Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.02.2009, Qupperneq 51
LANDSLIÐ íslenskra tónlistar- manna ætlar að koma fram á tón- leikum sem haldnir verða í minn- ingu Rúnars Júlíussonar í Laugardalshöll laugardaginn 2. maí næstkomandi. Rúnar lést að- faranótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls. Það er fyrirtækið Bravó sem stendur fyrir tónleikunum, og hafa fjölmargir listamenn staðfest komu sína. Þeir eru: Áhöfnin á Halastjörnunni, Bjartmar Guð- laugsson, Björgvin Halldórsson, Buff, Deep Jimi and the Zep Creams, Eiríkur Hauksson, Hjal- talín, Hljómar, Jóhann Helgason, Karlakór Keflavíkur, Krummi, KK, Lifun, Páll Óskar, Unun & Helgi Björns, Sálin hans Jóns míns, Stuðmenn og Trúbrot. Sér- stakir gestir verða Baldur og Júl- íus synir Rúnars, María Bald- ursdóttir ekkja hans og barnabörn. Miðasala hefst hinn 5. mars kl. 10 og fer hún fram á Miði.is og sölustöðum Miða.is. Miðaverð er frá 4.900 til 9.900 kr. og rennur hluti af hverjum seldum miða í Minningarsjóð Rúnars Júl- íussonar. Aðstandendur tón- leikanna eru Geimsteinn og fjöl- skylda Rúnars, og framkvæmda- aðili er Bravó. Nánari upplýsingar má finna á bravo.is. Landsliðið heiðrar minningu Rúnars Goðsögn Rúnar Júlíusson. Morgunblaðið/Kristinn Orðheppin Davíð Þór, Karl og Hlín. GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Jóhann Hauksson og Sig- urbjörg Björgvinsdóttir. Þau fást m.a. við „flosalegur“ og „rama- kvein“. Fyrriparturinn er svona: Átján vetra yngismey til Evrópu við sendum. Í síðasta þætti var fyrriparturinn þessi: Næðir kalt og nístir bein nepjan hér á Fróni. Í þættinum botnaði Arnþór Helgason (og kvað við raust): Foldu þekur fönnin hrein, firrir grösin tjóni. Davíð Þór Jónsson hafði tvær út- gáfur: Núna ríkin eymdin ein og allt er hér í tjóni. Hér er allt á grænni grein og gleði í hverjum tóni. Valdimar Tómasson: Efnahagsins innanmein urðu hér að tjóni. Úr hópi hlustenda botnaði Rein- hold Richter m.a.: Skelfd og hrakin skelfur ein skrítin önd á lóni. Kristján Runólfsson í Hveragerði notaði víxlað innrím: Finnst því allt á ýmsa grein orðið mér að tjóni. Sigurður Einarsson í Reykjavík breytti bragarhættinum: Hér ýmislegt er manna mein og mannvirðing sumra ekki nein. Já, Davíð hann er dóni! Tómas Tómasson m.a.: Bölvar Jóa björt og hrein bankastjóraflóni. Sigurlín Hermannsdóttir m.a.: Kæmist þó á græna grein ef gripi starf á Fjóni. Pálmi R. Pétursson: En sýnu verri setjast mein í sálu og valda tjóni. Erlendur Hansen á Sauðárkróki botnaði með heilli vísu og hafði heyrt orðið „Helgríma“ notað sem nafn á ríkisstjórnina: Helgríma á grænni grein grípur vel á tjóni. Jóhanna fer ekki ein enn er glóð í Jóni. Magnús Halldórsson á Hvolsvelli: Kúrir fugl við kaldan stein, klakann lemur Skjóni. Jónas Frímannsson m.a.: Hætt er við að hljóti mein Hafnarstrætisróni. Þorkell Skúlason í Kópavogi: En vorsins þrá í hjarta hrein hugþekk varnar tjóni. Ingólfur Ármannsson m.a.: Hérna ríkir hörmung ein og hér er allt í tjóni. Orð skulu standa Átján vetra yngismær Þátturinn er að vanda á dagskrá Rásar 1 kl. 16.10 í dag. Hlustendur geta sent botna sína, tillögur að spurningum og önnur erindi í net- fangið ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Ríkisútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Menning 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.