Morgunblaðið - 21.02.2009, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
Aðgangur kr. 1.000
Námsmenn og eldri borgarar kr. 500
Stjórnandi er Sigurður Flosason
Tónleikaröð með
tónlist Thad Jones
Stórsveitin endurtekur vegna fjölda áskorana magnaða klúbb-
stemmningu frá tónleikum í nóvember sl. Á fernum tónleikum
verður flutt breytileg dagskrá út nótnabók Thad Jones (1923-1986),
eins helsta meistara big band tónlistar síðustu áratuga.
Kraftmikil stórsveitatónlist eins og hún gerist best.
KLÚBBKVÖLD
STÓRSVEITAR REYKJAVÍKUR
CAFE ROSENBERG
Sunnudag 22. feb. kl. 21:00 Mánudag 23. feb. kl. 21:00
Upptaka fyrir RÚV 23. feb.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SIGURJÓN Kjartansson lét sér
ekki nægja að taka þátt í umbylt-
ingu íslensks gríns og gamanmála
heldur hefur og látið til sín taka í
framleiðslu á dramaefni. Og það
heldur betur. Ásamt fleirum ryður
hann nú íslenskri framleiðslu af
þeim toga nýjar brautir og var tími
til kominn, segja margir. Lengi
mændu íslenskir sjónvarpsáhorf-
endur út fyrir landsteina, einkum
til Danmerkur, og dáðust að list-
fenginu sem þar þrífst í sjónvarps-
þáttagerð. Undanfarin misseri
hafa þættir eins og Pressa, Svartir
Englar og nú Réttur, allir úr ranni
Sigurjóns, vísað veginn til nýrra og
framþróaðri tíma í þessum efnum.
Þetta er loksins komið upp á næsta
stig.
Þrjár hljómsveitir
Réttur snýst um tvo lögfræð-
inga, gíruga stjörnulögfræðinginn
Loga Traustason (Magnús Jóns-
son) og hina rúðustrikuðu Bryn-
hildi (Jóhanna Vigdís Arnardóttir).
Margt og misjafnt kemur til kasta
þeirra en þættirnir eru bundnir
saman með einu sakamáli sem
snýst um hinn dularfulla föstu-
dagsnauðgara.
„Ég lít á mig sem nokkurs konar
lím hvað vinnsluna á þessum þátt-
um varðar,“ segir Sigurjón. „Þetta
er eiginlega eins og að stofna þrjár
hljómsveitir. Fyrst stofna ég sveit
með skrifarahópnum. Við skiptum
þáttum á milli okkar en svo þegar
þetta er komið á ákveðið stig tek ég
allt klabbið og endurskrifa eins og
þarf. Þá stofna ég smá hljómsveit
með leikstjóranum, smá dúett til að
byrja með en svo fjölgar meðlimum
þar. Upptökumaður, leikmynda-
hönnuður og fleiri bætast við.
Þriðja hljómsveitin samanstendur
svo af okkur framleiðendunum,
klippara og leikstjóra. Ég er titl-
aður meðframleiðandi, er eiginlega
framleiðandi sem skrifar. “
Sigurjón segir svona teym-
isvinnu afar mikilvæga í sjónvarps-
þáttagerð.
„Það verður að vera samræða
manna á milli út allt ferlið. Annars
ganga svona hlutir ekki upp að
mínu viti, verða ekki eins skilvirk-
ir. Hér gilda allt önnur lögmál en í
kvikmyndum t.a.m.“
Vitlaus aðferðafræði áður fyrr
En af hverju erum við fyrst núna
komin á boðlegt stig í svona fram-
leiðslu?
„Þekkingin var bara ekki fyrir
hendi,“ svarar Sigurjón. „Hugs-
unin hefur of lengi verið sú að leik-
skáld, kvikmyndaleikstjórar eða
rithöfundar eigi að skrifa svona
þætti. Slíkt hefur í flestum til-
fellum misheppnast þar sem við-
komandi listamenn hafa ekki borið
nægilega virðingu fyrir sjónvarps-
miðlinum. Það hefur vantað þá auð-
mýkt sem þarf til að koma þessu á
koppinn sem tekur m.a. til sam-
vinnu og að skilja að „betur sjá
augu en auga.“ Að prósa þetta eins
og bók virkar ekki, því að það er
ekki miðillinn. Fólk hefur ekki vilj-
að beygja sig undir miðilinn sjón-
varp, svo einfalt er það.“
Sigurjón talar þannig um mask-
ínu sem byggðist upp í kringum
Fóstbræður og fleiri þætti á sínum
tíma. Um sé að ræða afkastamikinn
hóp skrifara sem sé sumpart búinn
að færa sig úr því að skrifa stutta
„sketsa“ yfir í lengri handrit. Lyk-
illinn sé svo sá að þessi hópur hafi
vanist teymisvinnu frá fyrstu tíð.
Lengra, dýpra
Íslenskt sjónvarpsefni hefur verið
gagnrýnt fyrir skort á raunsæi eða
„realisma“ og að leikararnir kunni
ekki að leika í sjónvarpi, hagi sér
eins og þeir standi uppi á sviði í
Þjóðleikhúsinu.
„Við höfum fengið þá gagnrýni að
leikararnir séu stífir og þættirnir
„hljómi“ eins og um útvarpsleikrit sé
að ræða. Ég held samt að þetta sé
meira það að fólk er óvant því að
heyra svona efni á íslensku.“
Sigurjón segir í framhaldinu að
þættirnir þrír, Pressa, Svartir engl-
ar og Réttur séu allir fremur hefð-
bundnir þættir. Þannig séð. Blaða-
mannadrama, lögguþáttur og svo
réttardrama. Menn hafa þó verið að
færa sig upp á skaftið eftir því sem
þeir gera sig heimakomnari í þessu
nýja umhverfi.
„Ég vildi t.d. fara aðeins lengra
með Rétt. Gera meira úr persónu-
legum málum og dýpka á þessu
formi með litlum hliðarskotum hér
og hvar.“
Hann segir að sig hafi alltaf lang-
að til að búa til lengri þætti eftir að
vera búinn að skrifa þúsundir sketsa
á ferlinum. Sú maskína malar örugg-
lega nú, en síðar á árinu verða þætt-
irnir Ástríður sýndir, gamanþættir
sem hann stendur að.
Allt er bjart
Eftirfarandi var haft eftir Sig-
urjóni í júní, 2007, þegar tökur á
Pressu stóðu yfir:
„Ætli það sé ekki í uppsiglingu hið
íslenska sjónvarpsvor. Við skulum
segja að Pressa sé fyrsti vorboðinn.“
Og framtíðin er skýr – og björt –
að mati Sigurjóns þegar þetta er
borið undir hann í dag.
„Ja … nú siglum við inn í sumarið
vænti ég. Það hafa orðin ákveðin
skil, þessi hópur sem ég ræddi um
fyrr í viðtalinu hefur tileinkað sér
fagleg vinnubrögð sem byggjast
m.a. á þekktum erlendum vinnuað-
ferðum og nú er að safnast upp gríð-
arleg þekking og reynsla hérlendis í
þessum efnum. Þetta er í raun og
veru sprotastarfsemi sem er í
gangi.“
Nú gilda önnur lögmál
Sjötti og síðasti þátturinn í lögfræðidramanu Réttur,
verður sýndur annað kvöld Landslagið í íslenskri sjón-
varpsþáttagerð er gjörbreytt, segir Sigurjón Kjartansson
Togast á Ekki er óalgengt að það slái í brýnu á milli tveggja stjörnulögfræðinga. Jóhanna Vigdís Arnardóttir og
Magnús Jónsson í hlutverkum sínum í Rétti, en síðasti þátturinn er á dagskrá Stöðvar tvö annað kvöld.
ÞAÐ er hugur í Sigurjóni og hans
fólki og vonast hann til að koma
framleiðslunni á framfæri erlendis.
„Pressa verður sýnd í Noregi í
ríkissjónvarpinu þar og Svartir
englar eru á leið til Svíþjóðar. Við
förum með Svarta engla og Rétt til
Cannes í vor. Þarna fylgjum við
svipuðum ferlum og Danir en
markmiðið er að komast inn á evr-
ópska „dub“ eða talsetningarmark-
aðinn. Eins og t.d. Þýskaland. Þýsk-
ir hafa verið að sýna áhuga þó að
ekkert sé fast í hendi. Ef við kom-
umst þangað er hægt að fara að
framleiða meira og þá lengri seríur
en sex þátta, t.d. tólf þátta seríur.“
Í útréttingar
KATE Winslet segir að hún sé
hætt að koma nakin fram í kvik-
myndum. Síðasta nektaratriði leik-
konunnar er að finna í verðlauna-
myndinni The Reader sem nú er
sýnd á Íslandi en þar fyrir utan
hefur hún komið nakin fram í 10
kvikmyndum, þ. á m. Titanic, Ham-
let og Little Children. „Ég hugsa
að ég eigi ekki eftir að leika í nekt-
arsenu aftur. Ég kemst ekki upp
með það til eilífðarnóns og þar fyrir
utan vil ég ekki vera þekkt fyrir að
vera leikkonan sem klæðir sig úr
hverri spjör í öllum myndum sem
hún leikur í.“ Þrátt fyrir þessi um-
mæli er ekki langt síðan Winslet
svaraði því til í viðtali að hún hefði
ekkert á móti því að koma fram
nakin í kvikmyndum, eins lengi og
það hefði skýran tilgang. Kollegar
Winslet af sama kyni hafa margir
hverjir fylgst grannt með nektar-
leik Winslet og lét Halle Berry hafa
það eftir sér að hún óskaði þess að
vera jafn óhrædd við nektarsenur
og Winslet. „Kate er alltaf nakin, á
klósettsetu, á hlaupum og þar fram
eftir götunum. Ég vildi að ég væri
jafn örugg í eigin skinni og hún.“
Síðasta nektarsena
Kate Winslet
Reuters
Ófeimin Kate Winslet brosir sínu breiðasta eftir að hafa hlotið bresku
BAFTA verðlaunin í Lundúnum hinn 8. febrúar síðastliðinn.