Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 34

Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 ✝ Valdís Þórð-ardóttir fæddist á Klúku í Miðdal í Strandasýslu, 27. júní 1920. Hún lést á dval- arheimilinu Silf- urtúni í Búðardal 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Þórð- arson, f. 9.12. 1883, d. 17.8. 1954, og Guðrún Finnbogadóttir, f. 10.3. 1885, d. 27.11. 1972, bændur á Klúku. Systkini Val- dísar eru: 1) Aðalbjörn Þórhallur, f. 28.7. 1916, d. 7.12. 1950; 2) Bene- dikt Finnbogi, f. 18.9. 1917, d. 28.8. 1994, kona hans Jóna Guðný Jóns- dóttir, f. 24.1. 1923; 3) Sigurrós Guðbjörg, f. 3.2. 1924, maður henn- ar Sverrir Guðbrandsson, f. 26.3. 1921; 4) Sigríður, f. 9.12. 1930, mað- ur hennar Herbjörn Svavar Magn- ússon, f. 23.3. 1936; 5) Guðrún Sess- elja, f. 9.12. 1930, d. 13.1. 2003, maður hennar Hall- varður Einvarðsson, f. 2.12. 1931, þau skildu. Valdís giftist árið 1958 Þorsteini Jóni Nordal Karlssyni, f. 21.4. 1916, d. 8.11. 2004. Dóttir hans og fyrri konu hans, Guð- borgar Kristinsdóttur er Guðrún, f. 21.4. 1947, gift Eyjólfi Kristjánssyni, f. 6.5. 1943. Börn þeirra eru: 1) Guðborg, gift Guðmundi Karli Kristmundssyni, þau eiga tvær dætur; 2) Þorsteinn, kvæntur Hörpu Ólafsdóttur, þau eiga tvær dætur; 3) Kristján Eyþór. Dóttir Þorsteins og Sigríðar Guð- rúnar Guðjónsdóttur er Guðbjörg, f. 12.7. 1950, gift Þorgeiri Haf- steinssyni, f. 31.7. 1952. Börn þeirra eru: a) Helga Björg, gift Dagbjarti Finnssyni, þau eiga tvo syni; b) Al- mar Þór, í sambúð með Ólöfu Ingi- bergsdóttur, hún á tvö börn; og c) Sigríður Erna; 4) Hafdís Lilja. Valdís ólst upp á Klúku. Skóla- ganga hennar var einungis þrír mánuðir en þrátt fyrir það hafði hún afburðagott vald á íslenskri tungu. Hún var hafsjór af fróðleik og hafði mikinn áhuga á ættfræði. Hún var í vist víða, m.a. á Akureyri snemma á 5. áratugnum hjá Sigurði Hlíðar alþingismanni og dýralækni og Guðrúnu konu hans. Liðagigt hrjáði hana frá unga aldri en þrátt fyrir það var hún ósérhlífin til verka og hafði fjölskylduna ávallt í fyrirrúmi. Hún sinnti ýmsum fé- lagsstörfum og má þar nefna setu í barnaverndarnefnd, sóknarnefnd Skarðskirkju og lestrarfélagi sveit- arinnar en bókakostur þess var á heimili hennar. Einnig söng hún í kirkjukórnum og Þorrakórnum og hafði afar góða söngrödd langt fram eftir aldri. Valdís og Þor- steinn bjuggu í Búðardal II, Skarðs- strönd til ársins 2003 er þau fluttu á dvalarheimilið Silfurtún í Búð- ardal. Útför Valdísar fer fram frá Skarðskirkju á Skarðsströnd í dag kl. 14. Nú ertu farin frá okkur, elsku Dísa mín. Kallið kom snöggt en það var best fyrir þig, það var það sem þú vildir. Ég veit að þú ert komin til pabba. Það er margs að minnast frá liðnum tíma, þegar ég var lítil stelpa og vissi að pabbi væri búinn að ná sér í nýja konu leist mér hreint ekki á blikuna hafandi heyrt um vondu stjúpurnar í ævintýrunum. En það kom á daginn að ótti minn var svo sannarlega ástæðulaus, betri stjúp- móður var varla hægt að hugsa sér að eiga, elsku Dísa mín. Þú tókst mér strax opnum örmum og hafðir alltaf velferð mína í huga og stóðst eins og klettur við hlið okkar systra og fjölskyldna okkar. Því miður eignuðust þið pabbi ekki börn saman en tvisvar misstir þú fóstur og það var þér þungbært. Þú varst mikið fyrir börn og gafst þér alltaf tíma til að hlusta á þau og tókst þátt í leikjum þeirra, fórst út í bú og fékkst „kaffi og kökur“. Þú safnaðir ýmsum gullum í skúffu sem var spennandi fyrir barnabörnin að skoða. Það voru þínar bestu stundir þeg- ar við komum í heimsókn í sveitina og þér fannst við alltaf stoppa of stutt. Þú dekraðir við okkur og hafð- ir alltaf til mat sem þú vissir að okk- ur þótti bestur. Skólaganga þín var ekki mikil en fróðari manneskju hef ég ekki fyrirhitt. Þú lagðir þig fram við að börn töluðu íslenskuna rétt. Einnig sendir þú oft efni í þátt út- varpsins „Íslenskt mál“. Ættfræði var þér hugleikin og gastu rakið ætt- ir langt aftur bara með því að telja á fingrum þér. Það var unun að hlusta á gömlu sögurnar sem þú sagðir mér af ættingjum okkar af Ströndunum og oft sátum við fram á nótt í Búð- ardal og töluðum um allt á milli him- ins og jarðar. Þú last mikið og skrifaðir ljóð. Það var gaman að horfa á þig sitja við eldhúsborðið og hlusta á handbolta- leik í útvarpinu. Alltaf varð að kveikja á messunni klukkan 11 á sunnudögum, það var skylda. Dísa mín var róleg og yfirveguð manneskja. Hún var hreinskilin og ákveðin og stóð fast á sínu. Hún tal- aði hispurslaust um hlutina og lét sér fátt óviðkomandi. Dísa mín þú varst alltaf kletturinn sem ég gat hallað mér upp að. Nú er komið að kveðjustund. Ég kveð þig með virðingu og þökk fyrir allt og allt. Þorgeir sendir þér ástarþakkir. Guð blessi þig. Þín Guðbjörg. Í dag kveðjum við stjúpmóður mína og tengdamóður, Valdísi Þórð- ardóttur, ættaða frá Klúku í Stein- grímsfirði. Dísa flutti til Búðardals á Skarðsströnd 1957 og hóf þar sam- búð með föður mínum, Þorsteini Karlssyni, og gengu þau í hjónaband ári síðar. Dísa var mikið fyrir ættfræði og hafði mikið gaman af því að rekja ættir fólks og var mjög fróð um alla hluti, þótt skólaganga hefði verið stutt. Hún var mikill dýravinur og var sérstaklega fyrir hunda. 18 ára fór ég alfarin að heiman en alltaf var notalegt að koma heim á sumrin og alltaf vel tekið á móti manni og allri fjölskyldunni þegar hún kom til sög- unnar. Þau tóku fram alltaf það besta sem þau áttu til og lögðu á borð fyrir okkur. Dísa hafði mikið gaman af því að spjalla við fólk og gátum við oft gleymt okkur langt fram á nótt í spjalli. Dísa og pabbi fluttu á dvalarheim- ilið Silfurtún í Búðardal haustið 2003. Þá var faðir minn kominn með alzheimer og Dísa orðin mjög slæm af liðagigt og komin í hjólastól. Dísa missti föður minn 8. nóvember 2004 og það var henni mjög erfitt. Alltaf var hún sem klettur við hlið hans og erum við henni ævinlega þakklát fyrir það. Dísu leið vel á Silfurtúni og undi hag sínum vel þar. Þökkum við starfsfólkinu á Silfurtúni og einn- ig Þórði lækni, sem hún dáði svo mikið, fyrir hana. Dísa gerði aldrei kröfur til okkar. Ef maður spurði hana hvort hana vantaði ekki eitthvað, svaraði hún: Nei, nei, líttu bara í skápinn, Guð- rún, hann er fullur af fötum sem ég þarf að slíta út. Svona var hún alltaf, nægjusöm og þakklát. Ef maður hringdi til hennar sagði hún, þú manst alltaf eftir kerlingunni, Guð- rún mín. Við viljum þakka henni kærlega fyrir samverustundirnar á liðnum árum. Hvíldu í friði. Hinsta kveðja. Guðrún og Eyjólfur. Amma, þú varst alltaf svo frábær amma. Hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því sem ég hafði að segja þér og hugsaðir svo vel um mann þegar maður kom í sveitina til ykk- ar. Við spjölluðum alltaf mikið sam- an þegar við hittumst og vorum mjög oft ósammála um allt. Ég man til dæmis eftir því þegar þú sagðir við mig og Guðborgu að við værum mjög óheppin að hlusta ekki á Rás 1 í útvarpinu heima hjá okkur. Við deildum mikið um það. Það var alltaf gaman að deila við þig um hitt og þetta. Þú stóðst alltaf fast á þín- um skoðunum. Ég minnist þín, amma, fyrir hvað þú varst góðhjörtuð og vildir allt fyr- ir mann gera. Núna ertu komin til afa á ný. Þið eigið eftir að hafa það gott saman á himnum. Hvíldu í friði, amma Kristján Eyþór. Elsku amma. Sem krakki var ég alltaf í sveit hjá þér og afa og var það alveg yndislegur tími. Ég var alltaf byrjuð að pakka saman nokkr- um vikum áður en ég átti að koma til ykkar, spennan var svo mikil. Þú hafðir alltaf gaman að því að tala um ættfræði og varst mjög fróð þar. Það var líka alltaf gaman að rök- ræða við þig um ýmislegt, þú stóðst alltaf á þínu. Það var gott að vera svo heppin að fá að vera hjá ykkur á sumrin þegar ég var barn og vil ég þakka þér fyrir það. Nú ertu sofnuð svefninum langa og ég veit að þér líður vel, og örugglega búin að hitta afa. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Guðborg Eyjólfsdóttir og fjölskylda. Elsku amma, það er komin kveðjustund. Ég mun aldrei gleyma hvað þú tókst alltaf vel á móti mér með faðmlagi og kossi þegar ég kom vestur í Búðardal. Þú varst svo hlý og góð og vildir allt fyrir alla gera. Þú lifðir fyrir það að fá okkur öll í heimsókn og helst vildirðu að allir kæmu í einu. Alltaf var setið í eldhúsinu og spjallað um daginn og veginn og mér er sérstaklega minnisstætt hvað þú varst fróð um alla fjölskyld- una og ættina og einnig hvað þú varst minnug um nöfn og staði. Þú sagðir mér óteljandi sögur frá því þegar þú varst ung en minnis- stæðust er mér þó sagan af því þeg- ar þú hittir mömmu fyrst. Þú hugsaðir svo vel um alla sem komu í heimsókn til ykkar afa og passaðir að enginn færi svangur frá borði og gaman þótti okkur syst- kinunum að fá að hjálpa til við elda- mennskuna og baksturinn og þá sér- staklega smákökurnar. Ég mun alltaf minnast allra góðu stundanna okkar með hlýju. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Helga Björg. Elsku amma, ég á svo margar minningar um þig. Þú varst svo góð við mig og gerðir ýmislegt sem flest fullorðið fólk nennir ekki að gera með börnum eins og til dæmis spjalla við mig heilu og hálfu tímana þegar mamma, pabbi og afi lögðu sig eftir hádegismatinn, fara með mér í búleik og tala við Alf og Kiss me. Þú hafðir mjög gaman af því að segja frá og naut ég góðs af því. Þú sagðir mér ógrynni af skemmtileg- um sögum af þér og fleirum úr fjöl- skyldunni. Þú varst mikil húsmóðir og afar gestrisin og fékk ég alltaf að hjálpa þér í eldhúsinu og það fannst mér svo skemmtilegt. Fyrst fékk ég að leggja á borð og taka til kex og kök- ur fyrir kaffið, seinna þegar ég varð eldri fékk ég að hjálpa til við elda- mennskuna. Það var alltaf mikið tilhlökkunar- efni að fara vestur til ykkar afa og ég er svo þakklát fyrir það að hafa feng- ið að fara í sveit og kynnast sveitalíf- inu. Þú varst mikill dýravinur og spurðir mig alltaf hvernig Depill hefði það þegar við hittumst eða töl- uðum saman í símann. Amma, minning þín mun alltaf lifa. Þegar ég eignast börn mun ég segja þeim frá ykkur afa og heim- sækja Búðardal með þeim. Mér þykir svo vænt um þig. Þín Sigríður Erna. Fyrstu minningarnar um Dísu móðursystur okkar eru frá því þegar hún bjó hjá okkur á Klúku, æsku- heimili sínu: Dísa í heyskapnum; Dísa að þvo á þvottabrettinu; Dísa að reyna að ala okkur upp. Hún tók meira að segja á móti einu okkar. Við bjuggum enn í gamla torfbænum og á þessum tíma var flest sem þurfti til heimilisins gert heima eins og sápan sem var búin til úr mör og sóda. Ullarþvotturinn var eitt af erf- iðisverkunum, heitt vatn var borið niður að ánni þar sem ullin var þveg- in og síðan skoluð í ánni. Þrátt fyrir liðagigtina sem hrjáði Dísu frá 15 ára aldri var hún ósérhlífin við þessi verk. En allt tekur breytingum. Einn daginn rennir Willys-jeppi í hlað á Klúku og út stígur maður, ekki hávaxinn en þreklegur, dökkur á brún og stilltur í fasi – þetta var Steini. Og hann kom oftar. Einn dag- inn fór Dísa burt með honum í Wil- lys-jeppanum. Hún hafði oft farið í vist hingað og þangað en þetta var öðruvísi. Amma stóð úti og veifaði þar til þau voru horfin. Nú var Dísa flutt í Búðardal þar sem hún bjó svo öll sín búskaparár. Mannlífið í Döl- unum varð hennar mannlíf sem hún lifði og hrærðist í. Hún fylgdist þó grannt með fólkinu á Ströndunum og var svo óendanlega fróð um ættir, menn og málefni. Eitt af áhugamál- um hennar var íslenskt mál og oft var hennar getið sem heimildar- manns í útvarpsþættinum Íslenskt mál. Hún skrifaði marga minnismið- ana í því sambandi með sinni fallegu rithönd. Eftir að við eignuðumst bíl á Klúku fórum við í nokkrar ævintýra- ferðir yfir Tunguheiði eða Steina- dalsheiði til Dísu og Siggu og fjöl- skyldna í Búðardal. Báðar heiðarnar voru vondar og ekki þægilegt að hlaupa frá bústörfunum. Því urðu ferðirnar færri en hugur stóð til. En vel var tekið á móti gestunum. Stof- an hennar Dísu var eins og byggða- safn, hún gætti þar margra gamalla góðra muna. Hún kom líka í heim- sókn til okkar og það var alltaf svo gaman. Árið 2004 kom hún á ætt- armót afkomenda Guðrúnar og Þórðar á Klúku. Það hefur líklega verið í síðasta sinn sem hún kom í Miðdalinn. Þá var hún orðin nánast föst við hjólastólinn. Hún fékk að velja hvora heiðina hún færi og hún valdi Steinadalsheiði því hún var svo lofthrædd. Annars gat hún alveg far- ið Tunguheiðina – þá lokaði hún bara augunum niður brekkurnar, sagði hún. Hún naut þessarar ferðar og það er gott að minnast hennar þarna í faðmi stórfjölskyldunnar sem var ætíð efst í huga hennar. Það fór vel um hana síðustu árin í Silfurtúni og ber að þakka það. Við erum þakklát Dísu fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið, fyrirmynd- ina sem hún gaf okkur og alla hlýjuna. Kveðjum með niðurlagi þulu eftir hana sjálfa þar sem hún rifjar upp heimkomu úr kaupstað- arferð sem hún fór 8 ára með mömmu sinni: Teymdum við nú hestana upp túnbrekkurnar. Teymdum við þá á eftir okkur, út kom pabbi þá, systkini mín líka, það var sjón að sjá. Systkini mín líka, svo fórum við inn. Gott var nú að koma í góða bæinn sinn. Gott var þeim að heilsa’ öllum og heima’ er alltaf best. Þessa sömu söguna segjum við nú flest. Systkinin frá Klúku, Guðbrandur, Þórður, Matthildur, Aðalbjörn, Björn, Rúnar og Heiðrún og fjölskyldur. Okkur langar að kveðja hana Dísu í Búðardal með nokkrum orðum og minnast hennar eftir löng og góð kynni. Hún var alltaf hluti af gamla Skarðshreppi og trygg og trú í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og gerði það af heilum hug. Var verð- ugur fulltrúi kvenfélagsins og lestr- arfélagsins ásamt ýmsu öðru. Börn- unum í sveitinni gleymdi hún heldur ekki og hélt jóladansleiki heima hjá sér. Eins og venjulega svignuðu borðin af kökum og öðru góðgæti. Börnin fengu alltaf nammipoka með sér heim og sem fullorðið fólk tala þau enn um þessar stundir, enda þeim ógleymanlegar. Valdís var föst fyrir og hafði sínar skoðanir á hlutunum. Las mjög mik- ið og var mjög fróð og stálminnug á allt sem hún las og hafði upplifað. Alltaf var gaman að hlusta á hana segja frá. Valdís dvaldist nokkur ár á dval- arheimilinu Silfurtúni í Búðardal ásamt eiginmanni sínum, honum Steina sem lést þar árið 2004. Þau höfðu búið allan sinn búskap í Búð- ardal á Skarðsströnd. Við viljum þakka Dísu og Steina fyrir samfylgdina og vináttu og tryggð í okkar garð í gegnum árin. Einnig vottum við fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kristinn, Bogi og fjölskyldur. Ekki þýðir að deila við dómarann, var móðir mín vön að segja, þegar eitthvað fór öðruvísi en ætlað var, hvað þá þegar sá hinn sami kemur frá æðri máttarvöldum og hefur til aðstoðar manninn með ljáinn, sem engum hlífir. Dísa, eins og hún var ávallt kölluð, mín gamla vinkona er látin og horfin sjónum okkar, eins og hendi sé veif- að og komin á annað tilverustig, okk- ur óþekkt. Satt best að segja held ég að hún hafi verið hvíldinni fegin, því til margra ára hefur hún verið heft til göngu og nú síðustu árin meira eða minna bundin við hjólastól. Ég átti því láni að fagna sem ung- ur drengur, að vera hjá Þorsteini Karlssyni, eiginmanni Dísu, bónda og smiði í Búðardal á Skarðsströnd í 7 sumur, frá 1941 til 1948, en þegar faðir hans dó um miðjan aldur tók hann við búi föður síns, að mig minn- ir 27 ára gamall. Um það bil 10 árum eftir andlát fyrri eiginkonu, Guð- borgar Kristinsdóttur frá Skarði á Skarðsströnd, var hann svo lánsam- ur að kynnast Dísu, en þau giftu sig 1958. Ég hefi trúlega hitt hana í Valdís Þórðardóttir Elsku amma mín. Nú ertu komin heim til afa og Dobba og ég veit að þér líður vel í sveitinni. Kveðja. Hafdís Lilja. Til langömmu Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guðjón Ernst og Guðmundur Snær. HINSTA KVEÐJA        

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.