Morgunblaðið - 21.02.2009, Side 33

Morgunblaðið - 21.02.2009, Side 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 ✝ Þórunn Sigurð-ardóttir Tunnard fæddist 30. júní 1917 í Reykjavík og lést 7. desember 2008 á heimili sínu í London. Móðir hennar var Halldóra Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 1892, d. 1968, dóttir Ólafs Finnssonar prests í Kálfholti í Holtum. Faðir Þórunnar var Sigurður Guðmunds- son mag. art., skóla- meistari Mennta- skólans á Akureyri, f. 1878, d. 1949. Systkini Þórunnar eru 1) Ólafur, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, f. 1915, d. 1999, kvæntur Önnu S. Björnsdóttur, húsfreyju, f. 1920. 2) Örlygur listmálari og rithöf- undur, f. 1920, d. 2002, kvæntur Unni Eiríksdóttur verslunareiganda, f. 1920, d. 2008. 3) Guðmundur Ingvi hæstaréttarlögmaður, f. 1922, kvæntur Kristínu Þorbjarnardóttur húsfreyju, f. 1923, d. 2008 og 4) Stein- grímur Stefan Thomas listmálari, f. 1925, d. 2000. Þórunn ólst upp á Akureyri, á miklu menningarheimili, en íbúð skólameistarafjölskyldunnar var í skólahúsinu. Heimili foreldra hennar var ákaflega gestkvæmt og þangað komu innlendir og erlendir stjórn- málamenn, skáld og listamenn. Þór- unn lauk stúdentsprófi frá Mennta- ust. Þau gengu í hjónaband 25. júlí 1942 og fylgdi Þórunn manni sínum þá um sumarið til Englands. Þórunn og Anthony settust að í Lincolnshire á slóðum forfeðra Anthonys en ætt hans hefur verið á þessum slóðum frá 11. öld. Lengst af bjuggu þau í The Manor House, í Frampton, rétt fyrir utan Boston í Lincolnshire. Anthony rak lögmannsstofu, auk þess sem hann gegndi ýmsum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum fyrir héraðið og fyrir dómstólana í Lin- colnshire, og var meðal annars kjör- inn héraðsstjóri þar. Börn Þórunnar og Anthonys eru: 1) Halldóra Isabel, lögfræðingur og húsfreyja í London, f. 1943, gift Michael Campbell Blair, málflutn- ingsmanni í London, f. 1941. Þau eiga einn son. 2) Anna, fram- kvæmdastjóri í San Diego, Kali- forníu, Bandaríkjunum, f. 1946, gift Robert H. Helfgott framkvæmda- stjóra í San Diego, Kaliforníu, Bandaríkjunum, f. 1923, 3) Conolly Finnur löggiltur endurskoðandi í Salisbury, Englandi f. 1951 kvæntur Eirlys Margaret, námsráðgjafa, f. 1957. Þau eiga tvö börn. Eftir lát eiginmanns síns flutti Þórunn fljót- lega á heimili dóttur sinnar, Hall- dóru, í London. Þar naut hún frá- bærrar umönnunar fram á síðasta dag. Duftker þeirra hjóna verða jarð- sett í dag í leiði foreldra Þórunnar í Fossvogskirkjugarði. skólanum á Akureyri 1937 og vann við ýmis skrifstofustörf eftir stúd- entspróf. Richard Anthony Conolly Tunn- ard fæddist í Lincolnshire í Englandi 9. nóvember 1911 og lést á heimili sínu í Frampton, Lincolnshire 6.maí 1986. Anthony lauk lögmannsprófi árið 1936 og starfaði á lögmannsstofu föður síns í Boston, Lincolnshire, allt þar til seinni heimsstyrjöldin braust út, en þá gekk hann í herinn. Hann var kapteinn í The Royal Lincolns- hire Regiment og gegndi herþjón- ustu til ársins 1945. Anthony tók meðal annars þátt í herförinni til Narvik í Noregi, var tvö ár á Íslandi og síðar í Líbanon. Hersveit Anthonys var send til Ís- lands og var staðsett á Akureyri. Það var þar sem þau Þórunn kynnt- Í lok júlímánaðar 1942 fóru Sig- urður Guðmundsson skólameistari á Akureyri og kona hans Halldóra Ólafsdóttir, afi minn og amma, í skyndingu frá Akureyri. Þau töldu sig ekki eiga annarra kosta völ en að fara úr bænum meðan mesta hneykslisaldan gengi yfir. Einka- dóttir þeirra, Þórunn, hafði hlaup- ist að heiman til að giftast bresk- um liðsforingja. Afi og amma dvöldu í Mývatnssveit þessa daga og á gönguferð þar úti í náttúrunni gekk amma fram á hestaskeifu. Amma taldi að það væri gæfu- merki. Þegar dóttir hennar kom í heim- sókn til Íslands eftir að stríðinu lauk, með unga dóttur í farteskinu, Halldóru, sem skírð var í höfuðið á ömmu sinni, gaf amma dóttur sinni skeifuna. Skeifan hékk upp á heimili Tótu frænku minnar alla tíð. Áhyggjur afa míns og ömmu af hjúskap dóttur sinnar reyndust ástæðulausar. Breski hermaður- inn, Tony, reyndist hinn besti maður. Amma sagði eitt sinn að hann væri bæði góður maður og góður eiginmaður, en það væri alls ekki sjálfgefið að það færi saman. Það sem einkenndi frænku mína alla tíð var lífsgleði. Þrátt fyrir blindu, en hún fór að missa sjón upp úr fertugu vegna mistaka við lyfjagjöf, þá lét hún það aldrei aftra sér frá að gera það sem hana langaði til í lífinu og yfirvann þess fötlun sína með þeim hætti að maður gleymdi því oft að hún væri blind. Tóta frænka var alla tíð mikill Íslendingur, þrátt fyrir rúmlega 65 ára búsetu erlendis. Hún talaði millistríðsáraíslensku með hörðum framburði. Þegar frænka gekk að eiga Tony árið 1942 voru lögin þannig að hún missti íslenskan rík- isborgararétt. Vorið 2003 frétti Tóta af því að gerð hefði verið breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt sem höfðu það í för með sér að hún gat óskað eftir því að fá ríkisfang að nýju, en jafnframt haldið bresku ríkisfangi. Lögin skyldu taka gildi 1. júlí 2003. Samkvæmt fyrirmælum frænku minnar var ég mætt með umsókn hennar þegar skrifstofur dómsmálaráðuneytisins voru opn- aðar 1. júlí 2003. Það var henni ákaflega mikils virði að verða aftur íslenskur ríkisborgari. Tony var presónugervingur „the English Country Gentleman“, allt frá yfirvaraskegginu, tvídfötunum, áhuga á garðrækt og alls kyns veiðiskap. Það kom fyrir að maður vaknaði við skothvelli í The Manor House í Frampton, Lincolnshire, þar sem þau bjuggu, klukkan sex á morgnana. Þá var Tony að skjóta út um gluggann á baðherberginu á annarri hæð hússins á kanínur sem höfðu sýnt þá fádæma ósvífni að leggjast á bestu rósirnar hans. Frænka matreiddi kanínurnar svo um kvöldið. Tony lést árið 1986. Hann hafði góðfúslega samþykkt þá ósk frænku minnar að þau myndu bæði hvíla í íslenskri mold, þrátt fyrir það að kynslóðir Tunn- arda væru grafnar í kirkjugarð- inum í Frampton. Aska þeirra beggja verður sett niður í leiði afa míns og ömmu. Tóta frænka verð- ur þá komin heim aftur eftir langa útiveru. Þórunn Guðmundsdóttir. Í desember síðastliðnum létust þrjár mágkonur, Þórunn Tunnard, föðursystir mín, Kristín Þorbjarn- ardóttir, móðir mín og loks Unnur Eiríksdóttir, ekkja Örlygs Sig- urðssonar listmálara, föðurbróður míns. Allar náðu þær hárri elli og höfðu skilað miklu verki á merkri ævi. Aska Þórunnar og eiginmanns hennar, Antonys, sem lést fyrir rúmum tveimur áratugum, verður jarðsett í dag. Þau kynntust á stríðsárunum norður í þeim da- nósa bæ, Akureyri, en bjuggu sér heimili á Englandi og þar bjó Tóta frænka þar til hún lést. Kynni þeirra Tonys og hjónaband á Seyð- isfirði í miðju stríðinu var hvorki hversdagsviðburður á þessum tíma né öllum að skapi í fyrstu. Tóta lét slíkt ekki á sig fá, hélt sínu striki. Þar kom strax fram einbeitni og staðfesta þessarar ungu konu sem hafði fundið sér það sem hún vildi og ætlaði sér. Framhaldið var far- sælt. Í bernskuminningu var Tóta og frændfólkið á Englandi sveipað einhverjum blæ dulúðar og til- hlökkunar. Jólagjafir sem komu með póstinum voru gríðarlega spennandi, þar var náttúrlega Cadburýs gotterí af ýmsum teg- undum og svo leikföng sem slógu öðrum við, t.d. átti knallettubyssan mín engan sinn líka í Nökkvavog- inum fyrir rúmum fimmtíu árum. Mér fannst einhvern veginn að Tóta frænka og drottningin á Eng- landi væru sama manneskjan, eða að minnsta kosti mjög nátengdar. Eiginmaður hennar, Tony, féll full- komlega inn í hlutverk drottning- armannsins, virðulegur, klassískur Breti, fullur hlýju og kímni. Smám saman áttaði ég mig á því þegar ég eltist að ekki væru þau kon- ungborin, og var ekki laust við að því fylgdi tiltekinn léttir. Hver maður hefur sinn djöful að draga, og það gerði Tóta líka. Hún missti sjónina upp úr fertugu vegna aukaverkana lyfs sem koll- egi minn einn á Englandi hafði gefið henni að lítt grunduðu máli. Þetta bar hún af því æðruleysi og húmor sem einkenndi hana alla tíð. Skemmtilegri manneskja, kvikari að gáfum, skoðunum og snerpu var vandfundin. Tóta kom reglulega til Íslands með sitt klan allt fram á hin síðari ár. Þannig kynntumst við þessu góða frændfólki okkar, alltaf voru haldnar miklar veislur og ógleym- anlegar, þar sem allir töluðu í einu og hávaðinn var eins og í Júmbó- þotu í flugtaki. Tóta frænka var orðin södd lífdaga, hafði átt við erfiðan heilsuvanda að etja síðustu árin, og aðdragandi kveðjustundar því orðinn langur. Við kveðjum hana samt með miklum trega, eng- inn er henni líkur og veröldin verður ekki hin sama eftir. Sigurður Guðmundsson. Skólameistaradóttirin Þórunn Sigurðardóttir hefur kvatt þennan heim. Aska hennar og Anthony Tunnards, eiginmanns hennar, er komin til landsins og verður færð í grafreit foreldra hennar í dag. Þegar litið er yfir farinn veg kemur upp í hugann hve stórbrotið líf mikilfenglegrar persónu getur orðið. Árið 1942 flutti Þórunn, þá ný- bökuð eiginkona breska lögfræð- ingsins og liðsforingjans til Eng- lands og var farið í skipalest. Brúðkaupið hafði farið fram á Seyðisfirði og voru breskir her- menn einu gestirnir. Það var vissulega áfall fyrir for- eldrana að missa einkadótturina úr landi. Þetta reyndust henni þó gæfuspor. Hún eignaðist þrjú mannvænleg börn, Halldóru, Önnu og Conally. Með Halldóru kom hún til Íslands fyrst árið 1946. Þar sem barnið talaði íslensku var Þór- unni endanlega fyrirgefið að hafa flutt út. Hún var umvafin ást og kær- leika alla tíð hjá tengdafjölskyld- unni í Englandi. Tryggð og trú- mennsku sýndi eiginmaður hennar einnig þegar Þórunn varð fyrir því hræðilega áfalli að blindast af völdum lyfs er henni hafði verið gefið gegn húðexemi. Þórunn var aðeins rúmlega fertug þegar þetta gerðist, þannig að rúmlega hálfa ævina lifði hún án sjónar. Það aftr- aði henni ekki frá því að lifa litríku lífi. Hún var forvitin og áhugasöm um alla sína nánustu og lét ekkert fram hjá sér fara. Hún var mjög pólitísk og var Churchill eftir- minnilegasti stjórnmálaleiðtoginn. Hún var tíguleg alla tíð, hress og lifandi. Hún var mjög „org- aniseruð“ eins og hún kallaði það sjálf og mikill „perfektionisti“. Þegar hún dvaldi sem gestur á öðrum heimilum hafði hún allt skipulagt í mismunandi buddum og töskum og vissi hvar allt var. Hlátrasköllin glumdu langar leiðir þegar Þórunn var í faðmi fjölskyldunnar heima og heiman. Þórunn var skemmtileg kona. Hún var smart, gáfuð og elegant eins og dætur hennar eru. Það var heilmikið ævintýri að fá að kynnast Þórunni föðursystur mannsins míns og fylgjast með henni í tæplega fjörutíu ár. Blessuð sé minning þessarar stórbrotnu og mikilfenglegu konu. Guðrún Salome Jónsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir Tunnard og Richard Anthony Conolly Tunnard Andrés Kol-beinsson ✝ Andrés Kolbeins-son fæddist á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu 7. sept- ember 1919. Hann lést á Vífilsstöðum 15. janúar síðastlið- inn. Útför Andrésar var gerð frá Áskirkju 27. janúar sl. Jarðsett var í Stóra-Ásskirkjugarði í Borgarfirði. Meira: mbl.is/minningar Guðjón Ragnarsson ✝ Guðjón Ragn-arsson fæddist 21. febrúar 1921. Hann lést 18. desem- ber 2008 og fór bál- för hans fram 30. desember 2008. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, HILMAR ÁRNI RAGNARSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni föstudagsins 20. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á fjölskyldusjóð, 525-14-401020 kt. 250155-7519. Guðrún Langfeldt, Ragnar Viktor Hilmarsson, Hallfríður Snorradóttir, Vilhjálmur Árni Hilmarsson, Jóhannes Ívar Hilmarsson, Dórothea Ruth Hilmarsdóttir, Elísabet Olga Hilmarsdóttir, Hilmar Elis Ragnarsson, Guðni Kolbeinsson, Lilja Bergsteinsdóttir, Ingveldur Ragnarsdóttir, Guðmundur Theodórsson, Stefanía Beutel, Bernt Beutel, Sigurður Ragnarsson, Júlíana Grigorova. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, afi og bróðir, INGÓLFUR SIGURÐSSON bakarameistari, Berjarima 47, lést á deild 11 E, Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 19. febrúar. Birna Bjarnadóttir, Þóranna Erla Sigurjónsdóttir, Laufey Sif Ingólfsdóttir, Carl Andreas Sveinsson, Bjarni Grétar Ingólfsson, Elísabet Ýrr Jónsdóttir, Kamilla Sif Carlsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Erlingur Sigurðsson, Sigurður Sævar Sigurðsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Hamraborg 18, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 2. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í síma 543 1159. Unnur Hjartardóttir, Jón Bjarni Bjarnason, Þorvaldur P. Böðvarsson, Jenný Jóna Sveinsdóttir, Böðvar Már Böðvarsson, Shirly Moralde, Bergþór Grétar Böðvarsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.