Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur Nemi í blaða- og fréttamennsku „MIG langaði að gera eitthvað úr því þegar bók kemur út, svipað og þegar myndlistarsýningar eru opnaðar, og slá upp góðu partíi,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason sem gefur út sína fyrstu ljóðabók, Á meðan, í dag. Ragnar er sonur Nínu Bjarkar Árnadóttur skáldkonu og Braga Kristjónssonar bóksala svo það lá beinast við að spyrja hvort foreldrarnir hefðu haft einhver áhrif á áhuga hans á ljóðagerð. „Nei, reyndar ekki, þau hafa auðvitað haft áhrif eins og allir foreldrar en þau voru aldrei neitt í því að halda að mér ljóðum eða bókum,“ segir Ragnar en bendir á að eldri bræður hans, Ari Gísli og Valgarður hafi báðir skrifað og gef- ið út ljóð. „Þeir höfðu fyrst og fremst áhrif á mig með því að vera ofsalega góðir við mig þegar ég var lítill. Ég var líka bara 11 ára þegar fyrsta bókin hans Ara kom út og ljóðin hans voru í raun einu ljóðin sem ég las fram eftir aldri.“ Orti í finnskum strætóum Ragnar er Kvennaskólagenginn en er nú á lokaári í Fræð- um og framkvæmd við leiklistardeild Listaháskóla Íslands „Þetta er nýtt nám, tengt leikhúsfræðum, -skrifum og leik- list. Þarna byrjaði ég m.a. að fikta við leikritun í námskeiði sem hét Skapandi skrif, hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Sig- urði Pálssyni,“ en það var einmitt í þessu sama námskeiði sem Ragnar enduruppgötvaði ljóðformið. „Ég fór fyrst að skrifa ljóð í kringum ’95, yfirleitt þegar ég var nýkominn heim af djamminu, í glasi, og fannst ég þurfa að tjá mig um margt. Svo hætti ég þessu þar til fyrir tveimur árum að ég tók þetta námskeið og byrjaði aftur að skrifa ljóð.“ Afrakstur síðustu tveggja ára kemur nú út á bók en mörg ljóðanna skrifaði Ragnar í Finnlandi. „Ég dvaldist þar sem skiptinemi fyrir áramót og samdi flest ljóðanna þegar ég sat í strætó og svoleiðis. Bókartitillinn vísar til þess að ég var að skrifa á meðan ég beið eftir einhverju, til að nýta lausar stundir.“ Í dag er jafnframt 32 ára afmæli skáldsins sem ætlar að halda veglega útgáfuteiti í Nýlistasafninu kl. 17. Til þess að fagna með sér hefur Ragnar fengið vini og vandamenn til að lesa upp ljóð í teitinni en ætlar sjálfur einungis að hlusta, ásamt öðrum gestum. „Svo mun DJ Siggi frændi þeyta skíf- um og þetta verður vonandi bara mikið fjör.“ Lausar stundir nýttar í ljóðaskrif Ragnar Ísleifur Bragason fagnar útgáfu sinnar fyrstu ljóðabókar á 32 ára afmælinu Morgunblaðið/Ómar Skáldið Ragnar á ekki bókhneigðina langt að sækja enda sonur Braga Kristjónssonar bóksala og Nínu Bjarkar Árnadóttur skáldkonu. Bros Eins viðkvæmt og það er þá brosir það. Þótt allt í kringum það þyrlist upp um allt þá ruggar það sér líkt og plastbrúsi fljótandi á sjó. Það ruggar tilviljanakennt og að því er virðist stjórnað af stærra Alls konar Eru þau að tala um mig? Það horfði allavega einhver á mig í gær meira en í dag Samt vaknaði ég extra snemma til að setjast á bekkinn og sat þar lengi Mér finnst að maður eigi að hrósa fólki hrópa: ,,Húrra fyrir þér“! Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 He’s just not that into you kl. 3 - 6 - 9 B.i. 12 ára The Pink Panther 2 kl. 3 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Valkyrie kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Bride wars kl. 3 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Revolutionary Road kl. 3 - 5:30 B.i. 12 ára - E.E., DV - S.V. Mbl. 650k r. Vicky Cristina Barcelona kl. 3 - 5:50 LEYFÐ The Reader kl. 8 - 10:20 B.i.14 ára Skógarstríðið 2 m/ísl. tali kl. 3 Börn-550 kr./Fullorðnir 650 kr. LEYFÐ Sólskinsdrengurinn kl. 3 LEYFÐ Frá leikstjóra The Hours og Billy Elliott SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Milk kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12 ára The Wrestler kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.14 ára Frost/Nixon kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára He’s just not that into you kl. 5:40 - 8 - 10:15 B.i.12 ára The Pink Panther 2 kl. 4 - 5:45 - 8 LEYFÐ Bride Wars kl. 10 LEYFÐ Skógarstríðið 2 kl. 4 LEYFÐ 650k r. 3 Bráðfyndin rómantísk gamanmynd sem sviptir hulunni af samskiptum kynjanna SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Gus Van Sant og Sean Penn snúa bökum saman til að segja ótrúlega en sanna sögu Harvey Milk og afraksturinn er ein besta mynd ársins og 8 Óskarstilnefningar. Bleiki pardusinn er mættur aftur í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! - V.J.V. TOPP5.IS 650k r. 650k r. 650k r. Bráðfyndin rómantísk gamanmynd sem sviptir hulunni af samskiptum kynjanna SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI 2 Í Í I - S.S., MBL - D.Ö., KVIKMYNDIR.COM - DÓRI DNA, DV - Tommi, kvikmyndir.is - V.J.V.,TOPP5.IS - Á.J., D.V. -S.V., MBL EMILE HIRSH JOSH BROLIN DIEGO LUNA JAMES FRANCOAND * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú 5 - S.V., MBL - E.E., DV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.