúsins á
Baugsstöðum eða í 35 ár og segir sag-
an að þeir félagar hafi í fyrstu verið
tortryggnir hvor í annars garð – af
pólitískum ástæðum þar sem Páll var
framsóknarmaður en Helgi sjálf-
stæðismaður. En þeirra vinátta
dýpkaði með árunum og þeir töluðu
saman um pólitík og mannlífið af
mjög yfirveguðum hætti. Þeir sömdu
saman bókina Rjómabúið á Baugs-
stöðum 100 ára árið 2005.
En nú er komið að leiðarlokum.
Mér er kært um minningu Helga Ív-
arssonar. Blessuð sé hans minning.
Lýður Pálsson
„Settu þá bara gylltan borða á
pakkann, fyrst þú átt ekki bláan.“
„En ég á hér rauðan sem fer vel við
þennan pappír og svo á ég líka fallega
dökkgrænan,“ svaraði ég.
„Nei, ég fer nú ekki að æra þennan
aldna og harða sjálfstæðismann með
því að nota þá liti. Settu þennan
gyllta, og svo vantar mig kort líka.
Áttu ekki eitthvað svoleiðis?“
Það var nú ekki mikið úrval til af
kortum á þessum tíma í búðinni hjá
mér, en ég átti nokkur með konuand-
litum, mjög falleg.
„Þessi eru ekki falleg og eiga alls
ekki við,“ sagði hann þá.
Þá spurði ég hvort þessi aldni vin-
ur hans sem hann var að fara í afmæli
til, hefði ekki gaman af því að hafa
fallegt konuandlit á kortinu sínu?
„Ég veit ekkert um það. Hann er
fyrrverandi bóndi og mér finnst þetta
kort mjög óviðeigandi fyrir gamlan
mann. Láttu mig hafa þetta með
skipunum. Hann hefur gaman af
skipum.“
Þetta er eitt af mörgum samtölum
og samskiptum okkar Helga, eftir að
ég byrjaði að vinna á Sunnlenska
fréttablaðinu í upphafi árs 2007.
Helgi var greinahöfundur hjá blaðinu
hálfsmánaðarlega. Ég fékk það verk-
efni að slá þessar greinar inn í tölv-
una. En Helgi kom með þær vélrit-
aðar á 3-4 A4-blöðum, því hann kunni
ekki á tölvur. Þetta voru oftast gaml-
ar frásagnir og orðréttar, eða „staf-
réttar“ eins og Helgi sagði, upp úr
bókum og sendibréfum, á mjög gam-
aldags máli sem maður hnaut stund-
um um. En hann lagði ríka áherslu á
að það héldi sér í þessum greinum.
Það voru helgar stundir hjá okkur
þegar við svo lásum þetta saman áður
en það var birt, með límonaði í glasi
og rauðan penna í hendi. Stundum
skildi ég bara ekkert í því sem ég var
að skrifa, tala nú ekki um þegar vant-
aði hálft þornið (þ), vélritunarborðinn
orðinn daufur, vantaði neðan á staf-
ina, eða hann hafði vélritað út fyrir
blaðið. Ekki get ég samt neitað því,
að alltaf sat ég eftir miklu fróðari en
áður.
Stundum þurfti ég að hringja í
hann út af greinunum, og þegar er-
indinu var lokið, þá spurði ég kannski
hvernig hann hefði það þann daginn.
„Ég hef það gott, þakka þér fyrir,
en nú fellum við tal. Vertu sæl.“
Hann hefur trúlega verið upptek-
inn, hugsaði ég.
Helgi gekk mjög hokinn og með
tvo stafi. Þegar ég sá hann staulast
eftir stéttinni á leiðinni inn á blað
með nýjan pistil, fór ég stundum út
og opnaði fyrir honum dyrnar. „Það
eru aldeilis móttökur, ég hef nú kom-
ist þetta hjálparlaust hingað til,“ átti
hann oft til að segja.
„Já, ég veit það Helgi minn, en
núna stóð þannig á að ég var ekki
upptekin við neitt sérstakt. Og mig
langaði til að opna fyrir höfðingja
eins og þér.“
Ég held að hann hafi nú haft
lúmskt gaman af þessu, eins og mér.
En það var ekki alltaf auðvelt að sjá
það á honum.
Eftir að ég hætti að vinna hjá
Sunnlenska fréttablaðinu og í Bóka-
búðinni, hitti ég Helga nokkrum
sinnum, en alltaf óvænt. Þá sá ég
þetta fallega aldna andlit breytast, og
hann ljómaði allur og brosti til mín,
eiginlega með öllum líkamanum.
Ég kveð þig Helgi minn og þakka
fyrir góða viðkynningu,
Guðbjörg Runólfsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Helga
Ívarsson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
DAGUR TRYGGVASON,
Breiðanesi,
Reykjadal,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á
Húsavík aðfaranótt miðvikudagsins 18. febrúar.
Útför hans fer fram frá Einarsstaðarkirkju laugardaginn 28. febrúar
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga.
Guðrún Friðriksdóttir,
Hjalti Dagsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Atli Dagsson, Margrét Ásgeirsdóttir,
Finnur Dagsson, Sóley Guðjónsdóttir,
Þórður Dagsson, Heiðrún Harpa Gestsdóttir,
Trausti Dagsson, Lilý Erla Adamsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Kær bróðir okkar og frændi,
RAGNAR JÓN MAGNÚSSON
frá Laugahvoli,
fyrrverandi flugvélstjóri,
Vesturgötu 12,
Reykjavík,
lést laugardaginn 7. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. febrúar
kl. 15.00.
Guðbjörg Magnúsdóttir Thorarensen,
Anna María Danielsen
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar,
VILBORG KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
lést fimmtudaginn 19. febrúar.
Guðrún Ingólfsdóttir, Haraldur Jónsson,
Gissur Ingólfsson, Lovísa Þorleifsdóttir,
Sæmundur Ingólfsson, Sigþrúður Hilmarsdóttir,
Auður Ingólfsdóttir, Ólafur Sigurgeirsson,
Helga Ingólfsdóttir, Pétur Valtýsson,
Arna Ingólfsdóttir, Páll Hreinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SKÚLI SIGURÐSSON
bóndi,
Gemlufalli,
Dýrafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði,
miðvikudaginn 18. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Mýrarkirkju laugardaginn 28. febrúar
kl. 14.00.
Ragnhildur Jóna Jónsdóttir,
Elísabet Skúladóttir,
Jón Skúlason, Elsa María Thompson,
Guðný Ágústa Skúladóttir,
Ólafur Kristján Skúlason, Ragnheiður Halla Ingadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
INGI EINAR VILHJÁLMSSON,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, laugar-
daginn 21. febrúar kl. 13.30.
Erla Sigurðardóttir,
María Gröndal,
Guðlaug Helga Ingadóttir, Þór Sveinsson,
Sigurður Ingi Einarsson, Maritza Sepulveda,
Kort Þórsson,
Magdalena Þórsdóttir.